Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 34
34 MESSUR á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 AKUREYRARKIRKJA | Upphaf vetr- arstarfsins. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólm- fríður Hermannsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 og upphafi barna- starfs í kirkjunni fagnað í söng og leik. Andrea Anna Arnarsdóttir, Thelma Rós Arnarsdóttir, Ingunn Jónsdóttir djákni og sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir þjóna. Aðalheiður Þorsteinsdótt- ir leikur á flygilinn. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 13. Athugið nýjan messutíma! Jóhanna María Eyjólfs- dóttir djákni og Þorsteinn Jónsson, nýr barnastarfsleiðtogi, annast sam- verustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, org- anisti er Bjartur Logi Guðnason. Ferm- ingarbörn vorsins 2022 sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar ásamt foreldrum sínum. Stuttur kynningar- fundur um fermingarstarf vetrarins haldinn eftir guðsþjónustu. Kirkjukaffi í Ási eftir guðsþjónustu. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 17. Ingvar Alfreðsson leiðir samsöng. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg. Ókeypis matur að guðsþjónustu lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Prest- ur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kór Breiðholtskirkju, Örn Magnússon er organisti. Um sunnudagaskólann sjá Steinunn Þorbergsdóttir djákni og Steinunn Leifsdóttir. Kaffi og sam- félag eftir guðsþjónustu. Alþjóðlegi söfnuðurinn / The Interna- tional Congregation kl. 14 / at 2 pm. Guðsþjónusta. Prestar sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmunds- dóttir, prestar innflytjenda og flótta- fólks. Barnagæsla / Childcare. Kaffi og samfélag / Coffee/tea after the service. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og guðsþjónusta. Fyrsta barnamessa vetrarins er kl. 11. Sóley Adda, Katrín Eir, sr. Eva Björk og Rebbi refur eru meðal þeirra sem taka á móti börn- unum. Pálmi Sigurhjartarson spilar. Þá er almenn guðsþjónsta kl. 13. Sr. Eva Björk þjónar ásamt messuþjón- um, Antonía Hevesi spilar og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða al- mennan messusöng. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Léttar veitingar að lokinni messu. Messa í Hjallakirkju sunnudag kl. 17. Sr. Helga Kolbeinsdóttir. Tónlist Matt- hías V. Baldursson ásamt Lofgjörð- arhópi Hjallakirkju. Veitingar að lok- inni messu. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og Dómkórinn. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skólinn er að byrja aftur og verður alla sunnudaga í vetur kl. 10.30. Vetrar- starfið hefst að þessu sinni með hausthátíð 12. september kl. 10.30. Pylsupartí og fjársjóðsleit eftir stund- ina í kirkjunni. Umsjón hafa sr. Þor- geir, Torvald við flygilinn, Guðný, Elísa, Ragnheiður o.fl. FELLA- og Hólakirkja | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild- ar Valgarðsdóttur organista. Kaffisopi eftir stundina. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnar Arnar- sonar. Prestur er Margrét Lilja Vilmundardóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Í tilefni Bókmenntahátíðar verður þema næsta sunnudags ljóðmál Bibl- íunnar. Prédikun dagsins: Það er ekk- ert saklaust við ljóð! Dr. Sigurvin Lár- us Jónsson prestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fjölskyldur fermingarbarna eru hvattar til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgu- dóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjóna. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Antonía Hevesi og Kirkjukór Grensáskirkju flytja tónlist og leiða sönginn. Málverkasýning Hólmfríðar Ólafsdóttur í forsalnum. Sameiginlegur sunnudagaskóli Foss- vogsprestakalls er í Bústaðakirkju kl. 11. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Hannes Guðrúnarson leikur á gítar. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15, einnig á netinu, og opinn fund- ur 12 spora starfs Vina í bata kl. 19.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Leifur Ragnar Jónsson prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista. Hvetj- um fermingarbörn og foreldra þeirra að koma í messuna. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili í umsjá sr. Péturs Ragnhildarsonar og félaga. Kirkjuvörður er Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Þórunn Vala Valdimarsdóttur syngur. Sunnudaga- skólinn hefst kl. 11 og hefur Rósa Hrönn Árnadóttir umsjón með fjöl- breyttri dagskrá. Kaffi og djús eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Eiríkur Jóns- son, Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir leiða þjón- ustuna. Messuhópur aðstoðar. Organ- isti er Björn Steinar Sólbergsson. For- söngvarar syngja. