Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sóknarpresturinn á Skagaströnd,
sr. Bryndís Valbjarnardóttir, hefur
tímabundið tekið við þjónustu á
Blönduósi. Presturinn þar, sr Svein-
björn R. Einarsson, er farinn til
starfa í Garðabæ. Ljóst þótti að
styrkja þyrfti kristnihald í Garða-
prestakalli, meðan annars vegna
fjölgunar íbúa. Ákvörðun um þetta
var tekin á Biskupsstofu og sr. Ur-
sula Árnadóttir var tímabundið
prestur á Blönduósi en er nú farin í
námsleyfi. Þá hleypur Skagastrand-
arprestur í skarðið, en um 30 kíló-
metrar eru milli þessara byggða. „Í
raun sést með þessu hver mann-
auður þjóðkirkjunnar er, að svona
megi leysa mál þegar presta þarf á
tiltekna staði tímabundið,“ segir
Pétur Markan, samskiptastjóri þjóð-
kirkjunnar, í samtali við Morgun-
blaðið. Frá því síðastliðið vor hefur
gilt ráðningastopp hjá þjóðkirkj-
unni, það er að störf sem losna eru
ekki auglýst. Þetta fyrirkomulag
gildir fram í nóvember, en ráðstöfun
þessi var gerð í sparnaðarskyni.
Vænst er að stoppinu verði aflétt í
haust, en til að svo megi verða þarf
samþykkt kirkjuþings.
Kristnihald sé öflugt
Nokkur kurr mun vera meðal
Blönduósbúa vegna þessa máls og
athugasemdir verið gerðar. „Við
heyrum alltaf frá fólki þegar svona
ráðstafanir eru gerðar. Ósk almenn-
ings um prestsþjónustu úti í sam-
félaginu er sterk og alltaf fyrir
hendi. Slíkt segir okkur einfaldlega
að sem allra fyrst þarf að finna var-
anlega lausn á prestsmálum á
Blönduósi. Krafan um öflugt kristni-
hald á Íslandi er sterk, sem er mjög
gott mál,“ segir Pétur Markan.
Prestur hleypur í skarðið
- Þjónar Blönduósi
frá Skagaströnd
- Kurr á svæðinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Blönduóskirkja Afleysingaprestar
annast kristnihald í byggðarlaginu.
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir
óvissustigi vegna landriss við Öskju
en undanfarnar vikur hafa hraðar
landbreytingar mælst þar. Talið er
líklegt að kvika sé að safnast þar fyr-
ir á 2-3 km dýpi. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
GPS-mælingar og úrvinnsla gervi-
tunglamynda gefa til kynna að sjö
sentímetra landris hafi verið á síð-
ustu vikum á þessu svæði.
„Óvissustig almannavarna þýðir
að aukið eftirlit er haft með atburða-
rás sem á síðari stigum gæti leitt til
þess að heilsu og öryggi fólks, um-
hverfis eða byggðar yrði ógnað. Að
lýsa yfir óvissustigi er hluti af verk-
ferlum í skipulagi almannavarna til
að tryggja formleg samskipti og
upplýsingagjöf á milli viðbragðs-
aðila,“ segir í tilkynningunni.
Þá hefur Veðurstofan einnig
breytt fluglitakóða fyrir Öskju úr
grænum í gulan.
gunnhildursif@mbl.is
Óvissustig
vegna
landriss
- Fluglitakóða yfir
Öskju breytt í gulan
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Askja Hraðar landbreytingar hafa
mælst í Öskju að undanförnu.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Okkur finnst yfirvöld ekki hafa sýnt
mikinn áhuga á að ná samningum við
okkur,“ segir Þórarinn Guðnason,
formaður Læknafélags Reykjavíkur,
en félagið sleit samningaviðræðum
við Sjúkratryggingar Íslands í vik-
unni. Samningar sérfræðilækna hafa
verið lausir frá árinu 2018 og segir
Þórarinn að samningaferlið hafi verið
langt og strangt. „Það var búið að
reyna viðræðurnar til þrautar.“
Læknafélagið gerði könnun á með-
al lækna í sumar þar sem kom fram
að yfirgnæfandi meirihluti vildi slíta
viðræðum, eða um 84%. Af ríflega 300
sérfræðilæknum svöruðu 243 könn-
uninni. Einungis 14% vildu halda
áfram viðræðum með sama formi.
