Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 29

Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 R ússinn Anton Demchenko og Þjóðverjinn Vincent Keymer urðu jafnir og efstir á vel heppnuðu Reykjavíkurskákmóti/Evrópumóti einstaklinga sem lauk á Hotel Nat- ura um síðustu helgi. Þeir hlutu báðir 8½ vinning af 11 mögulegum en Demchenko tefldi við stigahærri andstæðinga og er því Evrópu- meistari einstaklinga. Baráttan um efsta sætið var hörð en frammi- staða hins 16 ára gamla Vincents Keymers frábær. Eins og getið var um í síðasta helgarpistli hafa landar Keymers verið að bíða eftir öðru viðlíka afreki og því sem hann vann 2018 á opnu móti í Grenke í Þýska- landi. Í 3.-4. sæti urðu Rússinn Alexei Sarana og Rúmenin Bogdan-Daniel Deac með 8 vinninga hvor. Þar á eftir komu 14 skákmenn með 7½ vinning. 23 efstu menn fá keppn- isrétt á heimsbikarmóti FIDE sem fram fer á næsta ári. Helgi Áss Grétarsson fékk flesta vinninga íslensku keppendanna, 7 vinninga af 11 mögulegum, með ár- angur sem reiknast upp á 2.458 elo- stig. Hann tefldi frísklega í loka- hluta mótsins og vann góða sigra. Héðinn Steingrímsson, sem tapaði í lokaumferðinni, kom næstur með 6½ vinning og árangur upp á 2.492 elo. Þar á eftir komu Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Jóhann Hjartarson, allir með 6 vinninga. Í næstsíðustu umferð mótsins fór fram uppgjör efstu manna. Demc- henko hafði hvítt á Keymer, athygl- isverð baráttuskák. Keymer beitti fáséðu afbrigði Caro-Kann-varnar sem Kortsnoj var svolítið að tefla árin 1978 og 1979, þ.á m. í HM- einvígi sínu við Karpov. Eftir byrj- un sem virtist lofa góðu var eins og Rússinn væri sáttur við jafntefli en þá sýndi Keymer styrk sinn, sneri taflinu sér í vil og náði fram vinn- ingsstöðu. En það vantaði upp á ná- kvæmni í úrvinnslunni: Reykjavíkurskákmótið/EM ein- staklinga 2021; 10. umferð: Anton Demchenko – Vincent Keymer Caro-Kann-vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6 exf6 Hinn leikurinn, 5. … gxf6, sást oft í skákum Bents Larsens. 6. Be3 Bd6 7. Bd3 Rd7 8. Re2 f5 9. Bf4 Bxf4 10. Rxf4 0-0 11. 0-0 Rf6 12. c3 Dd6 13. Df3 He8 14. Hfe1 Bd7 15. Re2 g6 16. Df4 De7 17. Kf1 Rd5 18. Dg3 Df8 19. Rf4 Rf6 20. f3 c5 21. dxc5 Dxc5 22. Df2 Dc7 23. Dd4 Bc6 24. Rxg6 hxg6 25. Dxf6 Df4 26. Dd4 Hann gat líka leikið 26. Kg1 og staðan er jöfn. Þessi leikur virkar eins og jafnteflistilboð. 26. … Dxh2! Hann gat hæglega fengið jafn- tefli með drottningaruppskiptum og síðan He-d8. Í fyrstu virðist þetta glæfralegt vegna veikleikans á f7. 27. Bc4 Hed8 28. Df6 Dh1+ 29. Kf2 Hd2+ 30. Be2 Það kann að vera að Demchenko hafi sést yfir að eftir 30. Ke3 Dh6+! 31. f4 Hd7 er engin vörn við hót- uninni 32. … He8+. 30. He2 kemur í sama stað niður, 30. … Hxe2+ 31. Bxe2 Dxa1 32. Bc4 Kh7! 33. Bxf7 Dxb2+ 34. Kg3 f4+! og vinnur. 30. … Hxe2+! 31. Kxe2 Dxg2+ 32. Kd3 Bxf3 33. c4 b5 34. Kc3 Hc8 35. Hac1 a5 36. Kb3 36. … bxc4+? Þar gekk vinningurinn úr greip- um Keymers. Ein leið til sigurs er 36. … Dg3! t.d. 37. cxb5 Bd1 mát! Annar sterkur leikur var 36. … Bd5! 37. Ka3! Dd2? 38. Hxc4 Hb8 39. Hh4 Bh5 40. He7 Hvítur er sloppinn. 40. … Dd5 41. Hc7 De6 42. Dxe6 fxe6 43. Hd4 e5 44. Hdd7 He8 45. Kb3 f4 46. Kc3 e4 47. Hg7+ Kh8 48. Hh7+ Kg8 49. Hhg7+ Kh8 50. Hh7+ Kg8 51. Hhg7+ - Jafntefli. Demchenko og Keymer sigurvegarar Reykjavíkurmótsins og EM einstaklinga Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða REK/EM Einbeittur Anton Demchenko við taflið í lokaumferðinni. Framsókn er, og vill vera, grænn flokkur og það krefst stefnu í umhverf- ismálum í víðum skilningi. Margir halda að við sem er- um í eldri kantinum séum ekki nægj- anlega umhverf- issinnuð. Ég tel að það sé hinn mesti misskilningur. Ég tel að við vinnum daglega að umhverfismálum með flokkun á öllu sem hægt er að flokka og því að huga að nágrenni okkar og rækta garðinn okkar, hafi fólk garð. En hvað getum við gert enn frekar? Fordæmið sem hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur gefið okkur er að fara út og plokka. Þess er þörf mestallt árið. Þessa iðju gera margir að dag- legum göngutúr og hafa verk for- setans verið hvatning fyrir alla að taka upp sömu hætti. Leið eldra fólks liggur við hlið yngra fólks í kynslóðasáttmála um að vernda umhverfið á allan hátt. Framsókn er í forystu um land- vernd. Á síðastliðnu ári náðist t.d. fjöldahreyfing í að safna birkifræi og skila inn, en það að sá birkifræi getur verið mjög árangursríkt sem ný skógrækt. Það má m.a. sjá þar sem birkifræ hefur fokið í mela og móa. Þar spírar fræið og gefur af sér ný tré. Við þurfum líka öll að venja okkur á að hafa vistvæna burð- arpoka með okkur við innkaup. Fram undan í mörgum sveit- arfélögum er svo að gera flokkun enn aðgengilegri og samræmdari. Það á að vera krafa til stjórnmála- manna að beita sér fyrir því að allt megi flokka og helst end- urvinna. Á landi eins og Íslandi með sína tæru læki og ár þarf sú hugsun að vera í fyrirrúmi meðal okkar allra að virða náttúruna svo afkomendur okkar fái notið henn- ar. Vistvæn orka hófst með litlum raf- stöðvum við bæj- arlækinn. Nú þarf að finna fleiri lausnir fyrir nútímann, svo sem sólarsellur, sem eru t.d. að ryðja sér til rúms í Þýskalandi þar sem bændur leigja út akra fyrir sólarsellur sem tappa svo af inn á kerfin. Vindmyllur þarf einn- ig að skoða, en um þær er auðvitað ekki full sátt. Framsókn leggur áherslu á vistvænar lausnir. Í Danmörku og Hollandi er þær víða að finna og gera þær gæfumuninn hvað varð- ar framleiðslu rafmagns. Mörg stórfyrirtæki í Evrópu eru orðin mjög vistvæn og stórar verslanir ganga fram með góðu fordæmi um vistvænar umbúðir. Framsókn leggur megináherslu á að við ræktum sem mest sjálf og verðum sjálfbær s.s. í græn- meti, korni og fleiri tegundum. Íslensk nærandi matarolía frá Sandhóli er ein snilldin sem og vörur Vallanesbúsins undir merkjum Móður jarðar. Alls kon- ar heimagerðar afurðir má finna um allt land og þeir sem hyggjast reyna sig við að skapa nýjar vörur geta fengið aðstoð hjá þró- unarsetrum. Sjálfbærni á mörgum sviðum er hugsun unga fólksins sem við, eldra fólkið, styðjum heils hugar. Við í Framsókn verðum sterk rödd í umhverfismálum framtíð- arinnar. Umhverfismál snerta eldra fólk líka Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur » Leið eldra fólks ligg- ur við hlið yngra fólks í kynslóðasáttmála um að vernda umhverfið á allan hátt. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Höfundur er í 3. sæti á lista Fram- sóknar í Reykjavík norður og skóg- arbóndi. basendi6@simnet.is Kolbrún Jónsdóttir mynd- höggvari fæddist 12. sept- ember 1923 á Hólum í Horna- firði og var dóttir Jóns Þor- leifssonar listmálara og Rakel- ar Ólafar Pétursdóttur ljós- móður. Fjölskyldan flutti til Kaupmannahafnar þegar hún var ársgömul og dvaldi þar til 1929. Þá fluttu þau í Blátún, hús sem var í Vesturbænum nálægt Hringbrautinni. Kolbrún var listræn eins og faðir hennar og hún fór vestur um haf til að nema högg- myndalist við listaskólann Mills College í Oakland í Kali- forníu á árunum 1943-45. Hún þótti afbragðsnemandi og hlaut fyrstu verðlaun skólans í myndhöggvaralist þegar hún útskrifaðist 1945. Þegar heim var komið sýndi hún teikn- ingar á málverkasýningu með föður sínum í Listamannaskál- anum 1948 sem vöktu mikla athygli. Kolbrún var fögur kona og 1950 var hún kjörin fegurðar- drottning Reykjavíkur og er fyrsta konan til að hreppa þann titil. Árið 1957 giftist Kolbrún Gísla Halldórssyni verkfræðingi og varð fjórða eiginkona hans. Þau áttu börnin Guðfinnu, f. 1958, og Jón Eldjárn, f. 1960. Kolbrún lést hinn 22. júlí árið 1971. Merkir Íslendingar Kolbrún Jónsdóttir Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Faglegar heildarlausnir og samkeppnishæf verð. Allt á einum stað. Fylgja ferskir vindar og ný vinnubrögð. NÝJUM ÞJÓNUSTUAÐILUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.