Morgunblaðið - 10.09.2021, Page 26

Morgunblaðið - 10.09.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Meistaradeild Evrópu kvenna Breiðablik – Osijek................................... 3:0 _ Breiðablik áfram 4:1 samtals. Zhytlobud – Apollon Limassol ............... 3:1 _ Zhytlobud áfram 5:2 samtals. - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék fyrstu 68 mínúturnar með Limassol. Benfica– Twente ..................................... 4:0 _ Benfica áfram 5:1 samtals. - Cloé Lacasse lék fyrstu 83 mínúturnar og skoraði þrennu fyrir Benfica. Slavia Prag – Arsenal .............................. 0:4 _ Arsenal áfram 7:0 samtals. Juventus – Vllaznia .................................. 1:0 _ Juventus áfram 3:0 samtals. Lengjudeild kvenna Víkingur R. – Grindavík .......................... 1:0 Afturelding – FH...................................... 4:0 Haukar – ÍA .............................................. 3:3 HK – Augnablik........................................ 0:2 Grótta – KR .............................................. 0:3 Lokastaðan: KR 18 13 3 2 50:20 42 Afturelding 18 12 4 2 49:18 40 FH 18 11 3 4 44:25 36 Víkingur R. 18 9 4 5 34:32 31 Haukar 18 6 4 8 28:35 22 Grindavík 18 3 8 7 28:34 17 Augnablik 18 5 2 11 28:41 17 HK 18 4 4 10 24:40 16 Grótta 18 5 1 12 23:41 16 ÍA 18 4 3 11 20:42 15 2. deild kvenna Leikur um 3. sæti: Völsungur – Fram .................................... 2:1 50$99(/:+0$ Bikarkeppni karla 16-liða úrslit: Afturelding – ÍBV ................................ 29:28 Grótta – Stjarnan ................................. 24:28 FH – Haukar ........................................ 27:26 Þýskaland Hannover-Burgdorf – RN Löwen ..... 24:28 - Ýmir Örn Gíslason lagði upp eitt mark fyrir Löwen. Magdeburg – Stuttgart....................... 33:29 - Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk, gaf sex stoðsendingar og stal einum bolta fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson var á leikskýrslu. - Viggó Kristjánsson var ekki í leik- mannahópi Stuttgart og Andri Már Rún- arsson var á leikskýrslu. N-Lübbecke – Bergischer .................. 20:24 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer. .$0-!)49, Ítalía Deildabikarkeppni: Bologna – Venezia ...............................67:95 - Jón Axel Guðmundsson skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar fyrir Bologna. 57+36!)49, Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu mun ekki fara fram í Japan í desember á þessu ári eins og til stóð vegna vandræða í tengslum við kórónuveirufarald- urinn, sem hefur ágerst í landinu. „Eftir fundahöld með FIFA var ákveðið að við gætum ekki haldið mótið í ár vegna mikillar fjölg- unar smita. Þá sjáum við okkur ekki fært að taka á móti þeim áhorfendafjölda sem er að vænta fyrir mótið,“ sagði í tilkynningu japanska knattspyrnusambands- ins. FIFA leitar því að nýrri stað- setningu fyrir mótið. Alls taka sjö lönd frá sex heimsálfum þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. HM fer ekki fram í Japan KNATTSPYRNA Pepsí Max-deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV – Fylkir ...............17:15 Origo-völlurinn: Valur –Selfoss ...........19:15 HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar kvenna: Hertz höllin: Grótta – ÍBV ........................18 Austurberg: ÍR – Haukar.....................19:30 Selfoss: Selfoss – FH ............................19:30 Kórinn: HK – Valur...............................20:30 Coca Cola-bikar karla: Kórinn: HK – Fram ...................................18 Víkin: Víkingur – Valur.........................18:30 Set-höllin: Mílan – Fjölnir .........................20 Í KVÖLD! Í KÓPAVOGI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Kvennalið Breiðabliks skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar þegar það tryggði sér sæti í nýrri riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu, fyrst íslenskra liða, með fræknum 3:0-sigri gegn króatíska liðinu Osij- ek þegar liðin mættust í síðari leik sínum í annarri umferð keppninnar á Kópavogsvelli í gær. Fyrri leikn- um í Króatíu lauk með 1:1-jafntefli og vann Breiðablik þar með einvíg- ið samanlagt 4:1. Sigurinn í gær var aldrei í hættu eftir frábæra byrjun Blika. Með því að skora á 9. og 10. mínútu var tónninn strax gefinn og Blikar komnir í ákjósanlega stöðu. Liðið byrjaði svo síðari hálfleikinn af við- líka krafti og bætti við þriðja mark- inu þegar í upphafi hans. Eftirleik- urinn reyndist þá auðveldur