Morgunblaðið - 08.09.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins bað dómstól sambandsins í
gær að leggja dagsektir á pólsk
stjórnvöld, þar til þau falla frá um-
deildum umbótum á dómstólakerfi
sínu sem framkvæmdastjórnin segir
vega að sjálfstæði pólskra dómstóla.
Pólsk stjórnvöld brugðust harkalega
við beiðninni og sökuðu fram-
kvæmdastjórnina um að stunda „lög-
fræðilegan hernað“ gegn sér.
Deilurnar snúast meðal annars um
fyrirætlan pólskra stjórnvalda að
setja á fót nokkurs konar agadómstól
yfir dómurum í landinu, en Evrópu-
sambandið heldur því fram að honum
sé ætlað að þrýsta á dómara að dæma
eftir vilja stjórnvalda. Pólverjar segja
umbótum sínum hins vegar ætlað að
bæta skilvirkni dómstólanna, en aga-
dómurinn hefur m.a. vald til að svipta
dómara friðhelgi, svo hægt sé að
sækja þá til saka, auk þess sem hann
getur skert laun þeirra.
Dómstóll Evrópusambandsins
skipaði í júlí síðastliðnum Pólverjum
að hætta við fyrirhugaðar umbætur
meðan málið væri fyrir dómnum.
Pólsk stjórnvöld brugðust við með
því að leggja fram breytingartillögur
á umbótum sínum, en stöðvuðu t.d.
ekki starfsemi agadómstólsins. Þess í
stað var heitið að hann myndi ekki
taka upp nein ný mál.
Dómstólar séu sjálfstæðir
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, sagði í
yfirlýsingu sinni í gær að dómstóla-
kerfi allra aðildarríkjanna yrðu að
vera „sjálfstæð og sanngjörn“ og að
réttindi íbúanna yrðu að vera tryggð
á sama hátt, sama í hvaða landi þeir
byggju.
Vera Jourova, varaforseti ESB,
sagði að úrskurðum dómstóls sam-
bandsins hefði ekki verið hlítt að
fullu, og nefndi sem dæmi að agadóm-
stóllinn væri enn að störfum, þrátt
fyrir að skipað hefði verið að hann
legði þau niður tímabundið.
Þá sagði Didier Reynders, fram-
kvæmdastjóri ESB í dómsmálum,
brýnt að pólsk stjórnvöld hlíttu úr-
skurðum dómstóls sambandsins, og
þess vegna hefði verið óskað eftir
dagsektunum.
Piotr Muller, talsmaður pólsku rík-
isstjórnarinnar, sagði að hún hefði í
hyggju að leggja fram umbætur á til-
lögum sínum í haust. Þá sagði Muller
að flest aðildarríkin hefðu fengið
marga mánuði ef ekki ár til þess að
gera þær breytingar sem fram-
kvæmdastjórnin óskaði eftir, og að
það væri því „fremur óvenjulegt“
hversu miklum flýti hún væri í núna,
miðað við hvernig framkvæmda-
stjórnin kæmi fram við önnur aðild-
arríki.
Upphæð sektanna óljós
Talsmaður Evrópusambandsins
sagði að framkvæmdastjórnin hefði
ekki sett fram ákveðna kröfu um upp-
hæð þeirra dagsekta sem óskað var
eftir, og að dómstóll Evrópusam-
bandsins yrði að úrskurða um upp-
hæðina. Líklegt er þó talið að upp-
hæðin yrði hærri en 100.000 evrur á
dag, eða sem nemur rúmlega 15 millj-
ónum íslenskra króna.
Talið er líklegt að sektarupphæðin
muni ekki liggja fyrir fyrr en end-
anlegur dómur dómstólsins í máli
framkvæmdastjórnarinnar gegn Pól-
verjum liggur fyrir, en talið er að
málaferlin geti tekið allt frá hálfu ári
og upp í tíu mánuði. Telji dómstóllinn
rétt að leggja á sektir yrðu þær settar
fram sem ein heildarupphæð í end-
anlegum dómi.
Síharðandi deilur við ESB
Málaferlin varðandi dómstólana
eru einungis hluti af síharðnandi deil-
um pólskra stjórnvalda við Evrópu-
sambandið sem staðið hafa yfir und-
anfarin ár, en ríkisstjórnarflokkurinn
Lög og réttlæti, PiS, hefur meðal
annars verið sakaður um að reyna að
koma sínu eigin fólki að í dómara-
stöðum.
Þá kærði framkvæmdastjórnin
Pólverja í júlí síðastliðnum eftir að
pólsk stjórnvöld heimiluðu sveitar-
stjórnum að setja á fót svæði, sem
ættu að vera laus við „hugmynda-
fræði“ hinsegin fólks.
Deilurnar hafa meðal annars leitt
til þess að lagt hefur verið til að hlut
Pólverja af björgunarsjóðum Evr-
ópusambandsins vegna heimsfarald-
ursins verði haldið eftir þar til Pól-
verjar fylgi lögum sambandsins, en til
stendur að landið fái 23 milljarða evra
í styrki og 34 milljarða í lán.