„Þessi könnun var mjög skýr. Við
ræddum niðurstöðuna innan félags-
ins og samninganefndarinnar. Við
sáum því ekki annan valmöguleika en
að það væri skynsamlegast að hætta
viðræðum og taka upp þráðinn þegar
ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Þór-
arinn.
„Það eru allir flokkar í framboði
búnir að tala um
að þeir ætli að for-
gangsraða heil-
brigðiskerfinu og
lagfæra margt
sem er ekki full-
komið, svo sem
skipulag og fjár-
þörf. Við bindum
því ákveðnar von-
ir við að það verði
tekið tillit til þess
að þessi starfsemi hefur á síðustu
fimm árum minnkað um allt að 20%.“
Þórarinn nefnir að minni þjónusta
sérfræðilækna þýði að álagið eykst
annars staðar í heilbrigðiskerfinu svo
sem á heilsugæslunni og bráðamót-
töku. Hann bætir við að þjónustan
hafi ekki heldur aukist í samræmi við
fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar.
Þórarinn nefnir að einingaverð hafi
gliðnað og ekki verið bætt. „Það er
himinn og haf á milli þróunar á launa-
vísitölu og einingaverðinu,“ segir
hann og bætir við að einingaverð hafi
hækkað um 65% frá 2008 en á sama
tíma hefur launavísitalan hækkað um
134%. Þá hefur einingaverðið ekki
hækkað í tvö ár.
„70% af kostnaðinum okkar eru
launakostnaður. Það geta því allir
ímyndað sér af hverju við þurftum að
setja á aukagjöld til þess að brúa
þetta bil.“ Þórarinn nefnir að engar
hækkanir hafi komið til síðustu 18
mánuði, hvorki vegna launa, heims-
faraldurs né vinnutímastyttingar.
„Það hefur jafnvel endað í rekstrar-
stöðvun hjá læknastöðvum sem ekki
hafa lagt á aukafjöld eins og Heilsu-
borg og Domus. Þá hafa engar nýj-
ungar verið teknar upp í þessum
þekkingargeira frá árinu 2013. Þetta
hefur verið þungur róður.“
Viðræðurnar reyndar til þrautar
- 84% sérfræðilækna vildu slíta viðræðum - Taka aftur upp þráðinn þegar ný ríkisstjórn tekur við
Þórarinn
Guðnason
Drottningarbrautin á Akureyri, frá skautahöll-
inni að flugvellinum, fékk nýtt malbik í vikunni
þegar malbik var lagt á um eins kílómetra
kafla. Malbikun Akureyrar vann verkið fyrir
Vegagerðina og segir Jón Smári Sigur-
steinsson, verkefnastjóri hjá Malbikun Ak-
ureyrar, að mikið hafi verið að gera við mal-
bikun í blíðunni norðanlands í sumar, en
tuttugu manns vinna að malbikun hjá fyrir-
tækinu.
Mikið hafi verið unnið fyrir Vegagerðina, en
einnig fyrir sveitarfélög og fleiri. Jón Smári
áætlar að fyrirtækið hafi þegar lagt um tutt-
ugu þúsund tonn af malbiki og áætlað sé að
leggja um tíu þúsund tonn til viðbótar í haust.
Flest hafa verkefnin verið á Norðurlandi, með-
al annars stór bílastæði við Dettifoss, en einnig
á Snæfellsnesi. Þar hafi vinnuflokkur verið í
fjórar vikur og oft á tíðum verið rigning og
talsvert kaldara en fyrir norðan. Óneitanlega
hafi menn saknað blíðunnar.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Drottningarbraut í sparifötin í blíðunni