Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 21
setningin með óhefðbundnu sniði
þetta haustið, þar sem nemendum
var boðið að koma í skólann í sínum
bæjarkjarna og hitta umsjón-
arkennara sinn í nemendaviðtali. Í
skólanum þennan veturinn eru 209
nemendur, sem skiptast þannig að
109 eru í húsnæðinu við Norðurgötu
á Siglufirði, þ.e. í 1.-5. bekk, og 101 í
húsnæðinu við Tjarnarstíg í Ólafs-
firði, í 6.-10. bekk.
- - -
Í Tónlistarskólanum á Trölla-
skaga eru 226 nemendur. Eru þeir
ýmist í einkatímum eða hóptímum,
auk frístundar, og svo sér skólinn
um alla tónmenntartíma í grunn-
skólum í Dalvíkurbyggð og Fjalla-
byggð. Sveitarfélögin tvö eru á pari
hvað varðar fjölda nemenda í hvoru
byggðarlagi fyrir sig, að sögn Magn-
úsar G. Ólafssonar skólastjóra.
Kennarar eru 15 talsins. Söngurinn
er vinsælastur, síðan gítar, píanó,
trommur, fiðla og svo eru önnur
hljóðfæri með færri nemendur.
- - -
Í Menntaskólanum á Trölla-
skaga, sem er til húsa í Ólafsfirði,
eru 493 nemendur skráðir í nám.
Þar af eru um 400 fjarnemar. Að
venju eru nemendur víða að af land-
inu og einnig nokkrir sem búa er-
lendis (14). Að þessu sinni hefja 18
nemendur, sem útskrifuðust úr
grunnskóla síðastliðið vor, nám.
Einnig sækja 18 grunnskólanemar
áfanga við skólann, flestir úr Fjalla-
byggð.
- - -
Vinna við snjóflóðavarnir í
Hafnarfjalli hefur verið í fullum
gangi frá því í vor. Hefur þyrla kom-
ið reglulega til þess að ferja búnað
og byggingarefni upp í fjallið í þess-
um 4. áfanga verkefnisins. Fyrstu
framkvæmdir við snjóflóðavarnir í
firðinum hófust árið 1998, þegar
byggðir voru háir garðar syðst í
bænum, sem leiða snjóflóð fram hjá
byggðinni. Árið 2003 hófust fram-
kvæmdir við þvergarða yfir allri
byggðinni og 1. áfangi við uppsetn-
ingu stoðvirkja. Framkvæmdir við
2. áfanga hófust vorið 2013 og lauk
haustið 2015. Framkvæmdir við 3.
áfanga hófust svo haustið 2015 og
lauk árið 2018.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Jón Arilíus segir að skráning
slysa sé í góðu horfi hjá Sjúkra-
tryggingum Íslands, lögreglu og
Landhelgisgæslu. Flest málin koma
einnig á borð sjóslysanefndar, sem
skráir þau og fjallar sérstaklega um
þau stærstu og þau sem draga má
lærdóm af.
Hann segir að nú sé nokkuð full-
komin tölfræði fyrir hendi um slys
og atvik á sjó, nokkuð sem ekki var
til að dreifa fyrir 20 árum. Ekki sé
lengur verið að elta hvert einasta at-
vik, t.d. þegar bátar verða vélarvana
án frekari erfiðleika eða eftirmála,
en farið sé yfir öll atvik þannig að
tölulegar upplýsingar eru nú fyrir
hendi.
Jón Arilíus hefur ekki áhyggjur
af verkefnaskorti nú þegar hann
lætur af störfum sem rann-
sóknastjóri. Hann segir að fjöl-
skyldan sé orðin nokkuð stór,
þau eigi sumarbústað í Ölveri
undir Hafnarfjalli og veiðiferðir
og ýmislegt fleira muni eflaust
fá aukinn tíma í framtíðinni. Svo
er það kannski golfið.
„Ég og konan mín, Sigrún Elín
Svavarsdóttir, erum komin í Há-
skólann, nánar tiltekið á nám-
skeið hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands, þar sem við
lærum um frumatriði í golfi hjá
Magnúsi Birgissyni á þriggja
kvölda námskeiði. Það verður
spennandi að sjá hvert það leið-
ir okkur,“ segir Jón Arilíus Ing-
ólfsson.
Kynnast golfi
í Háskólanum
NÓG AF VERKEFNUM
„Prestar eru uggandi yfir stöðu mála
og þróun,“ segir sr. Ninna Sif Svav-
arsdóttir, formaður Prestafélags Ís-
lands. Ráðningarstopp gildir innan
þjóðkirkjunnar að minnsta kosti
fram í nóvember. Þetta er skv. sam-
þykkt Kirkjuþings og er viðbragð við
þröngri fjárhagsstöðu.