Mateusz Morawiecki, forsætisráð-
herra Póllands, hefur fordæmt þær
hugmyndir og kallað þær fjárkúgun á
hendur Pólverjum.
AFP
Síharðnandi deilur Pólskir mótmælendur, sem hliðhollir eru ESB, mótmæla við stjórnlagadómstól Póllands 31.
ágúst sl. en þá tók dómstóllinn afstöðu í einu af þeim deilumálum sem sprottið hafa upp milli ESB og Póllands.
Vilja sekta pólsk stjórnvöld
- Framkvæmdastjórn ESB segir Pólverja ekki hafa sinnt úrskurði dómstóls sam-
bandsins - Pólverjar segja framkvæmdastjórnina standa í „lögfræðihernaði“
Herréttarhöld yfir Khalid Sheikh
Mohammed, sem sagður er hafa
skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11.
september 2001 ásamt fjórum öðrum,
hófust að nýju í gær eftir 18 mánaða
hlé vegna heimsfaraldursins.
Málaferlin gegn Mohammed hafa
nú staðið í níu ár, en málið hefur dreg-
ist meðal annars vegna ásakana um
að sakborningarnir fimm hafi verið
pyndaðir af bandarísku leyniþjónust-
unni CIA.
Réttarhöldin fara fram í Guant-
anamo-fangelsinu á Kúbu, en talið er
ólíklegt að aðalmeðferð hefjist í mál-
inu fyrr en á næsta ári, og enn ólík-
legra að dómur liggi fyrir. Dauðarefs-
ing liggur við meintum brotum
mannanna.
Lítill vafi leikur á sekt
Mohammed hefur viðurkennt að
hann hafi stungið upp á hryðjuverka-
árásunum við Osama bin Laden, þá-
verandi leiðtoga hryðjuverkasamtak-
anna al-Qaeda, þegar árið 1996. Þá
þykir sannað að hann hafi staðið að
skipulagningu árásanna, þar sem 19
hryðjuverkamenn rændu fjórum far-
þegaflugvélum og flugu tveimur
þeirra inn í tvíburaturnana í New
York og þeirri þriðju í Pentagon-
bygginguna þar sem bandaríska
varnarmálaráðuneytið er til húsa.
Farþegar fjórðu vélarinnar náðu hins
vegar að koma í veg fyrir að hún næði
til Washingtonborgar, en talið er að
bandaríska þinghúsið hafi verið skot-
mark hryðjuverkamannanna.
Mennirnir fimm voru allir hand-
samaðir á árunum 2002-2003 og hald-
ið af CIA í um það bil tvö ár, þar sem
þeir máttu þola illa meðferð.
Verjendur þeirra segja að pynding-
ar leyniþjónustunnar hafi spillt fyrir
málinu öllu, og að því hefði verið vísað
frá dómi hefði réttarhaldið farið fram
innan Bandaríkjanna í stað Guant-
anamo.
Mohammed aftur
dreginn fyrir dóm
- Réttarhöldin hafa tekið níu ár
AFP
Í haldi Khalid Sheikh Mohammed
hefur verið í haldi í nær 20 ár.
Talíbanar tilkynntu í gær að Mo-
hammad Hassan Akhund yrði for-
sætisráðherra nýrrar bráða-
birgðastjórnar sinnar í
Afganistan, en hann var áður
varautanríkisráðherra þegar talí-
banar réðu landinu frá 1996 til
2001. Abdul Ghani Baradar, einn
af stofnendum talíbana, verður
varaforsætisráðherra og Sira-
juddin Haqqani innanríkis-
ráðherra.
Fyrr um daginn leystu talíb-
anar upp mótmæli í Kabúl gegn
afskiptum Pakistana í Afganistan
með því að skjóta upp í loft. Voru
konur í meirihluta þeirra rúm-
lega sjötíu sem mótmæltu.
AFGANISTAN
AFP
Kabúl Mótmælin voru leyst upp.
Ný bráðabirgða-
stjórn mynduð
Angela Merkel
Þýskalandskansl-
ari lýsti í gær yfir
stuðningi sínum
við Armin Lasc-
het, kanslaraefni
kristilegu flokk-
anna CDU/CSU.
Allt stefnir í að
kristilegir muni
bíða sögulegt af-
hroð, en fylgi þeirra mældist um
19% í nýrri könnun sem birtist í gær.
Er það hið lægsta frá stríðslokum.
Merkel sagði í þingræðu sinni í
gær að ríkisstjórn undir forystu
Laschets myndi þýða stöðugleika og
hófsemd, en hún hefur jafnframt
varað við því að Die Linke, arftaka
austurþýska kommúnistaflokksins,
verði hleypt í ríkisstjórn, en flokk-
urinn hafnar m.a. aðild Þýskalands
að Atlantshafsbandalaginu. Merkel
og Laschet hafa því gagnrýnt Olaf
Scholz, kanslaraefni sósíal-
demókrata, fyrir að útiloka ekki
stjórnarsamstarf með Die Linke.
ÞÝSKALAND
Merkel styður við
bakið á Laschet
Angela Merkel