Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 56
Gilfélagið fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og í
tilefni af því þáðu liðsmenn Populus Tremula að gera
endurkomu hinum megin í Listagilinu á Akureyri, í
Deiglunni, og halda skemmtun í anda Populus-áranna
frá 2004-2014, eins og segir í tilkynningu. Á þeim tíu
árum réð ríkjum í kjallaranum undir Listasafninu hópur
manna á ýmsum aldri sem kölluðu félagsskapinn og
starfsstöðina Populus Tremula og voru þeir reiðubúnir
að skemmta sér og öðrum og fá í lið með sér fjölda
listamanna, með fjölbreytilegum uppákomum, mynd-
listarsýningum, tónleikum af flestu tagi og ljóðalestri,
segir þar. Undir hverri auglýsingu um kvöldskemmtanir
stóð að malpokar væru leyfðir og verður nú slíkt kvöld
haldið og hefst klukkan 21. Aðgangur er ókeypis.
Malpokar leyfðir í Deiglunni
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Valur mætir FH í Origo-höllinni á Hlíðarenda í átta liða
úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-
bikarnum, á mánudaginn kemur en Valsmenn unnu
öruggan sjö marka sigur gegn Víkingi í sextán liða úr-
slitum keppninnar í Víkinni í gær. Í bikarkeppni kvenna
mætast ÍBV og Valur í Vestmannaeyjum í átta liða úr-
slitum. Eyjakonur unnu öruggan fjórtán marka sigur
gegn Gróttu í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi en Valur
vann þriggja marka sigur gegn HK í Kórnum. Undan-
úrslitin kvennamegin fara fram 14. september. »48
Stórleikir fram undan í fjórðungs-
úrslitum bikarkeppninnar
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í liðinni viku synti Sigurgeir
Svanbergsson áheitasund frá Kjal-
arnesi að Bryggjuhverfinu í Graf-
arvogi til styrktar Einstökum
börnum, um 12 kílómetra leið, og
hafa safnast rúmlega 300 þúsund
krónur vegna átaksins. Vélarbilun
í fylgdarbátnum varð til þess að
afrekið tók mun lengri tíma en
ætlað var eða tæplega níu klukku-
stundir.
Heimsmeistaramótinu í bar-
dagalistum hefur verið frestað
hvað eftir annað vegna kórónu-
veirufaraldursins. Sigurgeir ætlaði
að taka þátt í því en þegar fyrir-
huguð keppni í ágúst var endan-
lega blásin af ákvað hann að finna
annað verkefni og áheitasundið
varð fyrir valinu. „Mig vantaði
eitthvað ögrandi og skemmtilegt
að gera og þá datt mér í hug að
synda frá Reyðarfirði til Eski-
fjarðar. Þegar allt fylltist af mar-
glyttum í sjónum hérna fyrir aust-
an varð ég að finna aðra sundleið
og valdi þessa fyrir sunnan.“
Var að gefast upp
Undanfarin sex ár hefur Sigur-
geir búið á Eskifirði. Hann vinnur
hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði
og er auk þess einkaþjálfari. „Ég
byrjaði að æfa karate þegar ég
var sex ára og hef því verið í bar-
dagalistum í um aldarfjórðung,“
segir hann. Sund í vötnum og sjó
hafi fyrst og fremst verið skemmt-
un, sérstaklega í útlöndum. „Ég
hef aldrei synt af kappi en hef
gaman af því sem er ögrandi og
erfitt og tók því þessari áskorun.“
Hann leggur áherslu á að hann
hafi æft mikið fyrir sjósundið á
líðandi ári, fyrst í sundlaug og síð-
an í sjónum eftir að hann hlýnaði.
Sundið gekk ekki eins og til var
ætlast. „Vélin bilaði í fylgdar-
bátnum og því þurfti ég að svamla
í nágrenni við hann í um einn og
hálfan tíma eða þar til vinur minn
og menn frá hafsport.is komu á
tveimur bátum, annar fylgdi mér
en hinn dró bátinn með biluðu vél-
inni í land, sneri svo við og fylgdi
mér síðasta spölinn.“
Vegna þessa segir Sigurgeir að
sundið hafi verið mun erfiðara en
efni hafi staðið til. „Mér var farið
að líða illa; ég fékk blóðsykursfall,
þegar ég kom upp úr og var búinn
með alla orku, en fann ekki fyrir
kulda fyrr en í sturtunni á eftir.“
Hann segir að vegna tafarinnar
hafi hann misst af réttu straum-
unum og lent í því að fá strauminn
í fangið. „Á síðustu metrunum,
þegar ég sá Bryggjuhverfið,
komst ég ekkert áfram, var fastur
í um 40 mínútur og þá hvarflaði að
mér að hætta þessu.“
Sigurgeir segir að það hafi tekið
sig smástund að átta sig á því að
hann hefði náð settu marki.
„Ströndin í Bryggjuhverfinu er
grunn og því gekk ég síðasta spöl-
inn, en þegar ég kom að landi
hneig ég eiginlega niður í spennu-
falli. Ég var líka hálftómur í höfð-
inu eftir átakið, en það stóðst
væntingar, var skemmtilegt og nú
þarf ég að finna nýtt verkefni.“
Í Kollafirði Sigurgeir Svanbergsson lenti í erfiðum straumum vegna tafar í kjölfar vélarbilunar í fylgdarbátnum.
Á sundi í nær níu tíma
- Synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfinu í Grafarvogi
Góður Sigurgeir Svanbergsson.