Fyrir nokkrum misserum var
gengið frá nýju samkomulagi þjóð-
kirkjunnar og ríkisins. Þar var
skerpt var á ýmsum málum svo sem
að prestar væru ekki lengur emb-
ættismenn heldur starfsmenn Bisk-
upsstofu. Einnig að ríkið greiði laun
presta, en þar er m.a. byggt á svo-
nefndu kirkjujarðasamkomulagi.
„Kirkjuþing taldi samninginn góð-
an og að ekki yrði lengra komist. Nú
kemur annað á daginn, samanber að
ekki er ráðið í störf sem losna,“ segir
Ninna Sif. Í því sambandi bendir hún
á að starfi sóknarprests í Skálholti sé
nú sinnt af héraðspresti á Suður-
landi. Þá hafi presturinn á Skaga-
strönd, eins og sagði frá í Morgun-
blaðinu í gær, þjónustu á Blönduósi
með höndum tímabundið.
„Staðan hefur verið sú að laun 138
presta á landinu eru greidd af rík-
inu,“ segir Ninna.
„Við prestar er-
um flest fylgjandi
auknu sjálfstæði
kirkjunnar, einn-
ig fjárhagslegu.
Viðbótarsam-
komulagið var þó
aldrei rætt þann-
ig að með sam-
þykkt þess
myndu kjör
presta rýrna eða þeim fækkað.“
Á vettvangi þjóðkirkjunnar hefur
síðustu árin verið rekin sú stefna að
sameina prestaköll; sem nú ná yfir
víðfeðmari svæði en áður og er jafn-
framt þjónað af nokkrum prestum.
Reynsluna af þessu fyrirkomulagi
segir Ninna Sif vera ágæta. Prestar
séu yfirleitt ánægðir með samstarf í
stærri einingum en ekki megi þó öllu
fórna. Margir óttist að þar sem
prestaköll hafi verið sameinuð, og
fleiri prestar starfi saman, verði
þeim svo fækkað í fyllingu tímans.
Slíkt muni bitna bæði á sóknarbörn-
um og þjónustu kirkjunnar sem
prestar leggja sig eftir að veita, ekki
síst þegar áföll dynja yfir. sbs@mbl.is
Kirkjan sparar og uggur í prestum
- Ráðningarstopp - Efasemdir um samning við ríki - Þjónustan gæti skerst
Ninna Sif
Svavarsdóttir
Opið virka daga frá kl. 9 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14.
Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn á sminor.is.
Uppþvottavél
SN 43EC16CS (svört)
13 manna. Sex kerfi og fjögur sérkerfi.
Hljóð: 44 dB.
Fullt verð: 149.900 kr.
Tilboðsverð:
Þvottavél
WM 14SO8DN
Tekur mest 8 kg og vindur upp í
1400 sn./mín. Kolalaus mótor. i-Dos:
Sjálfvirk skömmtun fyrir fljótandi
þvottaefni.
Fullt verð: 169.900 kr.
Tilboðsverð:
Tekur mest
8
Bakstursofn
HB 478GCB0S (svart stál)
Stórt ofnrými. Kjöthitamælir.
Matreiðslutillögur.
Brennslusjálfhreinsun.
Fullt verð: 179.900 kr.
Tilboðsverð:
Kæli- og frystiskápar
KG 33VVLEA (stál, kámfrítt)
KG 33V6WEA (hvítur)
Skúffa (hyperFresh) sem tryggir
ferskleika grænmetis og ávaxta lengur.
lowFrost-tækni. Hæð: 176 sm.
Fullt verð: 119.900 kr.
Tilboðsverð:
Tilboð í
september
Rakatæki,
Eva little
Lítið, öflugt og stílhreint.
Fullt verð: 21.900 kr.
Tilboðsverð:
Sandnes
Gólflampi
19702-01
Fullt verð: 13.900 kr
Tilboðsverð:
7.
.
Skoðaðu nýja
tilboðsbæklinginn
á síðunni okkar,
sminor.is!
Hjá okkur færðu þýsku gæðatækin frá
Siemens,Bosch og Gaggenau.Stór og smá heimilistæki, ljós, pallahitarar,
rakatæki og fleira í miklu úrvali.
Margar vörur á sérstöku tilboðsverði sem gildir út
september 2021 eða á meðan birgðir endast.
Tilboð
í s
e
p
te
m
b
e
r