Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir, sem komnir voru til vits og ára, munu lík- lega aldrei gleyma þeim stað og þeirri stund, þegar þeir fréttu að búið væri að fljúga farþegaþotum á tvíbura- turnana í New York og Penta- gon-bygginguna í Wash- ington. Þegar turnarnir féllu var þegar orðið ljóst að sú heimsmynd um endanlegan sigur hins lýðræðislega skipu- lags, sem haldið hafði verið á loft á árunum eftir lok kalda stríðsins, var hrunin með þeim. En hvað hefur áunnist á þeim tuttugu árum, sem liðin eru frá þessum hörmungar- degi? Eftir hina sneypulegu brottför Bandaríkjahers frá Afganistan virðist sem það sé næsta lítið. Talíbanar, sem veittu alþjóðlegum hryðju- verkasamtökum skjól á afg- anskri grund, kúguðu lands- menn og þá einkum konur og eyðilögðu ómetanleg menning- arverðmæti, sitja nú aftur við völd í Kabúl. Fátt bendir til þess að þeir hafi í hyggju að breyta um kúrs frá fyrri valda- tíð sinni. Í nýskipaðri ríkis- stjórn þeirra er jafnvel að finna innanríkisráðherra sem eftirlýstur er af alríkislögregl- unni í Bandaríkjunum, FBI, nokkra ráðherra sem eru al- ræmdir fyrir árásir á banda- ríska hermenn og forsætis- ráðherra sem er á svörtum lista Sameinuðu þjóðanna. Það er napurleg tilhugsun, að eftir tveggja áratuga átök, þar sem ómældum fjármunum og fjölda mannslífa var fórnað til að reyna að færa Afganist- an á braut lýðræðisins, hafi þeim lokið með þeim hætti sem raun bar vitni. Arfleifð 11. september 2001 verður þannig biturri en ella. Fljótlega eftir að „stríðið gegn hryðjuverkum“ hófst var bent á, að það gæti orðið tor- sótt að vinna það stríð, án þess að gengið yrði ansi nærri þeim mannréttindum sem vestræn ríki hafa haldið í heiðri. Eftir- lit á flugvöllum jókst til mikilla muna, líkt og gera mátti ráð fyrir, en með hinni miklu framþróun sem sést hefur í samskiptatækni hefur eðli hryðjuverka, sem og eðli þeirra eftirlitsstofnana sem koma eiga í veg fyrir þau, gjörbreyst. Herferð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hefur þó ekki verið án alls árangurs. Al- Qaeda-samtökin sem stóðu að baki þeim eru ennþá ógn, en varla í líkingu við það sem var. Osama bin-Laden, höfuðpaur þeirra, er fallinn. Og enn sem komið er hef- ur þeim ekki tekist að fremja annað hryðjuverk með álíka mannfalli á Vestur- löndum, þó að Lundúnir, Madríd, Brussel, Parísarborg og fleiri hafi allar þurft að þola mannskæðar árásir öfgafullra íslamista með tilheyrandi skelfingu. En á sama tíma og ólíklegra er, að hryðjuverkahópur nái að fremja annað tröllvaxið voðaverk í líkingu við hryðju- verkin 11. september, er hætt- an á hryðjuverkum enn mikil. Líklega verða alltaf til öfga- menn úr ýmsum áttum, sem eru á alvarlegum villigötum og telja ofbeldi gegn saklausum borgurum einu lausnina til að berjast fyrir dapurlegum lífs- viðhorfum sínum. Og alltaf má því eiga von á að einhverjir „einmenningar“, sem sæki innblástur sinn til slíkra öfga- hópa, ákveði að grípa til ódæð- isverka nær fyrirvaralaust, líkt og sást á Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Á sama tíma hafa vestrænar leyniþjónustur og öryggis- stofnanir fengið umfangsmikil tæki í hendurnar til þess að fylgjast með þeim, sem ógn er talin stafa af. Og samstarf þeirra og bandamanna víða um heim hefur batnað mikið á síð- ustu tveimur áratugum, eins og Condoleezza Rice, örygg- isráðgjafi Bush yngri Banda- ríkjaforseta og síðar utan- ríkisráðherra, fjallaði um í grein í The Wall Street Journ- al í fyrradag. En um leið og viðurkennd er nauðsyn þess að hafa góðar gætur á þeim, sem vilja fremja hryðjuverk, er einnig ljóst að þau miklu tæki- færi til eftirlits, sem tækni- byltingar síðustu ára hafa fært stofnunum ríkisins, eru vand- meðfarin. Öryggi lýðræðis- ríkjanna verður að verja en það má ekki gleyma því að til- gangurinn er ekki síst að verja frelsi íbúanna. Hryðjuverkin 11. september 2001 voru ekki aðeins árás á Bandaríkin heldur um leið árás á hið lýðræðislega skipu- lag í heiminum og atlaga að þeirri hugmynd að opin þjóð- félög frjálsra einstaklinga gætu þrifist. Þess vegna þarf, um leið og öryggið er varið og barist gegn hryðjuverkaógn- inni hvar sem hana er að finna, að gæta þess að leit okkar eftir öryggi breytist ekki í and- hverfu sína. Tuttugu ár eru liðin frá hryðjuverkunum í New York og Washington} Dagur sem aldrei má gleymast S tjórnmálaflokkarnir keppast nú við að kynna hugmyndir sínar um fram- tíðina. Sumir vilja gera allt fyrir alla, sem er vel meint en óraunhæft til lengri tíma. Umsvif og útgjöld rík- isins hafa aukist mjög vegna tímabundinna að- stæðna, en slíkt útstreymi úr ríkissjóði má ekki verða varanlegt enda ósjálfbært. