Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 23

Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 _ Lið Evrópu sigraði í Solheim- bikarnum í golfi sem fór fram í Inver- ness-golfklúbbnum í Ohio í Bandaríkj- unum. Lið Evrópu vann lið Bandaríkj- anna 15:13. Eftir að hafa verið með tveggja holu forystu fyrir lokadaginn náði liðið að verja hana þegar spilaður var tvímenningur á lokadeginum. Hin finnska Matilda Castrén tryggði sigurinn í nótt með því að eiga eina holu á Lizette Salas og hin danska Emily Kristine Pedersen hafði sömu- leiðis betur gegn Danielle Kang en hún átti eina holu á hana að lokinni síðustu viðureign næturinnar og gull- tryggði þannig sigurinn. _ Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur fellt úr gildi bann við því að stuðningsmenn gestaliða megi mæta á útileiki á vegum sambandsins. Stuðningsmenn gestaliða mega því frá og með næstu viku ferðast á útileiki liða sinna í Meistaradeild Evrópu, Evr- ópudeildinni og Sambandsdeild Evr- ópu. Þrátt fyrir þessa afléttingu af hendi UEFA er það enn háð hverju og einu Evrópulandi, og þeim sam- komutakmörkunum og öðrum reglum vegna kórónuveirufaraldursins sem eru í gildi þar, hve margir og hvort stuðningsmenn gestaliða megi mæta. _ Skanderborg, lið Steinunnar Hans- dóttur, virðist vera í miklum vandræð- um í upphafi keppnistímabilsins í danska handboltanum. Skanderborg fékk hrikalegan skell á heimavelli í úr- valsdeildinni í gær þegar liðið tapaði gegn Odense 15:31. Steinunn skoraði eitt mark í leiknum og nýtti annað tveggja skotfæra sem hún fékk. Skanderborg hefur byrjað tímabilið illa og hefur tapað fyrstu þremur leikj- unum. Er liðið á botninum og marka- talan er 28 mörk í mínus. Odense er á hinum enda töflunnar með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum. _ Knattspyrnudómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik Norður- Írlands gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2023 í flokki U21-árs landsliða karla í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Lurgan á Norður-Írlandi en viðureignin er hluti af C-riðli undankeppninnar. Vilhjálmi til aðstoðar voru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Þórður Arnar Árnason. Fjórði dómari var Helgi Mikael Jónasson. _ Kristín Erna Sigurlásdóttir, marka- hæsti leikmaður kvennaliðs Víkings úr Reykjavík í 1. deildinni, mun söðla um að loknu yfirstandandi tímabili og halda til Ítalíu. Fótbolti.net greindi frá þessu í gær og þar segir að liðið sem um ræðir sé Trani, sem leikur í C- deildinni. Kristín Erna, sem er þrítugur sókn- armaður, hefur skorað 13 mörk í 15 leikjum í 1. deildinni á tímabilinu. Vík- ingur mun enda í fjórða sæti deild- arinnar, en ein umferð er eftir. Á ferlinum hefur Kristín Erna skorað 104 mörk í 194 deild- arleikjum í efstu og næstefstu deild. Hefur hún leikið með upp- eldisfélagi sínu ÍBV, Fylki, KR og nú síðast Víkingi á ferlinum og verður þetta því í fyrsta sinn sem hún mun spila erlendis. Eitt ogannað Í ÁRBÆ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kolbeinn Þórðarson skoraði mark íslenska U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Grikklandi í 4. riðli undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í Árbæn- um í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Kolbeinn kom íslenska liðinu yfir á 37. mínútu með skoti af 30 metra færi sem Kostas Tzolakis réð ekki við. Skotið var beint á Tzolakis en gríska markverðinum tókst ekki að halda knettinum og hann endaði í markinu. Grikkir jöfnuðu metin átta mín- útum síðar þegar Fotios Ioannidis fékk langa sendingu fram völlinn. Ioannidis tók afar vel á móti bolt- anum, fór illa með varnarmenn ís- lenska liðsins, og lagði boltann snyrtilega í netið fram hjá Elíasi Rafni Ólafssyni í marki Íslands. Fyrirmyndarvarnarleikur Íslenska liðið var lengi í gang og Grikkirnir stjórnuðu leiknum frá A til Ö fyrsta hálftímann. Eftir að Kolbeinn kom Íslandi yfir kom ákveðið sjálfstraust í liðið og menn þorðu að fá boltann í lappir og halda honum betur innan liðsins. Í síðari hálfleik var Ísland sterk- ari