Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
10. september er
alþjóðlegur forvarn-
ardagur sjálfsvíga og
þá eru gjarnan skipu-
lagðir alls kyns við-
burðir til að opna um-
ræðuna um sjálfs-
skaða og sjálfsvíg,
auk þess sem fjöldi
fallegra minningar-
stunda á sér stað. Við
höfum sjálfar íhugað og reynt að
taka eigið líf. Við erum líka hluti af
hópi Hugaraflsfólks sem hefur per-
sónulega reynslu af málefninu og
erum að gefa út bókina Boðaföll,
nýjar nálganir í sjálfsvígs-
forvörnum. Við höfum sterka skoð-
un og reynslu af því hvernig mis-
munandi umræða getur reynst
skaðleg og önnur hjálpleg.
Það skiptir máli hvaða orð við
notum. Þau endurspegla þá
hugmyndafræði sem við aðhyllumst
og hvaða framtíðarmöguleika við
eigum ef við höfum á annað borð
einhvern tímann upplifað öng-
stræti. Þegar við tölum um sjálfs-
skaða, sjálfsvígshugsanir og
-tilraunir þá hættir fólki til að sjúk-
dómsvæða skiljanlega angist og
nota gildishlaðin orð. Sá orðaforði
kemur oft úr læknisfræðilega lík-
aninu. Sjálfsskaði, sjálfsvígshugs-
anir og -tilraunir eru ekki sjúk-
dómseinkenni. Við erum gagnrýnar
á réttmæti geðsjúkdómagreininga
og teljum þær ekki sjálfkrafa
hjálplegar. Þær ná að sama skapi
takmarkað utan um upplifanir okk-
ar og sýna ekki heildarmynd vand-
ans. Einnig ber að nefna að fjöldi
fólks hefur upplifað þessa angist án
þess að hafa nokkurn tímann feng-
ið geðsjúkdómastimpil.
Ekkert okkar „fremur sjálfs-
morð“ eða „fremur sjálfsvíg“ því
við erum ekki að tala um glæp og
við viljum ekki ala frekar á for-
dómum í þessum málaflokki. Við
tölum um það að taka eigið líf,
velja að kveðja þennan heim, stytta
sér aldur eða sjá sér engar aðrar
leiðir færar til að lifa áfram. Við
viljum opna umræðuna um þessar
skiljanlegu tilfinningar og uppræta
skömmina sem viðhelst í óvönduðu
orðavali. Við höfum líka tekið eftir
ákveðinni orðræðu hjá þeim sem
vilja opna umræðu um sjálfsvíg.
Þar er endurtekið talað um von og
myndavalið sýnir gjarnan logandi
sprittkerti. Við vitum af eigin
reynslu að þetta er rétt og lífið
getur orðið betra en á sama tíma
ná þessi skilaboð engan veginn til
markhópsins þegar við erum í öng-
stræti. Þetta virkar innantómt og
það þarf að mæta hverju og einu
okkar þar sem við erum stödd
hverju sinni. Það er ekki nóg að
segja að við þurfum að tala um
hlutina eða að það sé von. Það þarf
að leggja spilin á borðið og ræða
rætur vandans og gefa raunveruleg
tól til að rækta von í staðinn fyrir
að nefna hana eingöngu á nafn, líkt
og hún spretti fram úr tómarúmi.
Hvað um það þegar fólk deyr
vegna sjálfsvígs? Við höfum orðið
varar við óhjálplegt orðalag líkt og
„Hann tapaði fyrir sjúkdómnum“,
„Hún var ekki rétt (sjúkdóms)
greind“, „Hán var með falinn sjúk-
dóm“, „Við gerðum allt; þau voru
hjá geðlækni, fengu geðlyf eða
voru hjá sálfræðingi“. Við sem
samfélag vorum að tapa ein-
staklingi, það var ekki ein-
staklingur sem tapaði baráttunni.
Við skiljum að það leynist einhver
sáluhjálp í því að tengja sjálfsvígið
við yfirnáttúruleg öfl, veikindi eða
geðsjúkdóm, líkt og þetta væri bíl-
slys eða náttúruhamfarir. Það léttir
aðeins af ábyrgðinni og vanlíð-
aninni sem eftirlifendur finna fyrir
og miðlar því að þetta hafi í raun
verið óviðráðanlegt. Staðreyndin er
sú að aðstandendur gerðu allt sem
þau gátu miðað við upplýsingarnar
sem þau höfðu um eðli sjálfsskaða
og sjálfsvíga. Aðstandendur og
samfélagið hafa hins vegar í raun
ekki verið með hjálplegustu bjarg-
ráðin né hugmyndafræðina til að
takast á við undirliggjandi orsök
vandans sem birtist fyrst og fremst
sem einstaklingsþjáning. Fólk gríp-
ur þess vegna til sjúkdómsgrein-
inga því það er að reyna að ein-
falda einhvern veruleika sem er
flóknari en svo. Við viljum fjar-
lægja þessa sjúkdómstengingu en
veita sáluhjálpina og stuðninginn.