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs- þjónusta kl. 17. Sr. Helga Kolbeins- dóttir leiðir stundina ásamt Matta Sax og Lofgjörðarhóp Hjallakirkju sem sjá um tónlistina. Eftir stundina verður boðið upp á mat í safnaðarsalnum gegn vægu gjaldi. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð, fyrirbænum og barnastarfi kl. 11. Ragnar Schram prédikar. Kaffi að samverustund lok- inni. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Ingvars Afreðsson- ar. Prestur er Arnór Bjarki Blomster- berg. Fundur með foreldrum ferming- arbarna að guðsþjónustu lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Dagný Maggýjar, höfundur bók- arinnar Á heimsenda, flytur hugleið- ingu. Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundina og Arnór Vilbergsson organ- isti leikur undir söng hjá Kór Keflavík- urkirkju. KIRKJUSEL - Spönginni | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sig- urðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Gísli Magna Sig- ríðarson. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11 í Borgum, safnaðarheimili Kópa- vogskirkju. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, sem Marta, Arngrímur og Hera leiða. Við messuna syngja félagar úr Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar við messuna ásamt messuþjónum. Fermingarbörn 2022 og fólkið þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Kaffisopi eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjón- ar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Þóðar Sigurð- arsonar organista. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 13. Bogi og Þórð- ur leiða stundina. www.lagafellskirkja.is ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudag- inn 12. sept. kl. 14 verður uppskeru- messa, barnastarf og aðalfundur safnaðarins eftir messu. Hvetjum ykk- ur til að mæta með uppskeru sumars- ins til að smakka á í maulinu. Séra Pétur sér um messuhald og Kristján Hrannar sér um tónlistina. Ólafur mun taka á móti kirkjugestum að venju. Sandgerðiskirkja | Fjölskylduvæn messa kl. 18.30. Fermingarbörn sér- staklega boðuð ásamt foreldrum sín- um. Almennur söngur. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóli og Bára leiða samveruna og Tómas Guðni spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tóm- as Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Sunnu- dagaskóli og guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sól- veig Ragna Jónsdóttir er umsjónar- maður sunnudagaskólans. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eft- ir athöfn í safnaðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Við tölum um þakklætið, það verður mikið sung- ið og kirkjubrúðurnar koma í heim- sókn. Rusa Petriashvili er organisti og kórinn leiðir okkur í söng. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og Berglind Hönnu- dóttir leiða stundina. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur boðin sérstaklega velkomin. Eftir guðsþjón- ustu er fundur með þeim um fyrir- komulag fræðslunnar í ár. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Axel Á Njarðvík annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Fjölskylduvæn messa kl. 17. Fermingarbörn vetrar- ins sérstaklega boðuð ásamt foreldr- um sínum. Almennur söngur. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónustur kl. 11 og 13. Upphaf fermingar- starfsins. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Henning Emil Magnússon. Fundir með foreldrum og fermingar- börnum vorsins 2022 eftir athafnirn- ar. Góður gestur sem fermdist í Garðabæ fyrir nokkrum árum leikur og syngur. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð kl. 11 í umsjá sr. Braga, Benna Sig. og Sveins Arnars, nýs organista kirkjunnar. Sérstakur gestur verður Ari Ólafsson tenór- söngvari. Boðið verður upp á pylsur og tilheyrandi á eftir. Morgunblaðið/ÞÖK Kirkjan á Sólheimum í Grímsnesi. ✝ Ásgeir G. Sig- urðsson fædd- ist 30. ágúst 1942 í Bolungarvík. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Bergi í Bolung- arvík 27. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Sigurður Skagfjörð Krist- jánsson, f. 30. jan- úar 1920, d. 23. júlí 1986, og Guðrún Magnúsdóttir, f. 5. október 1917, d. 23. mars 2009. Ásgeir ólst upp í Bolung- arvík og Ísafirði og bjó allan sinn aldur á Ísafirði. Hann stofnaði heimili á Ísafirði og eign- aðist fjögur börn: Sigurð Kristján, Guðrúnu Margréti, Rannveigu og Hlyn Geir. Útför Ásgeirs fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 11. september 2021, klukkan 14. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Afi Geiri var enginn venju- legur afi, enda átti hann strætó og allir þekktu afa Geira. Afi átti líka allar heimsins plötur og geisladiska enda mjög músík- alskur og áttu tónlistin, strætó og bílar yfirhöfuð oftast nær hug hans allan. Við systurnar og vinkonurnar gátum alltaf stólað á það að ef nýr geisla- diskur kom út gátum við fengið að spila hann innan örfárra daga, ef ekki samdægurs. Tónlistin átti stóran part af lífi afa. Þegar við systur byrj- uðum í skóla þá byrjuðum við í tónlistarnámi einnig og afi pass- aði alltaf upp á það við værum vel æfðar og leyfði ekki ísblóm fyrr en það væri búið að renna einu sinni eða tvisvar yfir allar píanóæfingarnar og lögin sem spila átti þá vikuna. Alltaf kom afi á allar samæfingar og alla tónleika. Alveg frá því Gamli Nói byrjaði að hljóma á píanóið og þar til hann þróaðist yfir í lengri og flóknari aríur. Afi Geiri var algjör bílakall og kenndi okkur eldri systrun- um að keyra. Þegar æfingaleyf- ið var komið þá byrjaði ökuskóli afa. Afi sótti okkur nánast dag- lega og kenndi okkur allt sem við þurftum að kunna um bíla og umferð. Stóri plúsinn var svo sá að þegar ökuleyfið var komið þá mátti taka rúnt á Kadilakkn- um, eða „keyrandi sófasettinu“ eins og afi kallaði hann oft. Elsku afi Geiri. Við systur er- um ævinlega þakklátar allri þeirri þolinmæði sem þú sýndir okkur alla tíð. Öll þolinmæðin sem þú sýndir okkur yfir mis- löngum og áhugaverðum lögum sem fengu að hljóma á píanóið jafnt sem nikkuna. Öll þolin- mæðin að skutlast með okkur hingað og þangað og taka á móti vinkonuhópunum þegar okkur hentaði að heimsækja afa Geira. Öll þolinmæðin í að spila rakka við eldhúsborðið aftur og aftur á meðan við gæddum okk- ur á ísblómum og horfðum yfir fallega fjörðinn okkar. Öll þol- inmæðin í allt sem skruddunum dísunum þínum datt í hug hverju sinni. Afi Geiri rokkarinn sá, dísunum sínum kenndi, að tónlistinni alltaf una má, meðan brautinni hann eftir renndi. Elsku afi Geiri, þín verður sárt saknað, en eitt er víst; minning þín mun lifa og hljóma með okkur í hverju lagi. Þórdís, Herdís og Arndís. Ásgeir G. Sigurðsson Minningar Sumarið var tím- inn, þegar kveðju- stundin kom. Sál þín varð að yfirgefa þau híbýli sem höfðu hýst hana frá fæð- ingu. Illvígur sjúkdómur hafði laskað líkamann það illa að engu varð bjargað þótt reynt væri af læknavísindum nútímans. Sálin yfirgaf samt ekki íverustað sinn fyrr en hún hafði náð að kveðja. Beið eftir syninum, þar til hann kæmi heim af hafinu til að kveðja hann áður en ferðin sem við endum öll á að fara væri far- inn. Mín kæra móðir Elley, eins og hún var kölluð, var fædd á því ári þegar lýðveldið Ísland var stofnað. Uppeldi hennar hef- ur því mótast af þeirri umræðu og samfélagsgerð sem þá var í þróun og mótun. Hún var Vest- mannaeyingur, stolt af sínu sam- félagi. Vildi því vel í alla staði og hag þess sem bestan. Lífið lék ekki við mína kæru móður síð- ustu árin. Háði þrjár orrustur við meinið sem enn ógnar mörg- um, sú síðasta varð ekki umflúin. Enginn samningur í boði, ekkert vopnahlé, meinið sigraði. Ól okk- ur börnin sín upp við kærleik og Elín Bjarney Jóhannsdóttir ✝ Elín Bjarney Jóhannsdóttir, Elley, fæddist 19. september 1944. Hún lést 13. júlí 2021. Útför Elleyjar fór fram 22. júlí 2021. hlýju. Leiðbeindi þegar þess þurfti og var ég sá sem hún leiðbeina þurfti oftar en hinum börnum sínum, held ég. Kærleikur mömmu í minn garð var ómetan- legur og til allra sinna afkomenda. Umvafði mig hlýju, í blíðu og stríðu, kenndi réttsýni og sanngirni, það voru eiginleikar sem ég skyldi tileinka mér. Móðir sem fróðleikurinn var sóttur til þegar leysa þurfti verkefni sem vöfðust fyrir drengnum hennar. Sumarið var tíminn sem var valinn fyrir þig mín elskulega móðir, Elín Bjarney. Ferðin skyldi farin yfir landamærin sem við vitum ekkert um, né hvað bíður handan þeirra. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur! Úðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín, yfir blessuð björgin þín breiðir sólin geislakögur. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur! (Sigurbjörn Sveinsson) Ég veit og trúi því að fegurð morgundagsins hafi blasað við þér hinum megin landamæranna mín kæra móðir. Hafðu þökk fyrir að kenna, miðla og gefa. Þinn sonur, Svavar Örn Svavarsson. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.