Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 14
2021 ALÞINGISKOSNINGAR14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
„Hér fyrir vestan vil ég búa. Stjórnmálamenn þurfa þó að
bæta úr ýmsu,“ segir Ástrún Sigríðardóttir, leikskólaliði á
Ísafirði. „Vegakerfið þarf að bæta og símasamband í Djúp-
inu. Þar hafa orðið slys og slæmt er að vita að fjarskiptin séu
í ólagi. Sjúkrahús og heilsugæslu þarf að styrkja með fleiri
sérfræðingum. Tryggja verður að úti á landi sé sambæri-
legur aðgangur að opinberri þjónustu og fyrir sunnan.“
Fleiri sérfræðinga og síma í Djúpið
„Ríkið þarf að skapa sveitarfélögum skilyrði til að geta
áfram veitt íbúum grunnþjónustu sem nútíminn krefst,“ seg-
ir Sveinn Ragnarsson, bóndi og verktaki á Svarfshól í Reyk-
hólasveit. „Skólar, verslun og vegir; þetta þarf allt að vera til
staðar og virka. Já, ég get sætt mig við sömu flokka í ríkis-
stjórn; að minnsta kosti sé ég ekki annan betri kost í augsýn
en að þeir verði áfram við völd.“
Grunnþjónustan þarf að virka
„Góðar samgöngur, heilbrigðisþjónusta og atvinnumál eru
ofarlega á baugi í þessu kjördæmi. Einnig landbúnaðarmál,“
segir Hrefna Jóhannesdóttir á Silfrastöðum í Skagafirði og
oddviti Akrahrepps. „Umhverfismálin koma sterk inn. Nytja-
skógrækt skilar bændum afurðum og tekjum áratugum fyrr
en vænst var. Stjórnmálamenn ættu því að gefa skógar-
búskap meiri gaum þegar horft er á stóru myndina.“
Umhverfismál og nytjaskógrækt
„Efla þarf gjaldeyrissköpun svo halda megi velferðarkerfinu
uppi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness. „Bygging vetnisverksmiðju á Grundartanga, sem
er í deiglunni, væri frábært fyrir umhverfismál og Akranes-
svæðið. Alls 90 milljarða króna fjárfesting og 270 ný störf
myndu skapast. Alltaf er mikilvægt að vel takist til við að
stjórna landinu, slíkt er mikilvægt og óháð flokkslínum.“
Gjaldeyrissköpun og velferðarmál
Hvað brennur á íbúum?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi í
þingkosningunum 25. september eru
21.548 manns eða 8,46% þeirra lands-
manna sem hafa kosningarétt. Hið
víðfeðma Norðvesturkjördæmi er því
sem næst fjórðungur af Íslandi.
Þarna eru grunnatvinnuvegir í að-
alhlutverki; sjávarútvegur, landbún-
aður og stóriðja. Fiskeldi og ferða-
þjónusta eru greinar sem komið hafa
sterkar inn á síðustu árum. Hags-
munir og skilyrði atvinnurekstrar eru
alltaf ofarlega í pólitískri umræðu úti
á landi, þótt líka sé sagt að í dreifbýli
snúist pólitíkin öðru fremur um veg-
ina. Víst er líka að mörg stórverkefni
í samgöngumálum bíða úrlausnar í
NV-kjördæmi. Þar má nefna upp-
byggingu vega um Skógarströnd við
innanverðan Breiðafjörð og á Vatns-
nesi. Einnig að grafa þurfi jarðgöng
um Mikladal, Hálfdán og Súðavíkur-
hlíð fyrir vestan. Sömuleiðis þurfi
betri vegi í sveitum, þaðan sem marg-
ir sækja vinnu eða skóla í þéttbýli.
„Í samtölum við frambjóðendur
höfum við lagt áherslu á samgöngu-
mál og minnt á að hve hátt hlutfall
malarvega er hér,“ segir Unnur Val-
borg Hilmarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka sveitarfélaga á Norð-
urlandi vestra. „Atvinnumálin eru
ofarlega á lista og eins raforkan. Ekki
hefur enn verið gengið frá öllu því
sem gera átti eftir óveðrið á aðventu
2019 til að tryggja öryggi fólks í lang-
varandi rafmagnsleysi.“
Vilja góð búsetuskilyrði
„Samgöngur, heilbrigðisþjónusta
og góð skilyrði fyrir atvinnulífið;
kosningamálin eru svipuð hvar sem
borið er niður í kjördæminu,“ segir
Páll Snævar Brynjarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi. „Aðstæður eru um
margt svipaðar til dæmis í Borgar-
firði og Norðurlandi vestra. Sjávar-
útvegsmálin koma svo alltaf sterk
inn, til dæmis á Snæfellsnesi og Vest-
fjörðum. Í stóru myndinni er þetta
annars þannig að fólk vill góð búsetu-
skilyrði í sinni heimabyggð og er
áfram um úrbætur. Slík mál yfir-
gnæfa annað úti á landi svo umræða
um til dæmis mannréttindi, stöðu
minnihlutahópa og slíkt verður aldrei
mjög áberandi.“
Þingmenn Norðvesturkjördæmis
eru og verða átta; þar af einn í upp-
bót. Þá ber líka að hafa í huga að vægi
atkvæða er hvergi meira á landinu. Í
kosningum til Alþingis árið 2017 voru
2.690 atkvæði á bak við hvert þing-
sæti í NV en 5.350 í Suðvestur-
kjördæmi. Styrkleikamunurinn er
svipaður enn.