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili er að finna jafnvægið milli opinbera geirans og al- menna markaðarins – tryggja stöðugt efnahags- ástand og búa svo um hnútana, að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geti blómstrað. Að- eins þannig getum við fjármagnað lífsgæði okk- ar, bæði til einka- og samneyslu. Framsóknarflokkurinn gengur með skýra sýn til móts við nýtt kjörtímabil. Við viljum kraftmikið atvinnulíf, sem fjármagnar góða opinbera þjónustu. Við viljum nota tekjur ríkissjóðs til að fjárfesta í fólki og halda áfram að laga kerfi hins opinbera að þörfum fólksins í landinu. Við erum trúverðugur kostur þegar kemur að því, eins og kerfisbreytingar síðustu ára eru til marks um. Við höfum leitt mikil umbótamál, með grundvallarbreytingum á kerfum sem voru ryðguð föst. Nýtt lána- og styrkjakerfi námsmanna er gott dæmi um það, bylting í málefnum barna, nýjungar í húsnæðismálum, Loftbrúin og stórsókn í samgöngum um allt land. Samhliða hefur fyrirtækjarekstur almennt gengið vel, með þeirri augljósu undantekningu sem viðburða- og ferðaþjónustu- fyrirtækin eru. Það er brýnt að þau fái nú tækifæri til að blómstra, líkt og önnur fyrirtæki, því öflugt atvinnulíf er forsenda stöð- ugleika í efnahagslífinu. Sérstaklega þarf að huga að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, nýsköpun og fyrirtækjum í skapandi greinum. Nær ótak- mörkuð tækifæri eru í hugverkaiðnaði, svo sem líftækni, lyfjaframleiðslu og tengdum greinum, og þá sprota viljum við vökva. Við viljum efla kvikmyndagerð, sem skapar milljarða í gjald- eyristekjur, og auka útflutning á ráðgjöf, hug- viti og þekkingu. Ekkert af ofangreindu gerist í tómarúmi, heldur einungis með framsóknarlegri samvinnu og seiglu. Dugnaði og framtakssemi ein- staklinga og fyrirtækja. Kerfi og stofnanir rík- isins þurfa líka að taka þátt, hugsa í lausnum og hvetja til framfara. Skattkerfið gegnir þar lykil- hlutverki, enda mikilvægt jöfnunartæki sem hefur þó frekar sýnt sveigjanleika gagnvart fólki en fyrirtækjum. Framsóknarflokkurinn er málsvari lítilla og meðalstórra fyrirtækja og vill taka upp þrepaskipt trygg- ingagjald. Lækka tryggingagjald á lítil og meðalstór fyrir- tæki og taka samhliða upp þrepaskiptan tekjuskatt, þar sem ofurhagnaður er skattlagður meira en hóflegur. Þann- ig dregur skattlagning ekki úr getu ríkissjóðs til að standa undir öflugu velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfi, heldur dreifist hún með öðrum hætti en áður. Framsóknarflokkurinn leggur ekki til töfralausnir, held- ur finnur praktískar lausnir á flóknum verkefnum. Við er- um reiðubúin til samstarfs við þá sem hugsa á sömu nótum, deila með okkur sýninni um samvinnu og réttlátt samfélag þar sem fólk blómstrar á eigin forsendum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Yfirboð á kostnað skattgreiðenda Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og frambjóðandi Framsóknarflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is B eðið er eftir niðurstöðum úr samráði í samráðsgátt stjórnvalda í fjölda mála og eru dæmi um að niður- stöður samráðsferlis hafi verið í vinnslu frá árinu 2018. Jafnframt eru dæmi um að reglugerðir sem hafa ver- ið settar í samráð hafi verið sam- þykktar af ráðherra og tekið gildi án þess að niðurstöður hafi verið birtar í gáttinni. Það er því í að minnsta kosti sumum tilfellum engin leið fyrir um- sagnaraðila að ganga úr skugga um að tekið hafi verið tillit til umsagna þeirra eða tillögum hafnað á málefnalegum grunni. Frá því að rafrænni samráðsgátt var komið á hefur almenningur og lög- aðilar skilað 7.881 umsögn um 942 mál. Ekki hafa verið birtar niðurstöður í 9 málum frá árinu 2018 og 30 málum sem