Morgunblaðið - 13.09.2021, Side 4

Morgunblaðið - 13.09.2021, Side 4
Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Riðuveiki, sem staðfest var á bæn- um Syðra-Skörðugili í Skagafirði síðasta föstudag, er mikið áfall að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar. Um 1.500 fjár eru á bænum, bæði fullorðið fé og lömb, en því fé þarf nú að lóga samkvæmt gildandi reglugerð. Syðra-Skörðugil er í Húna- og Skagahólfi en í því hólfi greindist síðast riða síðasta haust. Sigfús segir bændurna á Syðra- Skörðugili ekki enn hafa haft tíma til að hugsa um tjónið enda voru göngur þegar riðuveikin kom upp og síðan réttir. Hann segir það þó viðbúið að þegar hægist á muni bændurnir finna fyrir áfallinu. „Þetta er þrjátíu ára ræktunar- starf sem er að gufa upp í einu vet- fangi,“ segir Sigfús. Ekki heppilegasti árstíminn Réttir voru í Skagafirði í gær og kom féð af Syðra-Skörðugili niður í réttirnar og var réttað með öðru fé. Allt féð fór í einn almenning áð- ur en dregið var í dilka. Sigfús seg- ir það ekki hafa verið hægt að hafa fyrirkomulagið annað og bendir á að tilfelli riðuveiki hafi áður komið upp á þessum árstíma. „Auðvitað er fólk uggandi,“ segir hann en bendir á það séu til auð- veldari smitleiðir en í réttum. „En þetta er ekki heppilegasti árstím- inn til að greinast á, það er alveg rétt,“ segir Sigfús. Fá ekki bætur fyrir vinnu Hann segist vita til þess að bændur sem hafa lent í því að riða greinist á bæ þeirra hafi gagnrýnt að þeir fái ekki nema ákveðnar bætur greiddar. Þannig fáist greitt fyrir jarðvegsskipti, efnis- skipti á timburvegi og álíka, en sú vinna sem lendir á bændunum sé ekki metin. „Það vantar alveg að meta þessa miklu vinnu sem bændurnir leggja í þetta,“ segir hann. Bændur hafi ítrekað bent á þetta og Sigfús kveðst vita til þess að hluti þeirra bænda sem lentu í niðurskurði í fyrra hafi haldið mjög samviskulega skrá yfir sínar vinnustundir svo það liggi fyrir hvað vinnan er í raun og veru mik- il. Einnig hafi hann heyrt frá bændum að samningar um bætur hafi tekið of langan tíma. Viðræður um helgina Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir reglugerðina um útrýmingu á riðu- veiki og bætur vegna niðurskurðar hafa verið í endurskoðun og rætt hafi verið við ráðuneytið um helgina. Gunnar vonar að samtal- inu verði haldið áfram. Aðspurður segir hann að sam- talið verði að fjalla um upphæð bótanna en auk þess sé búið að óska eftir að ferlinu verði hraðað. Þá nefnir hann að bætur verði að berast hraðar en þær gerðu eftir að riðuveiki kom upp í Skagafirði síðasta haust. „Það er eiginlega búið að gera það upp, en það er nú ekkert alltof langt síðan það var gert, þannig að við höfum gjarnan viljað hraða þessu meira heldur en var gert síð- astliðið haust,“ segir Gunnar. Tjónið sé heilmikið fyrir bændur. Bætur vegna riðu of lengi að berast Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tún Syðra-Skörðugil í Skagafirði. 1.500 fjár þarf að slátra vegna veikinnar. - Þrjátíu ára ræktunarstarf gufaði upp í einu vetfangi á föstudaginn - Formaður Bændasamtakanna segir reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar hafa verið í endurskoðun Árið 2007 kom upp riða í sauðfé á bænum Skollagróf í Hruna- mannahreppi. Sigurður Haukur Jónsson og Fjóla Helgadóttir, bændur á bænum, sömdu ekki við Matvælastofnun um bætur og fór það svo að málinu var vís- að til matsnefndar eignarnáms- bóta þar sem þeim voru úrskurð- aðar hærri bætur. Hjónunum barst síðan ekki nema þriðjungur bótanna og fóru þau því