Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar
öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða
þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlát ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
✝
Hallsteinn
Sverrisson
fæddist á Ísafirði 7.
desember 1941.
Hann lést 19. ágúst
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Unnur
S. Gísladóttir, fædd
23.3. 1911 á Skára-
stöðum í Miðfirði,
Vestur-Húnavatns-
sýslu, dáin 10.12.
2003, og Sverrir S. Guðmunds-
son, fæddur 23.12. 1909 á Ísa-
firði, dáinn 26.11. 1968. Systir
Hallsteins er Sigríður Sverr-
isdóttir, f. 7.2. 1940.
Fyrri kona hans var Hjördís
Þorsteinsdóttir, f. 1945, d. 2002.
Þau skildu. Börn þeirra eru: 1)
Óttar Víðir, f. 4.6. 1963, tækni-
fræðingur hjá Marel. Kona hans
er Helga Guðmundsdóttir, þau
eiga þrjá syni: Andra, f. 17.9.
verkastofunni. Þeirra börn eru
Eysteinn Skúli, f. 14.5. 2017, og
Glódís Anna, f. 27.3. 2020. Fyrri
maður Önnu Eyglóar var Ólafur
Indriðason, f. 1945, d. 2018. Dótt-
ir þeirra: Eygló Björk, f. 19.11.
1967, viðskiptafræðingur. Maður
hennar er Eymundur Magn-
ússon, bóndi í Vallanesi á Héraði.
Hallsteinn ólst upp á Ísafirði.
Flutti til Reykjavíkur 1959 og
lærði prentiðn. Hann vann í
Prentsmiðjunni Eddu, Blaða-
prenti og síðan í Prentsmiðjunni
Odda til 1983. Þá stofnuðu hann
og Anna prentsmiðjuna
Límmiðaprent og unnu eftir það
bæði við þann rekstur.
2007 seldu þau prentsmiðjuna
og vann Hallsteinn í Vörumerk-
ingu til 2011 þegar hann fór á
eftirlaun.
Hallsteinn dvaldi á
Hjúkrunarheimilinu Grund síð-
ustu átta mánuðina en hann
þjáðist af Alzheimers-
sjúkdómnum.
Útför Hallsteins hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
1988, Hlyn f. 18.1.
1993, og Aron, f.
23.7. 1996. 2) Elín, f.
24.5. 1967, fyrri
maður hennar var
Hergeir Elíasson.
Barn þeirra er Hel-
en, f. 31.12. 1990.
Seinni maður er Sig-
urður Rúnarsson.
Synir þeirra eru Vic-
tor, f. 19.7. 2001, og
Theodór, f. 4.5.
2004. Barnabarnabörnin eru þrjú.
Eftirlifandi eiginkona Hall-
steins er Anna Eygló Antonsdótt-
ir, f. 13. janúar 1947. Foreldrar:
Anton Sigurðsson bifreiðarstjóri,
f. 1919, d. 1988, og kona hans
Anna Hulda Victorsdóttir, f. 1926,
d. 1985. Dóttir þeirra er Unnur
Elfa, lögfræðingur í félagsmála-
ráðuneytinu, f. 21.6. 1988. Maður
hennar Jóhann Skúli Jónsson, f.
20.6. 1991, lögfræðingur hjá Hug-
Elsku pabbi minn, nú hefur þú
kvatt þetta líf eftir erfið veikindi
síðustu ár. Eftir standa allar góðu
minningarnar sem við áttum sam-
an og ég er svo þakklát fyrir. Allar
góðu samverustundirnar í Langa-
gerðinu koma helst upp í hugann.
Allar stundirnar sem við eyddum
uppi í rúminu ykkar mömmu þar
sem þú last Morgunblaðið og ég
japlaði á Maryland-kexi yfir
barnatímanum.
Einnig man ég eftir öllum
göngutúrunum um hverfið okkar
og leiðinni sem við kölluðum „litla
hringinn“ en þeir göngutúrar end-
uðu oftast með því að þú keyptir
bland í poka fyrir mig í Kúlunni
eða Kallabúðinni og svo fórum við
heim og horfðum á gamlar Spaug-
stofur og Áramótaskaup. Svo má
ekki gleyma öllum ferðalögunum,
bæði til Ísafjarðar að heimsækja
alla ættingjana okkar og öllum
ferðunum upp í bústað en þar man
ég best eftir þér að laga og dytta
að bústaðnum og súpa kaffi í sól-
inni á meðan ég og Unnur Sif lék-
um úti í móa.
