Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þess verður minnst í dag, að tuttugu ár eru liðin frá hryðjuverkaárás- unum á New York og Washington. Árásirnar mörkuðu upphafið að „stríðinu gegn hryðjuverkum“, sem sett hefur mark sitt á flesta þætti al- þjóðastjórnmála síðan þá. Þær leiddu enn fremur til innrása í bæði Afganistan og síðar Írak, sem kostað hafa Bandaríkin mikið fé og mannafla á undanförnum tuttugu árum. Morgunninn 11. september 2001 var heiðskír og fagur, en kl. 8.46 að bandarískum austurstrandartíma var kyrrðin rofin, þegar farþegaþota American Airlines 11 flaug inn í norðurturn World Trade Center, eitt helsta kennileiti New York- borgar. Flestir töldu að um skelfi- legt slys hefði verið að ræða, en kl. 9:03 flaug þota United Airlines 175, sem átti að vera á leiðinni frá Boston til Los Angeles, á syðri turninn. Var þá orðið ljóst að um einhverja mestu hryðjuverkaárás sögunnar var að ræða. Rúmum hálftíma síðar, eða kl. 9.37, flaug önnur þota frá American Airlines inn í vesturhlið Pentagon- byggingarinnar, en þar er banda- ríska varnarmálaráðuneytið til húsa. Fjórða vélin, United 93, sem talið er að hafi átt að fljúga á bandaríska þinghúsið, brotlenti hins vegar við Shanksville í Pennsylvaníu rétt um tíuleytið, en farþegar í þeirri vél höfðu frétt af hryðjuverkunum, og vissu því hvaða örlög biðu þeirra, ef þeir reyndu ekki að streitast á móti. Gerðu þeir því atlögu að flugræn- ingjunum, en allir fórust þegar vélin brotlenti. Um líkt leyti margfaldaðist hryll- ingur árásarinnar þegar suðurturn- inn í World Trade Center hrundi til grunna, og um hálftíma síðar féll norðurturninn einnig. Alls létust 2.977 manns í árásunum, þar af voru 2.753 sem fórust í New York þegar turnarnir féllu. Böndin berast að al-Qaeda Mikið vatn er runnið til sjávar síð- an þá. Búið er að reisa nýjan turn þar sem tvíburaturnarnir stóðu áð- ur, en hann er sjötta hæsta bygging í heimi, 1.776 fet eða 541 metri á hæð. Þar er einnig minnisvarði um árás- irnar, og verður þar haldin minning- arathöfn í dag, líkt og við Pentagon og við akurinn í Shanksville, þar sem fjórða vélin brotlenti. Fljótlega eftir árásirnar varð ljóst að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda bæru ábyrgð á þeim, en þau höfðu áður staðið að hryðjuverkum gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu árið 1998 og mann- skæðri árás á tundurspillinn USS Cole árið 2000, en þar létust 17 bandarískir sjóliðar. Fáir höfðu þó trú á því að samtökin gætu látið til skarar skríða á meginlandi Banda- ríkjanna. Leitin að Osama bin Laden, stofn- anda samtakanna, varð eitt af helstu keppikeflum Bandaríkjanna eftir hryðjuverkin, en hann var þá í Afg- anistan undir verndarvæng talíbana, sem höfðu engan áhuga á því að láta hann af hendi. Bandaríkjamenn réð- ust því inn í Afganistan hinn 7. októ- ber 2001, og tókst þeim á tveimur mánuðum að ýta talíbönum frá völd- um í landinu. Það reyndist hins veg- ar þrautin þyngri að hafa hendur í hári bin Ladens, en hann var loks felldur við Abottabad í Pakistan árið 2011, nærri tíu árum síðar. Hryðjuverkaógn enn fyrir hendi Bandaríkjamenn hafa náð að handsama eða drepa flesta þá, er komu að skipulagningu hryðjuverk- anna 2001, og al-Qaeda-samtökin eru nú sögð skugginn af sjálfum sér eftir