Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 21
ÚRÚGVÆ „Kirkja verkamannsins Krists og okkar frúar í Lour- des“ var sett á heimsminjaskrá. Kirkjan er í Estacion Atlantida, um 45 km frá Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ og var vígð 1960. Verkfræðingur kirkjunnar var Eladio Dieste, sem fæddist 1917 og lést 2000. Í arkitektúrnum gætir áhrifa frá kirkjulegum bygg- ingum á Ítalíu frá árdögum kristni og miðöldum. Í henni eru múr- steinar notaðir með nýstárlegum hætti, veggir hennar og þak ganga í bylgjum. Hvelfingarnar eru bornar uppi með lagi, sem Dieste var upphafsmaður að og kennt er við þýska stærðfræð- inginn Gauss. Á myndinni er horft upp í sívalan kirkjuturninn. AFP HOLLAND Vatnsvirki frá fyrri hluta nítjándu aldar í Hollandi voru settar á heimsminjaskrá. Á myndinni sést Loevestein-kastali í Poederoij- en, sem er hluti af varnarlínunni, sem liggur á milli Muiden og Gorinchem og er frá 1815. Bætast þeir við varnarkerfi, sem þegar var á heimsminjaskrá. Vatnsvirkin voru notuð í hern- aði. Þau eru eina dæmið um varnir, sem byggja a því að stjórna vatni. Frá sextándu öld hafa Hollendingar notað sérþekkingu sína í verk- fræði til að stjórna vatni í varnarskyni, segir í rökstuðningi UNESCO. Miðja landsins var var- in með neti 45 víggirtra virkja. Þar var barist og um leið var flókið kerfi skurða og flóðgátta notaða til að hrekja óvininn brott með vatni. RÚMENÍA Hátt uppi í Karpatafjöllum stendur þetta hrörlega hús í þorpinu Rosia Montana. Á hinni myndinni sést inngangur í námu frá tímum Rómverja. Í fjöllunum hafa verið uppi áform um gullnámur, en sumir íbúa þorpsins voru að vonast til þess að minjar um námagröft frá tímum Rómaveldis yrðu settar á heimsminjaskrá til að koma í veg fyrir þau. Þeim varð að ósk sinni. Í rökstuðningi UNESCO fyrir að setja staðinn á heimsminjaskrá segir að þar sé um að ræða umfangsmestu og tæknilega fjölbreytilegustu neðanjarð- arnámur, sem vitað sé um frá tímum Rómverja. Þarna hafi verið mikið gullnám, sem stóð yfir í 166 ár og hófst 106 eftir Krist. Alls hafi Rómverjar grafið upp 500 tonn af gulli. Þeir hafi stuðst við flókna verkfræði, námagöngin hafi alls numið 7 kílómetrum og meðal annars notast við vatnshjól. Nákvæmar upplýs- ingar um námagröftin hafi varðveist á vaxbornum töflum. Ekki er vitað til þess að slíkri tækni hafi verið beitt annars staðar svo snemma. Námavinnsla fór einnig fram á svæðinu milli miðalda og okkar tíma, en í mun minna mæli. Um- merki hennar má víða sjá í kringum og í mannvirkjum Rómverjanna. 15.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.