Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 21
✝
Hlynur Þór
Haraldsson
PGA-golfkennari
fæddist í Colombo,
Srí Lanka, 31.
ágúst 1985. Hann
lést á heimili sínu í
Hafnarfirði 2. sept-
ember 2021.
Foreldrar Hlyns
eru Elín Jakobs-
dóttir, f. 1954, og
Haraldur Þór Bene-
diktsson, f. 1952. Systir Hlyns er
Helga Lucia Haraldsdóttir, f.
1982, og er sambýlismaður
hennar Óðinn Rafnsson, f. 1976.
Eiginkona Hlyns er Fríður
Ósk Kjartansdóttir,
f. 1992. Synir
þeirra eru Flóki
Þór, f. 2017, og
Daði Þór, f. 2021.
Foreldrar Fríðar
eru Kolbrún Ósk
Ómarsdóttir, f.
1975, Kjartan Örn
Steindórsson, f.
1974, og G. Elísa
Jóhannsdóttir, f.
1972.
Útförin fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 10. sept-
ember 2021, klukkan 15.
Nálgast má upplýsingar um
streymi hjá fjölskyldu.
Ástin mín. Það er svo margt
sem hægt væri að skrifa, en ég
ætla að hafa þetta stutt. Þú varst
svo flinkur að semja til mín ljóð,
hér er mín tilraun til þín:
Stóri faðmurinn og breiða brosið,
þegar þú tókst utan um mig var eins og
allt hefði frosið
Hjartað mitt er með sár sem aldrei
grær
en ævinlega verð ég þakklát fyrir
gjafirnar tvær
Þetta átti ekki að verða svona,
svo margt sem við áttum eftir að gera
en ég verð að trúa og vona
að saman munum við ávallt vera.
Alltaf þín,
Fríður.
Upphaf er það orð sem hefur
einkennt líf þitt síðustu misseri
elsku frændi.
Upphaf búsetu á æðislegum
stað, upphaf lífs tveggja Hlyns-
sona og núna síðast upphaf hjóna-
bands ykkar Fríðar.
Það er óréttlátt og þyngra en
tárum taki að þurfa að tengja líf
þitt orðinu endalok. Persónuein-
kenni þín og mannkostir eru í
hrópandi andstöðu við það orð.
Ungur, kraftmikill, myndarlegur,
sterkur, útsjónarsamur og klár.
Það fengu allir að sjá. En við, sem
auðnaðist að kynnast þér, fengum
einnig að kynnast hugulsemi,
hjálpsemi, góðvild og umhyggju.
Alla tíð hefur þú verið óspar á
þessa þætti gagnvart mér og mín-
um.
Fjöldi minninga leitar á hug-
ann við þessar aðstæður. Ótal-
margar frá því í sveitinni á Vöðl-
um í æsku, eða þegar ég var í
heimsókn hjá ömmu Dúu og
fylgdi henni eftir þegar hún var
að stússast kringum heimilishald-
ið hjá foreldrum þínum, og þá
helst við að líta eftir með þér og
Helgu. Aðallega þér samt, grall-
arinn þinn! Vænst af öllu þykir
mér þó um það þegar við tókum
upp þráðinn sem fullorðnir menn
og þá var þráðurinn sannarlega
enn til staðar. Sterkari ef eitthvað
var. Vinir og frændur.
Ég votta Fríði, Flóka Þór,
Daða Þór, foreldrum og systkin-
um mína innilegustu samúð.
Jakob E. Jakobsson.
Hlynur Þór
Haraldsson
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
✝
Hjördís Hentze
fæddist í Hovi,
Suðurey, Fær-
eyjum, 7. september
1932. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi 2. sept-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Peter
Hentze, f. 20.2.
1906, d. 10.6. 1978
og Olivia Tavsen, f.
6.9. 1905, d. 18.1. 1945.
Systkini hennar voru María,
Elísabet og Sjúrður Hentze.
Hjördís giftist 10.9. 1961 eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Sig-
urði Birgi Magnússyni, f. 14.9.
1935. Foreldrar hans voru Magn-
ús Árni Sigfússon, f. 10.12. 1903,
d. 10.8. 1971 og Freyja Jóns-
dóttir, f. 28.8. 1904, d. 7.11. 1986.
Börn Hjördísar og Sigurðar
eru: 1) Ólafur Sigurðsson, f. 15.4.
1961, giftur Winnie Bertholdsen,
ur Már Sigurðsson, f. 29.6. 1968,
d. 12.1. 2011, giftur Ágústu Heru
Birgisdóttur, f. 19.9. 1963, börn
þeirra eru: Stefán Breiðfjörð, f.
8.1. 1985, sambýliskona Þórdís
Jensdóttir, börn þeirra: Tristan
Breiðfjörð og Baltasar Breið-
fjörð; og Hjördís Hera Hauks-
dóttir, f. 20.9. 1990, sambýlis-
maður hennar Sveinn Darri
Ingólfsson, sonur þeirra Haukur
Orri.
Hjördís ólst upp í Hovi, Suður-
ey, Færeyjum og gekk í barna-
skóla þar. Hún byrjaði ung að
vinna og fluttist til Íslands árið
1954 ásamt vinkonu sinni Nicol-
ine Kjærbech. Hjördís vann við
verslunarstörf og seinna í frysti-
húsi við fiskvinnslu.
Hjördís og Sigurður eig-
inmaður hennar hófu sinn bú-
skap á Garðavegi og fluttu svo á
Suðurbraut, Hafnarfirði þar sem
þau bjuggu alla tíð síðan. Hjördís
og Sigurður ferðuðust mikið inn-
anlands með fjölskylduna, til
æskustöðvanna í Færeyjum og
svo seinna meir um allan heim
með vinum sínum.
Útför Hjördísar fer fram 10.
september 2021 klukkan 10 í
Hafnarfjarðarkirkju.
sonur þeirra Sjúrð-
ur Bertholdsen,
12.11. 1996. 2) Björn
Bragi Sigurðsson, f.
11.4. 1962, d. 20.2.
2011, giftur Ingi-
björgu Gunn-
arsdóttur, f. 20.11.
1961, börn þeirra
eru Birna Rut
Björnsdóttir, f.
28.12. 1981, gift
Hermanni Ár-
mannssyni, börn þeirra eru Emil
Ísar, Dagur Fannar, Tóbý Sól; og
Sigurður Freyr Björnsson, f.
10.10. 1988. 3) Freyja Margrét
Sigurðardóttir, f. 30.7. 1965, gift
Helga Jóni Harðarsyni, f. 20.11.
1963, dætur þeirra eru þrjár:
Freydís Helgadóttir, f. 16.6.
1990, sambýlismaður Ólafur
Bjarki Ragnarsson, dóttir þeirra
er Emma Björt, Glódís Helga-
dóttir, f. 27.2. 1995 og Fanndís
Helgadóttir, f. 5.5. 2007. 4) Hauk-
Í dag kveð ég elsku bestu
mömmu mína, söknuðurinn er
sár, en ég hugga mig við það að
hún þurfi ekki að þjást lengur.
Hún er komin í sumarlandið í
faðm strákanna sinna sem fóru
alltof fljótt.
Mamma fluttist ung frá Fær-
eyjum og kynntist fljótlega
pabba, svo kom barnahópurinn.
Þau voru dugleg að ferðast um
landið með hópinn sinn og síðan
voru farnar ófáar ferðir til æsku-
stöðvanna í Færeyjum. Á ég ynd-
islegar minningar úr öllum þess-
um ferðum.
Mamma var yndisleg mamma
og amma, alltaf boðin og búin að
aðstoða við allt og passa stelpurn-
ar mínar, oftast fengu hin barna-
börnin að fylgja með og var oft
mikið fjör á Suðurbrautinni hjá
þeim pabba. Það var snúist í
kringum alla, spilað, bakaðar
pönnukökur og uppáhaldsmatur-
inn eldaður.
Mamma var mikil hannyrða-
kona, hún saumaði og prjónaði á
börnin sín og seinna barnabörnin.
Hún var líka dásemdarkokkur,
alltaf með mat og kökur fyrir all-
an hópinn.
Mamma passaði upp á fjöl-
skylduna og það síðasta sem hún
gerði var að gefa okkur nána sam-
veru við dánarbeðinn þar sem við
sátum saman og rifjuðum upp
góðar minningar.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín
Freyja.
