Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 Við Hækk um í gleð inni Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur til laugardags. Sýn- ingin Lesið og skrifað með Múmín- álfunum verður opnuð í Norræna húsinu í dag milli kl. 11 og 17. Sýn- ingin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og far- ið er í skoðunarferð um Múmíndal- inn. Klukkan 16 verður sagan Ósýni- lega barnið lesin á mörgum tungumálum í tónleikasal Norræna hússins. Meðal lesara er Eliza Reid forsetafrú. Einnig taka þátt í upp- lestrinum Gerður Kristný og Sophia Jansson, bróðurdóttir Tove Jansson. Hátíðin verður formlega sett í Iðnó í dag kl. 19 þar sem bandaríski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Barbara Demick flytur setningar- ávarpið. Klukkan 19.30 hefst í Iðnó umræða um merkingu listar í víðu samhengi. Rætt verður við höfund- ana Þórarin Eldjárn og Ninu Wähä. Stjórnandi umræðu er Arnar Eggert Thoroddsen. Klukkan 20.30 hefst ljóðakvöld í Iðnó. Skáldin sem koma fram eru Gerður Kristný, Margrét Lóa, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Ingólfur Eiríksson. Kynnir er Einar Kári Jóhannsson. Klukkan 21.30 hefst í Iðnó pallborð þar sem fjallað er um skrif um fáránleika og veru- leika og allt þar á milli. Leitað verð- ur svara við því hvort það eigi að lesa eitthvað meira út úr slíkum skrifum en öðrum. Höfundarnir sem þátt taka eru Ingólfur Eiríksson, Kristof Magnússon og María Elísa- bet Bragadóttir. Umræðum stýrir Sigþrúður Gunnarsdóttir. Einn við- burður dagsins fer fram á 8. hæð Radisson Blu Saga-hótels, en það er Tunglkvöld N°XII sem hefst kl. 21. Kynntar verða tvær nýjar Tungl- bækur sem koma út í 69 eintökum hvor. Þetta eru Pulsur náttúrunnar eftir Pál Ivan frá Eiðum og Gluggar – Draumskrá eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur. Stafrófið í Múmíndal, ljóð og hlutverk listar - Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst Kær Múmínálfar Tove Jansson verða í Norræna húsinu á næstunni. Tilkynnt hefur verið um hvaða 20 tónlistarmenn undir 30 ára aldri þykja hafa skar- að fram úr í tón- listargeiranum á Norðurlöndunum og eru Ægir Sindri Bjarnason og Bergþór Más- son þeirra á með- al. Hljóta þeir viðurkenningu ásamt 18 öðrum á By:Larm tónlistarhátíð- inni í Ósló 30. september. Viður- kenninguna hljóta þeir fyrir framlag sitt til tónlistargeirans á Íslandi. Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX, útflutningsmiðstöðvar norrænnar tónlistar (e. Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofu hennar á Norður- löndunum, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Fin- land og Music Norway, og var stofn- að til þeirra til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistar- iðnaðarins. Ægir og Bergþór á Topp 20 undir 30 Ægir Sindri Bjarnason Tenórsöngv- arinn Kolbeinn Jón Ketilsson kemur fram á hádegistón- leikum kl. 12.15 í sal Tónlistar- skóla Garða- bæjar í Kirkju- lundi. Kolbeinn er fyrstur söngv- ara til að koma fram í tónleikaröðinni Tónlistar- næring og verða ókeypis tónleikar mánaðarlega í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Matt- hildur Anna Gísladóttir leikur með Kolbeini á píanó og á efnisskránni verða íslensk og þýsk sönglög auk tónlistar eftir ítölsk tónskáld. Kolbeinn býr í Noregi en bjó lengst af í Þýskalandi og hefur sungið mörg veigamestu tenórhlut- verk óperubókmenntanna, m.a. Lohengrin í samnefndri óperu Wagners, Florestan í Fidelio eftir Beethoven og Don José í Carmen. Næring í Tónlistar- skóla Garðabæjar Kolbeinn Jón Ketilsson Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Almennar sýningar hefjast í Bíó Paradís á morgun, fimmtudag, á heimildarmyndinni Korter yfir sjö eftir Einar Þór