Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 7FRÉTTASKÝRING
84.141.924.000 kr.
Rekstrarkostnaður Landspítalans 2020
6.315.590.000 kr.
8,1%
Hækkun rekstrarkostnaðar milli ára
75.542.941.000 kr.
Tekjufært framlag ríkissjóðs til spítalans 2020
450.000.000 kr.
Tap af rekstri spítalans 2020 sem dróst
saman úr 2.380.000.000 kr. árið 2019
73,1%
Laun og launatengd gjöld sem
hlutfall af rekstrarkostnaði
23,5%
Hlutfall starfsmanna Landspítalans sem eru
í fullu starfi þar og fá einnig launagreiðslur
hjá öðrum opinberum aðilum
24%
Fjölgun stöðugilda við spítalann frá 2010
43,2%
Hlutfall starfsmanna Landspítalans
sem eru í fullu starfi þar
446,9
Fjöldi stöðugilda á skrifstofu Landspítalans
115%
Fjölgun stöðugilda á skrifstofunni frá 2010
4.187.000.000 kr.
Kostnaður við rekstur skrifstofu
spítalans 2020
Launakjör stjórnenda Landspítalans
Guðrún B.
Sigurbjörnsdóttir
deildarstjóri
verkefnastofu
1.457.987
Arna Lind
Sigurðardóttir
deildarstjóri
birgðastöðvar
1.266.429
Karólína
Guðmundsdóttir
deildarstjóri ræstingar
1.232.653
Helga Hrefna
Bjarnadóttir
deildarstjóri hagdeildar
1.322.121
Kristján Þór
Valdimarsson
deildarstjóri
innkaupadeildar
1.220.743
Anna Sigrún
Baldursdóttir
aðstoðarmaður
forstjóra
1.915.120
Páll Matthíasson
forstjóri
2.889.000
Atli Atlason
deildarstjóri
kjaradeildar
1.277.148
Sigríður
Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri
hjúkrunar
1.915.018
Hrund Sch.
Thorsteinsson
deildarstjóri
menntadeildar
1.529.977
Benedikt Olgeirsson
framkvæmdastjóri
Hringbrautarverkefnisins
1.600.305
Oddur Gunnarsson
deildarstjóri
lögfræðideildar
1.357.968
Stefán Hrafn Hagalín
deildarstjóri
samskiptadeildar
1.320.134
Ólafur Baldursson
framkvæmdastjóri
lækninga
1.915.031
Ottó Magnússon
deildarstjóri
launadeildar
1.277.148
Ólafur Darri
Andrason
framkvæmdastjóri
fjármála
1.915.120
Hlíf Steingrímsdóttir
framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs
1.915.031
Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir
framkvæmdastjóri
meðferðarsviðs
1.915.053
Jón Hilmar
Friðriksson
framkvæmdastjóri
þjónustusviðs
1.915.031
Gunnar Ágúst
Beinteinsson
framkvæmdastjóri
mannauðsmála
1.915.120
Landspítalinn tók
saman að beiðni
Morgunblaðsins
laun þeirra 180
einstaklinga sem
á heimasíðu hans
eru skilgreindir
sem stjórnendur
Í gögnunum má finna
föst laun starfsmanna
ásamt föstum greiðsl-
um til þeirra.
Í frétt sem samskipta-
deild spítalans birti í
tengslum við vinnslu
upplýsinganna má sjá
að framkvæmdastjórar,
sem eru 9 talsins, eru
með fastar greiðslur
sem nema
1.915.074 kr.
að meðaltali.
Yfirlæknar eru að
meðaltali með
1.635.305 kr.
í fastar greiðslur,
deildarstjórar hjúkrunar
með
1.338.507 kr.
að meðaltali og aðrir
millistjórnendur með
1.242.310 kr.
Hér má sjá dæmi
úr listanum sem
Landspítalinn vann að
beiðni blaðsins.
Heimildir: Ársreikningur
Landspítalans, svör Land-
spítalans við fyrirspurnum
Morgunblaðsins og svör
heilbrigðisráðuneytisins við
fyrirspurnum Óla Björns
Kárasonar, alþingismanns
Harðvítug valdabarátta innan spítalans hefur áhrif á starfsemina
Um langt árabil hefur harðvítug valdabar-
átta verið háð „á göngum“ Landspítalans
og má segja að útþensla yfirstjórnarinnar
sé ein birtingarmynd átakanna. Líkt og í
meðfylgjandi töflu má sjá hefur skrifstofa
spítalans vaxið að mannafla um 115% á
áratug og nefnir einn viðmælenda Við-
skiptaMoggans að staðan sé orðin slík að
á milli yfirlækna spítalans og forstjórans
séu nú oftast tveir millistjórnendur, fram-
kvæmdastjóri auk forstöðumanns.
