Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
„Það var snjór í götunni, og undir
var frosinn aur, en sums staðar
berghella, og tæp var gatan, geymdi
rétt aðeins fótinn. Næsti sneiðingur
var líka tæpur, en Monika horfði
beint niður fyrir fætur sér, forðaðist
að líta niður í gilið. Allt í einu beygði
gatan til suðurs, lá eftir mjóum og
afsleppum aurhrygg með stefnu á
innri barm gils-
ins. Gusturinn
varð að þungum
sogum, með slot-
um á milli, eins og
einhver furðu-
skepna lægi á gil-
botninum og and-
aði þungt og
erfiðlega. Niðri í
gilinu sást glitta í
straumstreng, og nú heyrðist svarr-
kenndur niður.“
Þannig lýsti Monika Helgadóttir
fyrir rithöfundinum Guðmundi G.
Hagalín ferð sinni fyrir hartnær
hundrað árum að þeim stað sem átti
eftir að verða heimili hennar í meira
en hálfa öld, Merkigili í Skagafirði.
Þetta er bær í Austurdal, löngum og
djúpum dal sem er eins þverskorinn
og dramatískur og Reykholtsdalur
er aðlíðandi og friðsæll. Jökulsá
steypist þar eftir djúpu og hrikalegu
gljúfri sem lengst af var ófært með
öllu, en er nú vinsæll staður fyrir
flúðasiglingar og dugir ekki minna
en að hafa leiðsögumenn frá Nepal.
Að gljúfrinu liggja ekki síður hrika-
leg gil og eitt þeirra er Merkigil sem
bærinn er kenndur við. Eftir gilinu
lá leiðin sem varð að fara ef menn
vildu komast að bænum af þjóðveg-
inum í Skagafirði, einstigi utan í
klettaskornum hlíðum lengst inn eft-
ir gljúfrinu sem þræða þurfti beggja
vegna óbrúaðrar ár sem ekki var
hægt að fara yfir nema innst. Stund-
um var farið með varning uppúr
Austurdal upp á sjálft hálendið og
svo aftur niður í Eyjafjörð, af því
mjög þunga hluti var ekki hægt að
flytja eftir einstiginu í gilinu, en sú
leið var auðvitað helst fær um há-
sumar. Af hverju lagði fólk á sig að
búa þarna?
Austurdalur er grösugur dalur og
gjöfull á þess tíma mælikvarða, og
um það leyti sem Monika fluttist
þangað sem ráðskona var búið á sex
bæjum. Það voru bæir í dalnum hin-
um megin við gljúfrið en samt óra-
vegur að ferðast milli nágranna sem
gátu í besta falli kallast á. Lengst
inni í dal, ellefu kílómetra frá Merki-
gili, er kirkja sveitarinnar kennd við
Ábæ, þar sem enn er messað einu
sinni á ári. Núverandi kirkja var
byggð nokkrum árum áður en Mon-
ika kom í dalinn, og þá var búskapur
á Ábæ. Hún var byggð eftir teikn-
ingum frægasta og þá fyrsta full-
menntaða arkítekts Íslendinga,
Guðjóns Samúelssonar, sem síðar
teiknaði Þjóðleikhúsið og Hallgríms-
kirkju. Viðurinn í hana var fluttur
eftir einstiginu í Merkigili, en annað
byggingarefni dregið af mönnum á
sleðum leiðina löngu uppúr Eyjafirði
og yfir fjöllin. Þetta einstaka fram-
tak bændanna í sókninni var Hall-
dóri Laxness innblástur í kafla um
bændur í Eystridal í bókinni Atóm-
stöðin.
