Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 16

Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Bústoð er umboðsaðili fyrir Skovby Þú færð vörurnar hjá okkur HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Öryrkjar eru farnir að taka sér rými í sam- félaginu og láta rödd sína heyrast. Fer þar fremst í flokki Ör- yrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sem eru heildar- samtök fatlaðs fólks á Íslandi. Af einhverjum ástæðum hefur nei- kvæð ára umlukt orðið öryrki, þeim jafnvel verið álasað fyrir að „nenna“ ekki að vinna, eins fjarstæðukennt og það er. Það er því gleðilegt að í kosninga- áherslum margra stjórnmálaflokka virðist ríkja meiri skilningur en áður á óskum öryrkja og þörfum. Um tíma var áberandi umræða um „einhverja lausn við fjölgun öryrkja og upp- stokkun á kerfinu“. Öryrkjar styðja breytingar á kerfinu en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. „ekkert um okkur án okkar.“ Það kemur mörgum á óvart að nú eru um 30% öryrkja á vinnumarkaði og reyna þar bæði að afla sér tekna en félagslegi þátturinn skiptir ekki minna máli. Getum við gert betur? Örugglega! Lítil og meðalstór fyrir- tæki eru hryggjarstykki atvinnulífs- ins hér á landi og þar gætu leynst tækifæri fyrir öryrkja að laga vinnu- umhverfið og vinnutíma að getu sinni og heilsu. Stuðningur og ráðgjöf stjórnvalda við slíka starfsemi gæti skipt sköpum eins og t.d. endur- menntun. En, enn og aftur, við verð- um að stíga mjög varlega til jarðar eins og að gæta þess að ef „tilraunin“ misheppnast eða gengur einhverra hluta vegna ekki upp þá geti öryrkinn snúið aftur á lífeyri, án nokkurra refja. Eilíf vonbrigði að geta ekki verið á vinnumarkaði Stundum á fatlað fólk og langveikt ekki séns í samfélagi samkeppninnar heldur mætir hverri hindruninni á fætur annarri, fjárhagslegum, fé- lagslegum, að eiga (ekki) fyrir hús- næði, hvort sem það eru kaup eða leiga og svo framvegis. Það er ekkert gaman að hafa úr litlu að moða, jafn- vel svo að ekki nægi fyrir framfærsl- unni. Áhyggjurnar sem fylgja því að eiga aldrei nóg, ekki aðeins fyrir sjálf- an sig, heldur líka börnin, eru svo galnar og eiga ekki að eiga sér stað í jafnríku samfélagi og okkar. Það „gerist“ enginn öryrki kjaranna vegna, það eitt er víst. Það „verður“ heldur enginn öryrki af því að því fylgir svo góður félagsskapur eða að það sé svona skemmtilegt, því oft er einangrun öryrkja mikil og einmana- kenndin eftir því. Vinnustaðurinn er stór hluti af fé- lagslegu umhverfi okkar og þegar hann skortir vantar mikið í lífið. Sjálf hef ég fengið þann úrskurð að ég komist aldrei aftur á vinnumarkað. Það er endalaust áfall, þrátt fyrir að aðdragandinn væri langur. Mér hefur aldrei leiðst eins mikið og ég fyllist vonleysi þegar horfi fram á næstu 17 ár, en þá næ ég 67 ára aldri! Hvað á ég að gera af mér allan þennan tíma? Það liggur einnig fyrir að á þessu tímbaili get ég ekkert gert til þess að auka tekjur mínar og því skánar afkoma mín ekkert þegar ég kemst á ellilífeyri. Mér finnst stund- um eins og ég geti hvorki verið né far- ið. Það er oftar en ekki sárt að lenda undir í samfélagi samkeppninnar. 