kynnt voru 2019. Þá bíða nú 235 mál þess að niðurstöður úr samráði verða birtar í samráðsgáttinni. Færri brot? Þegar samráðsgátt stjórnvalda var komið á 2018 var það í þeim til- gangi að „auka gegnsæi í laga- og reglusetningarferlinu þannig að hags- munaaðilar geti áttað sig á hvað er í vændum og komið sínum sjónar- miðum að á öllum stigum“ og „bæta vinnubrögð við undirbúning laga- og reglusetningar og við stefnumótun þannig að stjórnvöld fari í gegnum til- tekin skref sem stuðla að vandaðri vinnubrögðum“ að því er fram kom í skýrslu vinnuhóps forsætis- og innan- ríkisráðuneytis um virka og gegnsæja samráðsferla á netinu, sem skilaði skýrslu sinni árið 2015. Vísaði vinnuhópurinn til þess að á vettvangi OECD hefði verið litið á samráð sem verkfæri fyrir stjórnvöld til að stuðla að auknum gæðum í reglu- setningu og stefnumótun og aukinni sátt og vitund hagsmunaaðila um lög, reglur og stefnur. Þessir þættir ásamt auknu gagnsæi séu til þess fallnir að leiða til „færri brota á reglum þar sem aðkoma hagsmunaaðila stuðlar að far- sælli innleiðingu“. Hins vegar gerðist það 7. sept- ember síðastliðinn að togarinn Vest- mannaey VE-054 var staðinn að meintum ólöglegum veiðum á lokuðu svæði og bar skipstjórinn fyrir sig að niðurstöður samráðs vegna fyrirhug- aðrar reglugerðar um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu út af Glettinganesi hefðu ekki verið birtar í samráðsgáttinni. Samkvæmt upplýs- ingum í gáttinni hafa niðurstöðurnar verið í vinnslu hjá atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytinu frá 13. júní, en reglu- gerðin var birt á vef reglugerðasafns ríkisins 23. júní. Um málið bárust sex umsagnir og ekki allar á einu máli en ekkert liggur fyrir hvernig var unnið úr þeim þrátt fyrir að samþykktir ríkisstjórnarinnar gefi tilefni til að telja að ráðuneyti beri að greina frá hvernig var brugðist við umsögnunum. Samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnar- frumvarpa og stjórnartillagna – sem var breytt til að rúma nýja starfs- hætti vegna samráðs – segir að í „greinargerð með lagafrumvarpi skal rakið […] hvernig samráði hafi verið háttað, hvaða sjónarmið komu fram og hvort brugðist hafi verið við þeim, og hvaða áhrif samráðið hafi haft á frumvarpið“. Beðið svars Mál sem bíða enn eftir niður- stöðum úr samráði dreifast á öll ráðu- neyti en þau mál sem beðið hafa lengst eru frá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu: drög að reglugerð um fráveit- ur og skólp, og samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytinu: drög að nýrri reglugerð um mælingu skipa. Í tilfelli þessara mála hafa niðurstöður verið í vinnslu frá 25. apríl 2018. Fyrirspurn vegna seinagangsins var send báðum ráðuneytunum á fimmtudag en ekkert svar hafði borist blaðamanni síðdegis í gær. Skrifstofa löggjafarmála í forsæt- isráðuneytinu á að tryggja eftirfylgni með framkvæmd samráðsgáttarinnar með birtingu árlegrar umfjöllunar „um framkvæmd opins samráðs á net- inu af hálfu ráðuneyta“, eins og fram kemur á vef samráðsgáttarinnar. Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns var vísað í árs- skýrslu ráðuneytisins. Þar er að finna yfirlit yfir málafjölda og fjölda um- sagna en ekki skýringar á seinagangi. Hét forsætisráðuneytið því að veita frekari skýringar eftir helgi. Brotalamir í fram- kvæmd samráðsferlis Umsagnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda Ráðuneyti Fjöldi mála Fjármála- og efnahagsráðuneyti 177 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 159 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti 150 Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 98 Dómsmálaráðuneyti 73 Ráðuneyti Fjöldi mála Heilbrigðisráðuneyti 68 Mennta- og menningarmálaráðuneyti 67 Forsætisráðuneyti 61 Félagsmálaráðuneyti 42 Velferðarráðuneyti 28 Utanríkisráðuneyti 19 Fjöldi mála í samráð eftir ráðuneytum frá árinu 2018 Niðurstaða birt 691 Niðurstöður í vinnslu 235 Í samráðsferli 16 Fjöldi mála í samráð frá árinu 2018 Alls 942 mál Umsagnir vegna mála í samráðsgátt 7.881 umssögn frá upphafi 2.252 á ári að meðaltali eða um 183 á mánuði H ei m ild : Sa m rá ðs gá tt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.