Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Útivera Fátt er yndislegra og hollara en göngutúr úti í guðsgrænni náttúrunni, líkt og þessar vinkonur fóru í um hraunið í grennd við Kirkjubæjarklaustur í vikunni.
Eggert
Á Alþingi í vor lagði
ég fram skýrslubeiðni til
fjármála- og efnahags-
ráðherra. Skýrslan átti
að svara því hvað varð
um þá 25 milljarða
króna sem ríkissjóður
lagði til Landsbankans
vegna yfirtöku bankans
á SpKef sparisjóði.
SpKef sparisjóður
var stofnaður árið 2010
eftir fall Sparisjóðsins í Keflavík, með
aðkomu fjármálaráðuneytisins. Þær
eignir sem fylgdu frá Sparisjóðnum
inn í SpKef sparisjóð áttu að duga fyr-
ir skuldbindingum hans. Það reyndist
rangt og fór svo að stjórnvöld sömdu
við Landsbankann um að taka hinn
nýja Spkef sparisjóð yfir. Samning-
urinn um yfirtökuna reyndist ríkis-
sjóði mjög kostnaðarsamur.
Skattgreiðendur eiga rétt á því að fá
vitneskju um hvernig fjármunum rík-
isins er ráðstafað hverju sinni. Jafn-
framt eiga þeir rétt á því að fá að vita
hvernig eignum ríkisins er ráðstafað,
að ávallt sé greitt hæsta mögulega
verð fyrir þær eignir sem ríkið selur
og um eignasöluna ríki gagnsæi
hverju sinni. Verðmætar eignir voru
færðar frá SpKef sparisjóði til Lands-
bankans. Ekkert hefur verið gefið upp
á hvaða verði Landsbankinn seldi
þessar eignir, hvernig söluferlinu var
háttað og hverjir keyptu þær. Lands-
bankinn rukkaði hins vegar ríkissjóð
að fullu fyrir eignirnar.
Alþingi neitað um upplýsingar
um SpKef sparisjóð
Í skýrslunni kemur fram að Lands-
bankinn neitar að afhenda Alþingi þau
gögn sem beðið er um og gætu varpað
ljósi á lyktir málsins sem hefur kostað
skattgreiðendur verulegar fjárhæðir.
Í máli þessu gekk ríkissjóður í
ábyrgð upp á tugi milljarða. Ábyrgð-
araðilar eiga alltaf rétt á að fá upplýs-
ingar sem liggja til grundvallar
greiðslu. Það er því með öllu óvið-
unandi að ríkissjóður njóti ekki þessa
réttar. Ef það er niðurstaðan þá þarf
að upplýsa hver gekk frá ábyrgðinni
með þeim hætti. Hagsmunir skatt-
greiðenda eru fyrir borð bornir ef rík-
issjóður ábyrgist fjárskuldbindingu án
þess að fá ljósar upplýs-
ingar um hvað liggur að
baki ábyrgðarfjárhæð-
inni.
Ekki fær staðist að
Landsbankinn geti neit-
að eiganda sínum rík-
issjóði, sem á 100%
hlutafjár í bankanum,
um mikilvægar upplýs-
ingar.
Í skýrslunni kemur
einnig fram að Þjóð-
skjalasafn Íslands hafi
ekki svarað beiðni um gögn sem lúta
að svari við fyrirspurninni. Það mun
því liggja beinast við að Stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis óski
eftir skýringum frá Þjóðskjalasafni,
hvernig standi á því að erindum Al-
þingis sé ekki svarað. Mun ég fylgja
því máli eftir.
Ríkissjóður tapaði 25 milljörðum
Skýrsla fjármála- og efnahags-
ráðherra er mikil vonbrigði. Fjár-
málaráðherra virðist ekki vera jafn
áhugasamur nú að upplýsa um þetta
mál og hann var árið 2012 þegar hann
var í stjórnarandstöðu og ræddi málið
á Alþingi.
Í ljósi niðurstöðu skýrslunnar mun
ég leita eftir áliti Seðlabanka Íslands
og Fjármálaeftirlitsins, hvort Lands-
bankanum sé stætt á því að neita að
afhenda Alþingi umbeðin gögn. Ef það
er raunin mun ég leggja fram laga-
frumvarp á Alþingi þegar nýtt þing
kemur saman, fái ég umboð til þess í
komandi kosningum. Frumvarpið
mun þá skylda Landsbankann til að
veita allar upplýsingar um það fyrir
hvað skattgreiðendur greiddu 25 millj-
arða króna vegna gjaldþrots SpKef
sparisjóðs.
Eftir Birgi Þór-
arinsson
» Landsbankinn neitar
að afhenda Alþingi
gögn sem gætu varpað
ljósi á lyktir málsins
sem kostað hefur skatt-
greiðendur verulegar
fjárhæðir.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður og oddviti
Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Landsbankinn yfir
Alþingi hafinn
Grundvallarstefna
Sjálfstæðisflokksins er
að frumkvæði ein-
staklingsins skili sér í
að hver og einn fái
notið árangurs erfiðis
síns samfara ábyrgð
eigin athafna. Það
byggist á þeirri trú að
kraftur einstaklings og
frumkvæði hans byggi
upp þjóðfélagið. Við
teljum að öflugt og
fjölbreytt atvinnulíf sé forsenda
framfara og undirstaða velferðar.
Stjórnvalda sé að skapa heilbrigt og
hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið
svo að nýta megi þessa krafta ein-
staklingsins til fulls.
Eitt meginstef sjálfstæðisstefn-
unnar er að tryggja sem flestum í
íslensku samfélagi jöfn tækifæri.
