Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 8

Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021SJÓNARHÓLL Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Faglegar heildarlausnir og samkeppnishæf verð. Allt á einum stað. Fylgja ferskir vindar og ný vinnubrögð. NÝJUM ÞJÓNUSTUAÐILUM EGGERT Í félagarétti skiptist hluthafahópur í meirihluta og minni- hluta og taka lagareglur mið af því við stjórn og meðferð hlutafjár. Það er grundvallarregla í félögum að meiri- hluti hluthafa ræður alla jafna ferðinni við ákvarðanatöku á hluthafafundi og fer því með æðsta vald í málefnum hvers félags. Þó að hagsæld félags sé alla jafna helsta hagsmuna- mál hlutafélags er það svo að hagsmunir meirihlutans og minnihlutans kunna ekki alltaf að fara saman. Til að vega upp á móti þeirri stöðu hafa verið lögfestar lagareglur um svokallaða minnihlutavernd. Slíkar reglur eiga rætur sínar að rekja til siðferðis- og hagfræðilegra raka og eru ekki nýj- ar af nálinni. Réttindi minnihlutahluthafa voru að vissu marki tryggð í fyrstu hlutafélagalögum nr. 77/ 1921 og birtust svo skýrt í lög- um um hlutafélög nr. 32/1978. Þau síðarnefndu höfðu að geyma fjölmörg nýmæli sem tryggja áttu minnihlutahlut- höfum aukna vernd auk þess sem grundvallarreglur um jafna meðferð hluthafa og bann við ótilhlýðilegum ráðstöf- unum voru lögfestar. Sem dæmi um réttindi sem komu inn í löggjöfina árið 1978 var rétturinn til að fá ákveðið mál til meðferðar á hluthafafundi, fyrirspurnarréttur hluthafa og upplýsingaskylda stjórnar á hluthafafundi. Við setningu gildandi laga um hlutafélög nr. 2/1995 voru réttindi minni- hlutahluthafa svo þróuð áfram á grundvelli tilskipana Evr- ópusambandsins. Með breytingarlögum nr. 89/2006 var mælt fyrir um ýmis nýmæli varðandi réttindi hluthafa s.s. starfskjarastefnu stjórnenda, rafræna hluthafafundi og samskipti og upplýsingaskyldu frambjóðenda til stjórnar um hagsmunatengsl. Þá var hluthöfum auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og höfða skaða- bótamál í nafni félags gegn forráðamönnum þess. Í kjölfar efnahagshrunsins varð víðtæk samstaða á Alþingi um að styrkja enn frekar réttindi minnihlutahluthafa. Var það gert með breytingarlögum nr. 68/2010 þar sem m.a. var mælt fyrir um rétt hluthafa til að krefjast innlausnar á hlut sínum við ákveðnar aðstæður, rýmkun á ákvæði 95. gr. um öflun ótilhlýðilegra hagsmuna auk þess sem lögfest var nýtt ákvæði 95. gr. a. sem felur í sér ströng skilyrði fyrir skuld- bindingargildi samninga félags við tengdan aðila. Mál er varða réttindi minnihlutahluthafa hafa í auknum mæli komið til kasta dómstóla á liðnum árum og ágreiningur þar einkum varðað samningagerð félags við tengdan aðila úr hópi meirihlutahluthafa. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 302/2016 staðfesti rétturinn að slík samningagerð hafi falið í sér brot gegn réttarreglum um minnihlutavernd og felldi úr gildi kaupsamning um allar eignir félags við tengda aðila. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 796/2016 var meirihlutahlut- höfum gert að greiða minnihlutahluthafa skaðabætur fyrir að hafa gengið fram hjá forkaupsrétti hans við hlutabréfa- viðskipti í félagi. Í nýlegum dómum Héraðsdóms Vestur- lands komst meirihluti dómsins að því að félag skyldi inn- leysa hlut minnihlutahluthafa vegna brota stjórnar á lagareglum um öflun ótilhlýðilegra hagsmuna. Þá er nú fyrir Landsrétti til meðferðar fordæmisgefandi mál varðandi minnihlutavernd í dótturfélagi. Þar er deilt um hvort ábyrgð sem dótturfélag var látið gangast í fyrir móðurfélag langt umfram verðmæti eigna dótturfélagsins, samræmist réttarreglum um minni- hlutavernd. Niðurstaða þess máls mun verða þýðingarmikill prófsteinn fyrir ört vaxandi réttarvernd minnihlutahluthafa og beitingu reglna félagaréttar við