Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 35

Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 ✝ Dómhildur Ei- ríksdóttir fæddist á Bíldudal 15. júní 1934 en flutti ung að aldri á Patreksfjörð. Hún lést á Patreksfirði 29. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Sig- urey Indriðadóttir, fædd 24. desember 1909, dáin 17. júní 1972, og Eiríkur Guðni Guð- mundsson, fæddur 8. janúar 1911, dáinn 16. september 1936. Uppeldisfaðir hennar var Þor- valdur Eggertsson, fæddur 3. maí 1908, dáinn 17. ágúst 1974. Finnbogadóttir, f. 24. maí 1953, maki Snæbjörn Gíslason og eiga þau 3 syni og 8 barnabörn. 3) Sigurey Finnbogadóttir, f. 3. nóvember 1955 og á hún 3 börn og 3 barnabörn. 4) Hafdís Finn- bogadóttir, f. 18. desember 1956, maki Steinar Sigurðsson og eiga þau 2 börn og 3 barna- börn. 5) Hafrún Rafnar Finn- bogadóttir, f. 2. mars 1958, maki Jónas Rafnar Ingimarsson og eiga þau 2 börn og 3 barna- börn. 6) Steinunn Finnbogadótt- ir, f. 10. október 1962, maki Freyr Héðinsson og eiga þau 3 syni og 7 barnabörn. 7) Þorvald- ur Finnbogason, f. 31. ágúst 1971, maki Þórdís Ögn Þórð- ardóttir og eiga þau 4 börn og 2 barnabörn. Útför Dómhildar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 11. september 2021, klukkan 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Bróðir Dómhildar var Eiríkur Guð- berg Þorvaldsson, fæddur 20. sept- ember 1941, dáinn 1. desember 1996. Dómhildur starf- aði lengst af sem húsmóðir en stofn- aði einnig bílaleigu sem hún rak í tvo áratugi. Hún giftist Finnboga Helga Magnússyni skipstjóra, fæddum 28. maí 1931, dánum 2. maí 1984. Þau eignuðust sjö börn: 1) Reynir Örn Finnbogason, f. 19. desember 1951 og á hann 6 börn og 8 barnabörn. 2) Kristín Einhvers staðar segir „að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“ og nú er komið að kveðju- stund. Hún elsku amma okkar og langamma er látin. Þú varst okk- ur öllum svo kær og minningarn- ar sem spretta fram eru margar. Minningar um allar góðu stund- irnar á Urðargötunni, í Fjarðar- horni að veiða og þegar þú varst á faraldsfæti og heimsóttir okkur. Við munum geyma þær allar í hjarta okkar um ókomna tíð. Við treystum því að þú finnir ein- hvern til að baka súkkulaðibita- kökur fyrir og spila yatzy með á lokaáfangastaðnum. Við elskum þig. Sigurður, Þórey, Þóra, Una Karen, Steinar og Ómar Frosti. Ljúfar minningar fara um huga minn þegar ég sest niður til að koma orðum á blað um elsku ömmu mína. Frá því ég man eftir mér var amma alltaf til staðar fyrir mig og þó að það væri langt á milli okkar pössuðum við alltaf að láta ekki líða marga daga á milli símtala. Ég man eftir ótal stundum í eldhúsinu á Urðargötunni þar sem amma kenndi mér að baka og leyfði mér að taka þátt í allri elda- mennsku. Hjá ömmu kviknaði áhuginn á matreiðslu og því er kannski ekki skrítið að ég hafi valið að læra það fag og er mat- reiðslumaður í dag. Ég man eftir öllum ferðunum vestur. Mér leiddist aldrei hjá ömmu á Patró enda fannst henni mikilvægt að ég hefði alltaf eitt- hvað fyrir stafni og var hún dug- leg að spila við mig og dúllast með mér. Amma spilaði meira að segja á gítar og söng og kenndi mér mín fyrstu grip og Ljóma-lagið. Eftir bílferðina vestur til ömmu gat maður verið viss um að fá eitt- hvað gott að borða og var hún gjarnan tilbúin með kjötsúpu. Haninn var alltaf fullur af súkku- laðibitakökum og átti hún yfirleitt hveitikökur, skinkuhorn, tísku- tertu eða annað bakkelsi til í frystinum. Það þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki eitthvað til að bjóða upp á ef gesti bar óvænt að garði. Það voru allir velkomnir heim til ömmu og betri gestgjafa hef ég ekki hitt. Hún vildi að öllum liði vel og það mátti alls ekki fara frá henni svangur og passaði hún upp á það. Minningarnar eru óteljandi og samverustundirnar með ömmu voru alltaf kærleiksríkar og skemmtilegar. Þær mun ég alltaf varðveita. Við