Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
ww.betrabak.is
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens
munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni.
WESLEEP.
DOYOU?
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
„Skólaárið fer mjög vel af stað og
það eru mörg spennandi verkefni á
okkar borði,“ segir Jón Axelsson,
framkvæmdastjóri Skólamatar, í
samtali við ViðskiptaMoggann.
Svokallaðar afleysingar í leik- og
grunnskólum eru nú orðnar um 10%
af starfsemi Skólamatar að sögn
Jóns. Þar er um að ræða tíma-
bundna þjónustu til aðila sem þurfa
að manna eldhús tímabundið, annað-
hvort vegna veikinda eða forfalla
starfsfólks, eða vandamála með eld-
hús eða húsnæði.
Jón segir að starfsemi Skólamatar
hafi tvöfaldast frá árinu 2017. Félag-
ið var rekið með tæplega 17 m.kr.
hagnaði á síðasta ári og dróst afkom-
an saman um 75% milli ára. Fyrir-
tækið hagnaðist um 66 m.kr. árið á
undan. Veltan jókst hins vegar um
nærri sjö prósent milli ára og var
tæplega 1,4 milljarðar á síðasta ári.
Tekjuaukningu síðustu missera
rekur Jón bæði til afleysinganna, en
einnig til nýrra samninga, til dæmis
við grunnskólann á Seltjarnarnesi.
Þá hefur leikskólum fjölgað mikið í
viðskiptavinahópnum. „Svo erum við
nýbúin að fá nýtt verkefni í Mos-
fellsbæ en þar er verið að skipta upp
eldri og yngri deild í grunnskólanum
og báðar deildir þurfa sitt eldhús.
Við munum brúa bilið tímabundið en
bærinn mun svo bjóða út þjón-
ustuna.“
Innri vöxtur í skólum hefur einnig
verið mikill. „Þeim fjölgar stöðugt
sem velja að borða hjá okkur í stað
þess að taka nesti að heiman. Svo
sjáum við líka mikla aukningu hjá
unglingum sem fá mat hjá okkur í
stað þess að fara út í sjoppu í frí-
mínútum.“
Samkeppni er mikil
Jón segir að mikil samkeppni ríki
á skólamatarmarkaðnum. Helstu
samkeppnisaðilarnir séu sveitar-
félögin sjálf sem mörg hver reka sín
eigin eldhús. Þá séu ýmsir minni að-
ilar á markaðnum þótt þeim fari
fækkandi.
Veirufaraldurinn hefur haft í för
með sér ákveðið flækjustig í rekstr-
inum, sem fyrirtækið hefur þó ráðið
mjög vel við að sögn Jóns. Lykillinn
að því sé gott samstarf við viðskipta-
vini. „Ekki þurfti að loka nokkru
mötuneyti í faraldrinum vegna okk-
ar. Við erum gríðarlega stolt af því.“
Skólamatur stefnir að því að birta
upplýsingar um kolefnisfótspor allra
máltíða og segir Jón að fyrirtækið
vilji vera leiðandi á því sviði. Við-
skiptavinir geti bráðum valið sér
mat ekki aðeins út frá bragði og inni-
haldi heldur líka út frá
umhverfissjónarmiðum.
Morgunblaðið/Hari
Skólamatur sérhæfir sig í ferskum og hollum mat fyrir skólabörn.
Veltan vel á
annan milljarð
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Innri vöxtur í skólum, af-
leysingar og nýir við-
skiptavinir eru meðal þess
sem hefur skapað tekju-
vöxt hjá Skólamat sem velti
1,4 milljörðum í fyrra.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það hefur verið aðdáunarvert á
margan hátt að fylgjast með
samfélaginu takast á við þær
áskoranir sem fylgt hafa út-
breiðslu kórónuveirunnar. Heil-
brigðisstarfsfólk hefur unnið þrek-
virki við að hlúa að þeim sem
veikst hafa alvarlega og lengi hef-
ur framlínufólk staðið vaktina við
sýnatökur um land allt.
Á sama tíma hefur verið hreint
ótrúlegt að fylgjast með fyr-
irtækjum og starfsfólki þeirra laga
sig að síbreytilegum takmörkunum
og það er í raun lyginni líkast að
aldrei hafi komið til alvarlegs
vöruskorts og þjónusta af flestu
tagi hafi haldið sjó, allt frá veit-
ingageiranum og til skipaflutn-
inga. Mest hefur áfallið verið í
ferðaþjónustunni. Þar hafa sundin
öll lokast í sumum tilvikum.
