Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI SUMARLEG SÆNGURVERASETTSÆNGURVER OG NÁTTSLOPPAR HÖFUM ÞAÐ GOTT HEIMA KERTATÍMIKósý ÚRVAL AD VÖNDUÐUM ILMKERTUM FRÁ FRANSKA MERKINU DURANCE, FULLKOMIN Á SÍÐSUMARKVÖLDUM Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Tónleikaröðin Jazz í hádeg- inu er hafin á ný í Borgar- bókasafninu og verða tón- leikar haldnir í dag í safninu í Gerðubergi kl. 12.15 og á morgun í Spöng- inni kl. 13.15. Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari koma fram á þeim og flytja efnis- skrá tileinkaða Miles Dav- is. Yfirskrift tónleikanna er Miles á 10 strengi og verða flutt verk sem Davis var skrifaður fyrir og segir í tilkynn- ingu að sagnir hermi að hann hafi verið lunkinn að eigna sér verk sem hann hljóðritaði þótt aðrir hafi skrifað þau. Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs og er markmið raðarinnar að færa djasstónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nær- umhverfi sínu. Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og sóttvarnareglum verður fylgt. Miles á 10 strengi í hádeginu FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Kvennalið Breiðabliks skráði sig á spjöld knattspyrnu- sögunnar þegar það tryggði sér sæti í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fyrst íslenskra liða, með fræknum 3:0-sigri gegn króatíska liðinu Osijek þegar liðin mættust í síðari leik sínum í annarri umferð keppninnar á Kópavogsvelli í gær. Fyrri leiknum í Króatíu lauk með 1:1-jafntefli og vann Breiðablik þar með einvígið samanlagt 4:1. Breiðablik hefur verið tíð- ur gestur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gegnum árin og komst lengst í 8-liða úrslit. »26 Breiðablik verður með í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Björn Sigurður Björnsson og Laufey Kristinsdóttir luku á dögunum við að spila á öllum 65 golfvöllunum sem eru á skrá Golf- sambands Íslands og fleirum til. „Sumarið 2019 áttuðum við okkur á því að við höfðum spilað á um 40 völlum innanlands og settum okkur þá það markmið að hafa spilað á öllum völlum landsins innan tveggja ára,“ segir Björn. Ekki er nóg með að þau hafi spilað á öllum skráðum völlum heldur reyndu þau jafnframt fyrir sér á fimm óskráðum völlum. „Okk- ur þykir gaman að spila golf, erum oft með settin í bílnum og spilum hvar sem er þegar við erum á ferð- inni um landið.“ Hann bætir við að mest hafi þau spilað um 90 hringi á sumri en yfirleitt fari þau 50 til 60 hringi. Laufey byrjaði markvisst í íþróttinni fyrir um áratug en Björn hefur stundað hana í um 40 ár. „Félagi minn átti poka, ég fór með honum í golf og eftir nokkur skipti kviknaði áhuginn heldur betur,“ segir hann um byrjunina. Laufey hafi snemma byrjað að slást í hóp- inn, en ekki tekið íþróttina alvar- lega fyrr en henni hafi verið boðið í kvennahóp. „Þá var ekki um neitt annað að ræða en að kaupa sett og skrá sig í klúbbinn.“ Golf í sumarfríum Þau eru félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur og kunna ákaflega vel við sig í Grafarholtinu en láta ekki þar við sitja. „Eftir að hún byrjaði á fullu breyttist líf okkar töluvert og síðan höfum við farið út um allt að spila golf.“ Hann segir að þau fari gjarnan í frí þar sem séu golf- vellir og skelli sér í golf auk ann- arrar afþreyingar. „Fyrir þremur árum vorum við til dæmis í fríi við Garda-vatn á Ítalíu og spiluðum þar á fimm völlum.“ Engir tveir golfvellir eru eins og upplifun kylfinga er misjöfn. „Nokkrir vellir bera af,“ segir Björn. „Erlendis er St. Andrews í Skotlandi í mestu uppáhaldi hjá okkur en erfitt er að gera upp á milli uppáhaldsvallanna hérlendis. Grafarholtið er okkar heimavöllur, alltaf er gaman að spila á Húsavík, frábært var að spila í 26 stiga hita á góðum velli í Vopnafirði og í 25 stiga hita og logni á mjög skemmti- legum og snyrtilegum Norðfjarðar- velli. Þessir þrír síðastnefndu vellir eru skemmtilegastir á landsbyggð- inni en þegar á heildina er litið eru Grafarholtið, Akureyrarvöllur og völlurinn í Eyjum á meðal fimm þeirra skemmtilegustu.“ Margir vellir komu þeim skemmtilega á óvart. Í fyrrasumar spiluðu þau fyrst golf á Vest- fjörðum og þar hælir Björn sér- staklega völlunum á Patreksfirði, Bíldudal og Þingeyri. Hann nefnir líka vellina í Ólafsfirði, á Álftanesi og Garðavöllinn undir Jökli á Snæ- fellsnesi. „Uppbyggingin á fámenn- um stöðum er mesta undrunar- efnið. Það er merkilegt hvað margir litlir vellir úti á landi með kannski bara 40 manns á bak við sig eru góðir, þar hafa menn lyft grettistaki og gert flotta velli.“ Breytt líf með golfinu - Hjónin Björn Sigurður Björnsson og Laufey Kristinsdóttir hafa spilað á öllum golfvöllum landsins Í Vopnafirði Hjónin eru ánægð með völlinn og segja ánægjulegt að hafa spilað þar í 26 stiga hita í sumar. Í Vestmannaeyjum Björn Sigurður Björnsson og Laufey Kristinsdóttir segja völlinn einn þann skemmtilegasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.