gátum alltaf hlegið og skemmt okkur en líka talað um allt milli himins og jarðar, ég gat alltaf leitað til ömmu. Ef til væri handbók um það hvernig á að vera góð amma þá væri hún skrif- uð um ömmu mína því hún var einfaldlega best. Elsku amma, hvíldu í friði, minning þín mun alltaf lifa í hjört- um okkar. Ég verð alltaf stelpan þín og þú alltaf besta amman mín. Eva Dögg Þorvaldsdóttir. Elsku amma mín, mikið er erf- itt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur en þetta er víst það eina sem er öruggt þegar að við fæð- umst í þennan heim, en aldrei er maður tilbúinn þegar að þessu kemur. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér að eiga. Alltaf sast þú uppi með mig þegar mamma og pabbi fóru eitthvað og gátu ekki tekið mig og Gísla bróður með sér þegar við vorum litlir, enda vildi ég hvergi annars staðar vera en hjá þér. Mikið sem maður á eftir að sakna þess að heyra í þér reglu- lega í síma og að koma til þín í Urðargötuna sem hefði svo sann- arlega mátt vera oftar í seinni tíð. Að hitta þig og fá að njóta sam- verustunda með þér helgina fyrir andlátið þitt, bæði í fermingar- veislu yngsta stráksins míns og í brúðkaupi Þorvaldar og Þórdísar var bæði yndislegt og ómetanlega dýrmætt fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Elska þig og þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Elsku mamma og systkini, megi góður guð styrkja ykkur í þessum mikla missi og sorg. Þinn Finnbogi Helgi. Hugur leitar til löngu liðinna stunda, svo ljúfar sem þær voru. Minningar streyma fram. Þessar ljóðlínur koma fyrst upp í hugann er ég minnist Dómhildar: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt hjartans mál. (IS) Það var mikil gæfa fyrir mig að vera send til Dómhildar Eiríks- dóttur og Finnboga Magnússon- ar skipstjóra. Þá var ég á þrett- ánda ári og átti að hjálpa til á heimilinu, aðallega að gæta yngstu barnanna. Þá höfðu þessi ungu hjón eignast fimm börn, það yngsta eins árs og elsta á áttunda ári, hvert öðru yndislegra. Strax á fyrsta degi fékk ég að finna að ég var ein af fjölskyldunni. Við- mótið frá þeim bar þess glöggt merki. Á þessum tíma bjuggu þau í Stúkuhúsinu. Þetta var samhent og góð fjölskylda og ég á margar góðar minningar af veru minni hjá henni. Dómhildur stjórnaði öllu heima með mikilli festu og dugnaði á meðan Finnbogi stund- aði sjóinn. Hún var mikil húsmóð- ir, hvort sem kom að þrifum, mat- argerð, saumaskap eða öðru sem við kom heimilishaldi. Allt lék í höndunum á henni, enda dugnað- arforkur alla tíð. Dómhildur var sérstaklega næm á líðan annarra og öllum leið vel í návist hennar. Aldrei sagði hún styggðaryrði við mig, faðm- aði mig jafnan í lok dags. Hún var greind og skarpskyggn, mjög heilsteypt, hrein og bein og óhrædd að segja sínar skoðanir. Hún var einstaklega falleg og hafði mikla útgeislun, sem lét engan ósnortinn; sannkallaður demantur. Eftir að veru minni lauk hjá þeim í Stúkuhúsinu byggðu þau sér stórt og fallegt hús við Urðargötu. Er þangað var komið bættust tvö yndisleg börn við fallega hópinn þeirra. Vetur- inn 6́5-́66 bjuggu þau í Reykjavík. Þá fór Finnbogi í nám í Skip- stjóra- og stýrimannaskólanum. Ég hitti Dómhildi eitt skipti þennan vetur. Við hittumst af til- viljun í miðbænum og fórum á kaffihús og áttum þar notalega stund. Ekki grunaði mig þá að verðandi eiginmaður minn væri á þeim tíma skólabróðir Finnboga og að þeir væru góðir vinir. Sveinn minn sagði mér síðar að hann hefði oft komið til þeirra í Vesturbæinn. Alltaf þegar ég heimsótti Dómhildi var tekið vel á móti mér og ekki vantaði kræs- ingarnar. Ég man sérstaklega eftir því er ég heimsótti hana á Urðargötu að mér fannst hún eins og drottning í ríki sínu í þessu stóra, fallega húsi; það var eitthvað svo ævintýralegt og á skemmtilegum stað þaðan sem sést vel yfir höfnina. Það var vel við hæfi fyrir þau. Elsku besta Dómhildur mín, bestu