Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 43
Helstu verkefni:
• Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni mannauðsmála
• Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks í mannauðsmálum
• Umsjónmeð ráðningum,móttöku nýrra starfsmanna og starfsþróun
• Umsjón með þjálfun og fræðslu starfsfólks
• Viðhalda jafnlaunakerfi og þróa áfram
• Þróun ferla og umbóta á sviði mannauðs- og öryggismála
• Umsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum
• Ábyrgð á frávikaskráningu og umbótaverkefnum
• Umsjón með öryggis- og vöktunarkerfum
Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Starfsreynsla á sviði mannauðs- og/eða öryggismála
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Frumkvæði, góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
• Færni til að greina gögn og setja fram upplýsingar
Mannauðs- og öryggisstjóri
Loðnuvinnslan óskar eftir að ráða mannauðs- og öryggisstjóra
til starfa hjá fyrirtækinu.
Loðnuvinnslan er rótgróið
sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð
og fer öll starfsemi fyrirtækisins
fram á Fáskrúðsfirði.
Áhugavert tækifæri fyrir
metnaðarfullan einstakling.
Við hvetjum alla til að sækja um
starfið óháð kyni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Ragnheiður Elmarsdóttir
mannauðsstjóri í síma 892-7484,
ragna@lvf.is
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda
á netfangið ragna@lvf.is
Umsóknarfrestur
er til ogmeð 17. september nk.
Farið verður með allar fyrirspurnir
og umsóknir sem trúnaðarmál.
H
é
ra
ð
sp
re
n
t
LVF
Fyrirtæki
ársins
2021
Grundarfjarðarbær
Íþrótta- og tómstundafulltrúi og leikskólastjóri
Grundarfjarðarbær er á miðju
norðanverðu Snæfellsnesi.
Í Grundarfirði og nágrenni er
fjölskrúðug náttúra og gott mannlíf,
atvinnuvegir og félagsstarf er
fjölbreytt og samfélagið
fjölskylduvænt.
Hér er leikskóli, grunnskóli,
tónlistarskóli og framhaldsskóli.
Í Grundarfirði er aðstaða fyrir störf
án staðsetningar, t.d. fyrir maka.
Ferðatími til höfuðborgarinnar er
um 2 klst. og samgöngur eru góðar.
Viltu vera með í skemmtilegri uppbyggingu?
Grundarfjarðarbær leitar að kraftmiklum stjórnendum, annars vegar
til að móta nýtt starf og stýra verkefnum á sviði íþrótta- og
tómstundamála og hins vegar til að stýra Leikskólanum Sólvöllum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Um er að ræða nýtt og spennandi starf.
Það felst í þróun, skipulagningu,
samræmingu og stjórnun íþrótta- og
tómstundamála, forvarna og
lýðheilsuverkefna á vegum bæjarins.
Fag- og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi
íþróttamannvirkja, félagsmiðstöðvar
unglinga og skipulögðu íþrótta- og
tómstundastarfi. Samstarf við
félagasamtök, umsjón eða aðkoma að
viðburðum.
Leikskólastjóri
Leikskólinn Sólvellir er þriggja
deilda leikskóli fyrir yngsta fólkið
okkar; börn á aldrinum 12 mánaða
til 5 ára. Leikskólastjóri ber faglega
og rekstrarlega ábyrgð á starfi
skólans og jákvæðri skólaþróun.
Sjá nánar á
http://solvellir2.leikskolinn.is/
Leitað er að kraftmiklu fólki með góða forystu- og skipulagshæfileika,
frumkvæði, lipurð í mannlegum samskiptum og færni í að tjá sig
munnlega og skriflega.
Ítarlegri upplýsingar um störfin, menntunar- og hæfnikröfur o.fl. er að
finna á grundarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað í ráðningakerfi Alfreðs - alfred.is
í síðasta lagi 26. sept. nk. Fylgja skal kynningarbréf, ferilskrá og samantekt
með hugmyndum umsækjanda um nálgun, uppbyggingu og þróun faglegs
starfs. Störfin henta hvaða kyni sem er.
Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500
eða með því að senda fyrirspurnir á bjorg@grundarfjordur.is.