Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 25
Bókamarkaðurinn á Akureyri verð-
ur opnaður í dag, miðvikudag, og
stendur til 19. september. „Vegna
heimsfaraldursins féll markaðurinn
niður á síðasta ári og því eru nú tæp-
lega tvö ár frá síðasta markaði. Að
þessu sinni höfum við komið okkur
fyrir á rúmgóðu svæði á Glerár-
torgi, þar sem Rúmfatalagerinn var
áður til húsa. Opið verður alla daga
milli kl. 10-18.
Mikið úrval bóka á sanngjörnu
verði, stærstu flokkarnir þetta árið
eru barnabækur
og spennusögur
í vasabroti,“ segir
í tilkynn-
ingu frá
Félagi
íslenskra bóka-
útgefenda
sem stendur
fyrir mark-
aðnum.
Bókamarkaðurinn
hefst á Akureyri
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Í
nýrri ljóðabók Eydísar Blön-
dal, Ég brotna 100% niður,
fléttar höfundurinn saman
hið persónulega og hið póli-
tíska, enda er hið pólitíska oftar en
ekki persónulegt og hið persónu-
lega pólitískt. Loftslagsmálin og
sjálfsmyndarkrísa renna saman í
eitt eins og titill verksins gefur
hugmynd um. Að brotna niður er
ekki það sama og að brotna niður.
Eydísi tekst að byggja upp sann-
færandi heildarmynd með þessu
ljóðasafni. Hún
leiðir lesandann
úr einu ljóði í
annað þannig að
hvert ljóð verður
eins og eðlilegt
framhald af því
sem á undan er
komið. Sömu
táknin, sömu
myndirnar og
sömu umfjöllun-
arefnin skjóta upp kollinum víðs
vegar í bókinni sem styrkir ljóða-
safnið í heild. Einna mest áberandi
eru appelsínurnar sem koma fyrir
víða á síðum bókarinnar og prýða
að auki kápuna. Appelsínubörkur,
appelsínutré, aldinkjöt, fræ. Eitt-
hvað svo hversdagslegt en samt svo
óíslenskt. Súrt og sætt.
Appelsínan er í nýju hlutverki í
hverju ljóði en býr til athyglisverð-
ar tengingar þeirra á milli. Það
sama má segja um vegasaltið og
performansinn, fallið til jarðar og
móðurhlutverkið. Allt myndar þetta
áhugaverða þræði sem lesandinn
getur reynt að fylgja eftir á ferð
sinni í gegnum bókina.
Í verkinu verður vegasaltið tákn
þeirrar jafnvægislistar sem lífið er
en verður einnig eins konar leiðar-
stef í uppbyggingu ljóðabókarinnar.
Höfundurinn reynir að halda jafn-
vægi á ferðalaginu um öll hin ólíku
umfjöllunarefni sem tekin eru fyrir
og tekst oftast vel til.
Í þeim ljóðum þar sem Eydís er
beinskeyttari og er mikið niðri fyr-
ir, til dæmis þegar hún fjallar um
loftslagsmál, fær boðskapurinn að
njóta sín. Það reynist þó vera á
kostnað þess ljóðræna og áhuga-
verða sem einkennir ýmis önnur
ljóð safnsins.
Best heppnuðu ljóðin í bókinni
eru hins vegar þau þar sem skrif
Eydísar eru torræð, þar sem hún
blandar saman ólíkum merkingar-
sviðum og textinn veitir lesand-
anum einhverja mótstöðu. Þar
verður útkoman afskaplega spenn-
andi.
Þegar það sem er að gerast í
kollinum á ljóðmælandanum fær að
skína í gegn, í sinni hráustu mynd,
verða óreiðukenndar og órökréttar
hugsanir að sterkum ljóðlínum.
Lífið og dauðinn, óttinn og kvíðinn,
og síðast en ekki síst ástin renna
saman í hringiðu orða sem vekur
lesandann til umhugsunar.
Eydís sýnir að hún er skáld sem
skrifar beint inn í samtímann og á
mikið erindi við lesendur. Ég
brotna 100% niður er vandað verk
sem hefur að geyma sterka há-
punkta auk þess sem vel úthugsuð
heildarmynd dýpkar myndheim
hvers ljóðs fyrir sig.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jafnvægislist Höfundurinn reynir að halda jafnvægi á ferðalaginu um öll hin ólíku umfjöllunarefni sem tekin eru
fyrir og tekst oftast vel til, segir meðal annars í gagnrýni um bók Eydísar Blöndal, Ég brotna 100% niður.
Appelsínur vega salt í
sannfærandi heildarmynd
Ljóðabók
Ég brotna 100% niður bbbbn
Eftir Eydísi Blöndal.
JPV útgáfa, 2021. Kilja, 45 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Franska kvik-
myndastjarnan
Jean-Paul Bel-
mondo er látin,
88 ára að aldri.
Belmondo var
einn þekktasti
leikari frönsku
nýbylgjunnar og
mikill hjarta-
knúsari á sínum
tíma, oft líkt við
bandaríska kollega sína Marlon
Brando og James Dean. Þekkt-
asta hlutverk hans er eflaust
hlutverk andhetjunnar Michel
Poiccard í kvikmynd Jean-Luc
Godard, Á bout de souffle, og á
fyrri hluta ferils síns fór hann
oftar en ekki með hlutverk karla
sem voru harðir af sér og utan-
veltu í samfélaginu, eins og því
er lýst á vef The New York Tim-
es. Á seinni hluta ferilsins tók
hann að sér öllu mýkri hlutverk.
Belmondo lék í kvikmyndum af
ýmsu tagi, bæði hasarmyndum,
spennumyndum og gamanmynd-
um og úr síðastnefnda flokknum
má nefna Le Magnifique þar sem
grín var óspart gert að njósna-
bókum og -myndum á borð við
þær um James Bond.
Belmondo látinn
Jean-Paul Bel-
mondo árið 1973.