Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 1
HUGVIT UPPSPRETTA HAGSÆLDAR
Bruno Paillard tók góða ákvörðun þegar hann seldi Jagúarinn 1981. 8
Breytt eftirspurnarmynstur og flösku-
hálsar hafa ýtt kostnaði við skipa-
flutninga upp í hæstu hæðir. 10
VIÐSKIPTA
11
Halldór hjá Myrkur Games segir að búa verði
nýsköpunar-, hugverka- og tæknifyrirtækjum
samkeppnishæft rekstrarumhverfi.
FLÆÐIÐ FARIÐ ÚR JAFNVÆGI
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021
Meginstarfsstöðvar Landspítalans
eru við Hringbraut og í Fossvogi.
Nýr Landspítali og sameinaður er
nú tekinn að rísa upp úr jörðinni
framan við gömlu sjúkrahúsbygg-
inguna við Hringbraut. Gera yfir-
völd ráð fyrir að sú framkvæmd
muni kosta nærri 80 milljarða króna.
Það er samsvarandi fjárhæð og
Landspítalinn tekjufærir sem fram-
lag úr ríkissjóði til rekstrar síns á
þessu ári.
Nú þegar íslenska heilbrigðis-
kerfið hefur tekist á við stærstu
áskorun sem komið hefur upp á tím-
um nútíma læknisfræði vakna
spurningar um styrk spítalans og
hvort hann geti sinnt því hlutverki
sem honum er ætlað. Endurteknar
yfirlýsingar stjórnenda hans um að
reksturinn sé á heljarþröm vekja
með fólki ugg um það hvort öryggi
og heilbrigði þjóðarinnar standi ógn
af stöðu þessarar mikilvægu stofn-
unar. Allir hafa hagsmuni af því að
hún standi styrkum fótum en hvað
þarf til þess að svo megi verða?
Kallað er eftir meira fjármagni til
rekstrarins en þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir til þess að beina auknu fjár-
magni inn til stofnunarinnar, virðist
það alltaf duga skammt.
ViðskiptaMogginn skyggnist yfir
rekstur spítalans og þróun hans síð-
asta áratuginn. Starfsemin kemur
öllum landsmönnum, fæddum og
ófæddum við. Enginn veit hver þarf
á mikilvægri þjónustu
hans að halda næst.
9% af útgjöldum ríkisins fara til spítalans
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn við Hringbraut verður
meginmiðstöð lækninga á Íslandi á
komandi árum og áratugum.
Landspítalinn er ein af
grunnstoðum íslensks vel-
ferðarkerfis og engin ein
stofnun tekur til sín viðlíka
hlutdeild af skatttekjum
ríkissjóðs.
6
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Hefur náð til eins milljarðs manna
Mikil ánægja ríkir með 1,5 milljarða króna
markaðsverkefni Íslandsstofu, Looks like you
Need Iceland, að sögn Sigríðar Daggar Guð-
mundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Ís-
landsstofu, en ráðist var í herferðina til að
bregðast við áhrifum faraldursins á íslenska
ferðaþjónustu. „Jákvæðni gagnvart Íslandi er
að mælast mjög há miðað við aðra áfanga-
staði.“
Herferðin skiptist í meginatriðum í fjórar-
undirherferðir, Looks like you need to let it
out, Looks like you need to joy scroll, Looks
like you’ve had enough og þá nýjustu sem er
enn í gangi; Looks like you need an advent-
ure.
Samkvæmt tölum um Looks like you need
an adventure sem Íslandsstofa tók saman fyr-
ir ViðskiptaMoggann hafa 112 umfjallanir um
Ísland sem áfangastað birst í erlendum miðl-
um sem samanlagt ná til eins milljarðs manna.
Hafa umfjallanir birst í fjölmiðlum eins og
Travel+Leisure, Forbes, MailOnline og Fo-
cus. Snertingar (e. impressions) við markhóp
hafa verið 1,4 milljarðar talsins og 23 milljónir
viðbragða hafa komið frá notendum á sam-
félagsmiðlum. Sé horft til áhorfs á herferðar-
myndbönd eru þau 62 milljónir og tæplega ein
milljón manns hefur heimsótt heimasíðu her-
ferðarinnar.
Áhugi jókst um 10%
Sigríður Dögg segir að árangurinn af her-
ferðinni sjáist ekki hvað síst á því að saman-
borið við samkeppnislönd hafi áhugi þeirra
sem sáu efni Íslandsstofu aukist um 10% við
að ferðast til Íslands samanborið við þá sem
ekki sáu kynningarefnið.
Markmið herferðarinnar er að viðhalda vit-
und um áfangastaðinn yfir tímabilið sem far-
aldurinn geisar að sögn Sigríðar og ýta við
fólki um leið og vísbendingar koma fram um
aukinn ferðavilja.
Markaðsverkefninu lýkur í desember nk. en
mesti krafturinn í síðasta hlutanum verður út
september.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
1,5 milljarða markaðsverkefni
stjórnvalda og Íslandsstofu vegna
faraldursins lýkur í desember þeg-
ar Looks like you need Iceland-
herferðin rennur sitt skeið. Já-
kvæðni mælist mikil.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn sjást á götum bæja og á ferðamannastöðum um landið en þeir voru fátíð sjón í fyrra.
EUR/ISK
25.2.'21 24.8.'21
160
155
150
145
140
135
153,15
149,25
Úrvalsvísitalan
3.500
3.300
3.100
2.900
2.700
2.500
25.2.'21 24.8.'21
2.929,49
3.378,44