20.000 atkvæði í alþingiskosningunum Það er staðreynd að öryrkjar eru almennt hornreka í eigin samfélagi. Sá sem ekki sér það býr í fílabeinst- urni. Nú eru kosningar fram undan og framtíð öryrkja er eitt af stóru kosningamálunum, ég fullyrði það. Ég verð að viðurkenna að kosninga- loforðin ylja en spurt verður að leiks- lokum og efndum. Öryrkjar liggja á um 20.000 atkvæðum, auk atkvæða þeirra sem til þeirra þekkja og hafa fylgst náið með lífsbaráttu þeirra. Kosningamál öryrkja eru þau sömu og undanfarin ár, meðal annars hækkun lífeyris, leiðrétting vegna kjaragliðnunar, einföldun almanna- tryggingakerfisins og fjölbreytt at- vinnustefna. Það er fjölmargt annað sem skiptir einnig máli eins og menntun öryrkja, geðheilsa, þjónusta í heimabyggð og rétturinn til sjálf- stæðs lífs, fleiri húsnæðisúrræði og niðurgreidd sálfræðiþjónusta. Öryrkjar krefjast heildarstefnu í sínum málum, hópurinn er nær jafn- stór og íbúar Akureyrar og nær- sveita. Öryrkjar skipta máli og eru orðnir þreyttir á að vera utangarðs. Þeir vilja vera með í samfélaginu. En þú og þitt framboð? Eruð þið tilbúin til að vinna fyrir og með öryrkjum í samfélagi samkeppninnar? Þá er aldrei að vita nema við kjósum ykkur til starfa! Í samfélagi samkeppninnar Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir » Það er endalaust áfall að vera ekki á vinnumarkaði og mér leiðist það mikið og fyll- ist vonleysi þegar ég hugsa til næstu 17 ára. Höfundur er menntaður kennari, blaðamaður og öryrki. uhj@simnet.is Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga á Íslandi verið á bilinu 27-49 eða að meðaltali 39 einstaklingar og er stærsti hópurinn á aldrinum 30-45 ára. Það er sárt til þess að hugsa að sjálfsvíg eru ein meginorsök and- láts ungra karlmanna á aldrinum 15-29 ára á Íslandi í dag. Til Píeta leita yfir 600 manns á ári hverju eftir stuðn- ingi þegar þeir finna fyrir erfiðum hugsunum, jafnvel bugun og enn fleiri leita stuðnings í gegnum Píetasímann. Þetta er úrræði sem skiptir sköpum fyrir marga, að vita að Píeta sé alltaf á vaktinni til að hjálpa þér að glæða von. Að baki hvers einstaklings sem tekur líf sitt eru syrgjendur sem þurfa að fara í gegnum eina erfiðustu reynslu lífs síns og hafa 62 syrgj- endur leitað til Píeta samtakanna það sem af er ári. Alþjóðlegi forvarnadagurinn er í ár tileinkaður stuðningi við syrgj- endur og mikilvægi þess að sá stuðningur sé fyrir hendi í kjölfar sjálfsvíga. Píeta-samtökin leggja sérstaka áherslu á að efla slíkt starf hjá sér. Orðið syrgjandi hefur stundum fengið mig til að hugsa og ég hef þá leitt hugann að því vel rannsak- aða fyrirbæri sem kallað er sorg- arferli. Fræðimenn hafa gegnum árin skrifað og reynt að skilja sorgina, bæta úrvinnslu á sorginni og gefa fólki verkfæri til að takast á við sorgina. Fyrri kenningar leiddu drög að því að sorgin færi á nokkuð markvissan hátt í gegnum ákveðið sorgarferli en seinni tíma kenningar hafa sýnt betur fram á fjölbreytileika sorgarúrvinnsl- unnar. Þessi vinna sprettur frá þeim stað að vilja heila og létta á sársauka þeirra sem þjást. Minna er talað um að sorgin er kannski eitthvað sem við þurfum ekki að takast á við og sigrast á heldur kannski leyfa henni svolítið að sigra okkur. Að hún fái kannski að vera eins og lítið fræ sem sáir sér í hjarta okkar, vex og verður að fallegum og oft ljúfsárum söknuði. Það er afar sárt með- an fræið er að finna sér farveg og að skjóta rótum og koma sér fyrir en smám saman vex eitthvað frá því sem yljar okkur, vekur okkur til um- hugsunar um dýr- mæta tíma og við finn- um fyrir söknuði sem aldrei hverfur. Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að skrifa þennan pistil með þessum hætti er að þeir sem syrgja upplifa stundum að þeir séu á einhvern hátt fastir í sorgarferlinu. Þeir upplifa þá að nú sé líðanin á einhvern hátt orðin vandamál. Svona eins og það sé tímarammi á sorginni sem óþægi- legt og jafnvel óvelkomið sé að fara fram úr. Fólk ræðir gjarnan að það sé einungis eðlilegt að syrgja í ákveðinn tíma og eftir þann tíma (sem enginn í raun veit nákvæm- lega hver er) þá sé mál að sorginni ljúki, komið sé að þolmörkum um- hverfisins og kominn tími á að þessum erfiðu tilfinningum sé fundinn farvegur. Sé ekki svo, þá er því velt upp hvort þessi þunga tilfinning sé hugsanlega sjúkdóm- urinn þunglyndi. Þá viljum við stundum rjúka til og meðhöndla líðanina sem veikindi sem leiðir fljótt til þeirrar hugsunar að nú sé tímabært að lyfja einstaklinginn. Að þessu sögðu er mikilvægt að taka fram að í ákveðnum tilfellum gætu einstaklingar þurft tíma- bundna lyfjagjöf til að ná sér upp úr hyldýpi vanlíðunar, ná að dusta rykið af bjargráðum sínum og hala sig upp með aðstoð sinna nánustu eða fagaðila. Sérstaklega ef um er að ræða missi þar sem aðstæður eru flóknar og erfitt er að sætta sig við atburðarrás, ástvinur jafn- vel finnst ekki eða ferlið fær á ein- hvern hátt ekki sanngjarna með- höndlun. Þá getur tilfinningin um að ná fram réttlæti orðið sterk og yfirtekið söknuðinn sjálfan. Við getum þá stundum verið ansi þrautseig í því að ná fram réttlæti á liðnum atburði sem er ekki leng- ur undir okkar stjórn og var kannski aldrei. Að sætta sig við vanmátt sinn og skilja að atvikið var ekki undir manni sjálfum kom- ið eða að réttlæti geti mögulega aldrei náðst fram, er oft mjög erf- itt að horfast í augu við. En oft á tíðum er þessi enda- laust sára tilfinning mikill sökn- uður eftir einstaklingi sem þú hafð- ir myndað náin tengsl við. Við gleymum gjarnan að eðli tilfinn- ingalegra tengsla er það sem spáir sterklega fyrir um líðan eftir missi. Hafi tengslin verið sterk verður söknuðurinn sár. Það þýðir því ekki að við séum föst í sorgarferli þegar líðanin heldur áfram að vera sár, það þýð- ir einungis að við höfum tengst djúpt og að þegar hefðbundnu sorgarferli lýkur, þegar við erum búin að fara í gegnum sárustu til- finningarnar, endurskipuleggja líf okkar og líðanin heltekur okkur ekki lengur þá höfum við leyfi til að sakna eins lengi og við þurfum. Söknuðurinn gerir okkur hæf um að tala opinskátt um einstakling- inn, rifja upp minningar, skoða myndir og segja frá upplifunum eða bara sitja með sjálfum okkur og láta hugann reika. Söknuðurinn lætur okkur ekki líða eins og við þurfum að “fela sorgina“ því við séum búin að dvelja þar of lengi. Það getur enginn gert athuga- semdir við söknuðinn þó margir reyni að hafa áhrif á sorgarferlið sjálft. Sjúkdómsgerum ekki sorg- ina. Hugleiðum frekar söknuðinn á þessum Alþjóðadegi sjálfsvíga. Leyfum honum að vera þetta fræ sem þarf að fá að springa út og verða að fallegri ljúfsárri minningu sem á sér engin tímamörk. Eftir Sigríði Björk Þormar » 10. september er alþjóðlegur for- varnadagur sjálfsvíga. Í dag fáum við hinn almenna borgara til að leiða hugann að þessum sára veruleika. Dr. Sigríður Björk Þormar Höfundur er doktor í sálfræði og stjórnarformaður Píetasamtakanna. Söknuðurinn ljúfsári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.