Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 49

Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Ég fylgdist með Daníel Þór Ingasyni í hluta leiksins gegn Kiel í fyrstu umferð þýsku bun- desligunnar í handknattleik í vik- unni. Daníel lék þá fyrsta leik sinn í efstu deild í Þýskalandi en hann fór til Balingen í sumar. Varla er hægt að fá meiri eld- skírn en að mæta Kiel á útivelli í frumrauninni. Sjálfur hef ég far- ið á völlinn í Kiel og stemningin í höllinni er mögnuð. Miðað við framgöngu Daníels í leiknum verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar í Þýska- landi. Hann lék í miðri vörninni og þurfti að glíma við leikmenn á borð við Sagosen og Duvnjak. Þegar liðið fór í hraðar sóknir sótti Daníel af krafti á vörnina og var áræðinn. Nú er ég enginn sérstakur áhugamaður um Daníel Þór Ingason. En upp í hugann kemur sú tilhugsun að breiddin í ís- lenska landsliðinu sé að verða nokkuð góð þegar öflugir varn- armenn eru annars vegar. Á síðustu árum hafa stöðurnar í miðri vörninni í landsliðinu stundum verið stöður sem erfitt hefur verið að manna með góðu móti. Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson áttu góða leiki á síðasta stórmóti og lofa mjög góðu. Daníel öðlast nú reynslu í Þýskalandi sem og Elvar Örn Jónsson sem kominn er til Mel- sungen. Þar leikur einnig Arnar Freyr Arnarsson sem hefur burði til að verða mjög góður. Auk þess er Sveinn Jóhannsson einnig inni í myndinni. Í handboltanum er geysilega mikið atriði að vörnin sé sterk og þá ekki síst fyrir miðju. Ef þessir menn halda áfram að bæta sig getur landsliðið að mínu viti orðið mjög gott. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valskonur fögnuðu Íslandsmeist- aratitlinum með látum þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn í úrvals- deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Origo-völlinn á Hlíðarenda í lokaumferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 5:0-sigri Vals- kvenna sem bókstaflega gengu af göflunum í fyrri hálfleik þar sem þær skoruðu öll mörk leiksins. Cyera Hintzen skoraði tvívegis fyrir Valskonur í leiknum og þær Ásdís Karen Halldórsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sitt markið hver. „Nýbakaðir Íslandsmeistarar Vals voru smátíma í gang en þegar það gerðist sýndi liðið frábæran fót- bolta og lauk mótinu með stæl,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Valur lýkur keppni með 45 stig en liðið vann fjórtán leiki á tíma- bilinu, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Selfoss er sem stendur í fjórða sætinu en gæti fallið niður í það fimmta ef Stjarnan vinnur Tindastól á Sauðárkróki á morgun. _ Þetta er í tólfta sinn sem Valur verður Íslandsmeistari en liðið varð síðast meistari árið 2019. Lettarnir fóru mikinn Viktorija Zaicikova gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir ÍBV þegar liðið vann 5:0-stórsigur gegn Fylki á Hásteinsvelli í Vestmanna- eyjum. Þá skoraði Olga Sevcova tvívegis fyrir ÍBV en hún og Zaicikova eru báðar lettneskir landsliðsmenn. Eyjakonur voru mun sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn síst of stór. Fylkiskonur voru falln- ar fyrir leikinn og leikmenn liðsins virtust hafa lítinn áhuga á því að yfirgefa deild þeirra bestu með sæmd. Eyjakonur eru með 22 stig í sjöttta sæti deildarinnar en Fylk- iskonur kveðja efstu deild í neðsta sætinu með 13 stig. _ Þrír leikmenn ÍBV skoruðu sjö mörk í sumar og enduðu marka- hæstar; þær Delaney Pridham, Zaicikova og hin sautján ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir. Fögnuðu bikarnum með stæl - Viktorija Zaicikova fór mikinn í stórsigri Eyjakvenna gegn föllnu liði Árbæinga - Selfoss gæti hafnað í fimmta sæti eftir harða toppbaráttu framan af móti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmeistarar Fyrirliðinn Elísa Viðarsdóttir hefur bikarinn á loft eftir stórsigurinn gegn Selfossi á Hlíðarenda. Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða dómarar á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvak- íu í janúar á næsta ári. Þetta er annað Evrópumótið í röð sem þeir félagar dæma á og sjöunda stórmót Antons Gylfa en Jónas á færri stór- mót að baki. Alls taka átján dóm- arapör þátt í Evrópumótinu frá átján löndum en Ísland leikur í B- riðli keppninnar ásamt Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi. Mótið hefst 13. janúar næstkomandi og lýkur hinn 30. janúar í Búdapest. Annað Evrópu- mótið í röð Morgunblaðið/Eggert EM Jónas Elíasson og Anton Páls- son eru fremstu dómarar landsins. Íslands-, bikar- og deildarmeistarar Hamars í blaki hafa samið við marga lykilmenn fyrir komandi keppnistímabil í úrvalsdeild karla. Tvíburabræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir hafa fram- lengt samninga sína við félagið sem og Ragnar Ingi Axelsson. Þá hafa þeir Damian Sapor, Jakub Madej og Wiktor Mielczarek samið aftur við félagið fyrir tímabilið. „Radoslaw Rybak verður áfram spilandi þjálf- ari en þó er gert ráð fyrir að hlut- verk hans innan vallar muni minnka,“ segir í frétt Hamars. Hvergerðingar stórhuga Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Þrenna Hamar vann þrefalt á síð- ustu leiktíð og ætlar sér stóra hluti. Valur mætir FH í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, á Hlíðarenda en Valsmenn unnu öruggan sjö marka sigur gegn Víkingi í sextán liða úrslitum keppninnar í Víkinni í gær. Tumi Steinn Rúnarsson og Tryggvi Garðar Jónsson fóru mikinn í liði Vals og skoruðu sex mörk hvor en Arnar Huginn Ingason var marka- hæstur Víkinga með fjögur mörk. Þá tryggðu Fjölnir og Fram sér einnig sæti í átta liða úrslitum en Fram vann 33:28-sigur gegn HK í Kórnum og mætir ÍR í fjórðungs- úrslitum en Fjölnir vann Milan, 35:23, í Set-höllinni og mætir Aftureldingu í Dalhúsum. Átta liða úrslitin fara fram á mánu- daginn kemur. Í bikarkeppni kvenna mætast ÍBV og Valur í Vestmannaeyjum í átta liða úrslitum en Eyjakonur unnu öruggan fjórtán marka sigur gegn Gróttu í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Birna Berg Haraldsdóttir fór mik- inn fyrir ÍBV og skoraði átta mörk og Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sjö. Þá fór Lovísa Thompson hamför- um í liði Vals og skoraði fjórtán mörk í 25:22-sigri Valskvenna gegn HK í Kórnum. Fjórðungsúrslitin kvennamegin fara fram 14. september þar sem Haukar mæta Fram á Ásvöllum, Vík- ingur mætir FH og Stjarnan mætir annaðhvort KA/Þór eða Fylki. Stórleikir í fjórðungsúrslitum Ljósmynd/Þórir Tryggvason 14 Lovísa Thompson, til vinstri, fór hamförum fyrir Val í Kópavoginum í gær þegar liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar. Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri Knatt- spyrnufélags Akureyrar eða KA, hefur ekki leitt hugann að því að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnu- sambands Íslands. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun. Guðni Bergsson lét af störfum sem formaður sambandsins á dögunum eftir að KSÍ var sakað um þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins. Sævar hefur verið orðaður við for- mannsstólinn ásamt öðrum en hann segist ekki hafa íhugað framboð. „Þeirri hugmynd hefur ekki skotið upp í kollinum á mér,“ sagði Sævar í Mín skoðun. „Ég hef vissulega haft mína skoðun á þessu máli og verið ófeiminn að segja hana en svo það komi fram þá hef ég átt mjög gott samstarf við bæði Guðna [Bergsson] og Klöru [Bjart- marz]. Þú ert ekkert minni maður þótt þú stígir fram og viðurkennir ákveðin mistök. Persónulega hef ég ekki verið að hugsa mér til hreyfings enda í mjög spennandi starfi hjá KA,“ bætti Sæv- ar við. Sækist ekki eftir formanns embættinu Sævar Pétursson ÍBV – FYLKIR 5:0 1:0 Viktorija Zaicikova 26. 2:0 Viktorija Zaicikova 41. 3:0 Olga Sevcova 67. 4:0 Viktorija Zaicikova 70. 5:0 Olga Sevcova 76. MM Olga Sevcova (ÍBV) Viktorija Zaicikova (ÍBV) M Liana Hinds (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) sæunn Björnsdóttir (Fylki) Dómari: Guðmundur Ingi Bjarnason – 7. Áhorfendur: 205. VALUR – SELFOSS 5:0 1:Ásdís Karen Halldórsdóttir 11. 2:0 Cyera Hintzen 24. 3:0 Ída Marín Hermannsdóttir 29. 4:0 Fanndís Friðriksdóttir 38. 5:0 Cyera Hintzen 44. M Mist Edvardsdóttir (Val) Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur) Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur) Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi) Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi) Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinsson – 8. Áhorfendur: 432. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/ fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.