Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga 11-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is LURDES BERGADA SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Prófanir standa nú yfir á nýju líf- tæknilyfi sem vonast er til að geti stöðvað framgang alzheimer- sjúkdómsins á fyrri stigum. Reiknað er með að niðurstöður prófana í þriðja fasa liggi fyrir í september 2022, að sögn dr. Lars Lannfelts, prófessors við Uppsalaháskóla og fé- laga í Konunglegu sænsku vís- indaakademíunni. Hann sagði frá rannsóknum sínum og þróun nýja lyfsins á málþingi í Háskóla Íslands í gær. Lyfið er kallað lecanemab en mun fá nýtt nafn verði það markaðssett. Rannsóknir Lannfelts í erfðafræði tauga hafa beinst að hlutdeild sam- einda í orsök og meðferð alzheimer- sjúkdómsins. Hann er meðstofnandi og stjórnarmaður í BioArctic sem unnið hefur að þróun lyfsins. „Þetta er umfangsmikil rannsókn og nær til 1.795 sjúklinga. Helming- urinn fær lecanemab og hinn helm- ingurinn fær lyfleysu. Við erum nokkuð vissir um að við fáum góðar niðurstöður. Ef við fáum aftur jafn góða niðurstöðu og í öðrum fasa rannsóknarinnar þá er ég viss um góðan árangur,“ sagði Lannfelt í samtali við Morgunblaðið. Rann- sóknin er gerð víða um heim. BioArctic var stofnað fyrir 18 ár- um og þar starfa 65 manns. Það telst því vera lítið fyrirtæki í lyfjaþróun. „Svona prófanir kosta milljarða doll- ara,“ sagði Lannfelt. „Við fórum því í samstarf við japanskt fyrirtæki, Eisai, þegar árið 2007 og það stendur straum af klínísku prófununum.“ Samningur BioArctic við Eisai kveður á um að BioArctic muni ann- ast markaðssetningu nýja lyfsins á Norðurlöndum. „Gangi allt vel, sem ég vona og trúi, munum við geta selt þetta lyf hér á Íslandi,“ sagði Lars. Lyfinu er ætlað að stöðva fram- gang alzheimersjúkdómsins. Því er beint gegn próteini (amýloíð beta) sem myndar skellur í heilanum. Ákveðin gerð þess myndar langar taugatrefjaflækjur í heilavefnum sem leiðir til dauða taugafrumna og rýrnunar heilans. „Hugmynd mín var að ráðast gegn þráðunum (protofibris) á fyrri stig- um áður en þeir valda mestum skaða. Þetta er hin sameinda- fræðilega hugmynd að baki aðferð- inni,“ sagði Lannfelt. Hann kveðst vona að með þessari aðferð verði hægt að stöðva alveg framgang sjúk- dómsins, en eftir er að sannreyna það. Langur meðgöngutími „Klínísku prófanirnar hafa aðeins staðið í 18 mánuði sem er mjög skammur tími í ljósi þess að sjúk- dómurinn þróaðist í sjúklingunum í 20-25 ár áður en þeir fóru að taka þátt í tilrauninni,“ sagði Lannfelt. Verði lyfið markaðssett þurfa sjúk- lingar að taka það ævilangt. Alzheimersjúkdómurinn hreiðrar um sig löngu áður en nokkurra ein- kenna verður vart. Framgangurinn er mjög hægur og einkennin oft væg þegar þau gera fyrst vart við sig. „Við tölum oft um 20-25 ára með- göngutíma áður en lífefnafræðilegar breytingar mælast í heilanum,“ sagði Lannfelt. Hann segir að á vissan hátt séu það góðar fréttir. Geta til að greina sjúkdóminn snemma er orðin miklu meiri en fyrir tíu árum, að ekki sé talað um fyrir 20 árum. Með tím- anum verður vonandi hægt að grípa þá sem eru með alzheimersjúkdóm- inn áður en hann veldur miklum skaða í heilanum. Lannfelt tók dæmi af háum kólest- erólgildum sem viðvörun um hættu á hjartaáfalli. Hann kvaðst vona að hægt verði að greina hliðstæð viðvör- unarmerki um aðsteðjandi alzheim- ersjúkdóm. Einkenni alzheimersjúkdóms Algengustu fyrstu einkenni alz- heimersjúkdómsins eru gleymska á því sem nýlega hefur gerst, jafnvel fyrir fáeinum klukkustundum. Einn- ig þegar fólk á erfitt með að átta sig á kunnuglegum slóðum, eins og heima hjá sér. Finnur t.d. ekki sal- ernið. Þá getur sjúkdómurinn truflað fólk við einfalda hluti eins og að leggja á borð. Eins getur hann valdið því að fólk hættir að geta lesið á úrið. Það