þakkir fyrir allt sem þú kenndir mér og hversu góð og þolinmóð þú varst alltaf við mig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (IS) Börnum Dómhildar, tengda- börnum og öllum öðrum ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Góður Guð gefi þeim öll- um styrk í sorginni. Guðríður Guðbjartsdóttir. Okkar góða vinkona Dómhild- ur Eiríksdóttir er fallin frá, hún var einstaklega glæsileg kona en umfram allt hlý og vönduð mann- eskja. Hún skilur eftir sig góðar minningar í hugum okkar. Við kynntumst þeim hjónum þegar við vorum að vinna við tannlækningar á Patreksfirði ár- in 1976-79. Við bjuggum í sama húsi og fljótlega myndaðist með okkur góður vinskapur. Oft var boðið í kaffi á efri hæðinni, þar kynntumst við hennar stóra barnahópi. Ógleymanlegar eru ferðirnar sem við fórum í laxveiði með þeim hjónum í Laugardalsá í Skálmardal, þar voru þau öllum hnútum kunnug og kynntu það fyrir okkur. Eftir að Finnbogi féll frá hittum við Dómhildi alltaf af og til og áttum við skemmtilegar stundir saman með henni í berja- mó fyrir vestan og seinna í lax- veiðum í Laxá á Skógarströnd þar sem við höfðum aðstöðu til að rifja upp gamla takta. Seinni árin töluðum við oft saman í síma og hún kom við hjá okkur þegar hún kom suður. Alltaf þegar við hitt- umst var hún jafn einlæg og ást- rík, ég var alltaf á leið til hennar vestur, en nú er það orðið of seint, svona líður tíminn út úr höndun- um á okkur. Elsku Dómhildur við kveðjum þig með söknuði, þú sem gafst svo mikið af þér. Takk fyrir vináttu þína. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minning hennar mun lifa og vera ljós í lífi þeirra sem kynntust henni. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Íris Bryndís og Jón Birgir Dómhildur Eiríksdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN HJÁLMARSSON svæfinga- og gjörgæslulæknir, lést á heimili sínu 31. ágúst. Útför hans fer fram þriðjudaginn 14. september klukkan 13 frá Hafnarfjarðarkirkju. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/LrQ3PvrhFQw Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Dropann, styrktarfélag sykursjúkra barna. Unnur Rannveig Stefánsdóttir Tinna Mjöll Stefánsdóttir Hjálmar Stefánsson Rakel Ýr Ólafsdóttir Margrét Stefánsdóttir Guðmundur Snorri Eysteins. Magnus Julius Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUNNARSSON, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 3. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógræktarfélag Skilmannahrepps kt.: 490399-2089, bankareikningur nr. 0552-26-1872. Sigurður Pétur Sigurðsson Kolbrún Gunnarsdóttir Runólfur Þór Sigurðsson Soffía Örlygsdóttir Guðmundur Gísli Sigurðsson Kristín Guðrún Jónsdóttir Sigmundur Garðar Sigurðs. Guðríður Guðmundsdóttir Sigurlín Margrét Sigurðard. Magnús Sverrisson Helga Sigurðardóttir Halldór Karlsson Guðráður Gunnar Sigurðs. Ása Líndal Hinriksdóttir afabörnin og langafabörnin Elsku systir okkar, GÍGJA GUÐFINNA THORODDSEN, Starengi 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala miðvikudaginn 8. september. Ólafur E. Thóroddsen Ásta St. Thoroddsen Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR leikskólakennari, Þorrasölum 5-7, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 9. september. Útförin verður auglýst síðar. Magnús Kr. Halldórsson Unnur Gyða Magnúsdóttir Maron Kristófersson Ólafur Magnússon Rakel Ýr Sigurðardóttir Halldór Guðjón Magnússon Erna Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR RAGNARSSON, Sólmundarhöfða 7, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi þriðjudaginn 7. september, útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 16. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja badmintonfélag Akraness: Bankanúmer 0186-26-9026, kt. 430169-6109. Drífa Harðardóttir Faisal, Salma og Sara Una Harðardóttir Ragnar Harðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.