Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 L istasafnið Hafnarborg tek- ur á móti haustinu með árlegri haustsýningu þar sem sviðljósinu er beint að upprennandi en reynslulitlum sýningarstjórum. Þessi áhersla gef- ur haustsýningunni sérstöðu og skapar sérstaklega spennandi og mikilvægan vettvang innan íslensks listasamfélags. Í ár voru það sýningarstjórarnir Hubert Gromny og Wiola Ujaz- dowska sem hófu haustið með sam- sýninguna Samfélag skynjandi vera. Á sýningunni má sjá verk tuttugu listamanna sem hverfast um tilraun- ir hópsins til að öðlast skilning á eig- in skynheimi. Áður en ég reika um verk sýningarinnar þá langar mig að vekja máls á kynningarefni sýning- arinnar eða skorti þar á. Skoða mætti haustsýningu Hafnarborgar sem tækifæri til kynningar og þekkingarsköpunar sýningarstjóra en ekki síst sýningargesta. Kynn- ingartexti sýningarstjóranna gaf innsýn í það samfélag sem leitast var við að skapa á sýningunni ásamt drögum að framtíðarfyrirætlunum um útgáfu. En þrátt fyrir þau áform þótti mér leitt að sjá hvorki umfjöll- un né kynningu á sýningarstjórun- um eða listamönnum sýningarinnar. Verst þótti mér þó að fá engar upp- lýsingar um þau áhugaverðu verk sem má finna á sýningunni. Þessa vöntun má mögulega rekja til hug- myndafræði Gromny og Ujazdow- ska en í kynningartexta tala þau um að vilja forðast ákveðin flokkunar- kerfi á sýningunni og þess í stað leyfa skynjuninni – þá heyrn, sjón og snertingu – að flæða óheft, án fyrirframákveðinna skilgreininga og takmarkana. Slíkt skynfrelsi er hjartanlega velkomið í sýningar- salnum og utan hans en ef áhuga- samur sýningargestur vill heim- sækja þetta tiltekna sýningar- samfélag aftur, þó það væri ekki nema í tvívíðri mýflugumynd, þá væri sýningarskrá ágætis leiðarvísir til þess. Það verður því mjög spenn- andi að sjá útgáfuna þegar þar að kemur. Sýningar(heild)samfélag Mér þótti þema sýningarinnar spennandi strax í upphafi og þykir það enn. Ég var hvað spenntust fyr- ir því að sjá hvernig sýningarstjór- unum myndi takast til að laða fram skynhrif áhorfenda, sjá hvaða verk yrðu fyrir valinu og hvert sýningar (heildin)samfélagið myndi leiða mig. Ég hóf yfirferðina á neðri hæðinni og að beiðni sýningarstjóra tók ég niður greiningarhattinn minn með það fyrir augum að leyfa skynfær- unum að taka völdin. Ég gekk rak- leiðis að myndbandsverki Michelle Sáenz Burrola, „Eldgos í Iztaccihu- atl“. Verkið í er sjálfu sér einfalt, grípur augað og er næstum kunnug- legt. En hugurinn minn leitaði alltaf aftur og aftur í þetta sérstæða nafn eldfjallsins, Iztaccihuatl. Þegar heim var komið fletti ég upp nafninu og fann upplýsingar um uppruna nafns fjallsins sem á rætur sínar að rekja í þjóðsagnaheim mexíkóskra frumbyggja. Nafnið þýðir „Konan í hvítu“ eða „Hvít sofandi kona“ og vísar í lögun eldfjallsins. Hvort sem það hefur verið fyrirætlun listakon- unnar eða ekki þótti mér áhugavert að fá slíkan upplýsingarbrauðmola. Verkin í neðri sal sýningarinnar voru hvort um sig áhugaverð en eitt- hvað þótti mér vanta upp á samtalið á milli þeirra. Verk Angelu Rawl- ings „kór (core)“ er dæmi um verk sem hefði mögulega notið sín betur í öðrum hluta sýningarsamfélagsins að mínu mati. En góð sýningarheild greiðir leiðina að frekari hugrenn- ingatengslum, hvetur til vensla skynjunar