Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 47

Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 „PABBI BAUÐ OKKUR Á SÆDÝRASAFNIÐ OG DATT ÚT Í.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að vera í sólskinsskapi. SAGT ER AÐ MENN EIGI AÐ VERA ÞAKKLÁTIR FYRIR LITLU HLUTINA Í LÍFINU RÉTT… EN SUMIR HLUTIR ERU BESTIR Í YFIRSTÆRÐ! ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ ELSKA ÞENNAN STAÐ! ALLT SEM ÞÚ GETUR HUGSAÐ ÞÉR AÐ BORÐA HLAÐBORÐ ÓMINNISBRUNNUR 2007 – OG ÉG ER Á HRAÐFERÐ. unarmaður reikninga þess í 40 ár, frá 1957-1997. Þegar Hilmar hætti að vinna fór hann að stunda pútt. „Ég byrjaði í því til þess að hafa fé- lagsskap og stundaði pútt með púttklúbbi Suðurnesja í hartnær 15 ár.“ Fjölskylda Eiginkona Hilmars er Ásdís Jónsdóttir, húsfreyja, f. 24.2. 1927, en þau giftust 7. júní 1952 og eiga því 70 ára brúðkaupsafmæli næsta vor. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigurðsson, bóndi og sjómað- ur, f. 16.9. 1897, d. 7.12. 1966 og Ágústa Sigurjónsdóttir, húsmóðir og saumakona, f. 16.9. 1899, d. 28.8. 2000. Þau bjuggu í Keflavík. Synir Hilmars og Ásdísar eru 1) Jón Bjarni Hilmarsson, skrifstofu- maður, f. 23.10. 1952, d. 15.7. 2007 og Pétur Kristinn Hilmarsson, tölvunarfræðingur, f. 28.10. 1965, kvæntur Önnu Borgþórsdóttur Ol- sen, f. 26.2. 1965 og þau eiga börn- in Borgþór Pétursson, f. 29.12. 1990; Ásdísi Olsen Pétursdóttur, f. 5.7. 1993 og Sigríði Þórdísi Péturs- dóttur, f. 30.6. 1998. Systkini Hilm- ars eru Jóhann Danival, f. 26.4. 1928; Lárus Kristján, f. 17.5. 1930, d. 4.1. 2011; Páll, f. 21.5. 1940, d. 7.5. 2018 og Unnur Berglind, f. 9.4. 1943. Foreldrar Hilmars voru hjónin Pétur Lárusson, bóndi og hús- vörður, f. 23.3. 1892, d. 4.5. 1986 og Kristín Danivalsdóttir, húsfreyja, f. 3.5. 1905, d. 9.11. 1997. Þau bjuggu á Steini á Reykjaströnd í Skarðshreppi í Skagafirði og síðar í Keflavík. Hilmar Pétursson Ingigerður Pétursdóttir húsfreyja á Nautabúi í Tungusveit, Skag. Jón Jónsson bóndi í Nautabúi, Mælifellssókn, og í Merkigarði í Tungusveit, Skag. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Úlfagili, Höskuldsstaðasókn, Hún. og á Litla-Vatnsskarði Danival Kristjánsson bóndi í Selhaga og Litla- Vatnsskarði á Laxárdal fremri, A-Hún. og í Úlfagili, Höskuldsstaðasókn, Hún. Kristín Danivalsdóttir húsfreyja á Steini á Reykjaströnd, Skag., síðar í Keflavík María Guðmundsdóttir húsfreyja og síðar ekkja á Strjúgsstöðum í Langadal Kristján Guðmundsson bóndi á Strjúgsstöðum í Langadal Ingibjörg Hannesdóttir húsfreyja á Steini á Reykjaströnd, Skag., fór til Winnipeg árið 1900 Sveinn Sigvaldason bóndi á Steini á Reykjaströnd og víðar í Skagafirði og Húnaþingi, síðast tómthúsmaður á SauðárkrókiSigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja í Skarði í Gönguskörðum, Skag. Lárus Jón Stefánsson bóndi í Skarði í Gönguskörðum, Skag. Lilja Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Grófargili, Glaumbæjarsókn, Skag. og í Vatnshlíð á Skörðum,A-Hún. Stefán Einarsson bóndi í Vatnshlíð á Skörðum, á Grófargili á Langholti og víðar í Skagafirði Úr frændgarði Hilmars Péturssonar Pétur Lárusson bóndi á Steini á Reykjaströnd, Skarðshr., Skag., síðar eftirlitsmaður í Keflavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Léttur blær sér lyftir hér. Löðrungur er veittur þér. Heyskapur þá hafinn er. Hraður nú í brjósti mér. Þá er það lausnin frá Hörpu á Hjarðarfelli: Sláttur er vægur vindur. Á vanga slátt fékk hann. Sláttur í kýr og kindur. Kona hjartslátt fann. „Svona er nú slátturinn mergj- aður“ segir Eysteinn Pétursson: Leikur sláttur laufi í. Leitt er slátt á kinn að fá. Slátt við byrjum brátt á ný. Bylmingshjartslátt finnum þá. Guðrún B. á þessa lausn: Slappt er í slættinum seglið. Sláttur á vanga er sár. Um sláttinn næringu neglið. Ef nár, er hjartsláttur smár. „Þá loks er það lausn vikunnar,“ segir Helgi R. Einarsson: Hér gola, högg og heyskapur er, sem hjartans sanni máttur. Já, allt að sama brunni ber og birtist okkur sláttur. Sjálfur leysir Guðmundur gátuna þannig: Sláttur vart sér hreyfir hér. Högg er sláttur veittur þér. Heysláttur þá hafinn er. Hjartsláttur í brjósti mér. Þá er limra: Í gærkveldi gerði regn, sem góður og virkur þegn ég fór út að slá með sláttumanns ljá, en sló samt ekki í gegn. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Æstir vindar árla dags utan húsið lemja, vaknaður ég leita lags litla gátu að semja: Tækifæri telja má. Tíðum falskt það hljómar. Ei með réttu ráði sá. Rækja sálir frómar. Páll Ólafsson orti (talin síðasta visa hans): Tregur sérhvert fer ég fet fram að grafar barminum. Sjónlaus ekki séð ég get af sextugum konugarminum. Gömul vísa í lokin: Vertu góður, Geiri minn, gleymdu óró þinni. Einatt hljóðar auminginn eftir móður sinni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er slegið úr og í Ég var að leita eftir Omega-3 fitusýrum án eftirbragðs og var bent á Krill olíuna, sem ég hef nú notað að staðaldri sl. 10 ár. Þessi olía blandast við vatn, sem aðrar fiskiolíur gera ekki og innheldur einnig hið öfluga andoxunarefni astaxanthin, sem mér finnst vera mikill plús. Ég finn það að með æfingum og réttu mataræði virðist regluleg inntaka Krill olíunnar hjálpa mér að nota fitubirgðir líkamans betur og gera það að verkum að líkaminn verður tónaðri og vöðvarnir sýnilegri. Ég mæli heilshugar með Krill olíunni frá Natures aid fyrir alla! Sólveig Bergsdóttir Íslandsmeistari og landsliðskona í fimleikum. Krill Oil – öflugustu omega-3 fitusýrurnar! Krill olía er omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd, sótt í Suðurskautshafið sem er hreinasta hafsvæði veraldar. Líkaminn á mjög auðvelt með að nýta sér fitukeðjurnar í krillinu og ekkert eftirbragð er eftir inntöku. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.