Morgunblaðið - 08.09.2021, Page 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Frá því í byrjun árs hefur Magnea
Ingvarsdóttir, íslenskukennari og
menningarfræðingur, haldið ókeypis
námskeið í bragfræði fyrir börn og
fullorðna. Síðan í maí hafa þau verið í
Borgarbókasafninu Árbæ klukkan
11-12 annan mið-
vikudag í mánuði
og verður næsta
námskeið í dag.
Fyrstu fjóra
mánuði ársins var
kennslan hér og
þar eins og til
dæmis á kaffi- og
matsölustöðum og
í heimahúsum.
Krakkarnir
mættu tvisvar í
viku en fullorðnir einu sinni í mánuði.
„Ég stofnaði hópinn Bragskinnu, fé-
lag áhugafólks um bragfræði og ís-
lenskt mál, í þeim tilgangi að vekja
athygli á bragfræðinni,“ útskýrir
Magnea. Fólk úr stórfjölskyldunni,
vinir og fleiri hafi komið saman, fljót-
lega hafi fjölgað í hópnum og festa
hafi komist á hlutina þegar Borgar-
bókasafnið hafi boðið aðstöðu í Ár-
bænum og tekið að sér að kynna
starfsemina.
Magnea segist hafa byrjað að læra
bragfræði á efri árum og hreinlega
fallið fyrir henni. „Mér finnst að allir
eigi að læra bragfræði því það er af
hinu góða.“ Námskeiðið hafi ýtt undir
þessa skoðun sína og það hafi sýnt sig
að allir geti lært að setja saman vísu.
„Ég byrjaði á þvi að kenna að setja
saman ferskeytlu og fer eftir Hátta-
tali Sveinbjörns Beinteinssonar,
næst er það draghendan, ríma númer
2.“
Sáir fræjum
Í byrjun komu foreldrar með litlu
börnin sín, allt niður í þriggja ára.
Magnea segist hafa keypt hljóðfæri
svo þau yngstu gætu verið með og
klappað saman taktinn. Eldri börn
hafi fengið kynningu á stuðlum og
höfuðstöfum og eldra fólkið hafi feng-
ið fræðslu um flóknari bragarhætti.
„Ragnar Ingi Aðalsteinsson brag-
fræðingur hefur svo mætt og farið
yfir ljóðin þeirra.“
Magnea segir að aðalatriðið sé að
ná til barnanna. „Þetta er fyrst og
fremst áhugamál hjá mér, að efla ís-
lenskt mál og kynna bragfræði, að sá
góðum fræjum fyrir börnin til að efla
orðaforðann og auðvelda þeim að tala
fallegt mál.“ Hún bendir á að þótt
bragfræði sé kennd í skólum virðist
hún ekki hafa náð almennri fótfestu.
„Ég tel að börn geti lært bragfræði
með réttum verkfærum,“ segir hún
og vísar meðal annars til þess að hún
hafi kennt 12 ára börnum að yrkja.
Íslenskar skáldkonur frá 19. öld
hafa lengi átt upp á pallborðið hjá
Magneu og þar er efniviður hennar í
meistararitgerð, sem hún vinnur að
við Háskóla Íslands. Um árabil hefur
hún haldið úti fésbókarsíðunni Tóf-
unni, þar sem hún fjallar meðal ann-
ars um ljóð kvennanna.
„Ég hef haldið þessum ljóðum til
haga vegna þess að konurnar ortu
ljóðin sín á fallegri íslensku og mér
fannst ástæða til að benda á það.“
Eftir að hafa kynnt sér ljóðin vel
hafi hún beint sjónum að bragfræð-
inni í verkum kvennanna og í bland
við orðaforðann hafi verið full ástæða
til að búa til vandaða kennsluáætlun
fyrir börn og fullorðna. „Orðaforði
þessara kvenna er svo fallegur en
hann er svolítið að gleymast. Nám-
skeiðin eru tilvalin leið til þess að
koma honum á framfæri.“
Kennslustund Magnea Ingvarsdóttir með hópi áhugasamra um bragfræði í Borgarbókasafninu Árbæ.
Bragfræði fyrir alla
- Magnea Ingvarsdóttir með námskeið fyrir börn og fullorðna
Magnea
Ingvarsdóttir
Bragfræði Börnin aðalatriðið.
Sagnakaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi verður
haldið í kvöld og kemur að þessu sinni fram þjóðlaga-
hljómsveitin Brek sem leggur áherslu á að tvinna sam-
an áhrif frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægur-
tónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og
spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna. Lög sveit-
arinnar eru sungin á íslensku og sækja innblástur m.a. í
íslenska náttúru og veðrabrigði. Í júní gaf hljómsveitin
út sína fyrstu breiðskífu. Sagnakaffið fer að þessu
sinni fram í Bergi í Gerðubergi og geta gestir fengið sér
kaffi og með því í kaffihúsinu áður en dagskrá hefst.
Brek í Sagnakaffi Gerðubergs
Kolbeinn Þórðarson skoraði mark íslenska U21-árs
landsliðs karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti
Grikklandi í 4. riðli undankeppni EM 2023 á Würth-
vellinum í Árbænum í gær. Leiknum lauk með 1:1-
jafntefli en Kolbeinn kom íslenska liðinu yfir á 37. mín-
útu með skoti af 30 metra færi sem Kostas Tzolakis
réð ekki við. Ísland er með 4 stig eftir fyrstu tvo leiki
sína í þriðja sæti riðilsins, með þremur stigum minna
en Kýpur og einu stigi minna en Grikkland, en Ísland á
leik til góða á bæði lið. Næsti leikur liðsins er heima-
leikur gegn Portúgal hinn 11. október. »23
Jafntefli gegn Grikkjum í Árbæ
Í KRAFTI CREDITINFO
ER ÞITT
FYRIRTÆKI
FRAMÚR-
SKARANDI?
SKORAÐU
SAMKEPPNINA
Á HÓLM!
Sýndu að þú sért framúrskarandi
Pantaðu vottun á creditinfo.is
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING