Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Fyrir nokkrum ár- um hélt bandarískur fyrirlesari námskeið um frumkvöðla- starfsemi á vegum Stjórnunarfélags Ís- lands. Eftir nám- skeiðið bað hann mig að keyra sig til Grindavíkur en hann hafði heyrt að þar væru fleiri fyrirtæki en heimili, sem var raunin þá. Við heimsóttum fjölskyldu þar sem var með þrjú fyrirtæki í blómlegum rekstri. Fyrirlesarinn upplifði Ís- land sem land frumkvöðla og sprotafyrirtækja og fjallaði um það á sínum námskeiðum víða um heim að hans sögn. Erlendur fyrirlesari við Háskól- ann í Reykjavík sem er ráðgjafi rík- isstjórna um allan heim sagði mér eitt sinn að það sem einkennir helst sterk hagkerfi og góð lífskjör að hans mati væri öflugt frumkvöðla- umhverfi og vilji fólks til að stofna eigin fyrirtæki. Ísland var að hans mati meðal öflugstu ríkja á þessu sviði. Hugsanlega er óvíða að finna eins mikinn vilja til að stofna fyrirtæki um hugmyndir og á Íslandi. Marel sem er eitt verðmætasta fyrirtæki landsins byrjaði með tvo starfs- menn. Fjöldi örfyrirtækja sem eru með undir 10 starfsmönnum er yfir 24 þúsund sem samsvarar um 80% allra ársreikningaskyldra félaga. Á næstu árum þarf að skapa tug- þúsundir nýrra starfa hér á landi sem flest verða til hjá litlum sprota- fyrirtækjum. Það skiptir því höfuð- máli að rekstrarumhverfi nýsköp- unar- og frumkvöðlafyrirtækja sé hagstætt hjá okkur. Glötuð tækifæri? Ég tel að fjölmörg tækifæri til nýsköpunar hafi glatast á síðustu árum. Eftir að pistill minn um atvinnu- mál birtist nýlega í Morgunblaðinu hef ég fengið fjölda ábendinga um þessi glötuðu tækifæri. Mér var sagt frá því að mörg hugvits- og ráðgjafarfyrirtæki, fyrirtæki í tölvuleikja- og hugbún- aðargerð og fyrirtæki í auglýsinga- geiranum hefðu ýmist verið flutt til útlanda, til dæmis Hollands, Pól- lands, Ungverjalands og Bandaríkj- anna, eða misst viðskipti vegna óstöðugs viðskiptaumhverfis á Ís- landi. Viljum efla nýsköpun með stöðugra gengi Óstöðug króna með sífelldum gengissveiflum er einn helsti óvinur nýsköpunar og frumkvöðla- starfsemi. Erfitt er að gera áreið- anlegar áætlanir með útgjöld í krónum og tekjur í evrum eða doll- urum en frá 2017 hefur krónan sveiflast gagnvart evru frá um 110 krónum í um 165 krónur, síðan seig hún í um 145 og í dag er hún aftur komin í um 150. Þetta er óboðlegt umhverfi fyrir öll fyrir- tæki og má helst líkja við að búa við óstöðugt rafmagn. Nýleg könnun meðal frumkvöðla sýnir að yf- ir 73% þeirra telja krónuna vera helstu hindrun vaxtar. Í skýrslu Viðskiptaráðs um málefni smáfyrir- tækja frá 2009 segir meðal annars að „fyrir- komulag gjaldeyris- mála hefur um langa hríð verið mikil hindrun í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi“. Síðar í skýrslunni segir að „ís- lenska krónan hefur lagt mikinn aukakostnað á íslensk fyrirtæki“ og að „með upptöku annarrar myntar aukast líkur á fjölbreyttu atvinnu- lífi“. Þessar viðvaranir eiga einnig við í dag. Auk þess má nefna að erlend fjárfesting fæst oft ekki inn í ís- lensk fyrirtæki nema hugverkarétt- indi séu flutt í lögsögu með stöð- ugum gjaldmiðli. Það hefur og verið gerð krafa um að fyrirtæki séu flutt í erlenda lögsögu af þessum sökum. Flest sprotafyrirtækin stefna á alþjóðlegan markað og þau eru því í alþjóðlegri samkeppni frá fyrsta degi, samkeppni sem býr í flestum tilfellum við stöðugan gjaldmiðil. Könnun Samtaka iðnaðarins í síð- ustu viku sýndi að helsta krafa iðn- fyrirtækja er stöðugur gjaldmiðill. Viðreisn tækifæranna Það þarf kjark og þor til að gera nauðsynlegar breytingar sem styðja við nýsköpun. Kosningarnar í haust snúast því meðal annars um að tryggja að frumkvöðlarnir og viðskiptatækifærin verði áfram í landinu. Í kosningunum mun Viðreisn leggja sérstaka áherslu á stöðugra rekstrarumhverfi atvinnulífsins og sérstaklega umhverfi sprotafyrir- tækja. Til að bæta stöðu þeirra vill Viðreisn binda gengi krónunnar við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu sem fyrsta skref að upp- töku evru. Fyrirsjáanlegt gengi mun gjörbreyta skilyrðum fyrir ný- sköpun og uppbyggingu þekkingar- iðnaðar. Lífskjör