Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Síða 32
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Breski sundmaðurinn Adam Peaty mun skipta út sundgleraug-
unum fyrir dansskó á næstunni þegar hann tekur þátt í bresku
þáttunum Strictly Come Dancing. Peaty vann tvö gull á Ólympíu-
leikunum í Tókýó á dögunum, í 100 metra bringusundi og 4x100
metra fjórsundi með blandaðri boðsundsveit Stóra-Bretlands.
„Ég er ekki sá mýksti á landi,“ sagði Peaty í útvarpsþætti BBC.
„En hafandi sagt það þá er ég íþróttamaður. Ég er vanur því að
leggja hart að mér. Það er í blóði mínu.“
Peaty fetar þar með í fótspor landa síns sem einnig vann gull á
leikunum í Tókýó í sundlauginni, eða öllu heldur fyrir ofan laugina
með því að vekja á sér athygli fyrir annað en gullmedalíurnar.
Tom Daley vann gull í samhæfðum dýfingum af 10 metra palli en
sló í gegn á áhorfendapöllunum í Tókýó er hann prjónaði á meðan
hann fylgdist með öðrum keppendum í loftinu.
AFP
Færir sig yfir á dansgólfið
Daley við prjónastörfin í stúkunni í Tókýó.
AFP
Adam Peaty tók með sér tvö gull frá
Tókýó en ætlar nú að láta reyna á dans.
Adam Peaty hvílir sundið á
meðan hann tekur dansinn
fyrir í raunveruleikaþáttunum
Strictly Come Dancing.
Rottur voru farnar að láta á sér
kræla í Reykjavík þegar vetur
gekk í garð árið 1921 að því er
fram kom í Morgunblaðinu 23.
október það ár, og það þótt
eitrað hefði verið árið áður.
„Enda er það kunnugt að eigi
dugir að eitra aðeins einu sinni,
heldur þarf stöðugt eftirlit og
ávalt að eitra á ný, þar sem
rottu verður vart,“ sagði í
blaðinu. „En hér í bænum hefir
þessa eigi verið gætt sem
skyldi, og þarf þar batnaðar
við.“
Í fréttinni er farið yfir árang-
ur af eitruninni árið áður í
Reykjavík og víðar. Sérlega góð-
ur árangur hefði náðst á Ak-
ureyri og Sauðárkróki.
„Hefir reynsla sú sem fengin
er þannig orðið til þess að ýta
undir kaupstaðina úti á landinu,
og er það vel farið, því vit-
anlega er kostnaðurinn við eitr-
unina hverfandi hjá því verð-
mæti, sem rotturnar skemma.
En vitanlega er það ekki hyggi-
legt, að vanrækja að hafa eftirlit
með útbreiðslu rottunnar eftir
eitranirnar; hún eykur fljótt kyn
sitt á ný alstaðar þar sem henn-
ar verður vart. Og skipunum
þarf að veita sérstaka athygli.“
GAMLA FRÉTTIN
Rottur í
Reykjavík
Rotta á gangstétt í Reykjavík einhverju eftir að fréttin var skrifuð um nauð-
syn þess að eitra reglulega til að halda þessum vágesti í skefjum.
Morgunblaðið/Arnaldur
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Noomi Rapace,
leikkona.
Guðrún Gísladóttir,
leikkona.
Dísa Anderiman,
tölvunarfræðingur.