Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
VIÐTAL
Atli Vigfússon
Laxamýri
„Ég vil gefa eitthvað af mér og gera
það sem kemur öðru fólki til góða.
Það skiptir máli að nýta hlutina og
mér finnst svo gaman þegar eitthvað
notað fer á góðan stað og fær nýtt
hlutverk.“
Þetta segir Helga Guðrún Helga-
dóttir, sauðfjárbóndi í Skarðaborg í
Reykjahverfi, en þetta er þriðja sum-
arið sem hún er með nytjamarkað
heima hjá sér með hjálp systur sinn-
ar, Kristínar Helgadóttur, kennara á
Húsavík. Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt í sumar að sögn Helgu
en veðrið hefur verið frábært og það
hefur verið hægt að hafa söluvarn-
inginn úti, sitja við borð í sólskininu
og njóta veitinga á nytjamarkaðnum.
„Þetta byrjaði allt með því að ég
þurfti að ganga frá þremur búslóð-
um, þ.e. dánarbúum o.fl. og vildi
finna leið til þess að hlutirnir gengju í
endurnýjun lífdaga og því kom þessi
hugmynd fram um að selja hér í fjár-
húsunum það sem væri nýtilegt. Það
var raunar eina plássið sem ég
hafði,“ segir Helga. Þetta var líka
leið fyrir þær systur til þess að vera
meira saman og gera eitthvað nyt-
samlegt.
Sælla er að gefa en þiggja
Strax voru þær sammála um að
allir peningar sem kæmu inn færu til
góðgerðarmála. Fyrsta sumarið
styrktu þær systur Styrktarsjóð
sjúkrahússins á Húsavík með 600
þúsund króna peningagjöf. Í fyrra
gáfu þær 900 þúsund til Hvamms,
dvalarheimilis aldraðra.
Í sumar hafa þær safnað fyrir
Krabbameinsfélag Þingeyinga og nú
er komin inn 1.5 milljón króna sem
þær systur ætla að færa félaginu. Öll
vinna þeirra við nytjamarkaðinn er
þeirra framlag til þess málefnis sem
unnið er að hverju sinni. T.d. hefur
Helga bakað mikið af brauði, bæði til
þess að selja og bjóða viðskiptavin-
um upp á þegar þeir koma til þess að
líta á varninginn. Mikið hveiti, mörg
egg o.fl. hafa farið í baksturinn en
Helga segist vilja bjóða fólki upp á
eitthvað þegar það kemur enda er
það gamall sveitasiður að bjóða kaffi
og með því. Þá fá allir krakkar eitt-
hvert góðgæti og Helga orðar það
svo að sælla sé að gefa en þiggja.
Fjárhúsin fengu nýtt hlutverk
Til þess að gera fjárhúsin vistlegri
var breiddur dúkur á veggi og yfir
garðana og er hlutunum komið hag-
anlega fyrir. Það er gott skjól sunnan
við fjárhúsin og þegar sólin skín er
söluvarningurinn borinn út og þá
verður þetta að hluta til útimark-
aður.
Helga segir að það sé mikið verk
að bera allt út og raða upp áður en
fólkið kemur og svo þarf líka að bera
allt inn á kvöldin þegar allir eru farn-
ir. Þarna er úr mörgu að velja og má
þar nefna barnadót, bækur, fatnað,
hljómdiska, búsáhöld í stórum stíl,
myndir, jólaskraut o.m.m.fl. Í sumar
hefur verið opið tuttugu daga og hafa
mjög margir lagt leið sína í Skarða-
borg enda hefur framtakinu verið
mjög vel tekið.
Margir vilja gefa
Þær systur eru sammála um að
það sé ótrúlegt hve margir hafi viljað
leggja þessu lið og fólk hafi verið
mjög fúst til þess að gefa á mark-
aðinn. Sumir hafi komið með mjög
mikið af ýmsum varningi og stundum
svo mikið að það hafi verið töluverð
vinna að taka við því og flokka það.
