Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Síða 20
SLÓVENÍA Verk arkitektsins Joze Plecnik í Ljubljana, höf- uðborg Slóveníu, voru sett á heimsminjaskrá. Í rökstuðningi segir að verk hans frá árunum milli fyrri og síðari heimsstyrj- aldar beri vitni borgarskipulagi með áherslu á fólk sem breytti ásýnd og karakter borgarinnar eftir að austurrísk-ungverska stórveldið leystist upp. Við það breyttist Ljubljana úr sveitaborg í táknræna höfuðborg Slóvena. Framlag Plecniks fólst í þeirri djúpu mennsku, sem einkenndi sýn hans og byggðist a arkitek- tónísku samtali við eldri hluta borgarinnar um leið og hann þjónaði nútímaþörfum samfélags tuttugustu aldarinnar sem þá var í mótun, eins og það er orðað. Á myndunum má sjá kirkju heil- ags Mikjáls og lestrarsalinn í Þjóðar- og háskólabókasafninu í Ljubljana. FRAKKLAND Borgin Nice var sett á skrána yfir heimsminjar undir yfirskrift- inni „vetrardvalarstaður á Rívíerunni“. Á myndinni sést göngustígurinn meðfram ströndinni, Promenade des Anglais, sem er eitt af kennileitum borgarinnar. Nice stendur við Miðjarðarhafið, skammt frá Ítalíu. Vegna milds lofstlags varð Nice, sem stendur við hafið og er við rætur Alpanna, upplagður vetrardval- arstaður ferðalanga. Um miðja átjándu öld fór borgin að laða til sín aristókrata og yfirstéttarfolk, einkum frá Bretlandi, og höfðu gestirnir þar vetrarsetu, segir í rökstuðningi UNESCO. Árið 1832 gerðu yfirvöld í Nice, sem þá tilheyrði kon- ungdæminu Savoy, Piemonte og Sardiníu, borgarskipulag, sem miðaði að því að laða að útlendinga. Skömmu síðar var gerður tveggja metra breiður stígur, Cam- in dei Inglesi, meðfram sjávarsíðunni sem síðar var stækkaður í núverandi mynd og var nefndur Promenade des Anglais eftir að borgin komst undir yfirráð Frakka 1860. Á næstu hundrað árum fjölgaði þeim, sem höfðu vetrarsetu frá öðrum löndum og voru Rússar sérstaklega áberandi. Það varð til þess að borgin stækkaði og þróaðist þannig að nú er hún annálaður vetrardvalarstaður með heimsborgaralegu yfirbragði. PERÚ Í Casmadal í Perú eru mannvirki í mörkinni sem nefn- ast Chankillo og voru notuð ásamt náttúrulegum kennileit- um til að telja daga ársins út frá sólinni. Sólskoðunarstöðin er frá forsögulegum tímum í Suður-Ameríku eða á milli 250 til 200 fyrir okkar tímatal. Hún er nú komin á heimsminjaskrá UNESCO. Stöðin stendur á hæð. Kjarninn er umkringdur þremur veggjum og kallaður víggirta hofið. Á myndunum sést Chankillo úr lofti og 13 turnar, sem liggja á brún hæðarinnar. Í miðstöðinni er aðstaða til athafna og er talið að hún hafi verið helguð sólartilbeiðslu. Sérstakir skoðunarstaðir eru sitt hvorum megin við turnana, sem liggja frá norðri til suð- urs. Segir á heimasíðu UNESCO að þeir þyki bera vitni mik- illi hugvitsemi um hvernig megi fygljast með gangi sólar við sólarlag og -upprás allan ársins hring. Þanng hefði verið hægt að dagsetja jafndægur og sumar- og vetrarsólstöður svo ekki skeikaði nema einum til tveimur dögum. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 HEIMSMINJASKRÁ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.