Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 11FRÉTTIR
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000
Sterkari
saman
í sátt við
umhverfið
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hjá íslenska tölvuleikjaframleið-
andanum Myrkur Games er unnið
hörðum höndum að smíði hasar-
ævintýraleiksins Echoes of the
End. Nýlega gerði félagið sam-
starfssamning við leikjaútgefand-
ann Prime Matter og mikið vaxtar-
tímabil fram undan.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Í kjölfar útgáfusamningsins er-
um við nú að tvöfalda starfskraftinn
á nýrri skrifstofu okkar á Fiskislóð.
Tölvuleikur eins og okkar er upp-
lifun sem byggir á ríkri sköpunar-
gáfu, ástríðu og hæfileikum allra
sem að verkefninu koma. Helsta
áskorunin þessi misserin er því að
finna rétta fólkið til að koma og
vinna með okkur að þróun leiksins.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Vegna heimsfaraldurs hef ég
ekki náð að sækja margar ráð-
stefnur upp á síðkastið. Hins vegar
hélt ég fyrirlestur í gær í Grósku
fyrir afar skemmtilegan hóp af
styrkþegum Sprota í vorúthlutun
2021, en Myrkur Games hefur hlot-
ið bæði Sprota og Vöxt frá
Tækniþróunarsjóði. Það var gaman
að fá tækifæri til að deila minni
reynslu og kynnast nýjum frum-
kvöðlum.
Hvaða bók hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Það er erfitt að benda á einhverja
eina bók eða persónu sem sérstakan
áhrifavald á mitt daglega starf. Þó
fannst mér Elon Musk: Tesla,
SpaceX, and the Quest for a Fan-
tastic Future skemmtileg lesning
sem veitti áhugaverða innsýn.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég horfi á talsvert magn af fyrir-
lestrum og fræðsluefni á netinu
ásamt því að lesa greinar og hlusta
á viðtöl. Í heimi leikjaþróunar er
nauðsynlegt að símennta sig, enda
byggir fyrirtækið á nýsköpun,
tækniþróun og hugverki.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég legg mikla áherslu á heilbrigt
mataræði, reglulega hreyfingu og
nægan svefn. Þetta eru undirstöður
þess að ég geti staðið mig vel í lífi,
leik og starfi.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég hef ætlað mér að vinna í tölvu-
leikjum frá barnsaldri og líður allra
best þar. Ef ég þyrfti að leita út fyrir
þann iðnað, myndi ég líklega stofna
nýtt fyrirtæki í annarri starfsgrein
eða fara út í fjárfestingar.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég hætti í meistaranámi í
tölvunarfræði þegar Myrkur Games
fór af stað af viti, svo það væri freist-
andi að klára það sem ég á eftir þar.
Jafnframt hefði ég mikinn áhuga á
námi tengdu frumkvöðlastarfsemi
og verkefnastjórnun.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Rekstrarumhverfi tölvuleikja-
fyrirtækja hefur tekið miklum og já-
kvæðum breytingum á síðustu miss-
erum en þar skipta mestu auknir
skattahvatar vegna fjárfestinga í
rannsóknum og þróun. Það er mjög
mikilvægt að þeir hvatar verði festir
í sessi. Stóra hindrunin núna í vexti
tölvuleikjaiðnaðar hér á landi er
skortur á ákveðinni sérhæfðri þekk-
ingu sem við þurfum oft og tíðum að
sækja utan frá. Það þarf að liðka
verulega fyrir komu erlendra sér-
fræðinga hingað til lands til að við
getum fullnýtt tækifærin til fram-
tíðar í vexti tölvuleikjaiðnaðar, en
það mun skila sér ríkulega til þjóð-
arbúsins í formi aukinna gjaldeyris-
tekna.
Hvað gerirðu til að fá orku og inn-
blástur í starfi?
Heilbrigt líferni og andleg heilsa
er mikilvæg uppspretta orku og al-
mennrar lífsgleði. Ég sæki inn-
blástur að mestu til annarra tölvu-
leikja og tölvuleikjaframleiðenda um
heim allan, sem sífellt koma á óvart
með snilli sinni og sköpunargáfu.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef
þú værir einráður í einn dag?
Ég myndi breyta lögum um
stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
Ég myndi festa í sessi lagabreyt-
ingar frá árinu 2020 um hækkun á
endurgreiðslum vegna rannsókna og
þróunar þannig að hugverka-
fyrirtæki geti gert langtímaáætlanir
um vöxt á Íslandi.
Fyrirtæki sem byggja á nýsköp-
un, hugverki og tækni geta skapað
ríkar gjaldeyristekjur. En ef rekstr-
arumhverfið hérlendis verður ekki
nægilega samkeppnishæft verða
þessi fyrirtæki stofnuð og rekin ann-
ars staðar.
SVIPMYND Halldór S. Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkurs
Helsta áskorunin að finna rétta fólkið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
NÁM: Stúdent frá eðlisfræðibraut Verzlunarskóla Íslands 2012;
BSc í tölvunarfræði með áherslu á tölvuleikjaþróun frá Háskól-
anum í Reykjavík 2016. Sótti nám erlendis hjá CGMA í þrívídd-
arlist samhliða háskóla.
STÖRF: Ég set Myrkur Games á laggirnar með tveimur öðrum
stofnendum beint úr háskóla. Auk starfs míns þar sem fram-
kvæmdastjóri sinni ég stjórnarstarfi hjá Icelandic Game Industry
ásamt öflugum hóp stjórnenda. Fyrir þann tíma reyndi ég margt í
sjálfstæðum rekstri samhliða námi ásamt því að vinna störf í
þjónustu og afgreiðslu.
ÁHUGAMÁL: Það fer ekki á milli mála að ég elska tölvuleiki og
hef alltaf gert. Sérstaklega tölvuleiki með áhrifamiklar og ævin-
týralegar sögur. Auk þess nýt ég þess að hlusta á hljóðbækur af
öllu tagi og kynnast nýju fólki.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég bý með kærustu minni, Melínu Kolka
Guðmundsdóttur, sem meðal annars er varaformaður Raf-
íþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) og stofnandi hópsins Tölvuleikja-
samfélag íslenzkra kvenna (TÍK).
HIN HLIÐIN
Atvinna
Halldór segir brýnt að
greiða enn betur leið
erlendra sérfræðinga
sem gætu hugsað sér
að starfa á Íslandi.