Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 18

Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 ✝ Sigrún Gísla- dóttir fæddist 26. september 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítala 1. sept- ember 2021. Hún var dóttir hjónanna Bjarn- heiðar Gissurar- dóttur klæðskera, f. 1913, d. 2000, og Gísla Ólafssonar fulltrúa, f. 1917, d. 2002. Systir hennar er Hjördís Gísladóttir, f. 1948. Hinn 2. júlí 1966 giftist Sig- rún dr. Guðjóni Magnússyni, sérfræðingi í lýðheilsu- og emb- ættislækningum, f. 4. ágúst 1944, d. 4. október 2009. For- eldrar hans voru Alma Ein- arsdóttir og Magnús Jónsson, en stjúpfaðir hans Hjörtur Guð- mundsson. Synir Sigrúnar og Guðjóns eru: 1) Arnar Þór læknir, f. 1970, maki Áslaug Árnadóttir lögmaður, börn þeirra eru Stef- án Árni, f. 2003, og Sigrún Edda, f. 2005. 2) Halldór Fannar eðlisfræðingur, f. 1972, maki Lára G. Sigurðardóttir læknir, synir þeirra eru Flóki Fannar, f. 2003, Nökkvi Fannar, f. 2005, og Fróði Fannar, f. 2007. 3) Heiðar hagfræðingur, f. 1972, maki Sig- ríður Sól Björnsdóttir viðskipta- fræðingur, börn þeirra eru Orri, rún starfaði með Kvenréttinda- félagi Íslands og skrifaði marg- ar greinar um mennta- og upp- eldismál. Sigrún var skólastjóri Flata- skóla í Garðabæ á árunum 1984- 2004. Hún var formaður stjórn- ar Námsgagnastofnunar í fjög- ur ár og sat í fjölmörgum nefndum á vegum mennta- málaráðuneytisins. Sigrún var sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf að málefnum grunnskóla á árinu 1999. Sigrún var varabæjarfulltrúi og síðan í bæjarstjórn Garða- bæjar í átta ár. Sigrún sat í bæj- arráði, var forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar. Þá átti hún sæti í ýmsum nefnd- um á vegum Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á árinu 2004 fluttist hún til Kaupmannahafnar þar sem þau hjónin bjuggu í fimm ár. Hún sat í stjórn Húss Jóns Sigurðssonar í 10 ár, söng með Íslenska kvennakórnum og tók að sér leiðsögn fyrir íslenska ferða- menn um borgina. Hún gaf út bókina „Kaupmannahöfn í máli og myndum“. Hún sat í skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Garða- bæjar 2013-2017. Sigrún var fé- lagi í Rótarýklúbbi Garðabæjar og var forseti klúbbsins um tíma. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju 10. september 2021 klukkan 13. Hlekk á streymi má finna á: www.mbl.is/andlat f. 2000, Bjarki f. 2002, og Rut f. 2006. Síðustu árin átti hún kæran vin og ferðafélaga, Júlíus Sæberg Ólafsson, fyrrverandi for- stjóra Ríkiskaupa. Sigrún ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í Lækjar- og Flensborgar- skóla. Hún stundaði ballettnám m.a. við Listdansskóla Þjóðleik- hússins og var dansari í sýning- arflokki leikhússins. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1964 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1965. Sigrún var flugfreyja hjá Loftleiðum 1964-1969 meðfram kennslustörfum við Öldutúns- skóla. Vegna náms og starfa Guðjóns bjó fjölskyldan á Sauð- árkróki, í Edinborg og Stokk- hólmi, þar sem þau bjuggu í fimm ár. Í Svíþjóð tók Sigrún að sér kennslu íslenskra barna, kenndi ensku, lauk BA-prófi í ensku frá Stokkhólmsháskóla og var fréttaritari Morgunblaðs- ins. Eftir flutninga til Íslands á árinu 1980 lauk hún BA-námi í sænsku frá Háskóla Íslands og var námsstjóri á Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis. Sig- Ég hitti Sigrúnu tengdamóður mína fyrst þegar við Arnar, elsti sonur þeirra hjóna, fórum að vera saman fyrir rúmum 27 árum. Mér varð strax ljóst að þarna fór mikil kjarnakona, en á þeim tíma var Sigrún skólastjóri í Flataskóla, sat í bæjarstjórn Garðabæjar og var formaður skipulagsnefndar bæjarins. Auk þess fylgdi hún Guðjóni oft á ferðalögum tengd- um störfum og félagsstörfum hans, stundaði sjálf félagsstörf af krafti, hélt fimm manna heimili og sinnti öldruðum foreldrum sínum sem bjuggu í næsta húsi af natni. Það var ekki lognmolla í kringum tengdamóður mína. Henni féll aldrei verk úr hendi, hún hafði mikla unun af því að umgangast fólk og vildi alltaf vera á ferð og flugi og hafa eitthvað fyrir stafni. Sigrún var mikill Garðbæingur og þegar maður fór með henni um bæinn fannst mér hún þekkja flesta sem við hittum. Í vor fór hún í þyrluflug yfir gosstöðvarnar á Reykjanesi og fannst flugið yfir Garðabæ ekki minna merkilegt en að fljúga yfir gosið. Þá var Sig- rún kennari frá náttúrunnar hendi og hafði alla tíð brennandi áhuga á menntamálum. Árið 2004 sagði Sigrún upp draumastarfinu í Flataskóla og fluttu þau Guðjón til Kaupmanna- hafnar þar sem Guðjón tók við starfi hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni. Þau nutu sín vel í Kaupmannahöfn og Sigrún sat þar í stjórn Jónshúss, söng í ís- lenskum kór og fór með íslenska ferðamenn um borgina. Samband Sigrúnar og Guðjóns var einstakt og þau höfðu verið par í næstum 50 ár og gift í rúm 43 ár þegar Guðjón lést aðeins 65 ára gamall. Skyndilegt fráfall hans var Sigrúnu mikið áfall, en hún sýndi mikla þrautseigju og byggði sig smám saman upp og lærði að njóta lífsins á ný. Sigrún var alla tíð mjög stolt af sonum sínum þremur og beitti ýmsum brögðum til að ná þeim árlega saman á mynd sem hún sendi vinum og ættingjum með jólakveðju, við mismikla ánægju sonanna. Sigrún og Guðjón eign- uðust átta barnabörn á sjö árum og voru barnabörnin Sigrúnu sér- staklega kær. Hún sýndi þeim mikinn áhuga og gaf sér góðan tíma til að spjalla við hvert og eitt þeirra. Þegar synirnir bjuggu er- lendis taldi hún það ekki eftir sér að fljúga út og gæta barnanna til að létta undir með ungum fjöl- skyldum. Hún hafði sérstakan áhuga á skólagöngu barna- barnanna og fór í heimsókn í skólana þeirra á hverju ári og fylgdist vel með því hvað þau voru að læra á hverjum tíma. Hún var dugleg að fara með barnabörnin í leikhús og á tónleika að ógleymd- um ótal sundferðum, að sjálf- sögðu alltaf í Garðabæjarlaugina. Sigrún var mikil fjölskyldu- kona og lagði mikið upp úr því að fjölskyldan kæmi saman. Var hún dugleg að bjóða í mat og miklaði það ekki fyrir sér þó að hópurinn væri orðinn stór. Þá hafði hún mjög gaman af ferðalögum og eig- um við ótal góðar minningar úr ferðum sem hún skipulagði fyrir stórfjölskylduna víða um heim. Við fráfall Sigrúnar hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskylduna og við eigum öll eftir að sakna orkunnar, gleðinnar, hlýjunnar og hreinskiptninnar. Minning um glæsilega konu sem gaf okkur svo mikið mun lifa. Áslaug. Sigrúnu kynntist ég fyrir þrjá- tíu árum, þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir syni hennar og síðar eiginmanni mín- um, Halldóri Fannari. Ég man að ég var svolítið smeyk við hana í fyrstu. Ef