Pabbi var prentari og stofnaði
ásamt mömmu prentsmiðjuna
Límmiðaprent. Sá rekstur gekk
alla tíð vel og voru mamma og
pabbi lánsöm með það samstarf.
Ég á líka margar góðar minningar
af prentsmiðjunni þar sem þú titl-
aðir mig alltaf forstjórann (Moli
var svo framkvæmdastjóri). Ég
kom oft að heimsækja þig í vinn-
una og oftar en ekki settirðu upp
leik þar sem þú kallaðir „BÖ“ og
ég hljóp þvert yfir alla prentsmiðj-
una í fangið á þér.
Pabba fannst svo gaman að
ferðast og þar voru Bandaríkin í
miklu uppáhaldi. Hann elskaði allt
sem viðkom bandarískri menn-
ingu og þá sérstaklega góða
kántrítónlist.
Ég man eftir öllum ferðunum
sem ég var svo heppin að fara í
með ykkur mömmu en ég held að
það sé ykkur að þakka hversu
ferðaglöð ég hef verið í gegnum
lífið. Í þessum ferðum nutum við
þess að keyra um, borða góðan
mat og oftar en ekki fara í
skemmtigarða þar sem ég dró þig
í öll stærstu tækin enda varstu
alltaf tilbúinn að gera allt með
mér. Þú kenndir mér líka að það
væri alltaf nauðsynlegt að njóta,
sér í lagi þegar dvalið var á hót-
elum. Hvort sem það var á Hótel
Ísafirði þar sem ég fékk að horfa á
Stöð 2 eða að borða York-súkku-
laðistykki og blueberry muffin í
morgunmat á Sheraton-hótelinu í
New York.
Síðustu ár voru erfið og það var
sárt að sjá veikindin taka yfir. Ég
er samt svo þakklát að hafa náð að
kveðja þig og eiga góða stund með
þér og góðvini okkar Johnny Cash
rétt áður en þú kvaddir þetta líf.
Þetta var komið gott og ég er viss
um að þú ert á betri og sólríkari
stað núna, þar sem nóg er af góðu
nautakjöti og kántrítónlist. Ég
elska þig, elsku pabbi minn, og ég
og mamma munum sakna þín mik-
ið.
Lát anda þinn gæta hans, Guð,
og garðstíg hvern óma af söng.
Sjá, litrófið glóir. Ég geng
undir glitrandi regnbogans hlið.
(Hjörtur Pálsson)
Unnur Elfa Hallsteinsdóttir.
Ég kynntist Hallsteini þegar ég
var 13 ára þegar hann og móðir
mín tóku saman. Hallsteinn var
ekki fyrirferðarmikill maður og
tók sér því ekki eitthvert sérstakt
hlutverk gagnvart mér, en hann
varð partur af miðju sem ég hef
notið að vera hluti af í nær 40 ár.
Langagerðið varð heimili okkar
fljótlega eftir að þau mamma
kynntust og varð að því hjarta
sem maður kallar „heima“. Í
Langagerðinu ríkti stöðugleiki,
þar var daglegt líf reglubundið og
taktfast. Reglufestan birtist hvað
skýrast á aðfangadag; aspassúp-
an, svínasteikin og sósan. Frönsku
strákartöflurnar, rauðkálið. Við
þessu vildi enginn hrófla og ég
missti aldrei af því að halda jólin í
Langagerðinu. Hallsteinn tók
steikina mjög alvarlega, eins og
alla eldamennsku á kjöti. Glað-
værðin einkenndi heimilið í
Langagerði og á jólunum voru
hlátrasköllin slík að það glumdi í,
sér í lagi þegar Unnur litla systir
stríddi pabba sínum með því að
skálda upp á hann einhverja vit-
leysu með úrklippubókum og öðr-
um prakkaraskap. Já, Hallsteini
þótti gott að láta stríða sér. Það var
mikið hlegið, hann hafði góðan
húmor og var snöggur til svars.