Þannig stækkaði nytjamarkaðurinn
sem var ekki svo stór í upphafi. Fólk
sýndi að það hafði áhuga á því að ein-
hver gæti notað það sem það var
sjálft búið að leggja frá sér. Það er
hins vegar töluvert mál þegar á að
fara að ganga frá svona markaði í lok
sumars því þá þarf marga kassa en
öllu þarf að koma í geymslu. Fjár-
húsin gegna öðru hlutverki yfir vet-
urinn, kindurnar þurfa pláss og því
þarf að tæma aðstöðuna.
Þær systur hafa geymt töluvert af
dóti í aðgerðarskúr föður þeirra á
Húsavík þar sem er að finna
geymsluloft og sumt fer í sölu annars
staðar, m.a. hjá Rauða krossinum.
Með sól í hjarta
Nú er sumarið á enda og þær
Helga og Kristín eru himinsælar
með afraksturinn. Það hefur verið
gefandi og skemmtilegt að hitta allt
það fólk sem hefur litið við og margir
eru þeir sem hafa fundið eitthvað
nytsamlegt. Þá eru þær mjög þakk-
látar öllum þeim sem hafa gefið muni
á markaðinn og eins þeim sem hafa
styrkt þessa fjáröflun með mynd-
arlegum hætti.
Og auðvitað er það með sól í hjarta
sem þær systur færa Krabbameins-
félagi Þingeyinga vegalega pen-
ingagjöf, þ.e. 1,5 milljónir króna, og á
sama tíma hefur nytjamarkaðurinn í
fjárhúsunum í Skarðaborg sannað
gildi sitt.
Nytjamarkaður í fjárhúsunum
- Markaður starfræktur þriðja sumarið í röð á bænum Skarðaborg í Reykjahverfi - Sauðfjárbónd-
inn hefur fengið góða aðstoð frá systur sinni - Allur afrakstur hefur runnið til góðgerðarmála
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Systur Kristín og Helga Guðrún Helgadætur hafa staðið fyrir nytjamarkaðnum í Reykjahverfi í sumar.
Nytjamarkaður Það kennir ýmissa grasa í fjárhúsinu, bækur og fleira.
Nemendur úr Kársnesskóla og leik-
skólabörn komu saman í hádeginu í
gær ásamt bæjarstjóra, bæjarstjórn
Kópavogs og fulltrúum Kársnes-
skóla í tilefni þess að framkvæmdir
eru hafnar við nýjan Kársnesskóla
við Skólagerði.
Í tilefni dagsins færðu fulltrúar
barna í 1. bekk og fulltrúar leik-
skólabarna bæjarstjóra Kópavogs,
Ármanni Kr. Ólafssyni, myndir af
draumaskólanum sínum. Þá tók kór
Kársnesskóla lagið ásamt leikskóla-
börnum og börnum úr 1. bekk.
Nýr skóli við Skólagerði mun
hýsa leikskóla og nemendur í 1. til
4. bekk Kársnesskóla. Stefnt er að
því að skólinn verði tekinn í notkun
árið 2023.
Kársnesskóli var rýmdur vorið
2017 vegna raka- og myglu-
skemmda og var afráðið að rífa
húsnæði skólans og byggja nýtt.
Skipaður var stýrihópur sem m.a.
vann þarfagreiningu fyrir nýtt
skólahúsnæði. Niðurstaðan var að
byggja hús úr timbri. Verður það
fyrsta skólahúsnæði landsins sem
verður Svansvottað. Mannvit sá um
hönnun í samstarfi við Batteríið.
Fögnuðu byggingu
nýs Kársnesskóla
Kópavogur Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og skólastjórar tóku við hug-
myndum nemenda í gær um draumaskóla þeirra á Kársnesinu.
Opið
streymi
Sérstakir formannaþættir í aðdraganda kosninga
eru farnir af stað og 13. september situr
Gunnar Smári Egilsson
formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, fyrir svörum
Leiftrandi umræða sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara
mbl.is/dagmal
13. sept.