Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 9SJÓNARHÓLL
U
ndanfarin ár hafa úrræði ríkisstjórnarinnar um
skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar
verið tvö og eru enn:
- Tíu ára úrræðið um stuðning vegna fyrstu íbúðar –
sótt er um á skattur.is ef minna en 12 mánuðir eru frá
kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær yfir 10 ára sam-
fellt tímabil að vali hvers umsækjanda.
- Almenna úrræðið vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til
eigin nota – sótt er um á leidretting.is ef ekki er um fyrstu
íbúðakaup að ræða eða ef meira en tólf mánuðir eru frá
kaupsamningi fyrstu íbúðar, en tólf mánaða umsóknar-
fresturinn gildir ekki um almenna úrræðið. Úrræðið nær
nú yfir níu ára tímabil, frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2023.
Grunnreglur og umsóknarferli
úrræðanna eru sambærileg en að-
greining þeirra felst í mismunandi
sérreglum sem gilda um hvort úr-
ræði fyrir sig. Sömu tvær leiðirnar
eru í boði innan hvors úrræðis fyrir
sig og nýta margir báðar leiðirnar:
- Húsnæðissparnaður – upp-
söfnuð iðgjöld launatímabila frá 1.
júlí 2014 og fram að íbúðakaupum,
þ.e. iðgjöld liðins tíma. Sá sem hef-
ur verið íbúðaeigandi óslitið frá 1.
júlí 2014 getur ekki sótt um hús-
næðissparnað.
- Regluleg ráðstöfun inn á lán – framtíðariðgjöld
launatímabila frá því sótt er um ráðstöfun þar til tímabili
úrræðis lýkur. Sá tími sem líður frá íbúðakaupum og þar
til sótt er um nýtist ekki.
Raunhæfar væntingar til húsnæðissparnaðar
Margir búast við að fá alla séreign sína skattfrjálst en
úrræðin gilda ekki um ávöxtunarhluta, eingöngu iðgjalda-
hluta, að hámarki 4%+2% og eingöngu viðbótarlífeyris-
sparnað en ekki séreign sem umsækjandi hefur erft eða
séreign skyldulífeyrissparnaðar. Þá er raunhæfara að
húsnæðissparnaður nýtist sem afsalsgreiðsla en fyrsta út-
borgun.
Því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir í viðbótarsparnað
því meiri húsnæðissparnað er mögulegt að nýta þegar þar
að kemur og því fyrr sem sótt er um ráðstöfun inn á lán,
því fleiri launatímabil nýtast. Einstaklingur með 695.000
kr. og samskattaðir aðilar með samtals 1.042.000 kr. í
mánaðarlaun ná að fullnýta skattfrelsið ár hvert með
4%+2% iðgjaldi en heimildir færast ekki á milli ára. Þeir
sem eru með lægri mánaðarlaun eiga ekki möguleika á
fullri nýtingu, auk þess sem lægra framlag í viðbótar-
sparnað og lágt starfshlutfall hefur áhrif.
Raunin er hins vegar sú, þar sem afsalsgreiðsla/
útborgun er oft flöskuháls við íbúðakaup, að freistandi er
að nýta húsnæðissparnað jafnvel þótt ekki náist að full-
nýta heimild ársins. Hvaða leið sem farin er, þá er ágætt
að taka meðvitaða ákvörðun, svo að ekkert komi á óvart
síðar.
Einstaklingur í almenna úrræðinu mun á endanum eiga
4,5 milljónum kr. meira í íbúð sinni m.v. fulla nýtingu og
framlengingu, en samskattaðir aðilar samtals 6.750.000
kr. Einstaklingur í úrræði fyrstu
íbúðar mun á tíu árum eignast 5
milljónum kr. meira í íbúð sinni
m.v. fulla nýtingu.
Réttar upplýsingar á hverj-
um tíma
Það er á ábyrgð umsækjanda
að tryggja RSK réttar upplýs-
ingar á hverjum tíma og bregðast
við athugasemdum. Einnig getur
þurft að uppfæra lánanúmer, nafn
á vörsluaðila/sjóði eða skrá
breytta hjúskaparstöðu. Loks er
grundvallaratriði að tilkynna vörsluaðila um nýjan launa-
greiðanda ef skipt er um vinnu. Annars hættir viðbót-
arsparnaður að safnast upp og þar með húsnæðissparn-
aður.
Almenna úrræðið – framlenging fyrir sept-
emberlok og nýjar umsóknir
Á leidretting.is getur sá sem er með virka ráðstöfun í al-
menna úrræðinu framlengt til 30. júní 2023. Umsókn sem
berst 30. september nk. eða fyrr gildir óslitið frá 1. júlí sl.
en umsókn sem berst eftir það gildir frá umsóknarmánuði.
Aðrar virkar umsóknir falla úr gildi frá 1. júlí 2021 ef ekk-
ert er aðhafst.
Sá sem hefur aldrei nýtt sér almenna úrræðið getur enn
þá sótt um, hvort sem íbúðakaupin áttu sér stað fyrir eða
eftir 1. júlí 2014. Nýta má þau tæpu tvö ár sem eftir eru til
ráðstöfunar inn á lán auk þess að nýta iðgjöld vegna þess
hluta tímabilsins frá 1. júlí 2014 sem hann hefur ekki verið
íbúðaeigandi til húsnæðissparnaðar, vegna kaupa, ef við á.
Viltu eignast íbúðina hraðar?
LÍFEYRISMÁL
Helga Sveinbjörnsdóttir
sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Arion banka
”
Einstaklingur í almenna
úrræðinu mun á end-
anum eiga 4,5 millj-
ónum kr. meira í íbúð
sinni m.v. fulla nýtingu
og framlengingu, en
samskattaðir aðilar
samtals 6.750.000 kr.
hafði dálæti á og hófst handa. Þetta
var árið 1981.
Uppbygging Bruno Paillard
kampavínshússins hefur kostað blóð,
svita og tár og síðast en ekki síst heil-
an helling af frönkum og síðar evrum.
Jafnt og þétt kom hann sér upp
ekrum sem hann keypti. Ekki alltaf
þær bestu en þó þeirrar gerðar að
hann vissi að með elju- og ræktarsemi
gæti hann sótt á þær uppskeru sem
nýst gæti til þess að gera framúrskar-
andi góð kampavín.
Þannig hefur Bruno byggt fram-
leiðsluna upp, jafnt og þétt, og fram-
leiðir nú u.þ.b. 400 þúsund flöskur á
ári hverju. Raunar er ræktunar-
starfið svo öflugt að hann selur frá
sér helming þess safa sem úr upp-
skerunni kemur. Hann notast aðeins
við fyrstu pressun og sumt úr henni
lætur hann frá sér og tryggir með því
að aðeins það besta af ekrunum rati í
flöskur sem bera nafnið hans.
Hafa má augun á fleirum
Première Cuvée er kampavín
sem fólk á að hafa augun opin fyrir
á ferðum erlendis. En það eru fleiri
spennandi vín úr smiðju þess. Má
þar nefna Dosage Zéro sem gefur
skemmtilega og hispurslausa til-
finningu fyrir jarðveginum sem
vínið sækir einkenni sín til. Einnig
má nefna Rosé sem er fjölárganga
og blandað með solera-aðferðinni
sem teygir sig allt aftur til ársins
1985. ses@mbl.is
Bruno Paillard ásamt dóttur sinni, Alice Paillard, sem staðið hefur vaktina í
víngerðinni ásamt honum frá árinu 2007. Hún stýrir nú húsinu við hlið hans.
Ljósmynd/Brunu Paillard