Hallsteinn var prentari að
mennt og stofnaði fyrirtækið
Límmiðaprent ásamt mömmu sem
þau ráku til ársins 2007. Það var
Hallsteini mikilvægt að vera sjálf-
stæður atvinnurekandi, að njóta
frelsis til athafna og ávaxtanna
þegar vel gekk. Hann heillaðist af
Ameríku, elskaði kántrítónlist,
mjúka bíla og steikur. Hann gerð-
ist sérfræðingur í matreiðslu á
nautakjöti á þeim tíma sem Íslend-
ingar fóru að meðhöndla það af
virðingu. Maður naut þeirra for-
réttinda að kjamsa á ribeye-, sirlo-
in- og porterhouse-steikum sem
grillaðar voru á stórum sérinnflutt-
um grillum (frá Ameríku að sjálf-
sögðu) og fékk síðan ítarlegan fyr-
irlestur um kjötskurð og
tímasetningar.
Ég minnist Hallsteins fyrir góða
samveru og hans hlutverk í að
skapa stöðuga og örugga miðju í
lífinu fyrir okkur öll. Stundum gaf
á bátinn þar sem Hallsteinn átti í
frekar erfiðu sambandi við áfengi
framan af, en eigi að síður var þar
gott fjölskyldulíf. Ég minnist hans
fyrir léttleika og hnyttni, og geymi
vel uppskriftir af ýmsu tagi sem
hann skrifaði vandlega á blað fyrir
mig. Fyrir þetta allt ber að þakka.
Fyrir tæpu ári kvaddi ég Hallstein
í síðasta skipti í anddyrinu á
Langagerðinu, og þá mynd mun ég
geyma í huga mér; hann var að
flytja á Grund sem var heimili hans
síðustu 8 mánuðina en hann glímdi
við Alzheimer. Ég vissi að fram-
undan yrðu erfiðir tímar fyrir Hall-
stein en hann naut góðrar aðhlynn-
ingar og vináttu á Grund. Ég mun
sakna hans.
Eygló Björk Ólafsdóttir.
Fallinn er frá tengdafaðir
minn Hallsteinn Sverrisson. Ég
kynntist Hallsteini fyrir að verða
sjö árum þegar ég tók saman við
eiginkonu mína. Frá fyrstu mín-
útu var mér tekið af mikilli vin-
semd og umhyggju á heimili hans
og Önnu Eyglóar og má segja að
ég hafi mjög fljótt byrjað að líta á
Langagerðið sem mitt annað
heimili. Reyndar varð það síðar
svo að við fjölskyldan fluttum inn
á þau þegar við fluttum heim frá
Belgíu og var alltaf lagt sig fram
við að mér liði sem best a þeim
tíma. Þegar sonur minn fékk ekki
leikskólapláss dvaldi hann hjá
Hallsteini afa sínum og ömmu
sinni allan daginn, sem ég held að
hafi gert báðum aðilum einstak-
lega gott, en þó að hann hefði
ekkert endilega mjög hátt um það
veit ég að Hallsteini þótti ótrú-
lega vænt um og hafði gaman af
Eysteini hálfnafna sínum. Það er
ómetanlegt fyrir son minn að hafa
átt þennan tíma með afa sínum
áður en hann fór og að eiga mynd-
ir af því til að ylja sér við í fram-
tíðinni þó að hann muni lítið muna
eftir honum.
Hallsteinn glímdi við erfið
veikindi mestallan tímann sem
við þekktumst en þó á ég margar
góðar minningar af samtölum
okkar þar sem hann ræddi ár sín
á Ísafirði, drauma um að verða
flugmaður og að sjálfsögðu gengi
Aston Villa. Við deildum sömu-
leiðis áhuga á ýmsu tengdu
bandarískri menningu eins og
mikilvægi þess að eiga gott grill
og svo kynnti hann mér kántrý-
tónlist af gamla skólanum.
Hallsteinn reyndist barna-
börnum mínum frábær afi að því
leyti sem hann var fær um og
mun ég alltaf eiga góðar minn-
ingar um flottan mann. Megi
hann hvíla í friði.
Jóhann Skúli
Jónsson.
Hallsteinn Sverrisson