Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Lundinn er nú að mestu farinn frá Vestmannaeyjum til vetrarstöðva sinna á úthafinu. Sigurgeir Jón- asson, ljósmyndari og fugla- áhugamaður, hefur farið í úteyjar Vestmannaeyja í minnst 75 ár. Hann fór fyrst með föður sínum, Jónasi Sigurðssyni í Skuld, þegar hann var 5-7 ára og hefur farið flest sumur síðan þá. Sigurgeir er Álseyingur og skrapp í Álsey í sumar og háfaði nokkra lunda í soðið þegar veiði var leyfð. „Maður er ekki búinn að gleyma bragðinu,“ sagði Sigurgeir. Hann var ánægður með betra ástand lundans nú en undanfarin ár. Hér birtast nokkrar lundamynd- ir úr viðamiklu ljósmyndasafni Sig- urgeirs, sjá sigurgeir.is. Lundapysjutímanum er að mestu lokið. Á vefnum lundi.is var búið að skrá 4.567 pysjur í gær. Meðal- þyngdin var 317 grömm. Margrét Lilja Magnúsdóttir, líffræðingur og einn umsjónarmanna Pysjueftirlits- ins, sagði að pysjur sem var bjargað í bænum hefðu líklega verið tals- vert mikið fleiri. „Í fyrra var eitthvað um að fólk skráði pysjurnar hjá sér á blað og færði svo inn á vefsíðuna í lokin. Við biðjum fólk um að klára skrán- inguna,“ sagði Margrét. Hún sagði líka eitthvað um að fólk sleppti því að skrá pysjur sem það finnur. „Pysjurnar komu snemma nú og áður en skólarnir byrjuðu. Helgina sem mest var af pysjum, í kringum 12.-15. ágúst, komu mjög margir of- an af landi í pysjubjörgun. Ég veit ekki hvort allir vissu af skráning- unni. Það gætu því fleiri pysjur hafa farið framhjá kerfinu nú en venjulega,“ sagði Margrét. Lundapysjurnar voru óvenju vel haldnar þetta árið. „Ég hélt fyrst að vigtunin væri ekki rétt, en það gátu ekki allar vigtir í bænum verið vitlausar,“ sagði Margrét. „Þetta er orðið eins og í gamla daga, bæði pysjutíminn og stærðin á pysjunum. Eins var fjöldi lunda í brekkunum eins og maður man.“ gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Álsey Þétt lundabyggð er í Álsey sem er þriðja stærsta útey Vestmannaeyja. Þar var mikið veitt af lunda á árum áður. Þá voru geldfuglarnir veiddir en sílisfuglar, sem áttu pysju í holu, voru ekki háfaðir. Hér er horft úr Álsey yfir í Hellisey. Kolapiltur Svo eru kallaðir þeir lundar sem eru dökkir í vöng- um líkt og pysjurnar. Þeir eru enn í vetrarbúningi yfir sumarið. Lundaprins Mörg litaafbrigði af lunda eru þekkt og hefur hvert sitt heiti. Lesa má um litaafbrigðin á vefnum lundi.is. Gott lundasumar er að baki - Lundastofninn í Vestmannaeyjum rétti úr kútnum í sum- ar - Lundapysjurnar voru vel gerðar eins og í gamla daga Lending Það er oft þétt setinn bekkurinn í lundabyggðunum og því þarf að vanda sig vel þegar lent er við bjargbrúnina. Hvert lundapar á sína holu. Æti Lundarnir þurftu ekki að sækja langt eftir æti handa pysjunum í sumar og komu með fulla gogga af pattaralegum sílum. Pysjurnar fengu því nóg. WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U L L O G D E M A N TA R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.