Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 HEIMSMINJASKRÁ BRASILÍA Vestur af Ríó de Janeiro í Brasilíu er garður, sem arkitektinn og listamaðurinn Roberto Burle Marx, sem var uppi 1909 til 1994, bjó til og þró- aði á 40 árum. Hugðist hann búa til „lifandi listaverk“ og „landslagsrannsókn- arstofu“ með plöntum af staðnum á grundvelli hugmynda módernista. Hann hófst handa árið 1949 og hafði starf hans áhrif á þróun nútímagarða um allan heim, að því er segir í rökstuðningi UNESCO fyrir að setja verk Marx á heims- minjaskrá. Garðinn einkenna flæðandi form, ofgnótt gróðurs, arkitektónísk garðahönnun, dramatískar andstæður í litum, notkun hitabeltisplantna og áhrif hefðbundinnar þjóðmenningar. Nú er að finna í garðinum ótrúlega fjölbreytt safn plantna. Þetta er fyrsti nútímahitabeltisgarðurinn, sem fer á heimsminja- skrá. Á myndunum má sjá stúdíó arkitektsins umvafið gróðri og safn listmuna, sem þar er að finna innan dyra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.