ég ílengdist í heimsókn læddist ég á tánum framhjá svefnherbergisglugganum henn- ar; það voru skýrar reglur um heimsóknartíma á þessum bæ. Á þessum tíma var hún skólastjóri í Flataskóla og ég átti það til að þegja við matarborðið frekar en að leggja á borð óvandað mál. Sig- rún var einstaklega hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum. Í seinni tíð varð mér ljóst að hún kunni að meta þegar fólk var hreinskilið við hana. Það var alltaf líf og fjör á Stór- ásnum. Foreldrar hennar, Gísli og Bjarnheiður, og hundurinn Tína bjuggu í næsta húsi og komu reglulega í heimsókn. Húmorinn var aldrei langt undan og mikið hlegið. Mér er líka minnisstætt að hafa dáðst að kærleikanum á milli Sigrúnar og Guðjóns og hugsaði með mér að svona myndi ég vilja hafa mitt hjónaband. Þó að þau ættu það til að kýta líkt og önnur hjón var alltaf stutt í hlýju, faðm- lag og koss. Árum síðar bjuggum við Hall- dór saman í Kaliforníu en snerum heim eftir að synirnir voru orðnir tveir, svo þeir fengju að kynnast betur ömmum sínum og öfum. Sigrún sparaði ekki orðin yfir hve glöð hún væri að hafa fengið þá feðga heim, enda var það hárrétt ákvörðun. Við tók menningarlegt uppeldi af hennar hálfu, þar sem leikhús, sundlaugar og áramóta- brennur voru gjarnan áfanga- staðurinn. Hún þreyttist seint á að flakka með stóran barnabarna- hópinn. Oft hittist stórfjölskyldan í sundferðunum, alls 16 manna hópur þegar best lét. Þá var end- að í „brunch“, eins og hún kallaði það, á Stórásnum. Kaupmanna- höfn átti síðan eftir að fá sérstak- an sess eftir að þau Guðjón eign- uðust samastað þar og okkur hlýnar við tilhugsunina um tím- ann sem við áttum saman þar. Fyrir 12 árum féll Guðjón skyndilega frá og það er einungis nýlega sem ég áttaði mig á hve djúpt missirinn risti, því Sigrún bar sig ávallt vel. Það var mikil lukka þegar hún kynntist Júlíusi sem hefur verið vinur hennar og ferðafélagi í gegnum lífið síðustu tíu árin. Á þessum tíma hefur stórfjölskyldan upplifað ógleym- anlegar ferðir, á slóðir þeirra Guðjóns í Edinborg, siglingu um Karíbahafið og sveitasetur á Ítal- íu – allt saman skipulagt vandlega af Sigrúnu. Sama hvað Sigrún tók sér fyrir hendur, það var alltaf vel gert. Ég trúi því að fólkið í lífi okkar sé hérna af ástæðu, að það miðli lærdómi sem göfgar okkur, séum við móttækileg fyrir honum. Það er því með söknuði sem ég kveð kæra tengdamóður í hinsta sinn en veit að ég mun varðveita minn- ingu um sterka, káta og úrræða- góða sál, sem gott var að leita til. Að bera höfuðið hátt í gegnum lífsins þrautir og njóta þess sem lífið býður upp á eru mannkostir sem ég vona að börnin mín hafi fengið þó ekki væri nema snefil af í arf frá elsku Sigrúnu. Nú sé ég þau Sigrún og Guðjón fyrir mér saman aftur, skínandi sínu skær- asta af himnum ofan og lýsandi veginn fyrir sitt fólk. Lára Guðrún Sigurðardóttir. Þegar hún kom í Byggðarhorn, fínleg, grönn og ljóshærð, kölluð- um við hana fallegu frænku. Henni fylgdi mikil orka, var stjórnsöm og ákveðin, en gaf mik- ið af sér, alltaf brosandi kát. Heimurinn breyttist við þessa sýn og hún átti eftir að verða okkur gleðiefni æ síðan. Í Flóanum var lífsbaráttan eins og hún hafði ver- ið í mörg hundruð ár, þar hafði Bjarnheiður móðir hannar alist upp. Ingibjörg amma sagði við Gissur afa: „Við skulum hafa kúabú, þá verður enginn