Elsku Hjördís, í dag munu
sporin vera þung þegar við fylgj-
um þér síðasta spölinn. Það hefur
verið mér mjög erfitt síðustu árin
að fylgjast með alzheimersjúk-
dómnum smám saman taka yfir
og þú að fjarlægjast okkur smátt
og smátt. Elsku Hjördís, takk fyr-
ir öll árin sem við höfum deilt
saman í lífinu en það munu vera
orðin rúmlega fjörutíu ár. Jafnt í
gleði og sorg höfum við staðið
saman, ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og vera tengdadóttir þín. Nú
ertu farin í sumarlandið og um-
vafin öllum okkar ástvinum sem
þangað eru komnir, við Sigurður
biðjum að heilsa þeim öllum.
Sofðu rótt elsku Hjördís mín.
Stjörnubjart
Stjörnur himins ljóma skært,
ljós þitt þar kviknað er.
Ljósin ykkar sem farin eru
stjörnurnar okkar á himni, stjörnubjart.
Ingibjörg Gunnarsdóttir
(Inga).
Með þessum fáu orðum langar
mig að kveðja yndislegu tengda-
mömmu mína, Hjördísi.
Lukka mín í lífinu var að kynn-
ast þessum yndislegu og góðhjört-
uðu hjónum, Hjördísi og Sigga.
Góðmennskan skein ávallt í
gegn. Hvernig þau tóku mér og
syni mínum Stefáni þegar ég
kynntist Hauki syni þeirra. Ekki
var samveran búin að vera lengi
þegar sonur minn kallaði þau
ömmu og afa og voru þau honum
sem slík alla tíð.
Þegar dóttir mín Hjördís fædd-
ist og fékk nafnið hennar þá leyndi
stoltið sér ekki. Voru þau nú svo
mörg skiptin sem þær frænkur
Hjördís og Freydís eyddu hjá
ömmu sinni og afa í miklu dekri.
Hugurinn hefur leitað í ýmsar
minningar um tengdamóður mína
undanfarna daga. Hún var snill-
ingur í handverki og peysur sem
hún prjónaði á barnabörnin voru
svo fallegar og eins og vélprjón-
aðar. Hún var snillingur í sauma-
skap og kenndi mér margt hand-
bragðið í því. Ef hún var ekki
ánægð með það sem ég var að
gera þá bara einfaldlega rakti hún
upp og lét mig gera þetta aftur og
aftur þar til hún var ánægð.
Matarveislurnar voru miklar
og mjög margar og snillingur var
hún í matargerð og sósurnar mað-
ur; mig langaði nú oft að fara með
rör ofan í pottana hjá henni.
En upp úr stendur hennar of-
boðslega hlýja hjarta. Við kveðju-
stundina er hver og einn hópur
var við rúmið hennar að kveðja þá
varð mér hugsað til hennar víð-
sýni. Hvernig hún fylgdist af
áhuga og mikilli ást með hverju og
einu barnabarni og hvernig hún
nálgaðist hvert og eitt á sínum og
þeirra forsendum. Eftir því sem
afkomendur urðu fleiri þá bara
stækkaði og stækkaði hjartað.
Það var mikið pláss fyrir alla.
Stoltið leyndi sér aldrei yfir hópn-
um sínum og talaði hún mikið um
þau við hvern þann sem vildi
hlusta.
Þung voru höggin hjá þeim
hjónum þegar þau misstu tvo syni
sína með nokkurra vikna millibili.
Ég trúi því að þeir bræður standi
nú með mömmu sína á milli sín og
fagni henni innilega.
Elsku yndislega tengda-
mamma. Far þú í friði þar sem þú
ert laus undan þessum erfiða
sjúkdómi sem heilabilun er.
Þú verður ávallt elskuð.
Þín tengdadóttir,
Ágústa Hera Birgisdóttir.
Elsku besta amma okkar.
Þó að söknuðurinn og sorgin sé
gríðarleg þá erum við fullar af
þakklæti fyrir allan þann góða og
dýrmæta tíma sem við höfum
fengið saman. Við erum svo
heppnar að hafa átt ömmu eins og
þig, sem hló með okkur, grét með
okkur og lét okkur alltaf líða eins
og mikilvægustu manneskjum í
heimi.
Elsku amma, þú varst líka
besta vinkona okkar. Við gátum
rætt saman allt á milli himins og
jarðar og þú varst alltaf til í að
taka þátt í öllum uppátækjunum
okkar, hlæja og grínast. Þú varst
sú sem var alltaf hægt að treysta
á.
