Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021FRÉTTASKÝRING Fjöldi starfsmanna og stöðugilda á Landspítala 2010 til 2020 Hlutfall starfsmanna í hluta- og fullu starfi 2010 til 2020 Landspítalinn í tölum 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Fjöldi stöðugilda Fjöldi starfsmanna 3.526 3.566 3.679 3.906 4.190 4.378 4.761 4.903 5.217 5.631 6.144 6.390 2010 2015 2020 Í fullu starfi 47% Í hlutastarfi 53% Í fullu starfi 42% Í hlutastarfi 58% Í fullu starfi 43% Í hlutastarfi 57% 638 Fjöldi rúma í rekstri á Landspítalanum Þar af eru 253 rúm við Hringbraut 210 Fjöldi legurýma sem verða í nýjum Landspítala við Hringbraut 23 Fjöldi gjörgæslurýma í nýjum spítala árinu 2010 hefur hlutfall þeirra starfsmanna spít- alans sem eru í 100% starfshlutfalli farið lækkandi. Allan þann tíma hefur það reyndar verið vel undir 50% og stóð í litlum 43,2% í árslok 2020. Það þýðir að 56,8% starfsmanna spítalans voru í starfshlut- falli sem rokkaði einhvers staðar á bilinu 10-99%. Álagið mikið og þess vegna lægra hlutfall Viðmælendur ViðskiptaMoggans segja margar skýringar fyrir þessu. M.a. megi rekja þetta til þess að hjúkrunarfræðingar treysti sér varla til þess að sinna 100% starfi við spítalann vegna álags. Hins vegar er vitað að talsverður hluti þess starfs- fólks sem ekki er í fullu starfi á spítalanum, fyllir upp í 100% vinnuskyldu með yfirvinnu og er það spítalanum afar kostnaðarsamt. 73,1% af út- gjöldum hans fara í laun og launatengd gjöld. Eru vonir bundnar við að með styttingu vinnuvikunnar verði hægt að vinda ofan af þessari stöðu, enda óhagstætt fyrir mannaflsfreka stofnun á borð við Landspítalann að hafa ekki góða stjórn á því í hvaða starfshlutfalli stór hluti starfsmanna er á hverjum tíma. Á sama tíma er ljóst að nokkur hluti starfsfólks er í annarri launaðri vinnu utan sjúkrahússins. Á það m.a. við um lækna sem reka eigin stofur sam- hliða störfum fyrir spítalann. Þar er ekki aðeins um að ræða hópinn sem er í hlutastarfi á spít- alanum. Í fyrrnefndri fyrirspurn kemur t.d. fram að 23,5% þeirra starfsmanna sem sinna 100% stöðugildi við spítalann þiggi einnig laun utan hans. Það er þó óverulegur hluti tekna þeirra eða að jafnaði tæp 5% og hefur það hlutfall farið lækkandi frá árinu 2010 þegar það var 8,1%. Langvarandi undirfjármögnun Talsverð umræða hefur skapast um rekstur spítalans að undanförnu og hafa stjórnendur hans m.a. gefið misvísandi skilaboð um hvað valdi því að harkalegar sóttvarnaaðgerðir taki helst mið af því að stofnunin verði ekki kafsigld með innlögnum nokkurra tuga sjúklinga á hverjum tíma. Raunar hefur forstjóri spítalans, Páll Matthíasson, sagt að vandinn tengist ekki faraldrinum enda hefur fjár- veitingarvaldið beint auknu fjármagni til hans vegna þess ástands sérstaklega. Það var m.a. gert með aukafjárveitingu upp á 6.326 milljónir árið 2020. Hitt er ljóst að margir starfsmenn spítalans, sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við, horfa mjög Á Landspítalanum eru 638 sjúkrarúm þar sem fólki er hjúkrað vegna fjölbreytilegs heilsubrests og slysa. Um leið er spítalinn háskólastofnun þar sem fjölbreytt og þróttmikið vísindastarf fer fram. Þessi umsvif kalla á gríðarlegan mannafla og um þessar mundir eru stöðugildin við hann um 4.400 talsins. Hefur þeim fjölgað um 24% á áratug og flest bendir til þess, ekki síst vegna öldrunar þjóð- arinnar, aukinna fólksflutninga til landsins og vís- indaþekkingar sem gerir samfélaginu kleift að heyja baráttu við flóknari og erfiðari sjúkdóma en áður, að umsvif spítalans muni vaxa á komandi