Morgunblaðið - 13.09.2021, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 214. tölublað . 109. árgangur .
TVÖ LIÐ BERJAST
UM BIKARINN
Í EFSTU DEILD
ÁTUTILRAUN
GEKK
Á́GÆTLEGA
20 ÁRA SAMSTARFI
FAGNAÐ MEÐ
YFIRLITSSÝNINGU
DRÓGUST AÐ LJÓSINU 14 SNÆBJÖRNSDÓTTIR/WILSON 28TVÆR UMFERÐIR 26
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Töluverð hreyfing er loks komin á
fylgi framboða samkvæmt nýrri
skoðanakönnun sem MMR gerði í
samstarfi við Morgunblaðið og
mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum
bætir Viðreisn hraustlega við sig
fylgi milli vikna og Framsókn sömu-
leiðis. Hins vegar dalar Sjálfstæðis-
flokkurinn merkjanlega og eins virð-
ist fylgi Sósíalistaflokksins nokkuð
vera að ganga til baka. Fylgisbreyt-
ingar annarra flokka eru óverulegar
milli vikna.
Viðreisn á siglingu
Fylgisaukningu Viðreisnar má að
langmestu leyti rekja til fylgisaukn-
ingar í tveimur kjördæmum, í Suð-
vesturkjördæmi þar sem flokkurinn
nýtur nú 15,9% stuðnings og í
Reykjavíkurkjördæmi norður, þar
sem hann mælist með 19,3%.
Vert er þó að hafa í huga að í ein-
stökum kjördæmum eru ekki mörg
svör að baki niðurstöðunum og vik-
mörkin há. Það er því umhugsunar-
vert að í Reykjavíkurkjördæmi suð-
ur fær Viðreisn aðeins 11,6%, en til
þessa hefur verið lítill munur á fylgi
flokksins í Reykjavíkurkjördæmun-
um tveimur.
Framsókn sækir einnig í sig veðr-
ið milli vikna, einkum í Norðaustur-
kjördæmi og Suðurkjördæmi, en
gefur eftir í Norðvesturkjördæmi.
Þá bætir Framsókn einnig við sig í
Reykjavík og báðir ráðherrarnir
virðast úr allri fallhættu í bili.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist
raunar vera að reisa sig í Norðaust-
urkjördæmi, en tapar hins vegar í
Suðurkjördæmi og er nú með minna
fylgi þar en fyrir norðan ef marka
má niðurbrot svara á kjördæmi.
Mest munar þó um að hann virðist
tapa nær þriðjungsfylgi í Reykjavík
suður milli vikna.
Miðjusókn
Úr þessum tölum virðist óhætt að
lesa að fylgið leiti inn á miðjuna, líkt
og skautun til hægri og vinstri ýti
fólki þangað. Það kemur heim og
saman við kannanir sem sýna að
tveir þriðju svarenda hafa a.m.k. tvo
flokka í huga. Hið mikla úrval fram-
boða dregur sennilega ekki úr því.
Auðveldast virðist vera að draga
þá ályktun að Viðreisn og Framsókn
séu að ná til sín fylgi á kostnað Sjálf-
stæðisflokksins. Hliðstæð breyting
virðist þó einnig vera á vinstri
vængnum, þó hún sé flóknari og ekki
eins auðsæ. Þannig tapa Sósíalistar
fylgi, sennilegast til Pírata, Samfylk-
ingar og Vinstri grænna. Eins fer
vafalaust eitthvert fylgi milli þeirra
innbyrðis og sömuleiðis eru þeir lík-
ast að missa eitthvert fylgi inn á
miðjuna líka, þó fylgistölurnar
breytist á endanum lítið nema hjá
Sósíalistum.
Hæpið að reikna út þingsæti
Niðurstöðurnar byggjast á svör-
um 951 manns, en þar af tók 821 af-
stöðu til framboðanna. Þrátt fyrir að
úr þeim megi vel lesa fylgisstrauma
á landsvísu eru svörin í einstökum
kjördæmum of fá til þess að leggjast
megi í útreikning á úthlutun þing-
sæta af nokkurri vissu.
Því er gripið til þess ráðs hér að
ofan að leggja saman tölur úr þrem-
ur síðustu könnunum MMR til þess
að reikna út þingmannafjölda, en
vegna fjölda framboða og úthlutunar
jöfnunarsæta má sáralitlu muna til
þess að breyta myndinni töluvert.
Með samanlögðum tölum má fá
tryggari niðurstöðu um það, en á
móti kemur að hún endurspeglar síð-
ustu fylgisbreytingar ekki til fulln-
ustu og er rétt að lesandinn hafi þá
fyrirvara alla í huga.