með málið fyrir hér- aðsdóm í júlí 2012, þar sem þau unnu málið. En ekki barst þó af- gangur greiðslunnar. „Svo var það fljótlega eftir að ég kom þessu á framfæri við Morgunblaðið, og einhver birti frétt um þetta, að þeir borguðu,“ segir Sigurður en fréttin var skrifuð í október 2012, fimm ár- um eftir að riðan kom upp. Tók fimm ár að fá bætur GREIÐSLA BARST EFTIR UMFJÖLLUN MOGGANS 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021 Lið rithöfunda hafði betur á móti liði útgefenda í knatt- spyrnuleik liðanna á laugardag. Leikurinn var hluti af dag- skrá Bókmenntahátíðarinnar. Staðan í leikslok var 6-3 fyrir rithöfunda en fyrirliði útgefenda, Anna Lea Friðriksdóttir, segir rithöfundana hafa unnið í krafti fjöldans. Útgefendurnir voru aðeins með einn varamann en rithöfundarnir átján og útgefendur því uppgefnir. Slagorð rithöfunda var „Skáld eru aldrei rangstæð“. Anna Lea kveður höfundana hafa verið rangstæða allan leikinn en að dómarinn hafi aldrei dæmt. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Rithöfundar lögðu útgefendur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Ríkisstjórnin mun fara yfir til- lögur sóttvarnalæknis á morgun, þriðjudag, og sagði Svandís í gær að ekki væri tímabært að ræða innihald minnisblaðsins. Búist er við því að frekari tilslakanir verði kynntar að ríkisstjórnarfundi loknum. Alls greindust 46 smit á föstudag og laugardag, 31 á föstudag og 15 á laugardag. Færri sýni eru yfirleitt tekin um helgar en aðeins um 1.500 voru tekin á laug- ardag. Í gær var 14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa 154,6 og stendur það í stað. Nýgengi smita á landamærum er nú 6. Í gær voru 776 í sóttkví, 397 í einangrun og 490 í skimunarsóttkví. Fyrir helgi voru sex á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu. Ríkisstjórnin ræðir tilslakanir á morgun Svandís Svavarsdóttir - 46 greindust á föstudag og laugardag Úrskurðarnefnd lögmanna hefur ekki borist kvörtun vegna Facebook-- færslu Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns um mál knatt- spyrnumannsins Kolbeins Sigþórs- sonar. Þetta staðfestir Einar Gautur Steingrímsson, formaður nefnd- arinnar, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Einars bærist slík kvörtun fyrst til Lögmannafélagsins og síðan til nefndarinnar, en hann bendir þó á að ef kvörtun hefði borist væri hún mjög nýleg því úrskurðarnefndin myndi fljótt frétta af því. Sigurður Örn Hilmarsson, formað- ur Lögmannafélagsins, segist í sam- tali við Morgunblaðið ekki vita til þess að kvörtun hafi borist félaginu. Þreyttur á „atlögum“ Sigurður hefur verið gagnrýndur fyrir áðurnefnda færslu sína á sam- félagsmiðlum. Meðal annars af dóttur sinni, Eddu Sif, sem skrifaði að færsl- an væri hvorki honum né málstað Kolbeins til framdráttar. Í samtali við mbl.is í liðinni viku sagði Sigurður færsluna hvorki fela í sér gerendameðvirkni né druslu- skömmun. Þá sagðist hann einfald- lega vera orðinn þreyttur á „atlög- um“ í garð knattspyrnu og Knattspyrnusambands Íslands. Sigurður kvaðst hafa tjáningar- frelsi eins og blaðamenn til að vinna úr þeim gögnum sem hann fær og sér, en í færslunni birti Sigurður lög- regluskýrslu og fleiri gögn sem tengj- ast ásökunum Þórhildar Gyðu Arn- arsdóttur á hendur Kolbeini árið 2017. Hann vildi ekki gefa upp hvað- an hann fékk gögnin. Engin kvörtun borist - Facebook-færsla hæstaréttarlögmanns hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum - Birti lögregluskýrslur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.