Morgunblaðið - 25.08.2021, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021FRÉTTIR
Til sölu er Efnalaugin Vík, sem hefur verið starfrækt í 20 ár, er mjög vel rekið og hefur frá upphafi skilað
hagnaði og góðri EBITU.
Fyrirtækið er vel tækjum búið sem þvottahús og efnalaug og hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár og
framtíðarhorfur eru góðar og miklir möguleikar framundan. Kaupunum getur fylgt 715 m2 húsnæði sem
núverandi starfsemi er í og er í eigu félagsins. Starfsmenn eru að meðaltali 7-9.
Um er að ræða gott fyrirtæki með góða afkomu sem hefur byggt upp traust viðskiptasam-
bönd við einstaklinga og fjölda fyrirtækja til margra ára. Gott tækifæri fyrir fjárfesta eða
dugmikla einstaklinga.
Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 696 4490.
Þekkt og rótgróið þjónustufyrirtæki
í Reykjanesbæ til sölu
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR
Mesta lækkun
KVIKA
-1,87%
23,60
Mesta hækkun
ICEAIR
+2,84%
1,45
S&P 500 NASDAQ
+3,13%
14.997,456
+1,84%
4.487,03
+0,95%
7.125,78
FTSE 100 NIKKEI 225
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
+1,65%
27.732,10
80
40
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu)
25.2.'21
1.500
2.000
1.774,4
25.2.'21
70,62
24.8.'21
66,88
24.8.'21
1.803,5
„Við erum að koma úr þriggja vikna
stoppi vegna sumarleyfa og fram-
kvæmdir hófust af fullum krafti aft-
ur í gær,“ segir Sigríður María
Hammer, en hún hefur ásamt eig-
inmanni sínum, Finni Aðalbjörns-
syni, haft forystu um uppbyggingu
nýs baðstaðar sem áætlað er að
verði opnaður þann 11. febrúar
næstkomandi við rætur Vaðlaheið-
ar.
„Þetta hefur allt gengið eftir
áætlun en það er erfitt að ná í efni
vegna kórónu-
veirunnar. T.d.
gluggar og hurð-
ir og allur viður,
þetta eru hlutir
sem tekur helm-
ingi lengri tíma
að útvega en áð-
ur,“ segir Sigríð-
ur.
Fyrirtækið Skógarböð ehf.
stendur að framkvæmdinni og mun
fyrirtæki þeirra hjóna, N10b ehf.
fara með 51% hlut í fyrirtækinu.
„Norðurorka mun leggja leiðslu
sem veita mun heitu vatni úr Vaðla-
heiðargöngum í böðin og mun halda
á 5% hlut í fyrirtækinu,“ segir Sig-
ríður og bendir á að nú sé unnið að
samkomulagi um flutning vatnsins.
Þar þurfi m.a. sveitarfélögin, Eyja-
fjarðarsveit, Svalbarðshreppur,
landeigendur og Vegagerðin að
koma að málum.
„Nú er stefnt að því að samnýta
framkvæmdir og leggja hjólastíg of-
an á leiðsluna frá Vaðlaheiðar-
göngum og inn á Akureyri. Það er
kærkomið, enda hættulegt að hjóla
eftir þessum vegi sem stendur. En
það verður auðvelt að hjóla t.d. frá
Akureyri í Skógarböðin þegar stíg-
urinn verður kominn.“
Auk N10b og Norðurorku mun
Bílaleigan Höldur fara með 10% hlut
í félaginu, rétt eins og Rafeyri. Þá
mun, annað félag þeirra hjóna, Finn-
ur ehf. fara með 5% hlut og Vað ehf.
og N10 ehf. halda á 3% hlut hvort.
Athygli vekur að félagið Bjarnason
Holding fer með 13% hlut og er ann-
ar stærsti hluthafi verkefnisins. Eig-
andi félagsins er Birkir Bjarnason,
landsliðsmaður í fótbolta.
Leiðslan í Böðin lögð
undir hjólastíg
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Framkvæmdum miðar vel
við uppbyggingu Skógar-
baða í Eyjafirði. Hluthaf-
arnir allir að norðan.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Skógarböðin rísa nú en þau verða m.a. til úr forsteyptum einingum frá fyrirtækinu MVA á Egilsstöðum.
Sigríður María
Hammer
FJÁRMÁL
Sjóðastýringafélagið Íslandssjóðir,
dótturfélag Íslandsbanka, hagnaðist
um 466 m. kr. á fyrri helmingi árs-
ins samanborið við 169 m. kr. hagn-
að á sama tíma á síðasta ári. Aukn-
ingin nemur 176%. Eignir
Íslandssjóða jukust einnig milli ára.