svang- ur,“ og svo varð þótt þau ættu 16 börn. Bjadda, eins og hún var kölluð, kynntist Gísla og saman áttu þau Sigrúnu og Hjördísi. Þau lifðu í Hraunsholti í Garðabæ í fallegu stóru húsi. Einhverju sinni var Gísli að keyra flugrútuna og í Garðabæ beið glæsileg kona eftir rútunni. Þar fór Sigrún frænka og skellti sér í leiðsögumannssætið og ræddi við bílstjórann um heima og geima, um sveitina og lífshlaup þeirra. Þar áttu þau frændsystkin yndislega stund saman. Þegar þær systur komu austur voru þær fulltrúar þriðju kyn- slóðar Byggðarhornsmanna. Þeim hefur örugglega þótt stór- brotið að kynnast æskustöðvum móður sinnar, aldar upp í borg- armenningu. Kýr og tuddar, mjólkurframleiðsla og Flóaáveit- an voru þeim nýlunda. En með Sigrúnu þóttumst við sjá inn í hina fögru framtíð sem okkar biði. Svo var það, að sum okkar voru send til „geymslu“ í Hraunsholtið til Bjöddu frænku og þar voru þær systur og lífið breyttist í endalaust legókubbalíf, fyrir utan hið dásamlega umhverfi sem þar var fyrstu árin. Það var alltaf til- hlökkun að fara í Hraunsholtið. Með tímanum uxum við úr grasi og þær urðu báðar hámenntaðar, en Sigrún lagði fyrir sig kennslu og lærði til hennar í Kennaraskól- anum. Enda varð hún svo skóla- stjóri í Garðabæ, dugleg, greind og vel látin. Sigrún missti mann sinn Guðjón Magnússon lækni fyrir 12 árum, en þau átt þrjá ágæta drengi. Guðjón var okkur frændum hjálpsamur þegar mik- ið lá við. Það er með söknuði sem við frændur kveðjum Sigrúnu frænku okkar. Samúðarkveðjur sendum við sonum, venslafólki, öllum vinum og samferðamönn- um. Undanfarið ár hefur verið erfiður tími, margir frændur vor- ir hafa kvatt þennan heim. Sorgin mun hjá oss dvelja, en lífið heldur áfram inn í framtíðina sem Sig- rún boðaði okkur frændunum. Gísli Geirsson Selfossi, Guðmundur Ólafsson Hveragerði. Það var skarð í hópnum okkar þegar við stelpurnar í líkams- ræktinni hittumst í fyrsta tíma á haustnámskeiðinu. Elsku Sigrún okkar er ekki lengur með okkur. Það var árið 1984 sem ég kynntist Sigrúnu fyrst þegar hún tók við skólastjórastöðunni í Flataskóla þar sem ég starfaði sem íþrótta- kennari. Sigrún var skipulagður, sterkur og skarpur stjórnandi og vissi nákvæmlega hvernig hún vildi hafa skólastarfið. Þegar ég fór að starfa við Líkamsrækt Stjörnunnar var hún mjög liðleg við mig í stundatöflugerð og hliðraði til fyrir mig, því sjálf hafði hún mikinn áhuga á hreyf- ingu og hvatti mig til þess að bjóða kennurum skólans upp á tíma sem ég og gerði og þar var hún mætt fremst í flokki. Það var svo seinna sem hún kom inn í Lík- amsrækt B&Ó í morgunhópinn. Hún var ánægð með að vera kom- in í þennan hóp enda hópurinn með eindæmum samstilltur og margar góðar vinkonur. Að venju vorum við með golfmótið okkar „Birna Open“ 29. júní í sumar, Sigrún vildi alls ekki missa alveg af þessu og kom og átti með okk- ur skemmtilega hádegisstund. Við vorum glaðar að fá að eiga þessa stund með henni. Minning um yndislega konu mun lifa með okkur. Við sendum Arnari, Halldóri, Heiðari og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd morgunhópsins. Birna Guðmundsdóttir. Sigrún Gísladóttir ✝ Oddur Gúst- afsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 25. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Gústaf Adolf Ágústsson endur- skoðandi, f. 31.5. 1908, d. 29.9. 