Á Landspítalanum starfa um 45 yfirlækn-
ar og hafa skipulagsbreytingar með fleiri
stjórnunarlögum lagst þungt á stóran hóp
þeirra. Í hálfum hljóðum og heilum hafa
læknar kveinkað sér undan því að umboð
sem þeir fari með, lögum samkvæmt, sé af
þeim tekið með því að fagleg ábyrgð á
starfsemi spítalans sé færð í hendur ann-
arra yfirmanna sem í ákveðnum tilvikum
búa ekki yfir sérmenntun á því sviði sem
þeim er trúað fyrir af yfirstjórn spítalans.
Svo rammt hefur kveðið að átökum um
þetta efni að Umboðsmaður Alþingis hefur
ítrekað blandað sér í málin. M.a. með álit-
um sem gefin voru í kjölfar þess að skipu-
riti Landspítalans var breytt árið 2017 (en
reyndar ekki samþykkt af heilbrigðis-
yrði vísað til hans. Og raunar taldi hann að
starfsmenn spítalans ættu yfirhöfuð að forð-
ast það að taka við fyrirspurnum. Um það
sagði hann: „Einnig er hreinskilnislega yfir-
höfuð ágætis regla að svara bara alls ekki
beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er
569..., RÚV er 512... osfrv, þið kunnið þetta).“
Fyrst í stað var lítið gert úr tilmælunum
sem þó voru af flestum talin runnin undan
rifjum forstjóra spítalans og talað um að í
þeim hefðu falist vinsamleg tilmæli. Innan
spítalans kraumaði þó ólga vegna skilaboð-
anna og fór svo að lokum að stjórn Samtaka
yfirlækna á Landspítala (SYL) sendi frá sér
yfirlýsingu sem ítrekaði mikilvægi tjáningar-
og skoðanafrelsis stjórnenda og að mikil-
vægt væri að framkvæmdastjórn spítalans
tæki af „öll tvímæli um stöðu stjórnenda er
kemur að opinberri umræðu um heilbrigðis-
mál og starfsemi spítalans.“ Tveir yfirlæknar
sem ViðskiptaMogginn ræddi við gengu svo
langt að segja bréfsendinguna eina birting-
armynd „ógnarstjórnunar“ innan spítalans
þar sem ekki væri talið æskilegt að þeir sem
bæru hina faglegu ábyrgð lögum samkvæmt
tjáðu sig, hvorki innan spítalans um málefni
hans, né við fjölmiðla um málefni er vörðuðu
sérsvið þeirra.
læknisfræðilegum kröfum um gæði þeirrar
þjónustu sem þar er veitt.“
Segir Umboðsmaður að af framangreindu
leiði að þegar starfsemi spítalans sé skipu-
lögð sé svigrúmi forstjóra takmörk sett sem
leiði af því að yfirlæknum sé lögum sam-
kvæmt falin tiltekin ábyrgð sem skipurit geti
ekki tekið af þeim. Í þessu tiltekna máli
spyrnti jafnvel Læknafélag Íslands við fótum
og þurfti að beita heilbrigðisráðuneytið for-
tölum til þess að fá staðfest skipurit spít-
alans afhent í aðdraganda þess að þrír nýir
framkvæmdastjórar voru ráðnir og 2-5 nýir
forstöðumenn undir hverjum þeirra.
Vildi Læknafélagið með inngripi sínu vekja
athygli ráðherra á að mikilvægt væri að
hann léti ráðuneyti sitt gera athugun „á lög-
mæti þessara skipulagsbreytinga.“
Bréfið sem fyllti mælinn
Átökin um stjórn spítalans eiga sér marg-
ar birtingarmyndir. Ein þeirra er að sögn við-
mælenda blaðsins sú þegar deildarstjóri
samskiptadeildar spítalans, Stefán Hrafn
Hagalín, sendi bréf á ríflega 200 stjórnendur
stofnunarinnar að kvöldi 4. ágúst síðastlið-
inn. Þar var kallað eftir því að öllum fyrir-
spurnum um spítalann og starfsemi hans
ráðherra fyrr en tæpum tveimur árum síð-
ar).
Þar segir Umboðsmaður m.a.:
„yfirlæknir [ber] ekki aðeins ábyrgð á
lækningum, sem einstakir læknar kunna að
bera ábyrgð á samkvæmt lögum, heldur er
til viðbótar um að ræða stjórnunarábyrgð,
sem ýmist hefur verið kölluð yfirlæknis-
ábyrgð eða höfuðlæknisábyrgð, á læknis-
þjónustu þeirrar starfseiningar sem undir
hann heyrir. Felur sú ábyrgð jafnframt í sér
skyldu til að hafa faglegt eftirlit með starf-
semi viðkomandi sérgreinar eða sérdeildar
og tryggja að hún standi undir ákveðnum
Morgunblaðið/Eggert
Á Landspítalanum eru 45 yfirlæknar og virðist
mikil togstreita milli margra í hópnum við yfir-
stjórn spítalans sem hefur farið stækkandi.