Það sem við munum sakna
mest eru öll bestu ömmuknúsin,
spjallið í stofunni hjá ykkur afa
borðandi súkkulaðirúsínur og
bestu pönnukökur í heimi og sam-
verustundirnar í sveitinni. Svo má
ekki gleyma spilakvöldunum þeg-
ar við spiluðum svartapétur og
veiðimann langt fram eftir kvöldi.
Takk amma. Takk fyrir að sýna
okkur alltaf ást, hlýju og um-
hyggju. Takk fyrir að hafa alltaf
verið til staðar fyrir okkur og sýnt
öllu því sem við höfum gert áhuga.
Minningarnar eru endalausar og
hjálpa okkur þegar söknuðurinn
virðist óyfirstíganlegur. Elsku
amma, þvílík forréttindi að hafa
fengið að eiga ömmu eins og þig.
Við munum alltaf minnast þín
með jákvæðni, gleði, ást og
pönnukökum.
Við elskum þig alltaf. Þínar
Freydís, Glódís og Fanndís.
Elsku amma fallin frá, þó hún
hafi ekki verið amma mín var hún
mér alla tíð sem góð amma og hef
ég kallað hana ömmu frá okkar
fyrstu kynnum.
Kynntist henni fljótlega eftir
að leiðir okkar Birnu lágu saman
árið 2003.
Amma varð fljótlega einn af
mínum allra stærstu aðdáendum
og hefur hún stutt mig og tekið
minn málstað í gegnum tíðina.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa í heimsókn því þar
var alltaf tekið vel á móti manni
með hlýju faðmlagi og innilegri
gestrisni, amma var góður bakari
og var oftar en ekki eitthvað gott
á borðum sem hún hafði bakað,
hún var húsmóðir af gamla skól-
anum, tók slátur og bauð þá
gjarnan allri fjölskyldunni í mat
og þau matarboð eru okkur öllum
dýrmætar minningar sem við er-
um svo þakklát fyrir.
Börn elskaði amma meira en
allt og börn elskuðu ömmu sömu-
leiðis, börnin mín eiga hafsjó af
góðum minningum með ömmu,
hún hlustaði á þau og leyfði þeim
að vera eins og þau vildu vera og
nutu þau þess að eiga gæðastund-
ir hjá ömmu og afa.
Það var alltaf gott að vera í fé-
lagsskap ömmu hvort sem það var
heima eða í sveitinni að Krossi á
Skarðsströnd eða seinna á Ragn-
heiðarstöðum, í berjamó í Grafn-
ingnum, í heimsóknum þeirra afa
til okkar í Danmörku, alltaf var
glatt á hjalla þegar amma var
annars vegar.
Maður gat spjallað um allt við
hana ömmu og þegið góð ráð því
hún var einstaklega ráðagóð.
Elsku amma mín, ég þakka þér
af heilum hug fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman,
stundir og tími sem ég, Birna og
börnin okkar erum ofsalega þakk-
lát fyrir og munum geyma í hjört-
um okkar um ókomna tíð.
Þinn
Hermann (Hemmi).
Elsku amma mín.
Þegar ég settist niður til að
skrifa um mínar uppáhaldsminn-
ingar um þig þá vissi ég ekki
hreinlega hvar ég ætti að byrja.
Eins sárt og það er að þú sért far-
in þá veit ég að það eru fagnaðar-
læti hvar sem þú ert.
Ég held að það fyrsta sem
kemur upp sé húmorinn þinn, það
sem mér fannst gaman að hlæja
með þér að þínum bestu gullkorn-
um og veit ég að ég er ekki ein um
það. Okkur fjölskyldunni finnst
ekkert skemmtilegra en að rifja
upp öll góðu gullkornin í gegnum
tíðina og sögurnar sem við höfum
öll upplifað með þér.
Það sem við frænkurnar vorum
heppnar að eiga þig að og það sem
okkur leið alltaf vel hjá þér og
ekki má gleyma því þegar við vor-
um alltaf að berjast um athyglina
frá þér þegar við gistum hjá ykk-
ur afa. Er sú minning mér svo
kær, að ég hafi átt svona ömmu
sem myndi gera allt til þess að
láta manni líða vel.
Það er ekki hægt að tala um
ömmu án þess að minnast á bakst-
urinn og eldamennskuna. Pönnu-
kökurnar, vöfflurnar, smákök-
urnar, sósurnar, er bara byrjunin
á því öllu góða sem þú lést
krauma í eldhúsinu í gegnum tíð-
ina. Beið maður alltaf með til-
hlökkun eftir að fara í mat til
ömmu og afa.