1986, og Karítas Joch- umsdóttir húsfreyja, f. 21.9. 1911, d. 18.1. 1962. Systkini Odds eru Guðmundur, f. 15.9. 1935, d. 19.12. 2011, Sigurður, f. 4.1. 1939, d. 31.8. 2008, Sigrún, f. 28.1. 1945, og Diljá Margrét, f. 26.1. 1947. Oddur kvæntist Ernu Gísla- dóttur 1. október 1966. Dætur þeirra eru: 1) Diljá Kristín, f. 10.11. 1971, d. 27.10. 2018. Eig- inmaður hennar var Paul Ter- rill, sonur þeirra er Einar Ray- mond Terrill. 2) Hildur Hrönn, f. 27.6. 1973. Eig- inmaður hennar er Sigurður Þórir Þorsteinsson, börn þeirra eru Erna Þórey og Eiður Þorsteinn. Oddur lauk prófi frá Loftskeytaskóla Íslands árið 1966. Árið 1967 hóf hann störf hjá Sjónvarpinu og starf- aði þar sem hljóðupptökumaður og tæknimaður þangað til hann fór á eftirlaun. Hann var virkur í félagsmálum, var meðal ann- ars formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins um tíma og sat í hreppsnefnd og síðar bæjar- stjórn Mosfellsbæjar fyrir hönd Alþýðuflokksins 1986-1994. Útförin fer fram frá Árbæjar- kirkju 10. september 2021 klukkan 13. „Enginn stöðvar tímans þunga nið …“ segir í ljóðinu Sjá dagar koma. Þeim, sem störfuðu ungir við nýstofnað íslenskt sjónvarp, þykir örskammt síðan þeir nutu þeirra dýrðardaga, sem starfið og kynni við góða vinnufélaga gáfu. Ekki spillti fyrir ef kynnin mátti rekja allt aftur á barna- skólaárin og ævinlega var bjart yfir eins og var hjá okkur Oddi Gústafssyni. En nú er hann allur og um hugann líður þakklæti fyr- ir allt gamalt og gott, sem túlka má með þessum orðum sálmsins Sorg og líkn: Valt er lán og vegir hálir; víst þó huggun er það sem góðar, gegnar sálir gáfu okkur hér. Ómar Ragnarsson. Oddur Gústafsson Elskulegu foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi, amma, langafi og langamma, FRIÐRIK R. GÍSLASON og SESSELJA ADA KJÆRNESTED dvalar-og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu eru látin. Minningarathöfn verður streymt miðvikudaginn 15. september klukkan 14 á slóðinni: https://1drv.ms/w/s!AvHhs72vFxoXi7N0CiDT0Mjx2udzLA númer : 84431970420 aðgangskóði 3030 Myndasyrpa verður sýnd frá klukkan 13.30. Bryndís Irene Friðriksdóttir Torben Christensen Auður Friðriksdóttir Jakob Bachmann Erna Friðriksdóttir Jón Þór Viðarsson Linda Björk Friðriksdóttir Kristján Sigmundsson Friðrik Friðriksson Lilja Guðjónsdóttir Benjamín Friðriksson Kolbrún S. Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓMHILDUR EIRÍKSDÓTTIR frá Patreksfirði, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 11. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni. Reynir Örn Finnbogason Kristín Finnbogadóttir Snæbjörn Gíslason Sigurey Finnbogadóttir Hafdís Finnbogadóttir Steinar Sigurðsson Hafrún R. Finnbogadóttir Jónas Rafnar Ingimarsson Steinunn Finnbogadóttir Freyr Héðinsson Þorvaldur Finnbogason Þórdís Ögn Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURRÓS UNNUR SIGURBERGSDÓTTIR, Rósa, Lindagötu 57, áður Laugarásvegi 60, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 6. september. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Vitatorgs, Múlabæjar og Bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum Fossvogi. Guðmundur Gunnarsson Margrét María Þórðardóttir Oddný Sigurborg Gunnarsd. Gunnar Steinn Gunnarsson Berit Solvang Einar Örn Gunnarsson Margrét Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.