Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 8
Ó hætt er að segja að um fátt hefur verið meira rætt síðasta eina og hálfa árið en kórónuveiruna og afleiðingar hennar. Það er svo sem engin furða, veiran skæða hefur drepið milljónir manna, skilið aðra eftir í sárum vegna veikinda eða ástvinamissis og enn aðrir hafa misst lífviðurværi sitt. Í mörgum lönd- um hefur ríkt útgöngubann, búðir og veitinga- staðir hafa lokað á tímabilum og strangar reglur hafa gilt um ferðalög. Íslendingar hafa ekki far- ið varhluta af veirunni þótt segja megi að við höfum sloppið betur en margar aðrar þjóðir. Hér á landi hafa samt sem áður margir misst mikið og einvera og innilokun sett sitt mark á sálarlíf margra. Aðrir sitja eftir án atvinnu, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Morgunblaðið ákvað að leita uppi fólk sem horft getur til baka og séð jákvæðu hliðar ástandsins. Því oft er það þannig að þegar einar dyr lokast, opnast aðrar og tækifærin leynast jafnvel handan við hornið. Fimm manns úr ólík- um geirum segja hér sína sögu. Sumir þeirra hafa notað tímann til að láta gamla drauma ræt- ast og segjast njóta lífsins betur en áður. Þakk- læti er mörgum efst í huga; þakklæti fyrir ný og spennandi störf, fyrir minna álagi í lífinu og fyr- ir meiri tíma með sínum nánustu. Colorbox Þakklæti og ný tækifæri Kórónuveiran hefur snert líf allra jarðarbúa á einn eða annan hátt. Fimm Íslendingar horfa yfir farinn veg og líta á björtu hliðarnar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is KÓRÓNUVEIRAN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 Karl er sjálfstætt starfandi tölvufræð- ingur og forritari, en hann hefur unnið mikið fyrir Landspítalann síðasta ára- tug. „Í upphafi faraldursins var ég ásamt öðrum alveg á fullu að vinna að forriti sem tengdist Covid með beinum hætti, en eftir að þeirri vinnu lauk myndaðist tómarúm. Þá skellti ég mér á fullu í að þróa ferðaappið Kringum og dró alla fjölskylduna með,“ segir Karl og segir að hann hefði aldrei ráðist í gerð appsins ef ekki hefði komið heimsfaraldur. Hringinn með fartölvu í fanginu „Þegar Covid byrjaði var strax ljóst að það þyrfti hugbúnaðarkerfi fyrir spítalann til að halda utan um alla Covid-sjúklingana,“ segir Karl sem var í teymi Landspítalans sem þróaði kerfið sem heldur utan um smitaða og alvar- leika veikinda þeirra. „Þessi vinna fór fram vorið 2020 og það var unnið langt fram á nætur í nokkrar vikur. Al- veg brjáluð vinna en mjög gefandi. Síðan eftir það róaðist allt og ég var meira heima. Þá kom upp í hugann gömul hugmynd sem hafði lengi blundað í mér, að búa til ferðaforrit. Ég byrj- aði að skrá í gagnagrunn og sækja gögn fyrir appið. Við konan mín keyrðum þá mikið út á land og á meðan hún keyrði, sat ég með far- tölvuna í fanginu og skráði niður allt sem mér fannst merkilegt við staðina. Og þannig fórum við hringinn í kringum landið,“ segir Karl og segir að upphaflega hugmyndin hafi verið að sú að fylla rútu af fræðingum; jarðfræðingum, sagnfræðingum og fleira fólki, og taka svo allt upp sem þau segðu. En það fór svo að Karl gerði allt sjálfur. „Ég veit að mörgum hefur fundist vanta app svo hægt sé lesa um staðarhætti, sögur, þjóð- sögur og jarðfræði staðanna sem maður keyrir fram hjá.