Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021 Á vefnum fullveldi.is er fjallað um þróun breskrar fjár- málaþjónustu eftir Brexit: „Þvert á spár ýmissa stjórnmálamanna í Bretlandi og forystu- manna í brezku at- vinnulífi, sem andvígir hafa verið útgöngu landsins úr Evrópusam- bandinu, um að hrun yrði í útflutn- ingi á fjármálaþjónustu til sam- bandsins í kjölfar útgöngunnar jókst útflutningurinn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. - - - Bretar gengu formlega úr Evr- ópusambandinu í lok janúar 2020 en yfirgáfu innri markað og tollabandalag sambandsins um síðustu áramót þegar víðtækur fríverzlunarsamningur við það tók gildi. Samningurinn nær ekki til þjónustuviðskipta en til stóð að semja um þau síðar sem þó hefur ekki skilað árangri. Fyrir vikið hafa brezk stjórnvöld lagt áherzlu á að nýta það frelsi frá regluverki Evrópusambandsins sem útgang- an hefur skapað, auka samkeppnishæfni brezks atvinnu- lífs og sækja fram á öðrum mörk- uðum. - - - Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að þannig hafi útflutningur á þjón- ustu banka, tryggingafélaga og annarra fjármálafyrirtækja í Bret- landi til Evrópusambandsins auk- izt um 1,4% á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs miðað við sama tímabil árið 2019 samkvæmt tölum brezku hagstofunnar. Miðað er við 2019 vegna áhrifa kórónu- veirufaraldursins á tölur síðasta árs.“ - - - Hvað ætli systurflokkarnir Við- reisn og Samfylkingin segi um þessa þróun? Hún hefur senni- lega ekki, frekar en annað, áhrif á vilja þeirra til að þvinga Ísland inn í ESB. Meiri fjármálaþjón- usta eftir Brexit STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Eldgosið í Geldingadölum vaknaði af værum blundi aðfaranótt laugar- dags og braut kvika sér aftur leið upp á hraunyfirborðið. Aðfaranótt sunnudags var eldgosið í fullu fjöri og lýsti upp himininn yfir Reykja- nesi. Gosið hafði legið í dvala í um viku þegar það fór aftur af stað. Sér- fræðingar segjast ekki vita með vissu hvers vegna eldgosið tók sér hlé eða hvers vegna það fór aftur af stað. Margir lögðu leið sína að gos- stöðvunum á laugardag. Í gær, sunnudag, var mælst til þess að fólk gengi ekki að gosinu vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir tóku gildi um miðjan dag í gær og eru í gildi þar til síðdegis í dag. Eldgosið í Geld- ingadölum vaknað Jón Sigurðsson er látinn, 75 ára að aldri. Hann gegndi starfi seðlabanka- stjóra, var formaður Framsóknarflokksins og einnig iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Jón greindist með langt gengið krabba- mein í blöðruháls- kirtli og ræddi um það í kvikmyndinni Karlamein sem sýnd var í mars á síðasta ári. Jón var fæddur í Kollafirði á Kjalarnesi 23. ágúst árið 1946. Foreldrar hans voru Sigurður Ellert Ólason, hæstarétt- arlögmaður og ríkislögmaður, og Unnur Kolbeinsdóttir, kennari og bókavörður. Hann stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi árið 1966. Þaðan lá leið hans í íslensku og sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann útskrif- aðist með BA-gráðu í þeim fögum þremur árum síðar. Jón tók við starfi ritstjóra Tím- ans árið 1978 og sinnti því til 1981. Að því loknu varð hann skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst og síðar varð hann rektor skólans til ársins 1991. Árið 1988 útskrif- aðist Jón með meist- aragráðu í mennt- unarfræðum og kennslustjórnun frá Columbia Pacific University í San Rafael í Bandaríkj- unum. Hann útskrif- aðist með doktors- gráðu í sömu greinum tveimur árum síðar. Árið 1993 útskrifaðist hann svo úr MBA-námi í rekstrarhagfræði og stjórnun frá National University í San Diego í Bandaríkjunum. Frá árinu 2003 til ársins 2006 var Jón seðlabankastjóri. Að því loknu tók hann við embætti iðn- aðar- og viðskiptaráðherra til árs- ins 2007. Þá var hann einnig for- maður Framsóknarflokksins. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sig- rún Jóhannesdóttir. Þau áttu sam- an tvo syni, en fyrir átti Sigrún eina dóttur. Andlát Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.