og flæðis. Skynheimur listamanna Þegar komið var á efri hæðina skynjaði ég betur ákveðna sýningar- heild og samhengi. Eins varð þema sýningarinnar skýrara og við blasti samfélag skynjandi vera, þá lista- mannanna, sem bjóða áhorfendum að skoða eigin skynheim. Ég lenti þó aftur á vegg þegar ég sá innsetningu Dance Afríka „Áfangastaður Vest- ur-Afríka“ þar sem var skortur á frekari upplýsingum. Innsetningin sýnir útskorna viðarbrjóstmynd og grímu og upphengda lengju af mynstruðu efni. Hugurinn bar mig þó hálfa leið og ég sá fyrir mér fólk dansa til heiðurs óræðri gyðju eða guði. En aftur vildi ég gjarnan vita meira um það samfélag sem var ver- ið að vísa til og hvað væri átt við með Vestur-Afríku sem áfangastað. Áfram gekk ég og settist í verk Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördís- ardóttur „RAW PURENESS“ og hafði efnisnotkun listakonunnar; mjúk gæran og hart stálið sem og taktur elektróníska trommuheilans í bland við hvísl listakonunnar, allt- umlykjandi áhrif. Við tók svo neyð- arskýli Melanie Umbalto, „Þú ert ekki íslensk. Nafnið þitt er ekki ís- lenskt“, sem skýtur skjólshúsi yfir alla þá sem bera nöfn sem falla utan við hefðbundna íslenska nafngift. Verk Freyju Eilífar, „Millihúsar- gátt“, minnti svo mig á þann hlið- arveruleika sem birtist þeim sem á hann trúa og „Framvinduhjólið“ sem tifar „já, já, já“ staðfesti þá trú mína. Ég gekk rólega framhjá svarthvíta skóginum hennar Kathy Clark og fann þá þátttökuverk Nermine El Ansari, „Verkefni“. Verk Ansari býður áhorfendum að móta útlínur og þá landamæri ákveðinna landsvæða í heiminum eftir eigin höfði. Að lokum kom ég mér vel fyrir í hringsalnum og hlýddi á hugleiðslu í myndbands- verki þeirra Agötu Mickiewicz og Styrmis Arnar Guðmundssonar sem ber heitið „Upphafið í eimingar- flöskunni“ og varð starsýnt á upp- lýst vefverk Agötu, „Schumann óm- un“, á meðan. Samfélagsvitundin Að eigin sögn nálgast Gromny og Ujazdowska sýninguna sem sam- felldan gjörning, þar sem hver sem sýninguna sækir verður hluti af því samfélagi sem þessi hópur lista- manna og sýningarstjóra hefur skapað. En ég átti erfitt með að upp- lifa minn þátt öðruvísi en að vera einfaldlega áhorfandi innan ákveð- ins samhengis frekar en samfélags- legur þátttakandi. Í viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins tala Gromny og Ujazdowska um að „hugsa í sam- einingu“ og hvernig samhliða skynj- uninni verði að fylgja skilningur, „skilningur sem fæst með næmi frekar en vitsmunum“. En ég velti því fyrir mér hvort við þyrftum mögulega á hvoru tveggja að halda, næmi og vitsmunum, þegar við mætum verki annarra menningar- heima. Og hvort það samspil gæti ekki einmitt sameinað okkar hugs- un, skilning og dýpkað samfélagsvit- undina innan safnsins og utan þess. Að gefnu tilefni má minnast á að Hafnarborg hefur þegar kallað eftir tillögum fyrir haustsýningu ársins 2022. Umsóknarfrestur er til 10. október næstkomandi. Sýningarsamfélagið og samfélagsvitundin Morgunblaðið/Unnur Karen Yfirlit Hluti sýningarinnar Samfélag skynjandi vera sem Hubert Gromny og Wiola Ujazdowska stýra. Hafnarborg Samfélag skynjandi vera bbmnn Haustsýning Hafnarborgar. Sýningar- stjórar: Hubert Gromny og Wiola Ujaz- dowska. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Agata Mickiewicz, Ag- nieszka Sosnowska, Andrea Ágústa Að- alsteinsdóttir, angela rawlings, Anna Wojtynska, Dans Afríka Iceland, Freyja Eilíf, Gígja Jónsdóttir, Hildur Ása Hen- rýsdóttir, Hubert Gromny, Kathy Clark, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Melanie Ubaldo, Michelle Sáenz Bur- rola, Nermine El Ansari, Pétur Magn- ússon, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson, Styrmir Örn Guðmundsson, Ufuoma Overo-Tarimo og Wiola Ujazdowska. Sýningin stendur yfir til 31. október. KARINA HANNEY MARRERO MYNDLIST Framvinduhjól Verk Freyju Eilífar. Innsetning Hluti innsetningar Dance Afríka, Áfangastaður Vestur-Afríka. Sýning Elísabetar Brynhildardótt- ur, The Oldest Spark, verður opn- uð í dag kl. 16 í Y galleríi í Hamraborg, Kópavogi. Verkin á sýningunni eru öll undir áhrifum rýmisins, sem áður var bensínstöð, „sprengikraftsins sem kúrir undir okkur og dagsbirtunnar sem rétt svo kemst inn“, eins og því er lýst í tilkynningu. „Standandi á þrútn- um eldsneytistönkum er fátt ann- að hægt að hugsa um en orku, sprengikraft og gegndarlausa þenslu,“ segir m.a. um sýninguna. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Billboard, sem rekur aug- lýsingaskjái í strætóskýlum og við gatnamót í Reykjavík, efni til op- innar samkeppni um myndlistar- verk í almenningsrými í samstarfi við Y og Listasafn Reykjavíkur og að 1.-5. janúar 2022 verði auglýs- ingahlé á yfir 350 skjáum Bill- board um alla borg. Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækj- enda. Fær hann eina milljón króna greidda fyrir verkið og verður það gefið í safneign Listasafn Reykjavíkur að loknum sýning- artíma. Frekari upplýsingar má finna á ygallery.is. Sýning í Y og opin sam- keppni um listaverk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýning Elísabet Brynhildardóttir. Samsýning listamannatvíeykisins Snæbjörnsdóttir/Wilson, Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum, verður opnuð í dag kl. 15 í Gerðar- safni í Kópavogi. Listamennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fagna með þessari yfirlits- sýningu 20 ára samstarfi sínu og segir í tilkynningu að þau staðsetji list sína sem rannsóknar- og sam- félagslist og noti gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varði sögu, menningu og umhverfið. „Með list- rannsóknum sínum kveikja þau hug- leiðingar og samtal um hvernig heimurinn er að breytast og hlut- verk okkar mannfólksins í þeim breytingum,“ segir þar. Eitt þekktasta verk tvíeykisins er um ísbirni og byrjuðu þau á því árið 2001, skoðuðu uppstoppaða ísbirni í Bretlandi og sögur þeirra frá sjónar- horni listamannsins og hafa unnið með híði ísbirna og hækkandi yfir- borð sjávar sem og heimsóknir ís- bjarna til Íslands. „Listamennirnir nálgast listsköpun sína með vist- fræðilegri og heildrænni sýn. Verk þeirra eru þverfagleg í eðli sínu og taka gjarnan form innsetninga með skúlptúrum, fundnum hlutum, víd- eóverkum, hljóði, teikningum, ljós- myndum og textum. Þetta er í fyrsta sinn sem jafn yfirgripsmikið yfirlit yfir verk þeirra hefur sést,“ segir í tilkynningu en sýningarstjóri er Becky Forsythe. Viðtal um sýninguna verður í Morgunblaðinu á mánudaginn. Listamannatvíeyki í Gerðarsafni Á sýningu Eitt þekktasta verk tvíeykisins fjallar um ísbirni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.