fólks og sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja mun batna með þessari breytingu og vaxtakjör munu breytast strax til lækkunar. Með þessum áherslum vill Við- reisn gefa framtíðinni tækifæri. Nýsköpunarlandið Ísland Eftir Thomas Möller Thomas Möller » Viðreisn mun leggja sérstaka áherslu á stöðugra rekstrar- umhverfi atvinnulífsins og sérstaklega umhverfi sprotafyrirtækja. Höfundur er verkfræðingur, MBA og frambjóðandi í fjórða sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Nýleg skýrsla Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sýnir svo ekki verður um villst að hrakspár undanfarinna ára eru að rætast: hitastig jarðar er við hættumörk, jökl- ar bráðna, flóð, skógar- eldar og stormar valda miklum usla, aldauði margra tegunda blasir við – og mannskæð plága geisar um allan heim. Allt stafar þetta af róttækum breytingum á lífríki hnattarins sem rekja má til svokall- aðrar mannaldar. Mestu skiptir losun gróðurhúsalofttegunda sem drifin er af hagkerfi heimsins, hömlulausum mörkuðum og ægivaldi einkahags- muna. Í aðdraganda alþingiskosninga hef- ur mörgum orðið tíðrætt um lofts- lagsvána. Oftar en ekki er þó stað- næmst við einfaldar tæknilegar lausnir. Engin ástæða er til að van- meta slíkar lausnir, en hitt skiptir meira máli að huga að djúpstæðum rótum umhverfisvandans og þeim stórtæku pólitísku aðgerðum sem blasa við. Erfitt er að sjá að loftslags- vandinn verði leystur án mikillar eignatilfærslu, með hagsmuni almenn- ings í fyrirrúmi. Covid, ósonlagið og tóbakið Covid-fárið, sem rekja má til auk- innar fábreytni dýrategunda á síðustu árum og áratugum, hefur leitt í ljós mikilvægi jafnræðis og samstöðu. Veiran spyr ekki um heimilisfang eða stéttarstöðu, við erum öll á sama báti. Þau lönd sem verst hafa komið út úr fárinu hafa yfirleitt hafnað samheldni og félagslegri ábyrgð og hallað sér að falsfréttum sem runnar eru undan rifjum þröngra einkahagsmuna, hags- muna „greinarinnar“ eins og nú er sagt. Nú þarf að setja greinaskil. Glíman við ósonlagið í háloftunum, sem franskur eðlisfræðingur uppgötv- aði árið 1913, segir sína sögu. Nú eru flestir búnir að gleyma henni, en á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar komst ósonlagið í hámæli. Það hafði löngum varið jörðina gegn skaðlegum sólar- geislum, en nú var ljóst að það hafði rofnað. Manngerð efni, sem al- geng voru í úðabrúsum og kælikerfum, eyddu ósonlaginu og tíðni húð- krabbameins margfald- aðist í kjölfarið. Nokkr- ar ríkisstjórnir ákváðu árið 1978 að banna notk- un efnanna heima fyrir og rúmum áratug síðar var svonefnd Montreal- bókun samþykkt á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og fleiri ríkja þar sem framleiðsla þeirra var bönnuð. Síðar var staðfest að bannið hægði verulega á rýrnun ósonlagsins. Vandinn var snarlega leystur með alþjóðlegri sam- stöðu. Því skyldu menn ekki taka lofts- lagsvandann sömu tökum, standa saman og grípa til aðgerða? Það er sannarlega mun flóknara verkefni og hægara sagt en gert; olíukóngar slá ryki í augu fólks, kosta „rannsóknir“ sem fullvissa almenning um að engin hætta sé á ferðum og leggja undir sig fjölmiðla sem eru sífellt á verði. Eins og tóbaksframleiðendur forðum. Lengi vel virtu men „rétt“ fólks til að reykja nánast hvar sem var. Þegar ljóst var að óbeinar reykingar voru hættulegar heilsu manna, rétt eins og banvænar veirur, tóku varnirnar að bresta. Kvótakerfið, enn og aftur Saga tóbaksbarbaróna og olíukónga minnir um margt á sögu íslensks sjáv- arútvegs. Í skjóli „veiðireynslu“ og ný- frjálsra vinda í stjórnmálum, sem töldu hagsmunum almennings best borgið með einkavæðingu, voru sam- þykkt lög um kvótakerfi í fiskveiðum árið 1983. Á örfáum árum hafði fá- mennur hópur útgerðarmanna nánast „eignast“ auðlindir hafsins. Stjórn- málamenn töluðu um „þjófnað ald- arinnar“ og almenningur hneykslaðist á nýjum „kóngum“ og „greifum“ sem hirtu lítið um „leiguliða“ og verkafólk. Endurgjald til samfélagsins var ekk- ert í hlutfalli við þann arð sem kóng- unum hlotnaðist af þjóðarauðlindinni. Á sama tíma hefur ofurvald kóng- anna