ár- um. Uppbyggingin nálgast nú 80 milljarða Vegna þessarar stöðu, en einnig vegna uppsafn- aðrar þarfar, róa nú iðnaðar- og verkamenn, verk- fræðingar og arkitektar að því öllum árum að koma upp nýjum Landspítala við Hringbraut. Sú framkvæmd mun m.a. tryggja rannsóknarstarfi spítalans öruggt húsnæði undir einu þaki og þar verða 210 legurými auk 23 gjörgæslurýma. Kostn- aðurinn við verkefnið er nú áætlaður 79 milljarðar króna þótt flestir geri ráð fyrir að hann muni aukast enn frekar á komandi misserum eftir því sem verkefninu vindur fram. Fjármögnun þess verkefnis er óviðkomandi rekstri sjálfs Landspít- alans sem eðli máls samkvæmt hefur vaxið að um- fangi síðustu ár. Á föstu verðlagi hafa framlög rík- isins til stofnunarinnar vaxið úr 59,7 milljörðum króna árið 2010 í 75,5 milljarða árið 2020. Með því hefur framlagið haldist óbreytt, sé miðað við heild- arútgjöld ríkisins, farið úr 8% fyrir áratug í 9% nú. Sömu sögu er að segja um framlögin, séu þau bor- in saman við heildarútgjöld ríkisins til heilbrigðis- mála. Hefur það hlutfall rokkað á milli 29-32% yfir tímabilið og stendur nú í 30%. Skrifstofan vaxið gríðarlega Samkvæmt svari sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti Óla Birni Kárasyni al- þingismanni á 151. löggjafarþingi, 2020-2021 kem- ur fram að vöxtur í umsvifum spítalans hafi verið með mismunandi móti, allt eftir því hvaða hluti starfseminnar hefur átt í hlut. Sérstaka athygli hlýtur að vekja að skrifstofa spítalans hefur vaxið um 115% í stöðugildum yfir sama tímabil og stöðu- gildum á spítalanum hefur aðeins fjölgað um 24%. Var kostnaður við skrifstofuna tæpar 4.200 millj- ónir á síðastliðnu ári. Þá vekur einnig athygli að frá til þess hvernig mjög hefur fjölgað í hópi þeirra starfsmanna á síðustu árum, sem ekki koma með beinum hætti að umönnun sjúklinga. Telja viðmæl- endurnir, sem ekki vilja koma fram undir nafni, að sú þróun komi í raun niður á starfsemi spítalans og afköstum. Í árslok í fyrra var gefin út skýrsla sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og þar var bent á að síðasta hálfa áratuginn hefðu afköst á spítalanum farið minnkandi, ekki síst þegar kom að framlagi lækna til spítalans. Forstjóri hans hef- ur þó bent á að það megi fyrst og fremst rekja til „tímamóta“ kjarasamninga sem ætlað var að draga úr gríðarlegu álagi á starfsmenn spítalans. Í alþingiskosningum sem fram undan eru í komandi mánuði er líklegt að fjármögnun Landspítalans verði í brennidepli. Þar þurfa töluleg gögn og stað- reyndir að liggja fyrir. Hér að ofan má finna slíkt efni sem gerir fólki betur kleift að leggja mat á stöðuna. Mikilvægt líffæri í þjóðarlík- amanum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Landspítalinn er af flestum talinn ein af burðarstoðum íslenskrar velferð- arþjónustu. Langstærsta heilbrigðisstofnunin og enginn vinnustaður býr að viðlíka mannauði. Þar starfa nú um 6.400 starfsmenn í 4.400 stöðugild- um. Í skugga kórónuveirunnar er rekstur spítalans nú í deiglu. Hafa þau sjónarmið heyrst að í núverandi ástandi sé ekki tími til að rýna í fjármál stofnunarinnar. Í ljósi þess að hún tekur til sín nærri tíunda hluta alls þess fjármagns sem ríkissjóður aflar á hverjum tíma er ósennilegt að orðið verði við slíkum kröfum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýr Landspítali rís nú upp úr jörðinni. Þar verða þó aðeins 210 legurými en í dag eru 638 legurými á Landspítalanum. Því er ljóst að nýbyggingar munu aðeins leysa eldri byggingar að hluta til af hólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.