Gunnlaugsson sem skrifaði handrit mynd- arinnar með sagnfræðingnum Sigurði Péturs- syni og leikstýrði. Myndin lýsir borgarlífinu í Reykjavík á sjötta áratugnum og þá sérstaklega á árinu 1955 og m.a. með upptökum sem hafa ekki sést síðan þær voru gerðar það ár. Hart tekist á Í myndinni segir af verkfallinu mikla vorið 1955 í Reykjavík sem var eitt það harðvítugasta í sögu lands- ins. „Verkalýðsfélögin lögðu áherslu á félagsleg réttindi en pólitískir straumar réðust oft af kalda stríð- inu. Reykjavík var sett í herkví, hafnir lokaðar og vegatálmar settir upp við alla vegi til borgarinnar. Oft var hart tekist á, bæði á götum úti og í fjölmiðlum og varð borgin mjólkur- laus, kaffilaus og bensínlaus í nærri sex vikur,“ segir í tilkynningu og að verkfallsverðir hafi tekið olíuskip í gíslingu til að stöðva dælingu í Keflavík, á Faxaflóa og í Hvalfirði. Voru líkkistur m.a. notaðar undir smygl á vörum til borgarinnar sem voru daglegt brauð en mörg heimili voru nánast matarlaus áður en yfir lauk og samningar náðust. Í myndinni er einnig rakinn að- dragandi verkfallsins sem hafði víð- tæk áhrif á íslenskt samfélag, greint frá upprisu verkalýðs og vaxandi og litríku menningar- og mannlífi borg- arinnar sem einkenndist af innflutn- ingi á áður óséðum munaði en einnig af braggahverfum og mikilli fátækt, eins og því er lýst í tilkynningu, og segir þar enn fremur að aldrei hafi borgin búið við slíkt umsáturs- ástand. Korteri bætt við Einar segir í samtali við blaða- mann að titill myndarinnar sé feng- inn af því að samið var um að vinnu- tími yrði ekki lengur en til sjö á kvöldin í stað átta og varð niður- staðan sú að korteri var bætt við. Einar segir að mörgum hafi þótt þetta spaugilegt, að korter gerði gæfumuninn og þá m.a. verkalýðs- leiðtoganum Guðmundi J. Guð- mundssyni, Gvendi jaka. Einar segir að pólitískt séð hafi þetta verkfall og verkfallið 1952 virst harðari og stærri en önnur þar sem þetta voru verkföll fjöldahreyfinga og kalda stríðið auk þess í hámæli. „Sitt lítið af hverju leggur til verk- fallsins og gerir það stórt og nokkuð harðvítugt og þegar við byrjuðum að gera myndina rákumst við á myndir af átökum, pústrum,“ segir Einar en til átaka kom milli verkfallsvarða og þeirra sem þeir töldu verkfalls- brjóta. Einar nefnir að komið hafi til átaka einnig við vegatálma, þegar utanbæjarmenn sem voru ekki í stéttarfélögum Reykjavíkur voru mættir til að vinna í borginni í verk- fallinu. „Það var í kringum smygl líka og þá sérstaklega á bensíni,“ bætir Einar við um átökin. Verkalýðsfélögin voru tólf sem fóru í verkfall og nefnir Einar að nánast allir iðnaðarmenn hafi verið í verkfalli en stærsti hópurinn hafi trúlega verið verkamenn við höfnina. Einar er spurður að því hvernig frásögnin sé í myndinni og segir hann hana hefðbundna og línulega. Byrjað sé á aðdraganda verkfallsins og sagt frá menningarlífi og lífs- kjörum í Reykjavík. „Það var líf og fjör í bænum og mikið í boði og mér fannst mjög áhugavert að segja frá því líka,“ nefnir Einar. Reykjavík hafi verið líflegur bær og stéttamun- ar farið að gæta og m.a. sést af því að mörg þúsund manns bjuggu í brögg- um. „Það urðu gríðarlega miklar breytingar á tíu til fimmtán árum og ég reyni að ná utan um það,“ segir Einar um þennan merka tíma í Íslandssögunni. Sýningartíma má finna á vefslóð- inni bioparadis.is. Vegatálmi Myndefni frá árinu 1955, einn þeirra vegatálma sem komið var upp í verkfallinu. Heimilin nánast matarlaus - Heimildarmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar, Korter yfir sjö, segir af einu harðvítugasta verkfalli í sögu Íslands sem hófst í mars 1955 og stóð yfir í sex vikur Einar Þór Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.