aðilinn, án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri, en íslenska liðið fékk nokkrar afar álitlegar sóknir, þar vantaði einfaldlega að- eins meiri klókindi á síðasta þriðj- ungi vallarins. Á sama tíma varðist liðið afar vel og Grikkjum tókst aldrei að opna ís- lensku vörnina. Strákarnir voru afar skipulagðir, gáfu engin færi á sér, og Grikkjum tókst aldrei að spila sig inn í nein svæði á bak við vörn Ís- lands. Ísland er með 4 stig eftir fyrstu tvo leiki sína sem verður að teljast nokkuð ásættanlegur árangur. Liðið er í þriðja sæti riðilsins, með þremur stigum minna en Kýpur og einu stigi minna en Grikkland, en Ísland á leik til góða á bæði lið. Næstu leikir liðsins eru heima- leikur gegn Portúgal í október og svo tveir útileikir gegn Liechten- stein og Grikklandi í nóvember. Vantaði herslumuninn - Íslenska U21-árs landsliðið gerði jafntefli gegn Grikkjum í undankeppni EM - Margt var jákvætt í leik íslenska liðsins og framtíðin virðist vera afar björt Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Frábær Fyrirliðinn Kolbeinn Þórðarson átti stórgóðan leik á miðjunni hjá íslenska U21-árs landsliðinu í Árbænum. Tindastóll mætir Keflavík á Sauð- árkróki í fjórðungsúrslitum bik- arkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, sunnudaginn 12. september en þetta varð ljóst í gær. Tindastóll vann stórsigur gegn Álftanesi á Sauðárkróki í sextán liða úrslitum keppninnar á meðan Keflavík fór illa með Hött á Egils- stöðum. Þá mætast Stjarnan og Grinda- vík í Mathús Garðabæjar-höllinni en Stjarnan vann KR í Garðabæ á meðan Grindavík lagði Breiða- blik. Njarðvík, sem vann nauman sigur gegn Val í hörkuleik, fær Hauka í heimsókn í Njarðtaks- gryfjuna en Haukar unnu Þór frá Akureyri í sextán-liða úrslit- um. ÍR-ingar, sem slógu út Íslands- meistara Þórs frá Þorlákshöfn í spennuleik, mæta svo Sindra á Höfn en Sindri sló Vestra úr keppni í gær. Fjórðungsúrslitin fara fram 12. september og undanúrslitin 16. september. Úrslit bikarkeppn- innar fara svo fram í Smáranum í Kópavogi 18. september. Stórleikir í fjórðungsúrslitum Morgunblaðið/Skúli Sending Hörður Axel Vilhjálmsson og liðsfélagar hans í Keflavík heim- sækja Tindastól í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar hinn 12. september. ÍSLAND – GRIKKLAND 1:1 1:0 Kolbeinn Þórðarson 37. 1:1 Fotios Ioannidis 45. MM Kolbeinn Þórðarson M Elías Rafn Ólafsson Ísak Óli Ólafsson Kristian Nökkvi Hlynsson Stefán Árni Geirsson Mikael Egill Ellertsson Dómari: Gal Leibovitz, Ísrael. Áhorfendur: 435 _ Mikael Egill Ellertsson lék sinn fyrsta U21-árs landsleik. _ Kolbeinn Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir U21-árs landsliðið í sínum tíunda leik með liðinu. Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla drógust á móti þýsku bikar- meisturunum Lemgo í Evrópudeildinni þegar dregið var í gær. Liðin mætast í 2. umferð keppninnar og sigurvegarinn kemst áfram í riðlakeppni. Valsmenn þurfa því að klífa þrítugan hamarinn til að komast í riðlakeppnina. Valur var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var og því voru allar líkur á að liðið myndi fá mjög erfiðan andstæðing úr efri styrkleikaflokknum. Helsti markaskorari Lemgo er hornamaðurinn og landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. „Þessi niðurstaða er bara geggjað skemmtileg. Það verður geðveikt að koma heim og spila handbolta en Valur er hins veg- ar mjög gott lið þannig að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti þeim,“ sagði Bjarki þegar Morgunblaðið sendi honum fyrirspurn í gær. Útlit er fyrir að leikirnir gætu farið fram 21. og 28. september. Ýmir Örn Gíslason og samherjar í RN Löwen mæta Benfica og Aix með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs mætir Arendal. Kadetten Schaffhausen sem Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir dróst á móti Granollers. „Geggjað skemmtilegt“ - Valur dróst á móti Lemgo Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vörn Valsmenn þurfa að hafa vörnina í lagi gegn Lemgo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.