“ Auka tími upp í hendurnar Karl segir að þrennt hafi komið til sem hjálp- aði til við að láta drauminn rætast. „Ég er forritari, bæði í öppum og undirliggj- andi kerfum, svo hef ég mikinn sagnfræði- áhuga og síðast en ekki síst kemur allt í einu þessi auka tími upp í hendurnar. Og þá verða hlutir til. Nú eru 23 þúsund Íslendingar búnir að sækja appið. Það er líka hægt að nota það í Reykjavík þar sem skráðir eru hundruð staða,“ segir Karl og segir alla fjölskylduna hafa lagt hönd á plóg. Kona hans, Kristín Vala Erlendsdóttir, keyrði oft bílinn eins og fyrr segir, en einnig hjálpaði hún til við skráningu, til dæmis tengt dýralífi landsins. Faðir Karls, Sigurður, sá svo um að prófarkalesa allan texta. „Svo þurfti að hanna útlitið; lógó, kynning- arefni og hönnun á appinu. Þá fékk ég sautján ára son minn, Gunnar Karl, til að hanna allt frá A til Ö. Hann er í Versló og mikill áhugamaður um hönnun. Það var gott að geta nýtt hann og hann var ódýrt vinnuafl,“ segir Karl og hlær. Karl segir appið stútfullt af fróðleik og upp- lýsingum. „Vegahandbókin er með þrjú þúsund staði skráða og er búin að vera fróðleiksnáma fyr- ir Íslendinga síðustu áratugi, en oft er bara skrifuð ein lína um hvern stað. Kringum er með tólf þúsund staðsetningar og mun ít- arlegri upplýsingar. Við gerð appsins talaði ég við marga til að afla upplýsinga, til dæmis Ferðamálastofu þar sem ég fékk mikið af gögnum sem ég gat flutt beint inn í appið. Frá Landmælingum fékk ég örnefni. Í Kringum eru líka hátt í eitt þúsund þjóðsög- ur, lýsingar á atburðum og upplýsingar um þekkt fólk sem bjó á stöðunum eða er fætt þar. Síðan er fróðleikur um dýralíf, jarðfræði og allt sem er áhugavert í kringum þig,“ seg- ir Karl. „Ég held að þetta hafi verið vinsælasta app sumarsins, ofar en bæði Ferðagjöfin og Rakn- ingarappið.“ Bæði heppinn og þakklátur „Í haust kemur út ensk útgáfa og þá munu ferðaþjónustuaðilar geta keypt sig inn sem staðsetningu. Segjum að þú sért að keyra inn í Siglufjörð, þá kæmi upp sem ein af staðsetn- ingunum veitingahús eða síldarminjasafn,“ segir Karl og segir ensku útgáfuna koma til með að vera alveg eins og hin íslenska. Hann er nú í óða önn að þýða allar greinarnar. „Ég geri allt sjálfur og ástæðan fyrir því að þetta var hægt var Covid og ég hafði meiri tíma aflögu. Ef Covid hefði ekki verið, hefði ég aldrei gert þetta.“ Karl segir að margt jákvætt hafi í raun sprottið upp vegna faraldursins. „Ég hef verið afskaplega heppinn að hafa getað tekið beinan þátt í að hjálpa til í faraldr- inum. Það er góð tilfinning að hafa verið í öfl- ugu teymi Landspítalans sem vann við halda utan um Covid-sjúklinga. Svo hafði ég þennan auka tíma til að búa til þetta app. Ég fæ marga pósta á dag þar sem fólk er annaðhvort að hrósa appinu eða að koma með leiðréttingar og hugmyndir. Fólk segir appið hafa aukið virði ferðar sinnar. Ég er bæði heppinn og þakk- látur.“ Hvaða lærdóm hefurðu dregið af þessu kór- ónuveirutímabili? „Ef fólk er með drauma þá á það bara að byrja á þeim, líka þótt það sé ekki Covid. Það er alltaf einn eða tveir auka klukkutímar á degi hverjum sem fólk á fyrir sig sjálft. Það er hægt að byrja smátt, taka lítil skref og eftir mánuð hefur fólk áorkað miklu og er jafnvel komið hálfa leið. Munurinn í Covid er sá að þá voru enn fleiri tímar aflögu en oft áður.“ Lét gamlan draum rætast Karl Thoroddsen segir að tómarúm hafi myndast þegar minna var að gera í vinnunni vegna farald- ursins. Hann notaði því tímann til að þróa nýtt ferðasmáforrit sem slegið hefur í gegn. Morgunblaðið/Ásdís Mitt í faraldrinum fann tölvunarfræðingurinn Karl Thorodd- sen tíma til að láta gamlan draum um ferðasmáforrit rætast. Kringum er nú vinsælasta app sumarsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.