Við getum því miður ekki bjargað
öllum og í flestum tilvikum hefur
fólk þjáðst lengi í þögn áður en þau
yfirgefa þennan heim. Í raun get-
um við ekki bjargað neinum nema
okkur sjálfum. Það sem eftir-
lifendur geta gert er að miðla nýrri
sýn, opna umræðuna og vinna að
auknum jöfnuði í samfélaginu svo
aðstæður fólks batni og færri neyð-
ist til að ganga í gegnum svart-
nætti.
Við viljum heyra frá fólki sem
hefur íhugað eða reynt að taka eig-
ið líf. Alþjóðlegur forvarnardagur
sjálfsvíga ætti að miðla persónu-
legum reynslu- og batasögum fólks
sem hefur verið á þessum stað. Það
vantar sárlega umræðu um bata og
það sem reynist okkur hjálplegt.
Þær eru ekki áberandi í um-
ræðunni í dag. Það heyrast nær
eingöngu sögur frá aðstandendum
sem hafa misst ástvin eða viðtöl við
fagfólk sem telur mikilvægt að
ræða efnið frá þeim sjónarhóli að
þetta sé hræðilegur fjölskyldu-
harmleikur eða fylgifiskur svokall-
aðra geðsjúkdóma. Það eru haldnar
fallegar minningarstundir og söfn-
unarátök um þau sem hafa farið og
restin af umræðunni varðar þau
sem eru að berjast fyrir eigin lífi í
vanlíðan sem virðist engan enda
taka. Okkur langar að draga fram
umræðu um að við erum gríðarlega
stór hópur fólks sem hefur verið á
þessum stað en fögnum nú lífinu,
eða erum þakklát fyrir að hafa ekki
náð að fara, eða erum í það
minnsta sátt í dag. Við erum ekki
alltaf himinlifandi eða hoppandi
kát, en við erum ekki í endalausu
ströggli. Ekki frekar en öll önnur!
Eftir Sigurborgu
Sveinsdóttur og
Svövu Arnardóttur
Svava Arnardóttir
» Það sem eftirlif-
endur geta gert er
að miðla nýrri sýn, opna
umræðuna og vinna að
auknum jöfnuði í sam-
félaginu svo aðstæður
fólks batni og færri
neyðist til að ganga í
gegnum svartnætti.
Höfundar eru Hugaraflsfélagar
og tveir af höfundum bókarinnar
Boðaföll, nýjar nálganir í
sjálfsvígsforvörnum.
Sigurborg Sveinsdóttir
Tölum um sjálfsvíg
VINNINGASKRÁ
193 9809 21394 33475 41555 50589 60225 70584
325 10082 21758 34341 41794 50801 60234 71154
469 10532 22003 34596 42449 50991 60367 71231
691 10727 22312 34853 42455 51009 60507 71267
702 10781 22412 34952 42548 51642 61260 71313
2149 10807 22506 35037 43181 51694 62162 71418
2369 10862 22542 35069 43241 51947 62364 71825
2519 10953 22924 35198 43764 52274 62407 72504
2927 12257 23058 35263 43801 52335 62602 72810
3166 12366 23181 35327 43916 52463 62752 72854
3288 12919 23380 35386 44036 52659 62846 73745
3741 13912 23877 35918 44066 52967 62981 73856
3884 14438 25882 36494 44073 53011 63600 73892
3998 14587 26213 36581 44395 53139 63755 74495
4478 15116 26254 36622 44496 53256 64136 74563
4865 15124 26585 36986 44542 53388 64365 75162
5252 15149 26895 37769 44929 53520 64633 75222
5386 15367 27106 38057 45047 53606 65062 76056
5618 15446 28533 38123 45189 53913 65081 76175
6023 16298 28609 38217 45325 55067 65675 76189
6093 16505 28677 38241 45356 55348 65802 76422
6510 16865 29429 38754 45428 55555 66326 77094
7068 17074 30030 38944 45624 55816 66514 77584
7197 17540 30223 39070 46427 55963 66719 78009
7206 17745 30483 39170 46595 57020 67539 78279
7387 17785 31123 39395 47514 57133 67997 78323
7579 18112 31185 39602 48236 57945 68394 78613
7595 18122 31206 39634 48280 58486 68410 78707
7791 18377 31419 39683 48495 58786 68707 78708
7814 18543 31715 39836 48619 58893 69261 78932
7827 20142 31876 39932 48861 58986 69399 79131
7857 20299 31892 40239 48863 59235 69615
8328 20640 32015 40543 49646 59258 70079
9151 20788 32039 40777 49854 59259 70127