að bin Laden var felldur. Eftirmaður hans, Ayman al- Zawahiri, er enn sagður í felum ein- hvers staðar í Afganistan og Pak- istan, en samtökin sjálf treysta mun minna á miðstýringu en þau gerðu meðan bin Laden var á lífi. Útibú frá samtökunum er nú að finna víða í Afríku og um Mið-Austurlönd, en þau hafa að miklu leyti fallið í skugg- ann af öðrum hryðjuverka- samtökum, þá einkum Ríki íslams. „Stríðið gegn hryðjuverkum“ hef- ur því ekki náð að útrýma hættunni sem stafar af al-Qaeda eða öðrum slíkum samtökum. Það virðist þó al- gengara nú en áður að „einfarar“ takist á hendur að fremja hryðju- verk, en mun erfiðara er fyrir leyni- þjónustur að stöðva slík áform í fæð- ingu en þegar samtök skipuleggja stærri ofbeldisverk. Það segir sína sögu að Ken McCallum, yfirmaður bresku innan- ríkisleyniþjónustunnar MI5, varaði við því í gær að stofnun sín hefði náð að koma í veg fyrir sex áform um hryðjuverk á síðustu 18 mánuðum, þrátt fyrir að kórónuveirufarald- urinn væri þá í algleymingi. Þá hefði stofnunin náð að hrinda 31 áformi um slík verk á síðustu fjórum árum. Bretland er nú á þriðja hæsta við- búnaðarstigi vegna hryðjuverka, en McCallum sagði að því miður væri raunin sú að ekki yrði alltaf hægt að koma í veg fyrir að hryðjuverka- menn næðu fram markmiðum sín- um. Sigur talíbana auki líkurnar Um þrjár vikur eru nú liðnar frá því að talíbanar hófu leiftursókn í Afganistan, sem endaði með því að þeir náðu nær öllu landinu á sitt vald skömmu áður en Bandaríkja- her yfirgaf það endanlega. Lauk þar með lengstu stríðsátökum í sögu Bandaríkjanna, en brottförin frá Afganistan hefur af flestum verið túlkuð sem ósigur þeirra. McCallum varaði enda við því í gær, að líklegt væri að atburðir síð- ustu vikna í Afganistan myndu blása íslömskum öfgamönnum móð í brjóst, og að bresku leyniþjónust- urnar myndu því gera ráð fyrir að „meiri áhætta“ gæti verið fyrir hendi vegna þessa. Talíbanar hafa heitið því, að þeir muni ekki leyfa erlendum hryðju- verkahópum að nýta afganska grund til þess að skipuleggja árásir sínar. Óvíst er þó hversu mikinn trúnað er hægt að leggja á orð þeirra. Talsmenn talíbana hafa einnig heitið mildari stjórnar- háttum en þegar þeir réðu Afgan- istan með harðri hendi á árunum 1996-2001, en í vikunni hafa borist fregnir af því að vígamenn á vegum þeirra væru að berja niður mót- mæli gegn sér með ofbeldi. Þá hafa þeir útnefnt Sirajuddin Haqqani sem innanríkisráðherra, en hann leiðir vígahóp sem kennd- ur er við hann og er sagður hafa sterk tengsl við al-Qaeda- samtökin. Hafa sérfræðingar í hryðjuverkum því áhyggjur af því að talíbanar muni ekki beita sér af miklum þunga gegn slíkri starf- semi í Afganistan. AFP Ógn í aðsigi Hér sést þegar vél United Airlines nálgast syðri turninn, skömmu áður en ljóst var að um hryðjuverk væri að ræða. Tuttugu ár eru liðin í dag frá árásunum 11. september 2001. Vendipunktur í veraldarsögunni - Tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 á New York og Washington - 2.977 manns féllu í árásunum - Hryðjuverkaógn enn fyrir hendi - Er hægt að treysta talíbönum? AFP Stríðið gegn hryðjuverkum Bandarískur landgönguliði heldur hér á afg- önsku barni skömmu fyrir brottför Bandaríkjahers frá Afganistan. 24 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.