sam- stæðufjármögnun. Hin aukna minnihlutavernd er einnig farin að teygja sig út fyrir löggjöf um hlutafélög og einkahlutafélög. Í nýlega samþykktum breytingarlögum nr. 57/2021 voru réttarreglur um minnihlutavernd til að mynda teknar upp í lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Samkvæmt breytingarlögunum er fundi veiðifélags óheimilt að taka ákvörðun sem ætlað er að afla félagsmönnum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra félagsmanna eða veiðifélagsins. Jafnframt er mælt fyrir um að samþykki 2/3 hluta atkvæða þurfi til að draga úr veiði frá því sem tíðkast hefur nema breytingar séu óverulegar. Enn fremur er mælt fyrir um að samþykki 2/3 hluta atkvæða þurfi til að ráðstafa veiðirétti til félagsmanns eða aðila honum tengdum ef hlutaðeigandi félagsmaður eða aðilar sem honum tengjast fara að lágmarki með 30% at- kvæða. Breytingarlögin mæla svo fyrir um sérstaka bóta- ábyrgð þeirra félagsmanna sem greiða atkvæði um ráð- stöfun veiði, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir félagsmenn sem greiða slíkri tillögu atkvæði sitt bera þá sameiginlega (in solidum) ábyrgð á tjóni sem af henni hlýst gagnvart þeim aðilum sem lögðust gegn tillögunni. Ljóst er að réttindi minnihlutahluthafa í íslenskum lögum fara ört vaxandi og er það til samræmis við sambærilega þróun í löggjöf annarra Evrópuríkja. Réttarreglur um minnihlutavernd breyta þó líklega litlu um veiðina sjálfa, hina stöðuga baráttu veiðimanns og bráðar. Ef eitthvað er hallar þar enn nokkuð á veiðimanninn. LÖGFRÆÐI Birgir Már Björnsson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og kennari í skuldaskila- og eignarrétti við Háskólann í Reykjavík Veiðimaðurinn og bráðin ” Hin aukna minnihluta- vernd er farin að teygja sig út fyrir löggjöf ... Hvar væri maður án góðra vina? Nýlega var vinkona mín stödd í Kaupmannahöfn og gerði sér ferð í Champagnekælderen eða Kampa- vínskjallarann eins og hann myndi nefnast við Skólavörðustíginn ef ÁTVR væri ekki yfir og allt um kring í íslenskri áfengissölumenn- ingu. Ég var himinlifandi þegar hún tjáði mér hvert ferðinni væri heitið og eins og barn í sælgætis- verslun vafraði ég um netganga verslunarinnar sem er ein sú for- vitnilegasta á Norðurlöndum þegar kemur að kampavíni. Þar finnur maður ekki stóru húsin sem öllu ráða á markaðnum heldur miklu frekar handverkið frá Champagne. Þar er af nógu að taka þótt fæstir leggi sig eft- ir því. Og maður minn. Þarna ráða metnaðarfullir kampavíns- karlar ríkjum. Allt frá Benoit Dinvaut og Brocard Pierre til Hubert Soreau og La Ro- gerie. Fegurðin finnst í hinu smáa en ekki hinu stóra þegar kemur að þessu og þeim stóra sann- leik þjóna kaupmennirnir við Nørre Søgade 21 í Kaupmannahöfn. Innan tíðar og tveimur PCR-prófum betur var vinkonan komin til landsins og nokkrum dögum síðar var ástæða til að fagna. Varð það til þess að fyrsta flaska í herfanginu frá Höfn var opnuð og sú var ekki af verri endanum. Maður á alltaf að leggja sig eftir Bruno Paillard, þar sem maður kemur því við. Það veldur aldrei vonbrigðum. Og þarna var hún komin í einfaldleika sínum með gula miðann, Première Cuvée, sem er klassísk fjölárgangablanda, Extra Brut (4,5 gr./l) úr 45% Pi- not Noir, 33% úr Chardonnay og 22% Pinot Meunier. Hárnákvæm víngerð En hvað er það sem gerir þetta vín svona eftirsóknarvert? Það er handverkið. Nákvæmnin, fínstill- ingin sem er upp á millimetra. Bruno er eins og rennismiður þegar kemur að kampavíns- gerð. Enda hefur hann lagt allt undir. Ungur maður var hann á uppleið í heimi kampavíns- framleiðslunnar og hafði klifið metorðastigann hjá Lanson-BCC. En hann dreymdi um að skapa sitt eigið vín, sagði upp, seldi Jagúar-bifreið sem hann Seldi Jagúar og stofnaði kampavínshús í staðinn HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.