Eitt þekktasta skáld nítjándu ald-
ar bjó um tíma á Nýjabæ í Austur-
dal, Hjálmar Jónsson sem oftast er
kenndur við Bólu (1796-1875). Líf
hans var mikill barningur alla tíð og
hann átti iðulega í útistöðum við
nágranna sína og kveðskapur hans
ber þess merki, er fjarri rómantík og
fagurgala. Gísli Sigurðsson segir í
grein um Bólu-Hjálmar og búskap
hans í Austurdal: „Meinið var, að
Hjálmar komst ekki með góðu móti
af bæ nema fara um hlaðið hjá þeim
[á Merkigili]. Og þeir reyndust hon-
um illa eins lengi og hægt var. Í
búferlaflutningunum frá Nýjabæ sat
Jón á Merkigili fyrir Hjálmari og
tókst að ná spýtu, sem hann taldi sig
eiga, af klyfjahesti. Í áflogum sem af
þessu hlutust slæmdi Hjálmar spýt-
unni í handlegg Ingibjargar hús-
freyju á Merkigili; taldi hana ætla að
veita bónda sínum lið. Svo var þó
ekki, ¬ bætti Hjálmar Ingibjörgu
meiðslin með forkunnarfögrum, út-
skornum kistli sem enn er til í vörzlu
Þjóðminjasafnsins og sýnir að
Hjálmar var bæði listfengur og hag-
ur í höndunum.“ Þetta er allt að því
dæmisaga um Hjálmar: hann bætti
um betur fyrir æviströgl sitt með líf-
seigri list sinni, kvæðum og
útskurði.
Það er ótrúlega tilkomumikið að
fara um allan Austurdal, þótt veg-
irnir séu heldur grófgerðir. En það
er ennþá tilkomumeira hugsi maður
til þess fólks sem þarna bjó og hvað
það er stutt síðan það vann myrkr-
anna á milli við sinn búskap. Guð-
mundur G. Hagalín rithöfundur sem
bjó síðari hluta ævinnar skammt frá
Reykholti, lýsti ævi Moniku á bók,
Konan í dalnum og dæturnar sjö,
þegar hún var ekki nema rétt rúm-
lega fimmtug en hafði aflað sér virð-
ingar allrar sveitarinnar með seiglu
sinni og vinnusemi. Þegar hún kom
ráðskona að Merkigili árið 1925 var
þar tvíbýli. Hún hafði ætlað að fara
til Reykjavíkur en lét tilleiðast að
vera veturlangt eða svo til að lið-
sinna fólkinu sem bjó á hálfu Merki-
gili. En ungi maðurinn á hinu heim-
ilinu á bænum hafði augastað á
henni og þau tóku saman og eign-
uðust bæinn allan þegar fram liðu
stundir. Monika og Jóhannes, maður
hennar, áttu sjö dætur og einn son,
áður en Jóhannes lést langt fyrir
aldur fram árið 1947. Það eitt að
hugsa sér hvernig var að sækja ljós-
móður að Merkigili nægir til að setja
sér erfiðleikana þar fyrir hugskots-
sjónir. Eftir fráfall Jóhannesar
freistaði það Moniku að bregða búi
og flytja í kaupstað. En hún tók þá
ákvörðun að vera áfram á Merkigili
með hjálp dætra sinna og er óhætt
að segja að það hafi verið einstæður
búskapur.
Þegar Monika hafði ákveðið að
halda áfram að búa þarna fannst
henni nauðsynlegt að reisa almenni-
legt hús. Á árunum eftir stríð er efn-
isskortur og skömmtun á Íslandi
eins og víðar og Monika þurfti að
fara til Reykjavíkur og tala við emb-
ættismenn og bankastjóra til að fá
leyfi fyrir steinsteypu og öðru bygg-
ingarefni og svo teikningunum. Það
hafðist, með klíkuskap og tengslum
eins og alsiða var, en meira átak var
að koma öllu efninu, að meðtalinni
steypuhrærivél sem var drifin af
hesti, í Merkigil. Allt hvíldi það á
hennar herðum og eldri dætranna
því sonurinn var ennþá barnungur.
En þetta skyldi vera almennilegt
hús, og vel byggt og búið nútíma-
þægindum, svo Monika festi kaup á
baðkari, í stærra lagi. Leiðin til að
koma því á staðinn var niður eftir
einstiginu og síðan upp með gilinu.
Fjórar elstu dæturnar tóku það að
sér, settu á sig bönd og báru það alla
leið, hægt og varlega og svo vel að
það sá ekkert á því þegar það kom í
hús. Þetta er ástæðan fyrir því að
enn blasir við myndarlegt stein-
steypt hús á Merkigili, þótt baðkarið
sé horfið og sturta komin í staðinn.