En það sem stendur helst upp
úr þegar ég hugsa um þig amma
mín er væntumþykjan og öryggið
sem þú lést mig alltaf finna fyrir
og er ég svo stolt af því að bera
nafnið þitt og þykir mér óendan-
lega vænt um að heita í höfuðið á
svona mikilli hetju.
Ég elska þig amma mín og
sakna ég þín með öllu hjarta, ég
veit að pabbi er mjög glaður að
hafa fengið mömmu sína til sín
þar sem hann var jú mikill
mömmustrákur.
Þín
Hjördís (Hjödda).
Elsku amma mín, mig setur
hljóða við þá tilhugsun að þú hafir
kvatt okkur, allt mitt líf hef ég
haft þig mér við hlið í blíðu og
stríðu, deilt tárum og gleði og
fengið styrk og stuðning frá þér.
Ég sé fallega brosið þitt, heyri
hláturinn þinn, finn ilminn af
pönnukökunum þínum, sé þig
prjóna, finn fyrir faðmlagi þínu og
kossi á kinn.
Það er stutt að sækja sársauka
sorgarinnar en það er enn styttra
að sækja þakklætið. Ég er óend-
anlega þakklát fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman
og þann hafsjó af minningum sem
við höfum búið til. Öll ferðalögin
sem við fórum í saman bæði þegar
ég var barn og svo seinna meir
með minni fjölskyldu, allar ferð-
irnar í berjamó, þar sem allir biðu
spenntir eftir nestinu sem þú
komst með. Einnig situr eftir
þakklæti fyrir litlu stundirnar
okkar, þar sem þú og afi komuð
óvænt í heimsókn og fenguð ykk-
ur einn kaffibolla, þar sem við sát-
um og horfðum saman á sjónvarp-
ið og spjölluðum um allt milli
himins og jarðar, öll símtölin okk-
ar sem þú endaðir svo oft á að
segja: „Æ Birna mín, það er alltaf
svo gott að tala við þig því við
skiljum hvor aðra.“ Þannig var
það að við skildum hvor aðra svo
vel, með eða án orða, áttum þessa
ósýnilegu tengingu þar sem þurfti
ekki að nota orð. Þú átt svo stóran
stað í hjarta mér og barnanna
minn og tókst mikinn þátt í lífi
okkar. Fjölskyldan var þér alltaf
efst í huga og þú vildir hafa okkur
í kringum þig, þannig leið þér
best og okkur líka.
Þannig var það líka þegar þú
kvaddir okkur, umvafin fjölskyld-
unni, þegar ný stjarna tendraðist
á himni þetta friðsæla haustkvöld.
Þar sem við sátum í kyrrðinni og
héldum í höndina á þér þegar þú
undirbjóst ferðalagið þitt inn í
sumarlandið og samvera, kær-
leikur og þakklæti fyllti rýmið.
Allt sem þú lagðir áherslu á og
það sem þér fannst skipta máli í
lífinu.
Ég veit að pabbi og Haukur
frændi tóku vel á móti þér og er
það mikil huggun að vita af ykkur
sameinuðum á ný.
Ég er stolt af því að vera son-
ardóttir þín, takk fyrir allt, elsku
amma, takk fyrir að hafa gert mig
að þeirri manneskju sem ég er í
dag, takk fyrir allt það sem þú
kenndir mér, það gefur mér styrk
og mun nýtast mér um ókomna
framtíð. Minning þín er ljós okkar
í myrkrinu og mun lifa áfram í
hjarta mínu og barnanna minna.
Þín
Birna.
Hjördís Hentze
Magnússon
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN BENEDIKTSSON
framhaldsskólakennari,
Norðurvangi 18, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 30. ágúst á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Jarðarför hans fer fram í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
17. september klukkan 13.
Anna María Jónsdóttir
Ragnar Jónsson
Sigvaldi Jónsson
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA MATTHÍASARDÓTTIR,
andaðist 30. ágúst í faðmi fjölskyldunnar á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Sléttuvegi.
Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn
13. september klukkan 11.
Guðlaug Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Pétursson
Þórey Kristín Aðalsteinsd. Einar Magnús Einarsson
Þorsteinn B. Aðalsteinsson Júlía Þrastardóttir
Jóhann Pétur Aðalsteinsson
og barnabörn