Svipaða sögu má segja víða um
lönd. Eitt af verkfærunum
sem mörg þeirra hafa gripið til
eru sjálfsprófin sem sannað hafa
gildi sitt við að hefta útbreiðslu
veirunnar. Það hafa þau gert þótt
enginn hafi haldið því fram að þau
kæmu í stað formlegra skimana á
vettvangi heilbrigðiskerfisins.
En hér á landi hefur ekki mátt
selja þessi próf. Tollurinn
hefur jafnvel stöðvað flutning á
þeim til landsins þar sem fólk hef-
ur ætlað þau til einkanota! Sótt-
varnalæknir hefur lengst af talað
þau niður og farið með ýkjur um
hversu ónákvæm þau séu. Það er
alvarlegt að sjá hversu snögg
stjórnvöld eru að grípa til íþyngj-
andi aðgerða og takmarkana en
gefa sér langan tíma til að bregð-
ast við þegar létta má róðurinn.
Það á ekki aðeins við um hrað-
prófin. Það sést líka á þeirri glóru-
lausu framkvæmd sem felst í að
bólusetja börnin beint ofan í skóla-
starfið. Það átti að gerast a.m.k.
tveimur vikum fyrr.
Alltumlykj-
andi vald
Reglulega kastar Seðlabankinn út
netunum eins og fiskimennirnir
við Genesaretvatnið forðum. Þar var
reyndar róið til fiskjar en í bank-
anum eru netin nýtt til þess að
kanna með stöðu og horfur varðandi
verðbólguna. Hana vill bankinn
fanga í netin áður en hún gerir usla í
efnahagslífinu. Stundum reynast
möskvar veiðarfæranna of stórir og
hún sleppur í gegn, að minnsta kosti
að hluta en síst vill bankinn að
möskvarnir séu of litlir. Þá er með-
aflinn dýrkeyptur, ofkæling hag-
kerfisins.
Og nú liggja veiðitölur úr síðasta
túr fyrir. Markaðsaðilar gera
ráð fyrir því að verðbólgan verði
4,2% á yfirstandandi ársfjórðungi en
að hún hjaðni í kjölfarið og verði að
meðaltali 4% á síðasta fjórðungi árs-
ins og gefi enn frekar eftir á fyrsta
fjórðungi 2022 og standi þá í 3,7%.
Hafa horfurnar frá því í maí versnað
nokkuð en þá gerðu hinir trúgjörnu
ráð fyrir því að verðbólgan myndi
hjaðna hraðar og stæði í 3,4% á loka-
fjórðungi ársins.
En Seðlabankinn fer ekki á taug-
um yfir þessu. Sé skyggnst
langt fram veg, til tveggja og tíu
ára, þá halda markaðsaðilar enn að
verðbólgan haldi sig innan girð-
ingar og verði við markmið bank-
ans. Hins vegar virðist tilfinningin
fyrir árinu 2026 aðeins verri en áð-
ur og sjást hækkandi horfur í kort-
unum um það leyti. Ekki veit Inn-
herji hvað markaðsaðilar hafa fyrir
sér í þessu mati en ljóst er að nær-
sýni gerir honum erfiðara en þátt-
takendum í könnuninni að rýna í
rúnir framtíðarinnar. Gefst honum
oftast best að spá fyrir um verð-
bólgu nýliðins mánaðar. Hefur spá-
dómur sá „nær“ aldrei brugðist.
Auðvitað bera allir þá von í
brjósti að verðbólgan verði við
markmið og það sem fyrst. En
margir eru sviptivindarnir á al-
heimssviðinu sem að sjálfsögðu
ræður miklu um það hvernig mál
þróast hér heima. Nú horfa sér-
fræðingar m.a. í tölur yfir fjölda
flutningsgáma hér í álfunni annars
vegar og Asíu hins vegar. Benda
þær tölur til þess að enn muni vöru-
verð stíga talsvert á komandi mán-
uðum. Hvað sem því líður er best að
vona að spámönnunum verði að ósk
sinni.
„Mikil er trú þín,
verði þér sem þú vilt“