9516 20911 32623 40824 50189 59372 70261
9658 21065 32682 40918 50204 59825 70313
9675 21165 32866 41376 50517 60217 70536
510 9666 18441 30199 43432 51042 59440 75439
933 10767 18806 30972 43616 52363 60201 75759
1504 10981 22316 31401 43700 53048 61425 75907
2281 11780 22516 33435 43912 53206 62625 76097
2413 12217 23171 34165 44201 53443 63606 76232
3381 12430 24155 34343 45090 53768 65302 77138
6148 12567 24684 36781 47276 54080 65317 77161
6776 12762 26856 38097 47755 55107 65383 78847
7017 12883 27146 39817 48269 55861 67042 79795
7551 13794 27169 40431 48633 56518 67318
8451 13917 27262 41009 50082 57789 68813
9199 16044 28361 41304 50584 57913 71383
9637 16163 28866 42581 50834 58308 72932
Næstu útdrættir fara fram 16., 23. & 30. sept 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
3002 67037 69483 70532 74462
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1161 13170 24365 28280 42228 71851
1524 21194 25514 30239 54363 77245
3778 21554 26691 37661 60190 77592
11567 22410 28167 39500 60795 79928
Aðalv inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
2 8 7 8 7
19. útdráttur 9. september 2021
Bæði foreldrar, vinir
og margvíslegur áróð-
ur hefur áhrif á það
hvort unglingar byrji
að reykja. Sama gildir
um áfengisneyslu. Því
hefur lengi verið haldið
fram að foreldrar sem
reykja og drekka
„smiti“ börnin sín.
Þetta er þó ekki alveg
svona einfalt. Íslensk-
ar rannsóknir hafa leitt í ljós að taki
foreldrar einarða afstöðu gegn eigin
reykingum og alkóhólneyslu, vernd-
ar það börnin verulega gegn slíku
„smiti“.
Átök og skilnaður
Ef börn og unglingar blandast
ekki inn í átök, rifrildi og spennu á
heimilinu dregur það verulega úr
líkunum á að börnin fari að reykja
og drekka þótt foreldri geri það.
Þetta á ekki síst við um skiln-
aðarátök. Takist foreldrum að
tryggja börnunum félagslegt öryggi
og stöðugleika eftir skilnað, hefur
skilnaðurinn sem slíkur ekki merkj-
anleg neikvæð áhrif á heilsuhegðun
barna.
Þátttaka
Nærvera foreldra er
mikilvægur fyrirbyggj-
andi þáttur sem dregur
úr neikvæðum áhrifum
umhverfis á heilsu-
hegðun barna. Því
meiri tíma sem for-
eldrar eiga með börn-
um sínum, því minni
eru líkurnar á að börn-
in taki upp heilsuspill-
andi lífshætti. Það er
því ýmislegt sem við
getum gert til að draga úr líkunum á
því að börnin okkar taki upp eftir
okkur óhollan lífsstíl og engin
ástæða til að láta hendur fallast þótt
við séum ef til vill engir fyrirmynd-
arforeldrar á öllum sviðum.
Heimildir:
Kristjansson AL, James JE, Allegrante
JP, Sigfusdottir ID, Helgason AR. Adoles-
cent substance use, parental monitoring,
and leisure-time activities: 12-year outco-
mes of primary prevention in Iceland. Prev
Med. 2010 Aug;51(2):168-71.
Kristjansson AL, Sigfusdottir ID, James
JE, Allegrante JP, Helgason AR. Percei-
ved parental reactions and peer respect as
predictors of adolescent cigarette smoking
and alcohol use. Addict Behav. 2010 Mar;35
(3):256-9.
Kristjansson AL, Sigfusdottir ID, Alle-
grante JP, Helgason AR. Acta Paediatr.
Parental divorce and adolescent cigarette
smoking and alcohol use: assessing the
importance of family conflict. 2009 Mar;98
(3):537-42. Epub 2008 Nov 19.
Fyrirmyndarforeldrar
Eftir Ásgeir R.
Helgason » Þótt foreldrar geti
vissulega verið nei-
kvæðar fyrirmyndir
barna sinna, þá er hægt
að draga verulega úr
skaðanum.
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði við Há-
skólann í Reykjavík og sérfræðingur
hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Atvinna