En það er ekki krafa um jafna út-
komu eða að allir séu steyptir í
sama mót, heldur að skapa sam-
félag sem veitir flestum tækifæri til
þess að njóta hæfileika sinna á
hvern þann heilbrigða hátt sem þeir
kjósa.
Báknið dregur fjármagn suður
og þróttinn úr landsbyggðinni
Byggðastefna snýst ekki um ölm-
usu, heldur um sanngirni, jafnræði
og sömu tækifæri. Íbúar dreifðari
byggða skyldu njóta sömu tæki-
færa, sömu grunngerðar og sama
stoðkerfis og þeir sem búa í marg-
menni höfuðborgarinnar.
Við sjálfstæðismenn viljum verj-
ast æ meiri ríkisumsvifum, miðstýr-
ingu og sífelldri fjölgun opinberra
starfsmanna. Báknið dregur fjár-
magn suður og þrótt úr lands-
byggðinni. Þar vilja stjórnlyndir
leyfa atvinnulífinu fátt, banna
margt og skipulagsbinda sem flest
– allt skyldi vera háð leyfi einhverra
hæggengra stofnana syðra. Það að
setja vexti ríkisvaldsins skorður og
leyfa atvinnufyrirtækjunum að
njóta ávaxta erfiðis síns í heima-
byggð er mikilvægt byggðamál.
Stöðugleiki atvinnu-
lífsins er byggðamál
Stöðugt rekstrarumhverfi fyrir-
tækjanna í landinu er
annað gríðarlega mik-
ilvægt byggðamál.
Sjálfstæðismenn hafa
lagt áherslu á að
tryggja atvinnulífinu
stöðugleika. Einungis
þannig blómstra fyrir-
tækin og skila því til
samfélagsins sem við
vonumst til af þeim.
Þetta á ekki síst við
um framleiðslugreinar
landbúnaðar og sjávar-
útvegs, sem eru hvað
sterkastar á lands-
byggðinni. Sjávar- og eldisafurðir
eru til að mynda þriðjungur útflutn-
ingstekna þjóðarbúsins. Efnahags-
leg hagsæld mun áfram byggjast á
vexti útflutningsgreina. Það er ein-
faldlega mikilvægt byggðamál að
gjaldheimta í sjávarútvegi sem er í
daglegri samkeppni við erlendan
ríkisstyrktan sjávarútveg dragi
ekki úr samkeppnishæfni á al-
þjóðamarkaði og fjárfestingu í
greininni.
Annað dæmi: Að mati Byggða-
stofnunar má að jafnaði rekja um
81 prósent atvinnutekna í fiskeldi til
tekna á landsbyggðinni. Þessi drif-
kraftur atvinnusköpunar og
byggðafestu er hvað mestur á Vest-
fjörðum og Austfjörðum. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur því sett fram þá
sanngjörnu kröfu að skoðað verði
með hvaða hætti megi auka beina
hlutdeild sveitarfélaga í tekjum af
greininni.
Öflugri grunnþjónustu
um allt land
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á mikilvægi frelsis til vals
um búsetu. Það byggist á að með
öflugri grunnþjónustu, öruggu og
nægu rafmagni, öflugum fjar-
skiptum og góðum samgöngum,
skapist tækifæri fyrir dreifbýli og
þéttbýli til aukinna lífsgæða.
Greiðar og öruggar samgöngur
eru mikilvæg undirstaða atvinnulífs
og styrkja samkeppnishæfni byggð-
arlaga landsins. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur einnig sett í forgang
uppbyggingu nútímalegra, greiðra
og öruggra samgangna um allt land
– uppbygging öflugri innviða með
valkosti og fjölbreytni að leiðarljósi.
Leggja verður aukna áherslu á upp-
byggingu stofn- og tengivega um
land allt og öfluga vetrarþjónustu.
Móta verður langtímaáætlun um
gerð jarðganga, styrkingu ferju-
leiða og viðhald flugvalla og upp-
byggingu varaflugvalla á lands-
byggðinni.
Fjarskiptainnviðir
til byggðafestu
Sjálfstæðismenn telja uppbygg-
ingu fjarskiptainnviða út um landið
vera eitt mikilvægasta byggða-
málið. Það er ekki bara mikilvægt
hagsmunamál fyrir atvinnulífið í
heild sinni heldur í raun forsenda
fyrir raunverulegu valfrelsi ein-
staklinga um búsetu.
Ljósleiðaravæðing, undir forystu
Sjálfstæðisflokksins, lagði grunninn
að jafnari skilyrðum til búsetu og
styrkti samkeppnisstöðu atvinnu-
lífsins. Uppbygging ljósleiðarakerfa
á þéttbýlisstöðum er nauðsynlegt
forgangsverkefni sem og frekari
áætlanir um lagningu gagnasæ-
strengja milli Íslands og umheims-
ins.
Að sama skapi er raforkuöryggi
mikilvægt byggðafestumál. Stjórn-
völd verða að tryggja afhendingar-
öryggi raforku um land allt og
ryðja þannig braut að grænni iðn-
uppbyggingu og orkuskiptum. Jöfn-
un dreifikostnaðar raforku hefur
verið tryggð og ætti að vera var-
anlegt markmið.
Með ábyrgð einstaklingsins og
trú á fólkið í landinu, frelsi þess og
framfarahug byggjum við saman
sterkari og blómlegri byggðir.
Þannig verður Ísland land tækifær-
anna fyrir alla.
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson »Báknið dregur fjár-
magn suður og þrótt-
inn úr landsbyggðinni.
Þar vilja stjórnlyndir
leyfa atvinnulífinu fátt,
banna margt og skipu-
lagsbinda sem flest.
Njáll Trausti
Friðbertsson
Höfundur er þingmaður og oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi.
Sjálfstæðisstefnan
er byggðastefna