tryggt þeim vald yfir samræðum landsmanna. Sumir stjórnmálamenn segja að fiskveiðikerfið sé afar gott, jafnvel fyrirmynd fyrir allan heiminn, og engin ástæða sé til að staðfesta með lögum og stjórnarskrá eignarhald þjóðar yfir auðlindinni. Aðrir líta und- an og segja það of seint, eignin sé stað- reynd. Í vitund almennings situr dramatískt myndband úr sjónvarps- fréttum sem sýnir erfðaprins kon- ungsveldisins reiðubúinn að leggja hendur á fyrrverandi seðlabanka- stjóra sem hafði staðið í lappirnar þrátt fyrir þrýsting úr „greininni“. Nú situr það líka í vitund okkar flestra að krosstengsl í fyrirtækjum hafa falið mikinn auð kvótaeigenda, sumpart í skjóli persónuréttar, og hluti arðsins af fiskveiðum á Íslandsmiðum hefur verið notaður til að komast með vafa- sömum hætti inn á veiðilendur í öðrum heimsálfum þar sem fátækt fólk þarf að heyja sín þorskastríð. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi hefur roð við kóngunum. Nú er þörf á sósíalisma við Austurvöll. Á tímum stórkostlegra náttúru- hamfara og þjóðfélagsumróts er kall- að eftir róttækum lausnum sem dugi til framtíðar með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Sósíalisminn, sem byggist á rótgrónum hugmyndum sem leggja áherslu á jöfnuð, réttlæti, samhygð og samstöðu, er enn í fullu gildi, en nú á nýjum forsendum. Aldrei hefur verið brýnni þörf fyrir stjórn- málahreyfingu sem kennir sig við sósíalisma. Eftir Gísla Pálsson » Á tímum hamfara er kallað eftir lausnum sem dugi til framtíðar. Aldrei hefur verið brýnni þörf fyrir hreyf- ingu sem kennir sig við sósíalisma. Gísli Pálsson Höfundur er mannfræðingur og skipar eitt af sætum Sósíalistaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. gpals@hi.is Sósíalismi á tímum hamfara Það er sorglegt að mjög slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra sé orðið stórt kosningamál. En það er því miður veruleiki sem við þurf- um að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Aldraðir eru sennilega sá hópur sem hefur fengið að kynnast fleiri sviknum kosninga- loforðum en flestir aðrir hópar sam- félagsins. Við myndun næstu rík- isstjórnar verða málefni aldraðra að fá forgang, hvort sem það snýr að fram- færslu eða umönnun. Látum þjónustuna ná til allra Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjöl- breyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yf- irsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleið- ingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjón- ustuna á ekki að vera að- aldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um rekst- urinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að and- legri líðan þessara ein- staklinga. Áhyggjulaust ævikvöld Áhyggjulaust ævi- kvöld á ekki að vera inni- haldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Þessi hópur á ekki að þurfa að upp- lifa sig sem ölmusufólk og þurfalinga. Öll lifum við í þeirri trú að sá tími sé liðinn fyrir mörgum áratugum. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldr- aða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum for- eldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostn- aðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóð- félagshópur ekki mjög hávær. Skerðingar í eftirlaunakerfinu eru eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frí- tekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skatta- álögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu og sumir eigi varla fyrir mat. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum líf- eyrissjóði sér til framfærslu. Við verð- um hins vegar að hækka framfærslu- viðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sann- arlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismál- unum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævi- kvöld og kjósum Viðreisn. Eftir Guðmund Þórð Ragnarsson » Aldraðir eru senni- lega sá hópur sem hefur fengið að kynnast fleiri sviknum kosninga- loforðum en flestir aðrir hópar samfélagsins. Guðmundur Þórður Ragnarsson Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.