Það er athyglisvert að sjá hvernig
nútíminn heldur smám saman inn-
reið sína í sveitina um leið og fólkinu
fækkar. Sími kom í Merkigil 1942,
þrjátíu og fimm árum eftir að rit-
símastrengur hafði verið lagður til
Íslands frá Skotlandi um Færeyjar.
Árið 1961 var Jökulsá eystri loksins
brúuð, nokkuð innar í dalnum, og ak-
vegur lagður að Merkigili. Sjálf lét
Monika ryðja veg að Ábæjarkirkju
sem henni var svo hugleikin að hún
bauð jafnan í kaffi á Merkigili þegar
messað hafði verið í kirkjunni, þótt
Ábær væri kominn í eyði. Nú mátti
sækja Merkigil heim, án þess að feta
langt einstigi sem var sannkölluð
martröð lofthrædds fólks. 1974 var
svo loks lagt rafmagn í Merkigil.
En þá voru stelpurnar löngu byrj-
aðar að tínast að heiman, hvað sem
leið síma, brú, rafmagni, miðstöðv-
arofni og baðkari, og Monika varð
ein eftir. 1974 kom til hennar vinnu-
maður, Helgi Jónsson að nafni, og
tók síðar yfir búskapinn þannig að
hún varð að lokum ráðskona hjá
honum – ráðskona á Merkigili eins
og hún hafði ætlað sér hálfri öld fyrr
– uns hún lést árið 1988. Helgi bjó
áfram einn á Merkigili og lagði rækt
við Ábæjarkirkju, en hann var þá
orðinn eina sóknarbarn hennar og
sinnti öllu því sem Moniku hafði ver-
ið annt um, uns hann hrapaði til
bana í gilinu í janúar árið 1997. Eng-
inn búskapur er nú lengur þarna
megin í Austurdal.
Bænum á Merkigili er vel við
haldið og hann er enn nýttur fyrir
ferðamenn, ekki síst hópa hestafólks
sem fara um Austurdal og þræða
jafnvel einstigið fræga. Það fer vel á
því, þar sem hestar voru bráðnauð-
synlegir þeim sem þar bjuggu og
fluttu bæði fólk og varning inn í dal-
inn og Skagafjörður er reyndar
þekktur fyrir mikla hestamennsku;
lífsbarátta fyrri tíma eru tómstundir
nútímamannsins.
En þrátt fyrir allt er Skagafjörður
ennþá sveit. Síðast þegar ég klöngr-
aðist vegslóðann að Merkigili varð
mér það á að gleyma lopapeysunni
minni á bænum, þar sem hestafólk
var þá að gera stuttan stans og hita
sér súpu. Þetta var peysa sem konan
mín hafði prjónað og ég uppgötvaði
ekki að hún hafði orðið eftir fyrr en
við vorum komin langleiðina til
Reykjavíkur. Mér óx í augum að
fara aftur alla leið að Merkigili upp á
von og óvon til að gá hvort ég fyndi
peysuna góðu. Svo ég hringdi í sam-
starfsmann minn sem ættaður er úr
Skagafirði og spurði hvort hann vissi
um einhvern sem færi þarna fram
eftir, eins og Skagfirðingar segja, og
gæti hugsanlega svipast um eftir
henni. Hann svaraði með hægð: það
verða einhver ráð með það. Tveim
dögum síðar hringdi hann í mig og
peysan var fundin og komin til
byggða, með hestafólki. Þannig
hafði hún alltént þrætt gilið í bak-
poka einhvers ættingja félaga míns,
þótt ég myndi sjálfur aldrei treysta
mér til þess.
(Tilvísunum er sleppt.)
Einstigið þrætt inn Austurdal
Bókarkafli Í bókinni
Sagnalandið fara þeir
Halldór Guðmundsson
og Dagur Gunnarsson
hring um landið og
nema staðar á stöðum
sem tengjast höfundum
og bókmenntaverkum,
þjóðsögum og atburð-
um úr Íslandssögunni.
Meðal viðkomustaða er
Merkigil í Skagafirði
þar sem Monika Helga-
dóttir bjó með börnin
sín átta.
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Ægifagurt Það er fallegt í Skagafirði og í Sagnalandinu er Merkigil meðal viðkomustaða. Þar bjó Monika Helgadóttir með börn sín átta.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA