Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021FRÉTTIR
IÐNAÐARVERSLUN
Röraframleiðandinn Set ehf. á Sel-
fossi hefur fest kaup á fyrirtækinu
Dælum og þjónustu ehf. sem nú
síðast var í eigu Ísfells hf.
Dælur og þjónusta er rótgróið
fyrirtæki sem þjónað hefur mörgun
atvinnugreinum á innlendum mark-
aði til fjölda ára.
Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi
hjá Dælum en hefur nú verið ráð-
inn sölu- og rekstrarstjóri í lagna-
vörum í vöruhúsi Sets í Reykjavík
þar sem hann mun veita ráðgjöf og
bjóða upp á búnað og lausnir frá
viðurkenndum aðilum á sviði dælu-
tækninnar ásamt ýmsum öðrum
verkefnum fyrirtækisins.
Útvíkkun á starfsemi Sets er
sögð rökrétt framhald af ört vax-
andi aðkomu félagsins að tækni-
legum úrlausnarefnum á fjöl-
breyttum lagnasviðum fyrir
veitustofnanir og ýmsa atvinnuvegi
en hjá fyrirtækinu starfa 90 manns
í þremur löndum. Á Íslandi, í
Þýskalandi og Danmörku.
Verkefni Hjalta Þorsteinssonar í vöruhúsi Sets í Reykjavík eru æði fjölbreytt.
Set ehf. kaupir Dælur
og þjónustu ehf.
Hermann Haraldsson forstjóri Boozt segir í sam-
tali við ViðskiptaMoggann að viðtökur Íslend-
inga við versluninni hafi verið framar vonum.
„Við höfum lengi talað um að opna á Íslandi. Við
erum tveir Íslendingarnir sem komum að stjórn
fyrirtækisins, ég og Jón Björnsson forstjóri
Origo sem situr í stjórn Bo-
ozt, og nú er loksins komið að
því,“ segir Hermann.
Hann segir að opnunin
hafi tafist vegna þess að Ís-
land sé ekkert ofsalega stór
markaður, eins og Hermann
orðar það, og aðrir markaðir
hafi haft forgang hingað til.
Verslunin er stærsta net-
verslun á Norðurlöndunum
að sögn Hermanns, en hann tók þátt í stofnun
fyrirtækisins fyrir ellefu árum. Fyrirtækið er
skráð á markað í Svíþjóð og er markaðsvirðið
tæpir ellefu milljarðar sænskra króna, jafnvirði
148 milljarða íslenskra króna. Hermann segir að
áætluð velta á þessu ári sé 5,5 milljarðar sænskra
króna, jafnvirði 80 milljarða íslenskra króna.
„Ísland vill gleymast því það er dálítið langt í
burtu, sem er ósanngjarn því fólk áttar sig ekki á
því hvað kaupmáttur er mikill í landinu. Fólk
vanmetur það.“
Pirrandi persónulega
Breska netverslunin ASOS hefur verið vinsæl
hér á landi á síðustu árum og eins og kom fram í
Morgunblaðinu um helgina komu rúmlega 70
þúsund sendingar frá ASOS til Íslands á síðasta
ári.
„Við vorum meðvituð um velgengni ASOS hér
á landi, en ástæðan fyrir innkomu okkar á
markaðinn núna var meira sú að það var pirrandi
fyrir mig persónulega sem Íslending að aðrir
væru að fara til Íslands en ekki við.“
Hermann segir að viðtökur hafi verið góðar og
vel hafi verið tekið á móti versluninni. „Það eru
margir að koma inn og skoða á hverjum degi. Öll
stórfjölskylda mín býr á Íslandi og þau láta mig
vita að þau séu reglulega að hitta fólk sem hefur
verið að prófa Boozt í fyrsta skipti. Fólk áttar sig
fljótt á hvað það er auðvelt að versla hjá okkur og
úrvalið er mikið. Það er líka auðvelt að skila
vörum ef þess þarf.“
Svo tekið sé annað dæmi af innreið ASOS á
markaðinn, þá hefur sú verslun spurst vel út en
ekki verið eins áberandi í auglýsingum og Boozt
hefur verið á fyrstu vikunum á markaðnum. „Við
erum vön því að fara af stað með markaðsherferð
á nýjum mörkuðum, í stað þess að treysta bara á
að verslunin spyrjist út. Þetta er náttúrulega
leiðin fyrir okkur. Það er mjög stórt atriði að
kynna vörumerkið til sögunnar. Ef enginn þekk-
ir þig þá er ekki líklegt að fólk komi að versla.“
Norræn sérstaða
Spurður um hvernig Boozt skeri sig frá sam-
keppninni segir hann að fyrirtækið sérhæfi sig í
sölu á norrænum vörum. „Við höfum verið með
mikið af dönskum vörum. 60% af vörunum sem
við seljum koma frá Norðurlöndunum og við er-
um með stærsta úrvalið af þeim vörum. Fyrir
viðskiptavini í Noregi, Svíþjóð og Danmörku er-
um við líka fljótust að afhenda vöruna. Við reyn-
um líka að vera snögg að afhenda á Íslandi, yf-
irleitt eftir þrjá til fimm daga.“
Spurður um markaðsstarfið á Íslandi á næst-
unni segir hann að Boozt muni prófa sig áfram
eins og fyrirtækið gerir á öðrum stöðum og noti
það sem virkar best. „Við búum yfir miklu af
gögnum og sjáum alltaf hvað margir kaupa og
hve margir eru inni í búðinni á hverjum tíma. Við
sjáum því mjög fljótt árangur af markaðsstarfi.
Þetta er það góða við okkar starfsemi að við get-
um fært auglýsingakostnað til eftir því hvað virk-
ar best. Við notum 10% af veltunni í markaðs-
setningu.“
Hermann segir 20% Íslendinga þekkja Boozt.
Hermann, sem vann í markaðsmálum hér áð-
ur fyrr, segir að það góða við vefverslun og mark-
aðssetningu hennar sé að þar sé engin sóun. Allir
sem sjái auglýsingarnar geti keypt vöruna. „Ef
þú ert með búð á Akureyri og auglýsir í blaði eða
sjónvarpi, þá geta þeir sem búa í Reykjavík ekki
keypt vöruna svo dæmi sé tekið.“
Aukning í faraldri
Eins og fjallað hefur verið um áður í Morgun-
blaðinu hefur faraldurinn haft mikil og jákvæð
áhrif á netverslun víða um heim. Það sama hef-
ur verið uppi á teningnum hjá Boozt. „Covid
hafði mjög mikil áhrif. Það er að verða þessi yf-
irfærsla, fólk er að færa sig frá hefðbundnum
verslunum yfir í að versla á netinu. Covid flýtti
fyrir þessu, enda varð fólk að fara yfir á netið
þegar það þurfti að vera meira og minna heima
hjá sér í faraldrinum.“
Margir tóku þannig skrefið yfir þröskuldinn
og prófuðu að versla á netinu. Þar með hafi
flestir áttað sig á því hvað það er auðvelt og þá
haldi fólk því áfram. „Faraldurinn hefur flýtt
þróuninni um svona þrjú til fimm ár hjá Boozt.
Nú er fyrri hluti ársins liðinn og við uxum um
30% á tímabilinu. Ég held að fólk muni ekki átta
sig almennilega á því hve mikil stökkbreyting
hefur orðið í þessu fyrr en allt fer að róast eftir
faraldurinn. Margir halda að fólk muni taka
upp fyrri venjur þegar allt er orðið venjulegt
aftur, en ég held að það muni ekki verða þannig.
Fólk hefur áttað sig á að úrvalið er miklu meira
í Boozt en í venjulegri verslun til dæmis. Við er-
um að vaxa hratt og berjumst við að ráða við
vöxtinn. Við erum að stækka lagerinn og kaupa
fleiri róbóta. Það fer mikil orka í að ráða við
vöxtinn.“
500 róbótar
Lagerinn sem Hermann talar um er svip-
aður að stærð og sex fótboltavellir að hans
sögn, stærsti róbótalager á Norðurlöndum
með 500 vélmenni að störfum. Að auki starfa
500 manns á lagernum.
Spurður um stefnu fyrirtækisins til næstu
missera segir Hermann að stefnan sé sett á
áframhaldandi vöxt á Norðurlöndunum.
Stefnt er að 27,5 – 32,5% vexti á þessu ári og
5,5% EBITDA-framlegð.
„Við erum bæði að vaxa og skila hagnaði.
Við viljum vaxa um 20% á ári sem þýðir að eft-
ir fjögur ár ættum við að hafa nær tvöfaldast
að stærð. Við erum það félag í okkar geira sem
er í hvað mestum vexti og skilar jafnframt
mestum hagnaði. Í fyrra uxum við um tæplega
30 prósent og EBIT-hlutfallið, hagnaður fyrir
fjármagnsliði og skatta, var 6,7 prósent.“
Það fer mikil
orka í að ráða
við vöxtinn
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Norræni netverslunarrisinn Boozt
opnaði verslun sína á Íslandi í lok
júní síðastliðins og hefur fyrirtækið
verið áberandi á auglýsingaskiltum
á höfuðborgarsvæðinu í sumar.
Norræna netverslunin Boozt hefur verið áberandi á auglýsingaskiltum í sumar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hermann
Haraldsson