fer þá til augnlæknis en vanda- málið liggur ekki í augunum, heldur í heilanum að sögn Lannfelts. Erfðaþættir eru mikilvægir Lannfelt telur að lífsstíll og um- hverfisþættir geti haft áhrif á þróun alzheimersjúkdómsins. Reykingar og neysla fituríkrar fæðu geti t.d. valdið æðakölkun í heilanum. „En erfðaþátturinn er mjög sterk- ur í alzheimersjúkdómnum,“ sagði Lannfelt. Hann gerði tímamótaupp- götvanir þegar hann fann tvær stökkbreytingar hjá sænskum alz- heimersjúklingum. Önnur var kölluð „sænska stökkbreytingin“ og hin „norðurskautsstökkbreytingin“. Síð- arnefnda stökkbreytingin fannst í til- tekinni fjölskyldu í Umeå í Norður- Svíþjóð. Henni fylgdu ákveðnir eiginleikar sem leiddu Lars á sporið varðandi þróun lyfsins. Hann segir að framlag Íslenskrar erfðagreiningar (DeCode Genetics) til erfðafræðirannsókna á alzheimer hafi verið mjög mikilvægt. „Kári Stefánsson og teymi hans hjá DeCode birti mjög mikilvæga vísindagrein um alzheimersjúkdóm- inn árið 2010. Við köllum það ís- lensku stökkbreytinguna. Sú stökk- breyting eykur ekki líkur á sjúkdómnum heldur dregur úr líkum á að fá hann. Það er mjög áhugavert. Þetta var mjög mikilvæg niðurstaða fyrir mínar rannsóknir og studdi að mínu mati þá niðurstöðu að amýloíð beta sé upphafspunktur sjúkdóms- ins. Það er jafn skýrt í mínum huga og að HIV-veiran valdi eyðni (AIDS),“ sagði Lannfelt. Hækkandi aldur hefur áhrif Heilabilun verður algengari eftir því sem fólk eldist. Lannfelt segir að lyfið sem nú er í þróun muni ekki hafa áhrif á aðrar tegundir heilabil- unar en alzheimer. Hann segir að um 60% allra heilabilunartilfella stafi af alzheimersjúkdómnum. Hann er vel skilgreindur í dag og greiningar- aðferðir orðnar þróaðar. Sumir greinast með alzheimer á fimmtugsaldri en flestir á sjötugs- og áttræðisaldri. Sjúkdómurinn þróast mjög hratt hjá sumum og getur leitt til dauða fimm árum eftir greiningu. Aðrir geta lifað með sjúkdómnum í 20 ár eða lengur. Ekki er vitað hvers vegna sjúkdómurinn leggst svo mis- jafnlega hart á fólk. Ekki er talið að útbreiðsla alz- heimer sé í sjálfu sér að aukast. En sjúkdómurinn er mjög aldurs- tengdur og eftir því sem fleiri ná háum aldri fjölgar þeim sem greinast með alzheimer. Það og betri grein- ingaraðferðir valda því að sífellt fleiri greinast með alzheimer. Lannfelt segir að fyrir nokkrum áratugum hafi alzheimersjúkdómurinn verið í mörgum tilvikum greindur sem heilabilun. „Nú er þessi sjúkdómur víða far- inn að valda heilbrigðiskerfinu álagi. Við vonumst til að geta unnið gegn því með lyfjameðferð okkar,“ sagði Lannfelt. Þróar nýtt lyf við alzheimer - Lyfinu er ætlað að stöðva framgang sjúkdómsins - Þriðja fasa prófanir standa nú yfir - Niður- stöður eru væntanlegar eftir ár - Dr. Lars Lannfelt kynnti rannsóknir sínar á málþingi í HÍ í gær Alvotech og Háskóli Íslands (HÍ) héldu í gær málþing um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar. Með því hófst fundaröð um samstarf vísinda- samfélagsins og atvinnulífsins. Hópur innlendra og erlendra fræðimanna og frumkvöðla í fremstu röð á sviði líftækni og vísindarannsókna flutti þar erindi og ávörp. Lars Lannfelt var þeirra á meðal. HÍ og Alvotech hafa verið í samstarfi frá 2018 við að efla nýsköpun á sviði líftækni og grunnrannsóknir með áherslu á að mennta fleiri vísindamenn hér á landi. Skapast hefur þver- faglegt samstarf í kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Framtíð og nýsköpun NÝ FUNDARÖÐ Málþing í hátíðarsal HÍ F.v. Kristín Hjörleifsdóttir Steiner læknir og þrír af fyrirlesurum á málþinginu, þeir Jó- hann G. Jóhannsson, Alvotech, Eugen Steiner fjárfestir og Róbert Wessman frá Alvotech og Alvogen. Morgunblaðið/Eggert Vísindamaður Dr. Lars Lannfelt vinnur að þróun lyfs gegn alzheimer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.