Þær eru nú tæpir 2,4 ma. kr. en í
lok síðasta árs voru þær rúmlega
2,2 ma. kr. Eigið fé fyrirtækisins
dróst lítillega saman milli tímabila.
Það var 1.963 m. kr. í lok fyrri árs-
helmings en var 1.979 m. kr. í lok
síðasta árs. Eiginfjárhlutfall Ís-
landssjóða er 50,5%.
Eins og fram kemur í árshluta-
reikningi voru 22 verðbréfa- og
fjárfestingarsjóðir í rekstri hjá fé-
laginu í lok júní og nam hrein eign
þeirra 216 millj-
örðum króna
samanborið við
200 ma. kr. í árs-
lok 2020.
Kjartan Smári
Höskuldsson,
framkvæmda-
stjóri Íslands-
sjóða, segir að
fyrri hluti ársins hafi einkennst af
afar góðri ávöxtun á innlendum
hlutabréfamarkaði auk þess sem
verðtryggð skuldabréf skiluðu góðri
ávöxtun. „Lágir vextir á innláns-
reikningum hafa hvatt sparifjáreig-
endur til fjárfestingar í öðrum
eignaflokkum og þar hefur góð
eignadreifing í gegnum blandaða
sjóði skilað einna bestum árangri,“
segir Kjartan.
Hagnaður Íslands-
sjóða 461 m.kr.
Kjartan Smári
Höskuldsson
LOFTSLAGSMÁL
Losun koltvísýrings frá flugsam-
göngum á Íslandi hefur aukist milli
ársfjórðunga en er enn langt frá
mælingum fyrir kórónuveirufarald-
urinn, samkvæmt nýbirtum tölum
bráðabirgðaútreiknings Hagstofu Ís-
lands.
Þær miklu breytingar sem hafa
orðið í losun koltvísýrings skýrast
einna helst af fækkun fyrirtækja í
flugrekstri og samdrætti vegna yfir-
standandi faraldurs, að því er greint
frá í tilkynningu frá Hagstofunni.
Á öðrum ársfjórðungi 2021 var los-
un koltvísýringsígilda frá flug-
samgöngum íslenskra flugfélaga um
90 kílótonn. Er það aukning um
41,6% frá fyrsta fjórðungi ársins og
54,1% hærra gildi en á öðrum árs-
fjörðungi 2020 sem markast af mestu
samkomutakmörkunum í fyrstu
bylgju kórónuveirufaraldursins.
Losun á öðrum ársfjórðungi 2021
var 84% minni en losun á öðrum árs-
fjórðungi 2018 þegar losun frá flutn-
ingum með flugi var mest eða um 595
kílótonn.
Hagstofan tekur fram að bráða-
birgðaútreikningur á losun vegna
flutninga með flugi byggir eingöngu á
rekstri íslenskra flugfélaga, en ekki
flugi erlendra fyrirtækja og reiknast
losunartölur fyrir 2021 út frá inn-
flutningi eldsneytis til landsins og
eldsneytiskaupum íslenskra fyrir-
tækja erlendis.
unnurfreyja@mbl.is
Losun frá flugi eykst
milli ársfjórðunga
Morgunblaðið/Eggert
Á Íslandi kemur koltvísýringslosun
að stórum hluta frá flugi.
SAMKEPPNISMÁL
Samkeppniseftirlitinu barst sam-
runatilkynning vegna fyrirhugaðra
kaupa Rapyd á Valitor af Arion
banka þann 19. ágúst síðastliðinn, 50
dögum eftir að tilkynnt var um
kaupin sem sögð eru nema 12 millj-
örðum króna.
Þetta staðfestir Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Samkeppniseftirlits-
ins, í samtali við ViðskiptaMoggann:
„Eftirlitið er nú að meta hvort
tilkynningin hafi að geyma fullnægj-
andi upplýsingar um samrunann.
Reynist svo vera byrja lögbundnir
tímafrestir að líða frá og með mót-
töku tilkynning-
arinnar. Strax í
framhaldinu mun
Samkeppniseftir-
litið hefja viðeig-
andi öflun gagna
og sjónarmiða.“
Miklar hræringar
hafa verið á
greiðslumiðlunar-
markaði síðustu misserin. Þannig
keypti Salt Pay Borgun af Íslands-
banka og öðrum fjárfestum í fyrra
og Rapyd keypti Korta um mitt ár í
fyrra einnig. Kvika banki var eig-
andi að 41% hlutafjár í fyrirtækinu
fram að kaupunum. ses@mbl.is
Undirbýr rannsókn
á sölu Valitor
Páll Gunnar
Pálsson