Sé litið á skipan framboðslista nú
sést að fólk í „öruggum sætum“ er
margt af Akranessvæðinu eða úr
Skagafirði. Færri eru af Vestfjörðum
þaðan sem margir helstu málafylgju-
menn íslenskra stjórnmála fyrr á tíð
komu.
Spurt um sameiningu
Jafnhliða því sem íbúar í Húna-
vatnshreppi á Norðurlandi vestra
kjósa til Alþingis fer þar fram könnun
um viðhorf til sameiningar sveitar-
félagsins við Blönduósbæ. Meirihluti
var fyrir því í kosningum sl. vor, þótt
tillagan sem kosið var um þá væri
felld en hún miðaði að sameiningu
allra sveitarfélaganna í Austur-
Húnavatnssýslu, sem í dag eru fjög-
ur.
Úrslit kosninga í okt. 2017 Þingmenn og fylgi nú skv. könnunum MMR
3.177 atkv. 18,4% 2 þingm. B – Framsókn 20,1% 2 þingm.
423 atkv. 2,5% C – Viðreisn 4,4%
4.233 atkv. 24,5% 2 þingm. D – Sjálfstæðisflokkur 27,1% 3 þingm.
911 atkv. 5,3% F – Flokkur fólksins 3,9%
J – Sósíalistaflokkur 7,1%
2.456 atkv. 14,2% 2 þingm. M – Miðflokkur 5,4% 1 þingm.
1.169 atkv. 6,8% P – Píratar 4,6%
1.681 atkv. 9,7% 1 þingm. S – Samfylking 12,2% 1 þingm.
3.177 atkv. 18,4% 1 þingm. V – Vinstri græn 11,6% 1 þingm.
Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá
Akrahreppur 151
Akranes 5.355
Árneshreppur 40
Blönduós 622
Bolungarvík 597
Borgarbyggð 2.566
Dalabyggð 483
Eyja- og Miklaholtshr. 73
Grundarfjarðarbær 536
Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá
Helgafellssveit 54
Húnavatnshreppur 302
Húnaþing vestra 858
Hvalfjarðarsveit 499
Ísafjarðarbær 2.557
Kaldrananeshreppur 88
Reykhólahreppur 171
Skagabyggð 67
Skorradalshreppur 53
Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá
Snæfellsbær 1.042
Strandabyggð 331
Stykkishólmur 786
Súðavíkurhreppur 133
Sveitarf. Skagafjörður 2.985
Sveitarf. Skagaströnd 351
Tálknafjarðarhreppur 169
Vesturbyggð 679
Samtals 21.548
Norðvesturkjördæmi
Íbúafjöldi:
31.218
Fjöldi á kjörskrá:
21.548
sem er fjölgun um 32 frá
kosningunum í október 2017
Fjöldi þingsæta: 8
(þar af eitt jöfnunarþingsæti)
Fjöldi sveitarfélaga: 26
Kjörsókn í október 2017: 83,1%
Vesturland Vestfirðir
Norðurland vestra
Lilja Rannveig
Sigurgeirsdóttir
Stefán Vagn
Stefánsson
Haraldur
Benediktsson
Teitur Björn
Einarsson
Þórdís K.R.
Gylfadóttir
Bergþór Ólason
Valgarður L.
Magnússon Bjarni Jónsson
B B
D D
D
M
S
V
Patreksfjörður
Ísafjörður
Sauðárkrókur
Skagaströnd
Blönduós
Hvammstangi
Hólmavík
BúðardalurStykkishólmur
Ólafsvík
Grundarfjörður
Borgarnes
Akranes
Bolungarvík
Talning atkvæða
verður í Borgarnesi
Vægi atkvæðanna er hvergi meira
Átta á þing úr Norðvestur-
kjördæmi. Kjósendur vilja
vegi og þjónustu. Akranes
sterkt. Umræða um
atvinnumál áberandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mannnlíf Leikskólabörn á gangi á Skagabraut á Akranesi, sem er fjölmenn-
asta byggðarlagið í Norðvesturkjördæmi. Fagurblátt Akrafjall í bakgrunni.
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.