Fylgi framboða komið
á hreyfingu inn á miðju
- Viðreisn og Framsókn bæta duglega við sig - Sjálfstæðisflokkur dalar talsvert
12
14
7
34
7
6
6
4
Fylgi framboða og þingmenn samkvæmt skoðanakönnun MMR
Úr spurningavagni MMR 8. til 10. september
10
16
7 14
7
7
6
5
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
10
.9
.2
0
21
10
.9
.2
0
21
3
.9
.2
0
2
1
K
o
sn
in
ga
r
J
Sósíalistar
P
Píratar
V
Vinstri græn
S
Samfylking
F
Flokkur fólksins
C
Viðreisn
M
Miðflokkur
B
Framsókn
D
Sjálfstæðisflokkur
22,3%
15,0%
6,0%
12,2%
5,0%
11,6%
10,5%
9,9%
6,7%
Könnun
8.-10. september
Samtala
3 síðustu vikna
_ Gunnar Smári
Egilsson er ekki
að skafa utan af
hlutunum í for-
mannaviðtali í
Dagmálum
Morgunblaðsins,
sem birt er í
opnu streymi í
dag. Hann segir
að Ísland sé ger-
spillt samfélag
og að dómskerfið og stjórnsýslan
séu valdaklíka, en að baki búi
skipulegt samsæri um að setja inn
menn í Hæstarétt til þess að verja
kvótakerfið. Hann kveðst ekki vita
hverjir stýri því samsæri. »6
Skipulegt samsæri
um spillingu
Gunnar Smári
Egilsson
„Ég verð í mörg, mörg ár að ná upp
öðrum eins hóp,“ segir Elvar Eylert
Einarsson, sem ásamt konu sinni,
Fjólu Viktorsdóttur, er bóndi á
Syðra-Skörðugili í Skagafirði.
Riðuveiki kom upp á bænum fyrir
helgi en þar eru um 1.500 fjár, full-
orðið fé og lömb. Syðra-Skörðugil
var afurðahæsta búið í Skagafirði í
fyrra og hlutu þau hjónin viðurkenn-
ingu fyrir það. Auk þess var Syðra-
Skörðugil með hæstu meðalvigtina
fyrir svo stórt bú, 19 kíló í meðalvigt.
Tjónið er því mikið.
Í tilkynningu sem barst frá Mat-
vælastofnun fyrir helgi sagðist stofn-
unin vinna að því að meta umfang
smitsins og nauðsynlegar aðgerðir.
Elvar reiknar með að hlutirnir skýr-
ist í vikunni en sjálfur hefur hann
haft lítinn tíma til að hugsa málið
enda verið í göngum síðastliðna tvo
daga. Hann segist ekki munu skera
niður fé hjá sér fyrr en samninga-
viðræður fari í gang.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir að
óskað hafi verið eftir því að bótaferli
vegna niðurskurðar verði hraðað
enda séu bætur of lengi að berast.
Bændur hafi ekki bara gagnrýnt
seinagang heldur einnig að einungis
ákveðnar bætur fáist greiddar.
Þannig fást bætur fyrir jarðvegs-
skipti og efnisskipti en ekki fyrir
vinnu. „Bændur hafa bent á þetta
ítrekað,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon,
sveitarstjóri Skagafjarðar. »4
Bændur
gagnrýnt
seinagang
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dilkur Féð frá bænum var dregið í
þennan dilk í Staðarrétt í gær.
- Riða í Skagafirði
Reynslumestu leikmenn íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu gætu
lagt landsliðsskóna á hilluna ef kemur
til frekari afskipta stjórnar Knatt-
spyrnusambands Íslands, KSÍ, af
landsliðshópnum. Þetta herma heim-
ildir Morgunblaðsins.
Kolbeinn Sigþórsson var valinn í ís-
lenska landsliðshópinn í nýliðnum
landsleikjaglugga þar sem Ísland
mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu
og Þýskalandi á Laugardalsvelli í und-
ankeppni HM.
Honum var aftur á móti meinað að
taka þátt í verkefninu af stjórn KSÍ
eftir að umræða um meint ofbeldisbrot
hans gegn tveimur stúlkum á
skemmtistað í Reykjavík árið 2017 var
tekin til umfjöllunar í fjölmiðlum. Mik-
il óánægja var með þá ákvörðun
stjórnarinnar innan leikmannahóps-
ins, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins.
Þá hafa tveir leikmenn karlalands-
liðsins verið sakaðir um nauðgun á
samfélagsmiðlum, án þess þó að hafa
verið nafngreindir. Atvikið á að hafa
átt sér stað árið 2010 en þeir voru ekki
í íslenska landsliðshópnum í síðasta
landsleikjaglugga.
Leiða má þó að því líkur að Arnar
Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins,
hafi hug á því að velja að minnsta kosti
annan þeirra í hópinn fyrir leikina
gegn Armeníu og Liechtenstein í und-
ankeppni HM en leikirnir fara fram 8.
október og 11. október á Laugardals-
velli.
Stjórn KSÍ sagði af sér á dögunum
eftir að sambandið var sakað um þögg-
un og meðvirkni með meintum ger-
endum. Ný bráðabirgðastjórn verður
kjörin á aukaþingi sambandsins 2.
október, tæplega viku áður en Ísland
mætir Armeníu. bjarnih@mbl.is
Óánægja með afskiptin
- Þeir reynslumestu gætu lagt landsliðsskóna á hilluna
_ Erfitt er fyrir stofnanir og
fyrirtæki að verja sig algjörlega
gegn álagsárásum tölvuþrjóta
líkt og þeim sem gerðar voru á
íslensk fjármálafyrirtæki um
helgina, en með réttum undir-
búningi og forvörnum er hægt
að bregðast hraðar og betur við
til að lágmarka skaðann.
Álagsárásir eru oft gerðar
með það að markmiði að kúga
lausnarfé út úr skotmarkinu,
með hótun um alvarlegri og
lengri árás síðar. Tölvuþrjót-
arnir standa samt sjaldan við
hótanirnar og ekki ráðlegt að
greiða þeim eina einustu krónu.
» 12
Eins og stormur
bresti skyndilega á