Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 22
Rabarbarinn ljúffengi Nú í lok sumars er enn er tími til að rífa upp rabarbara, setja á sig svuntu, bretta upp ermar og búa til ljúfenga köku, eftirrétt eða sultu sem fer vel með vöfflum eða á ristaða brauðið. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 MATUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – 300 - 400 g rabarbari ¾ dl kókospálmasykur (eða hrásykur) 1 vanillustöng, skorin í tvennt eða 1 tsk. vanilludropar Skerið rabarbarann í þunnar sneiðar og setjið í botninn á eldföstu móti ásamt kókospálmasykri og vanillu. Látið standa á meðan deigið er útbúið. (Heyrst hefur að sælker- ar hafi prófað að bæta söxuðu súkkulaði við rabarbarablönduna. Ekki getur það skemmt fyrir). MULNINGUR 75 g spelt 100 g haframjöl/trölla- hafrar 60 g heslihnetur, malaðar eða saxaðar 70 g kókospálmasykur (eða hrásykur) 1 tsk. kanill ¾ tsk. sjávarsalt ¾ dl kókosolía 1 msk. ólífuolía Blandið öllu saman í skál og hnoðið þar til klíst- rast. Ef deigið er of þurrt má bæta örlítilli auka ólífuolíu út í. Setjið deig- ið ofan á rabarbarann. Bakið við 165°C í 30 mín, eða þar til rab- arbarinn er orðinn mjúk- ur og mulningurinn gyllt- ur. Berið fram með góðum ís eða þeyttum kókosrjóma eða ykkar uppáhaldsrjóma. Frá himneskt.is Rabarbaraeftirréttur 350 g rabarbari í bitum 1 dl sykur smá vatn 4-5 plötur frosið smjördeig 1 egg 1 eggjarauða 1 tsk. vanilla 1 msk. hveiti 2½ – 3 dl rjómi OFAN Á 50 g mjúkt smjör 2 msk. sykur 1 dl haframjöl ½ tsk. engifer Látið smjördeigið þiðna og setjið það á botninn á eldföstu formi. Bræðið sykur á pönnu þar til hann verður ljósbrúnn, slökkvið undir og hellið vatninu út á til að stöðva brunann. Hrærið í stutta stund og brúnið loks rabarbarann í sykr- inum í nokkrar mín. Takið til hliðar og látið kólna lítið eitt. Blandið saman eggi, eggjarauðu, vanillu, hveiti og rjóma. Setjið rabarbarann saman við, hellið þessu yfir deigið. Blandið saman smjöri, sykri, hafra- mjöli og engifer og myljið yfir milli fingranna rabar- barann. Bakið við 170° í um 20 mín. Berið fram heitt með ís eða þeyttum rjóma. Frá alberteldar.com. Rabarbara- og engiferbaka 1 kg niðurskorinn rab- arbari – ungu leggirnir eru bestir 500 g döðlur 500 g sveskjur 1 vanillustöng (engiferbútur ef vill) Byrjið á að leggja döðlur og sveskjur í bleyti. Þrífið rab- arbarann og skerið í bita. Hellið vatninu af þurrkuðu ávöxtunum og skellið öllu í pott. Sjóðið saman við vægan hita í um 30-50 mínútur. Ef ykkur finnst þetta þurrt í pottinum má alveg bæta við smá vatni. Gott er að sjóða lít- inn engiferbút með, hann gefur skemmti- legt kryddað bragð sem fer vel með rab- arbaranum. Frá himneskt.is. Rabarbarasulta með döðlum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.