Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 2
9,8%
11,1%
12,0% 12,%1
12,8% 12,5% 12,1%
11,5%
10,0%
7,4%
6,1%
5,5%
15%
10%
5%
0%
Þróun atvinnuleysis síðustu 12 mánuði
September 2020 til ágúst 2021
sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst
Almennt atvinnuleysi
Vegna skerts starfshlutfalls
9,0
1,2
9,9
1,4
10,6
1,4
10,7
1,2
11,6
1,1
11,4
1,1
11,0
1,1
10,4
9,1
7,4
6,1 5,5
Heimild: Vinnumálastofnun
Verulega dró úr atvinnuleysi á land-
inu í ágúst þegar skráð atvinnuleysi
minnkaði í 5,5% úr 6,1% í júlí. Heild-
aratvinnuleysi hefur ekki mælst
minna frá því í febrúar í fyrra.
Vinnumálastofnun (VMST) birti
yfirlit yfir stöðuna á vinnumarkaði í
gær þar sem fram kemur að 11.499
voru án atvinnu í lok ágúst og fækk-
aði atvinnulausum körlum um 404 og
konum um 634 frá júlílokum.
VMST spáir því að draga muni
áfram úr atvinnuleysi í september og
verða á bilinu 5,1% til 5,4%.
Atvinnuleysi í ágúst var sem fyrr
mest á Suðurnesjum en það hefur
minnkað verulega á umliðnum mán-
uðum. Var skráð atvinnuleysi á
svæðinu 9,7% í seinasta mánuði og
minnkaði úr 10,9% í júlí. Næstmest
var atvinnuleysið 6,1% á höfuð-
borgarsvæðinu.
12,8% atvinnuleysi meðal
erlendra ríkisborgara
„Alls voru 4.492 erlendir atvinnu-
leitendur án atvinnu í lok ágúst og
fækkaði um 440 frá júlí eða að með-
altali um 9% frá júlí. Mesta hlutfalls-
lega fækkun atvinnulausra frá júlí
var meðal atvinnulausra erlendra
ríkisborgara í ferðatengdri starf-
semi ýmiss konar eða um 12% svo og
í menningartengdri starfsemi ýmiss
konar. Þessi fjöldi samsvarar um
12,8% atvinnuleysi meðal erlendra
ríkisborgara,“ segir VMST.
omfr@mbl.is
Verulega dregur
úr atvinnuleysi
- Spár um áframhaldandi lækkun
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Auglýsing um framlagningu
kjörskráa vegna kosninga
um sameiningu sveitarfélaga
Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu
sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings
ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og
Skaftárhrepps, sem haldnar verða laugardaginn
25. september 2021, skulu lagðar fram eigi síðar en
15. september 2021.
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu
sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað
sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá
skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til
kjördags.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við
kjörskrár er bent á að senda þær hlutaðeigandi
sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu,
10. september 2021.
Samverustund var haldin í Dómkirkjunni í gær vegna
alþjóðlegs forvarnadags sjálfsvíga. Tilgangur dagsins
er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra
sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Í lok stundarinnar var kveikt á kertum til að minnast
látinna ástvina. Tendraði þessi unga stúlka þá ljós á
einu kerti, til minningar um föður sinn.
Salbjörg Bjarnadóttir stýrði samverustundinni og
söngvarinn KK flutti tónlist, auk þess sem Björn Hjálm-
arsson læknir var með hugvekju og Edda Björgvins-
dóttir talaði af reynslu sem aðstandandi og ávarpaði
viðstadda.
Í tilefni alþjóðadagsins voru einnig samverustundir
víða um land. Þá var fólk hvatt til að kveikja á kerti og
setja út í glugga til að minnast þeirra sem fallið hafa
fyrir eigin hendi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tendruðu ljós fyrir látna ástvini
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Landslagið er að breytast hjá kon-
unum í knattspyrnunni í Evrópu.
Fjárhagslegur ávinningur í Evrópu-
keppnum félagsliða hefur ekki verið
umtalsverður í kvennaflokki. Í karla-
flokki hefur mikið fé farið frá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu til þeirra
liða sem ná árangri í Evrópukeppn-
unum. Hæstu upphæðirnar hafa ver-
ið í Meistaradeild Evrópu.
Áhugi sjónvarpsáhorfenda í álf-
unni á Meistaradeild kvenna hefur
aukist til muna. Fyrir vikið var fyrir-
komulagi keppninnar breytt fyrir
keppnistímabilið 2021-2022 og er
notast við riðlakeppni eins og hjá
körlunum. Áður var útsláttar-
fyrirkomulag notað í Meistaradeild
kvenna, líkt og unnendur bolta-
greina þekkja úr bikarkeppnum.
Með riðlakeppninni er leikjum í
keppninni fjölgað og umgjörðin
verður áhugaverðari fyrir sjónvarps-
stöðvar. Í þeim geira eru fyrirtækin
nú tilbúin til að greiða mun hærra
verð en áður fyrir sjónvarpsréttinn
að Meistaradeild kvenna.
Útgreiðsla frá Knattspyrnusam-
bandi Evrópu, UEFA, til aðildar-
félaga vegna Meistaradeildar
kvenna mun hækka um liðlega fjórar
milljónir evra. Eins og fram kemur á
íþróttasíðum blaðsins í dag hefur
Breiðablik unnið sér inn á milli 70 og
80 milljónir vegna árangurs kvenna-
liðs félagsins á síðustu vikum.
Breiðablik komst í gegnum fyrstu
tvær umferðir Meistaradeildarinnar
og mun leika í riðlakeppninni ásamt
bestu liðum Evrópu.
Aðildarsambönd UEFA hafa notið
notið góðs af vinsældum Meistara-
deildar karla í sjónvarpi. Félög á Ís-
landi hafa fengið greiðslur vegna
þessa sem hafa verið kenndar við
barna- og unglingastarf. Næsta vor
munu væntanlega öll félög sem eiga
lið í efstu deild kvenna í sumar fá
greiðslur sem til eru komnar vegna
sölu á sjónvarpsrétti á Meistaradeild
kvenna. »48
Aukinn áhugi hefur mikil áhrif
- Mun hærri greiðslur en áður vegna Meistaradeildar kvenna - Íslensk félög fá greiðslu næsta vor
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Smárinn Leikmenn Breiðabliks þakka áhorfendum á Kópavogsvelli fyrir
stuðninginn á fimmtudagskvöldið þegar liðið sló Osijek frá Króatíu út.
Andlát Daníels Eiríkssonar, sem lést
á Landspítalanum í apríl á þessu ári
eftir að honum voru veittir áverkar í
Vindakór í Kópavogi degi áður, er
ekki komið á borð héraðssaksókn-
ara. Þetta kemur fram í svari emb-
ættis héraðssaksóknara við fyr-
irspurn mbl.is.
Rúmenskur karlmaður, sem um
tíma sat í gæsluvarðhaldi vegna
málsins, sagði að um slys hefði verið
að ræða og kvaðst niðurbrotinn
vegna andláts Daníels.
Tengsl voru á milli mannanna og
einhver samskipti á milli þeirra, eins
og Margeir Sveinsson yfirlög-
regluþjónn rannsóknardeildar stað-
festi í kjölfar málsins. Margeir sagði
einnig að málið tengdist að öllum
líkindum ekki skipulagðri glæpa-
starfsemi eða manndrápinu í Rauða-
gerði. Þrír karlmenn voru upp-
haflega handteknir vegna Vinda-
kórsmálsins en tveimur þeirra var
sleppt úr haldi stuttu síðar.
Ekki komið á borð
héraðssaksóknara