og léku heimakonur á als oddi þar sem fleiri mörk hefðu hæglega getað lit- ið dagsins ljós. Breiðablik hefur verið tíður gest- ur í útsláttarkeppni Meistaradeild- arinnar í gegnum árin og hefur lengst komist í átta liða úrslit undir gamla fyrirkomulagi keppninnar. Frá og með tímabilinu sem nú er hafið, 2021/2022, verður keppnin hins vegar með nýju sniði þar sem 16 sterkustu lið Evrópu munu etja kappi í fjórum riðlum. Riðlakeppn- in hefst snemma í október og lýkur skömmu fyrir jól. Tvö lið í hverjum riðli fara upp úr þeim og áfram í átta liða úrslitin, en útsláttar- keppnin hefst í mars á næsta ári. Dregið verður í riðlana fjóra næst- komandi mánudag, 13. september. Sigur íslenskrar knattspyrnu Það verður að teljast mikill sigur fyrir Breiðablik en ekki síður ís- lenska knattspyrnu yfir höfuð að eiga fulltrúa í sterkustu keppni Evrópu. Sigurinn tryggir Breiða- bliki gífurlega fjármuni, en tæplega 76 milljónir króna fengust fyrir það eitt að tryggja sér sætið í riðla- keppninni. Þegar hún svo hefst síð- ar á árinu gefast fleiri tækifæri til þess að vinna sér inn enn meiri fjármuni, þar sem umtalsverðar upphæðir fást fyrir hvern sigur og hvert jafntefli, tæplega 7,6 millj- ónir króna fyrir sigur og tæplega 2,6 milljónir fyrir jafntefli. Í fjögurra liða riðli verður leikið heima og að heiman og því eru það sex leikir sem bíða Blika í riðla- keppni Meistaradeildarinnar í október, nóvember og desember. Laugardalsvöllur er eini löglegi völlurinn á Íslandi með tilliti til strangari reglna þegar komið er í riðlakeppni og verður fróðlegt að fylgjast með því þegar nær dregur hversu marga leiki Breiðablik kem- ur til með að geta spilað á honum, því ekki er beint hlaupið að því að spila á grasvelli hér á landi um há- vetur. Fyrstar í riðlakeppnina - Sögulegt afrek - Á meðal sextán bestu liða Evrópu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði Leikmenn Breiðabliks fagna sigrinum örugga gegn Osijek innilega á Kópavogsvelli í gær. Markakóngur þýsku bundeslig- unnar í handknattleik á síðasta tímabili, Ómar Ingi Magnússon, tók í gær upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar Magdeburg mætti Stuttgart í 1. umferðinni. Magdeburg sigraði 33:29. Ómar var markahæstur hjá Magdeburg með 9/3 mörk en gaf auk þess sex stoðsendingar á samherjana og stal boltanum einu sinni. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyr- ir Bergischer en liðið vann N- Lübbecke 24:20 á útivelli. Markakóngurinn tók upp þráðinn Ljósmynd/Instagramsíða Magdeburg Marksækinn Ómar Ingi varð markakóngur á síðasta tímabili. Miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir var valin í lið umferðarinnar í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu af hinu kunna dagblaði Aft- onbladet. Guðrún var valin fyrir frammistöðu sína í vörn Rosengård gegn AIK. Rosengård vann leikinn 3:0 og skoraði Guðrún eitt markanna með skalla. Guðrún er á sínu fyrsta tímabili með Rosengård og má segja að þar hafi hún leyst af hólmi Glódísi Perlu Viggósdóttur, sem fór til þýska stórliðsins Bayern Münch- en. sport@mbl.is Í liði vikunnar hjá Aftonbladet Ljósmynd/KSÍ Svíþjóð Guðrún Arnardóttir var í sviðsljósinu í síðustu umferð. BREIÐABLIK – OSIJEK 3:0 1:0 Hildur Antonsdóttir 9. 2:0 Taylor Ziemer 10. 3:0 Agla María Albertsdóttir 48. MM Agla María Albertsdóttir M Hildur Antonsdóttir Karitas Tómasdóttir Kristín Dís Árnadóttir Taylor Ziemer Telma Ívarsdóttir Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Abigail Marriott, Englandi Áhorfendur: 871. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, grein um leikinn og önnur umfjöllun – sjá mbl.is/sport/fotbolti. Afturelding tryggði sér í gærkvöldi sæti í efstu deild kvenna í knatt- spyrnu á næsta ári og fylgir þar með KR upp um deild en KR-ingar höfðu tryggt sér úrvalsdeildarsæti í síðustu umferð. Lokaumferðin fór fram í gær og æxluðust málin með þeim hætti í sumar að leikur Aftureldingar og FH í lokaumferðinni var hreinn úr- slitaleikur um að komast upp. Aft- urelding vann 4:0-stórsigur og skoraði Ragna Guðrún Guðmunds- dóttir tvívegis. Sigrún Gunndís Harðardóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoruðu einnig. KR vann deildina en Grótta og ÍA þurfa að sætta sig við að falla niður í 2. deild Íslandsmótsins. Afturelding leikur í efstu deild að ári Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áfangi Mosfellingar skutu upp flugeldum eins og sjá má þegar úrvalsdeildarsætið var í höfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.